Þjóðviljinn - 29.06.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.06.1960, Blaðsíða 12
þlÓÐVIUINN Miðvikudagur 29.„ júní 1960 — 25. árgangur — 144. tölublað VERKFALL FLUG- MANNA 6. JÚLÍ Hafi samníngar ekki tekizt fyrir þann tíma Að viku liðinni hefja íslenzkir atvinnuflugmenn verk- fall hafi samkomulag' eigi tekizt fyrir þann tíma um nýja kjarasamninga. Kaupa síld ð flutningaskip ó miðunum Myndin er frá löndunar- krönunum í Krossanesi og var tekin í síðustu viku, þeg- af verið var að landa úr fyrstu skipunum, sem þangað komu með síld á þessu sumri. Sigurði Bjarnasyni frá Akureyri (nær) og Sæ- iaxa írá Norðfirði (fjær). Bæði skipin voru með full- fermi. Ef sæmileg siidargengd verður í sumar er búizt við að meira aflamagn berist til Krossanesverksmiðjunnar en áður. Kemur hvort tveggja til, að fleiri og betri skip Jeggja þar nú upp en áður og eins hitt, að verksmiðjan hef- ur, í félagi við Hjalteyrar- verksmiðjuna, leigt 650 tonna norskt flutningasskip og er ætlunin að keypt verði síld í það á miðum úti og flutt til verksmiðjanna. Er hér um til- raunastarfsemi að ræða, sem haft getur mikla þýðingu, ef vel tekst, þar sem veiðimögu- leikar síldarskipanna aukast mjög við tilkomu slíks flutn- ingaskips og unnt yrði í mik- illi veiði að nýta verksmiðju- kostinn betur en ella. Gert er ráð fyrir að Fiskimála- sjóður styrki tilraunina og ríkisábyrgð hefur íengizt til lántöku í þessu sambandi. Guðmundur Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Krossanes- verksmiðjunnar. hefur skýrt svo frá, að flutningaskipið Jolita sé væntanlegt norður í næstu viku, 5.-6. júlí. Samn- ingsbundin skip, sem leggja upp afla þar eru: Snæfell, Sigurður Bjarnason, Hafþór. Björgvin, Björgúlfur, Ólafur Magnússon og Kristján. Enn- fremur munu 5—6 skip leggja þar upp að meira eða minna ieyti. Fjögur skipanna, sem leggja upp í Krossanesi, eru 250 lesta. Islenzlajr verkamadur er 13 daga að vinna lyrir lötum Tveggja daga laun fyrir einni skyrtu, var fyrirsögn á forsíðu Morgunblaðsins sl. sunnudag. I fréttinni voru borin saman laun bandarískra og rússneskra „meðalverka- manna" og sýnt fram á með dæmum hversu sá bandaríski skarar langt framúr þeim rússneska. Slíkar fréttir er oft að finna í Mogga, og Helgarferð ÆFR Fyrirhuguð helgarferð ÆFR í Hraunteig verður farin um næstu helgi. Lagt verður af stað eftir hádegi á laugardag og komið til baka á sunnudags- kvöld. Þátttökugjald 250 kr. Þeir, sem ætla í ferðina, snúi sér til skrifstofu ÆFR, eem er opin eftir klukkan 4 daglega. Simi 17513. — ÆFR. Norrænt hjúkrun- arkvennamót hér 7. júlí n.k. hefst hér í Reykja- vík norrænt hjúkrunarkvenna- mót og mun það standa yfir i viku. Erlendu fulltrúarnir dvelj- ast hér alls í hálfan mánuð og ferðast um landið eítir að mót- inu lýkur. þekkja allir sannleiksgildi þeirra, en einhverra hluta vegna hirðir hann lítt um að gera samanburð á kjörum is- lenzkra verkamanna og t.d. bandarfskra. Ef íslenzkur verkamaður er settur í stað þess rússneska kemur fram mjög athyglis- verður samanburður. Tíma- kaup íslenzks verkamanns er kr. 20,67, en bandarísks 2 dollarar og 17 sent, eða kr. 82,46 samkvæmt núverandi gengi. Islenzkur verkamaður er 10 min. að vinna fyrir 1 pundi af sykri, sá bandaríski er 3 mín. Islenzkur verkamaður er 13 klst. að vinna fyrir bómullar- skyrtu, sá bandaríski 1 