Þjóðviljinn - 03.07.1960, Side 5

Þjóðviljinn - 03.07.1960, Side 5
iiimiimimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiimiiiiiiiiiiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiK Sunnudagur 3. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (5 ■ 1111111111<1111111111111111111111(1111111111111111111111111111M1111111111111■11111'111111111MJJ | || Skólatelpur sem Það kostar 120.ooo krónur á f iðkuðu símawændi dag að vernda veiðiþjófana | I Bretlandi hafa veríð birtar nýjar tölur um kostn- að þann sem brezki flotinn hefur af því að verja brezku veiðiþjófana hér við land. Bent skal á að hér er aðeins um að ræða. þann kostnað sem kemur til viðbótar því sem það kostar hvort sem er að hafa herskipin á sjó, svo að hinn raunveruiegi stríðskostnaður er margfalt meiri. Á mælikvarða okkar íslendinga er þó þessi auka- kostnaður ekkert smáræði. Hann telst hafa numið 670.000 sterlingspundum frá 1, september 1958 þegar árás Breta hófst til 31. maí sl., eða rúmlega 70 millj. íslenzkra króna, eða til jafnaðar rúmlega 3,5 milljónum króna á mánuði, eða um 120.000 krónum á dag. Lögreglan í New York hefur I S ! komið upp um stórfellt síma- j vændi. Sveit lögregluþjóna réðst j = inn í lúxushótelið Sherry-Neth- erlands og handtók þar þrjá menn sem hún telux hafa stjórn- að ólifnaðinum. Stúlkurnar sem þeir höfðu í þjónustu sinni voru flestar rétt komnar af barnsaldn og voru úr sama skóla. Viðskiptamenn- irnir greiddu að jafnaði 700 dollara, um 30.000 krónur, fyrir hvert skipti, en af því fengu stúlkip-nar aðeins 50 dollara, 2.000 krónur. HllllllllllllllllllllMllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllíIl Átta brynvarðir vagnar komu í hlut hvers eins hermanns „Yfirskoðunarmaður“ banda- rísku ríkisreikninganna, Josef Campbell, hefur gefið skýrslu um athuganir sínar á síðustu reikn- ingum og komizt að þeirri nið- urstöðu að mjög skorti á að rægilegt eftirlit sé haft með fjáraustri Bandaríkjanna í víg- búnað, bæði heimafyrir og er- lendis Hann benti á mörg dæmi máli sínu til sönnunar, m.a. þessi: • Bandaríkin hafa látið landi einu í Austur-Asíu í té 421 or- ustuþotu, en í flugher landsins voru aðeins 186 útlærðir flug- menn. • Öðrum bandamanni sínum sendu Bandaríkin 255 brynvarð- ar bifreiðir. Þessi bandamaður hafði í her sínum samtals 30 menn sem kuhnu með slík vopn að fara. Það komu því rúmlega átta vagnar á mann. • Til annars hanclamanns var haldið áfram að senda vopn í þrjú ár eftir að hann hafði ákveðið að draga úr vígbúnaði og fækka í her sínum. f þessu landi eru nú bandarísk hergögn sem ryðga og grotna niður að verðmæti 4 milljarðar íslenzkra króna. Ingó lær 20 milljónir í sinn hlut Það er engin furða þó Ingemar Johanson vilji leggja í annan bardaga sem fyrst. Tekjur hans af síðasta bardaga voru gífurleg- ar, hvorki meira né minna en 20 milljónir ísl. kr. Keppnin tók inn 3.549.553 doll- ara, þar af 821.561 dollari íyrir aðgangseyrinn á Polo Grounds. 31.892 áhorfendur borguðu sig inn, en talið er að um 15 þúsund hafi ,svindlað sér inn‘, í þrengsl- unum, sem urðu við hiiðin. Bœklingur um stofnanir og störf S. Þ. Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi hefur gefið út bækling um störf og stofnanir alþjóða- samtakanna. Er bæklingur þessi, sem gefinn er út með tilstyrk upplýsingaþjónustu S.