Þjóðviljinn - 29.06.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.06.1960, Blaðsíða 4
4) — 3ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 29. júní 1960 Leifur E. A. Sigurðsson; Reikningum Eimskipo- félagsins mótmœlt Á aðalfundi Eimskipafélags Islands snemma í þessum mánuði flutti einn hluthafi, Leifur E. A. Sigurðsson, eftir- farandi ræðu þar sem gagn- rýnd eru ýmis atriði í reikn- ingum félagsins, svo og ráð- stafanir félagsstjórnarinnar varðandi aðalfundinn. Leifur lætur fylgja skýring- ar á ýmsu sem á er drepið í ræðunni ,svo og frásögn af því hverja afgreislu tillaga hans fékk, Samkvæmt Gengisjöfnunar- sjóði hefur orðið gengistap að upphæð 25.005,00 krónur á keyptum eigin hlutabréfum á árinu 1959. Ekkert sést. í reikn- íngunum um það, hve mikið félagið eigi nú af eigin hluta- bréfum, enda þótt félagið hafi á undanförnum árum sífellt verið að kaupa eigin hlutabréf og félagsstjórnin hafi verið slcyldug, samkvæmt lögum rík- isins, að birta þær tölur í reikningum félagsins. Þá sést heldur ekki í reikningunum að nokkur af þessum hluta- bréfum hafi verið seld aftur, en ef slík sala eigin hlutabréfa sæist í reikningunum þá gæfi hún til kynna að nýir hluthaf- ar sætu hér á aðalfundum. Þá væri líka betra að átta sig á fylgisauka félagsstjórnarinnar. — Fyrir nokkrum árum síðan upplýsti maður í stjórn félags- ms á aðalfundi, að félagsstjórn- in notaði ótakmarkað at- kvæði þeirra hlutabréfa fé- lagsins er félagið á í eigin hlíxtabréfum til framdráttar málstað félagsstjórnarinnar á fundum félagsins. Fyrir fáum dögum spurði ég starfsmann félagsins, sem afhendir að- göngumiða að fundum félags- ins, hvort ég gæti fengið að sjá skrá yfir afhenta aðgöngu- miða og atkvæðamagn hvers fundarmanns að aðalfundi fé- lagsins í fyrra en fékk þau svör, að viðkomandi gæti ekki tekið ákvörðun um það upp á sitt eindæmi. Stuttu síðar var mér tilkynnt, að framkvæmda- stjóri félagsins bæði skilað til mín að það væri ekki heimilt. Það virðist því svo, að almenn- ir hluthafar megi ekki fá að vita hverjir séu aðalráðamenn félagsins. Nú vil ég mælast til þess, að mér verði leyft, hér tSUEKJAVlNNUSTOFA 4» VBTÆUASAlA LaufásveRl 41a. Simi 1-36-75 Krana viðgerðlr og klósett-kassa Vatnsveita Reykjavíkur á eftir, að sjá þessa skrá, um afhent atkvæðamagn til hvers fundarmanns hér á þessum fundi. Það er nauðsynlegt að almennir hluthafar —- já, og landsmenn allir — fái að vita hverjir séu helztu ráðamenn félagsins, ekki eingöngu þeir almennir hluthafar, sem hér sitja á fundum heldur og þeir, út um allt land, sem aldrei sækja fundi eða láta mæta fyr- ir sína hönd, en fylgjast með og hafa áhuga fyrir félaginu. Eftir skriflegum atkvæða- greiðslum fyrri ára að dæma munu þeir hluthafar, sem aldrei sækja fundi félagsins vera yfir 45% hluthafanna. — Það mun í dag liklega vera í fyrsta sinn á ævi félagsins að aðalfundur skuli haldinn á öðr- um degi en laugardegi. Þar með geta þeir hluthafar, sem eru starfsmenn hjá öðrum en sjálfum sér, yfirleitt ekki geta sótt fundinn þótt þeir vildu. Þar er einn liður enn til hags- bóta fyrir stóra hiuthafa í fé- laginu. Arður til hluthafa sést eng- inn greiddur árið 1959 í reikn- ingum félagsins, en á Rekstr- arreiknirigi fyrir 1958 er hann greiddur að fullu af öllu hluta- fé félagsins fyrir það ár — hvort sem allir hluthafar hafa fengið sinn arð greiddan eða ekki. Það stendur nú einmitt svo á, að ég sótti ekki minn arð þegar félagið greiddi arð að fullu fyrir allt hlutafé sitt, en hins vegar sótti ég arð í fyrra, þegar engin arðgreiðsla er sjáanleg hjá félaginu. Á Rekstrarreikningi 1959 er færð afskrift til Gjalda af fast- eignum í landi að upphæð samtals 483.519,00 krónur. Sú upphæð er jafnframt færð Varasjóði til tekna. Þetta er einkennileg tilfærsla, eins og á fyrri árum. Upphæðin mun vera fyrning af fasteignum í landi, sem skattayfirvöldin leyfa til frádráttar