klst. Islenzkur verkamaður er 9 klst. að vinna fyrir liálfpotti af vodka, sá bandaríski 22 mín. Islenzkur verkamaður er 102 klst. (13 daga) að vinna fyrir venjulegum fötum, sá bandaríski 4 klst. 36 mín. íslenzkur verkamaður er 53 m'ín. að vinna fyrir einum pakka af sígarettum, sá bandaríski 7 mín. íslenzkur verkamaður er 10 mín. að vinna fyrir einum litra af mjólk, sá bandaríski 8 mínútur. lslenzkur verkamaður er 1 klst. að vinna fyrir tylft af eggjum, sá bandaríski 17 míri, Moggi gerir mikið úr lé- legum kjörum rússnesks verkamanns, en samkvæmt þessum samanburði er íslenzki verkamaðurinn enn ver settur í sumum tilfellum. Löndunarstopp — skipin enn að fá veiði í gærkvöld Er Þjóðviljinn liafði sam- band við síldarleitina á Rauf- arhöfn seint í gærkvöld, þá voru enn að berast fréttir af skipum sem voru að fá veiði. Síldin var á slóru svæði við Langanes, allt að 50—70 sjó- mílur frá landi. Kl. 9 í gærmorgun var sett á löndunarstópp á Kaufarhöfn, því allar ]>rær voru orðnar fullar. Skipin liafa því leitað vestur og austur til löndunar, en sum bíða enn löndunar á Raufarhöfn. Veðurútlit var gott og horf- ur á áframhaldandi veiði. Söltun byrjði lítilsháttar á Raufarhöfn í gær. Flugmennirnir hafa boðað verkfall hjá íslenzku flugfélög- unum frá 6. júlí, þ.e. miðnætti aðfaranótt miðvikudags, hafi samningar ekki tekizt þá. Oljósar kröfur Ekki tókst Þjóðviljanum að fá í gær nema ófullkomnar upplýsingar um kröfur flug- manna, en þeir munu fara fram á ýmsar kjarabætur, m.a. hækkun dagpeninga meðan dvalizt er erlendis o.fl. Þá munu þeir leggja áherzlu á að endurskoðuð verði þau ákvæði núgildandi kjarasamninga, sem fjalla um þóknun fyrir fiognar stundir. Samningarnir sem nú gilda eru gerðir fyrir rúmum 3 árum, en á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa flugflota landsmanna bætzt margar nýj- ar og hraðskreiðar flugvélar, Viscount-vélar Flugfélags Is- lands og Cloudmaster-flugvélar Loftleiða, þannig að flugtími hefur stytzt ta'svert og tekj- urnar af þeim sökum rýrnað. Lausir samningar flugidrkja Kjarasamningar Félags ís- lenzkra atvinnuflugmanna hafa verið lausir siðan í febrúarbyrj- un í vetur. Hafa samningsaðil- ar komið nokkrum sinnum sam- an á tímabilinu til funda án þess samningar næðust. Þcss má og geta að samn- ingar Flugfélags Islands og flugfélaganna eru einnig opn- ir. Munu flugjvirkjar gera kröfur um verulegar kjara- Framhald á 10. síðu. Tjónið metið á 6—7 hundruð þúsund krónur Á fimmta tímanum í gær- morgun kom maður akandi nið- ur á ylökkvi: '_öð og skýrði frá l'ví að hann hefði séð mikinn reyk stíga frá þaki Bílasmiðj- unnar. Sliikkviliðið brá íkjótt við og er það kom inn að Bíla- smiðju var Klæðningarverk- stæðið orðið nær alelfla. Var unnið að slöklkvistarfi, í rúman kluklcutíma. Klæðningar- verktfæðið brann allt að innan og þ.rí.r bílar sem voru Jiar inni, skemmdust mikið, einn þeirra gjörónýtur. Tveir bílanna áttu að afhendast í gær. Eldurinn var khniinn inn á málningarverkstæði Bílasmiðj- unnar, en var slöklXur í tæka tíð. Tjónið lendir á 4 vátrygging- arfélögum, mest á Stjóvátrygg- ingarfélaginu. Sjóvátryggingar- félagið gerði ráð fyrir að ýjón- ið yrði metið á 6—7 hundruð þúsund krónur. Myndin er tekin inni á verlt- stæðinu; allt er kolsvart af eldi og reyk og vatn á gólfí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.