tekjum til skatts án þess að lækka fast- eignamat til eignaframtals. Þessi tilfærsla getur litið þol- anlega út við fyrstu sýn, þótt hún eigi þar alis ekki tilveru- rétt, ef aldrei verður halli á rekstrinum þannig, að fyrir- tækið yfirfæri hluta af ágóða í Varasjóð er þeirri afskrift næmi. En þegar Tap verður á rekstri, eins og Rekstrarreikn- ingur félagsins telur fram fyr- ir árið 1959, þá verður þessi afskrift að viðundri þannig, að Varasjóður eykst um þessa af- skrift sem auknar tekjur, með því að auka Tap á Rekstrar- reikningi um þá upphæð. Það er skrýtinn gróði hjá Vara- sjóði. Samkvæmt Rekstrarreikningi fyrir árið 1959 hefir félagið þurft að greiða, auk eignar- skatts, önnur opinber gjöld til ríkis og bæjar að upphæð 3,7 milljónir króna (mkr). Þetta er 2,1 mkr. hærri upphæð en fyrir samskonar gjöld næstlið- ið rekstrarár. Verið getur að það stafi að nokkru leyti af því, að tekjuafgangur var aug- ljóslega oftalinn á Rekstrar- reikningi 1958 um 1,58 mkr tekjulið, er löggiltur endur- skoðari og fleiri höfðu stað- fest rétta og ekkert við að athuga en einhverjir þá látið leiðrétta á bls. 4 í skýrslu fé- lagsstjórnarinnar til hluthafa 6. júní 1959. Tekjuafgangur sá, sem félagsstjói’nin taldi í'ram með skýrslugerð sinni 6. júní 1959 fyrir reikningsárið 1958 nam 1,9 mkr, sem mun vera tekjur félagsins til skattaálagn- inga fyrir árið 1958 til skatta- greiðslu á árinu 1959, eins og félagsstjóx-nin þá taldi fram. En skattagjöldin 1959 nema 3,7 mkr, eins og Rekstrari'eikning- urinn ber með sér, eða 1,8 mkr meira en tekjurnar, sem lagðar eru að miklu leyti til grundvallar fyrir skattaálagn- ingunni. Þar af er hækkunin ein á sköttum 2,1 mkr hærri en taldar tekjur félagsins árið 1958, sem voru taldar 1,9 mkr. Hvernig má það vera að þessir skattar ríkis og bæjar hafi hækkað á einu ári úr 1,58 mkr í 3,7 mkr af 1,9 mkr tekjuafgangi 1958? Það lítur helzt út fyrir að skatta- yfirvöldin hafi fundið tekjur, sem félagsstjórnin hafi leynt. Og hverjar eru þá þær tekjur, mega almennir hluthafar ekki fá það upplýst í reikningum félagsstjórnarinnar? Og hverj- ar eru þá þær eignabreytingar, sem þurfa að koma fram í reikningunum? — Nokkuð af tekjuafgangi 1958, sem hefir verið eyrnamerkt Iðgjald af sjálfsáhættu að upphæð 1.956.- 880 krónur, sést ekki yfirfærð- ur á reikninga félagsins fyrir árið 1959. En kannske það séu líka oftaldar tekjur á árinu 1958? líkt og tekjur frá Vara- sjóði til greiðslu á útsvari og kirkjugarðsgjöldum að upp- hæð 1,58 mkr eins og fyrr er nefnt og stjórn félagsins hefur leiðrétt. Sigurbjörn Þorbjörnsson, út- nefndur endui’skoðari reikn- inga félagsins, var ekki búinn að undirrita reikningana 23. maí, þegar ég skrifaði þá upp á skrifstofu félagsins. Mér kom þá til hugar hvort hann hefði heykzt á því að undirrita þannig lagaða reikninga en sé nú af hinum prentuðu reikn- ingum að hann hefir haft kjark til þess. Af framangreindum ástæðum mótmæli ég fram lögðum reikningum félagsins og geri kröfu, samkvæmt 12. gr. sam- þykkta félagsins, að skrifleg atkvæðagreiðsla verði látin fara fram um samþykkt þeirra. Eg legg eindregið til, að reikn- ingarnir verði ekki samþykkt- ir, að reikningarnir verði end- urskoðaðir í stórum dráttum fyrir síðastliðin 10 ár af tveim löggiltum endurskoðurum — þó ekki af þeim löggilta end- urskoðara er þegar hefir und- irritað þannig lagaða ranga reikninga fyrir síðastliðin þrjú reikningsár og ekkert fundið við þá að athuga. — Það veitir ekki af að hafa þá tvo þar sem einn löggiltur endurskoð- ari hefur þegar bilað, ásamt ö'lum hinum hágöfugu mönn- um er undirritað hafa reikn- ingana sem rétta. Skýringar við erindi undirrit- aðs flutt á aðalfundi Hf. Eim- Nýja Selfossi lileypt af stokkunum skipafélags íslands 3. júní 1960. Að loknum lesti'i ei'indisins bað ég fundarstjóra og for- mann félagsstjórnar að leyfa mér að sjá skrá yfir afhenta aðgöngumiða að fundinum og atkvæðamagn hvers fundar- manns. Báðir neituðu þeir þeirri kröfu minni, og gáfu engar skýririgar. Þeir, sem undirritað hafa reikninga H.f. Eimskipafélags íslands fyrir reikningsárið 1959 eru: Framkvæmdastjóri: Guðm. Viihjálmsson. Stjórn félagsins: Einar B. Guðmundsson, hrm. og for- maður félagsstjórnai’, Birgir Kjaran, hagfr. og alþm., Bjarni Benediktsson, dómsmálaráð- herra, Pétur Sigurðsson, for- stj. Landhelgisgæzlu, Richard Thors, framkv.stj , Jón Árna- son , bankastjóri, Asgeir G. Stefánsson, framkv.stj. í Hafn- arfirði. Endurskoðarar: Magnús Gísla- son, fyrrum stjói'narráðsskrif- st stj., Ari Ó. Thorlacius, lög- giltur endurskoðari og jafn- framt endui'skoðari reikninga bæjai’sjóðs Reykjavíkur, Sigur- björn Þorbjörnsson, bókari eða skrifst.stj. hjá Flugfél. ísl. Ásgeir og Magnús eru út- nefndir af ríkisstjórninni fyrir 100 þús. kr. hlutafé ríkissjóðs, enf,aðrir hluthafar eiga 1.580.- 750,00 kr. Tólfta grein samþykkta fé- lagsins mælir svo fyrir: „Fé- lagsfundum stjórnar fundar- stjóri, sem fundurinn kýs, og kveður hann sér fundarskrif- ara. Fundarstjóri sker úr öllu, sem snertir lögmæti fundarins, samkvæmt ákvæðum félags- samþykktanna, form umræðna, meðferð málanna á fundum og atkvæðagreiðslur, sem þó skulu fara fram skriflega, ef einhver fundai'manna ki'efst þess.“ Fundarstjóri var Lárus Jó- hannesson, hæstaréttardómari, er úrskurðaði að skrifleg at- kvæðagreiðsla skyldi ekki fara fram um samþykkt reikning- anna þrátt fyrir ítrekaðar á- skoranir um að láta skriflega atkvæðagreiðslu fara fram og ábendingar um, að það væri skýlaust brot á ákvæðum 12. gr. samþykkta félagsins er hann neiti að láta bera reikn- ingana undir skriflegt sam- þykki fundarmanna. Reikningarnir hafa ékki ver- ið bornir undir skriflega at- kvæðagi'eiðslu á fundum fé- lagsins fyrir síðastliðin 3 rekstrarár þrátt fyrir marg ítrekaðar áskoranir fundar- manns til fundarstjóra um það, og hafa því reikningamir ekki verið löglega samþykktir fyrir öll þrjú síðastliðin rekstrarár — en það er einnig brot á 13. gr. a. samþykkta félagsins. Aðalfundir eru, á seinni ár- um, orðnir þunnskipaðir og at- kvæðagreiðslur eru faimar að ganga með handauppx'éttingum yfirleitt, annað en stjór.Nai'- kjör. Samstillingin er orðin svo mikil, að ekki einn ein- asti maður annar en ég fæst til að greiða atkvæði gegn samþykkt reikningana enda þótt ég hafi á hverjú ári síð- astliðin 10 ár bent fundar- mönnum á mikilvægar rang- færslur í reikningunum. Undanfari þess, að skrifleg- ar atkvæðagreiðslur Um sam- þykkt reikninganna voru af- numdar voru atkvæðatöl- ur þær, sem hér skal greina: (Sjá töflu neðst á síðunni). Og hefi ég þó ekki fylgzt með talningu atkvæða eða hvernig þau eru fengin. Síðan hafa skriflegar at- kvæðagreiðslur ekki verið leyfðar um samþykkt reikning- anna. Af þessu yfirliti er að sjá, að þeim, sem ekki gátu að- hyllzt já eru: — nei, aúð og ónotuð atkvæði. Búið var að brey ia fundar- salnum að nokkru frá siðasta aðalfundi til hagræðis fyrir starfsfólk félagsins, til þess að geta haft þar kaffistofu. Svo sagði mér starfsmaður. Þar sem aðalfundir félagsins gerast nú þunnskipaðir mun ég á næsta aðalfundi, að sjálfsögðu að forfallalausu, ieggja fram tillögu til félagsstjórnar um að kaffi og kökur verði veitt fundarmönnum í salnum á meðan þeir hlýði á boðskap félagsstjórnarinnar. Leifur E. A. Sigurðsson. Rekstrarár ............. 1952 Já .................... 33992 Nei ...................... 25 Auðir ..................... 2 Ógild ..................... — Ónotuð atkvæði ......... 2756 Afhent að fundi ....... 36775 Ekki afhent ........... 30455 Atkvæði alls .......... 67230 1953 1954 1955 1956 31271 26893 30822 29127 16 1196 33 516 1144 3002 1864 4034 3873 1 6177 3604 3054 36304 37269 36323 36731 30926 29961 30907 30499 67230 67230 67230 67230

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.