Þ., hinn nytsamasti og leysir hann úr brýnni þörf, þar sem hvergi eru til á íslenzku á einum stað þær upplýsingar, sem í bæklingnum finnast. Freysteinn Gunnarsson skólastjóri hefur þýtt bækling- inn. Formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á íslandi er Ármann í Snævarr prófessor. Hér sjást nokkrir rísindamenn við Dúbnastöðina sem alþýðu- lýðveldin reka í sameiningu, frá vinstri: Solovjoff frá, Sovét- ríkjunum, Ngueng Ding Iy, Vietnam, A. Mihul, Búmeníu, V. IVeksIer, Sovétr., Ting Taotsao, Kína og Kim Ili Ing, Kóreu. • e 50.ooo stúdentar verða að taka próf sín öðru sinni 50.009 stúdentar sem luku prófi í Sambandslýð- veldi Araba (Egyptalandl og Sýrlandi) í vor verða allir að fara aftur í próf og hefst það 12. júlí n.k. Ástæðan er sú að upp komst um eitt stórfelldasta prófsvindl sem um getur. Meimtamálaráðuneytið í Kaíró segir að þeir sem bera ábyrgð á því að stúd- entsefnin fengu að vita um prófverkefnin fyrir prófið hafi verið handteknir. Fyrsti maðurinn sem var handtekinn var prentari i ríkisprentsmiðjunni sem prentaði verkefnin. Hann seldi þau nokkrum stúd- entum sem síðan hófu stór- fellda svartamarkaðssölu á þeirn til félaga sinna. Eðlisfræðingar við kjarnorku- rannsóknarstöðina í Dúbna við Moskvu hafa fundið nýja ör- eind, sem þeir kalla anti-sigma- minus hyperon. Vísindamennirnir, en helztir þeirra voru prófessor Vang Kansjan frá Kína og prófessor V. I. Veksler frá Sovétríkjunum, höfðu unnið lengi að rannsókn- unum sem leiddu til þessarar uppgötvunar og höfðu þeir at- hugað 40.000 myndir af tilraun- um sem gerðar höfðu verið í svonefndum synkofasotron. Það eru alltaf að uppgötvast fleiri og' fleiri öreindir, prótón- ur, nevtrónur, elektrónur, pósi- trónur. Efnismagn prótónu og nevtrónu er 1840 sinnum meira en elektrónu. Aðran öreindir hafa efnismagn sem er á milli efnismagns elektrónu og prótónu. Þær kallast mesónur. Aðrar haia meira efnismagn en prótónur og nefnaSt hyperónur, en efnismagn þeirra er 2200—2500 sinnum meira en elektrónunnar. Þá vita menn líka um margar öreindir sem hafa gagnstæða efniseiginleika við þær venju- legu og nefnast þær andöreind- ir, eða antípartiklar. Þessi nýfundna öreind er af því tagi. Efnismagn hennar er 2300 sinnum meira en elektrón- unnar, en ævi hennar er stutt, u.þ.b. einn tiu milljarðasti úr sekúndu. Á þessum skamma tíma eyðist hún og myndar í staðinn antínevtrónu og pí-mesónu með viðlægri hleðslu með efnismagn sem samsvarar efnismagni 273 elektróna. Það hafði verið sagt fyrir með útreikningum að þessi öreind mjmdi vera til. Tveir mexikanskir stúdentar sem hér sjást á myndinni komu nýlega til Kaupmannahafnar o,g höfðu þar stutta viðdvöl, enda voru, þeir á löngu ferðalagi, þeir ætla sér umhverfis jörðina á mótorhjólum sínum. Það vakti Imeykslun banda- rískra og erlendra blaðamanna Wiashington á dögunum þegar Eisenhower Bandaríkjaforseti af- lýsti venjulegum blaðamanna- fundi sínum vegna þess að hann væri of upptekinn. Hneykslun þeirra varð ekki minni þegar þeir spurðu að forsetinn hetði ekið til Buirning Tree golfklúbbs- ins í Maryland til að leika golf. Lögreglan í Róm hefur komið upp um glæpafélag sem stundaði mansal með ungar stúlkur úr sveitahóruðum Italiíu og seidi þær pútnahúsum víða um heim. Brasilíumenn óttast að þeir muni verða að brenna mikinn hluta kaffiuppskeru siniiar eftir nokkur ár, eða þeg.ar þeir runnar fara að gefa af sér ávöxt sem byrja að vaxa næsta ár. Ástæðan er sú að Kenya hef,u!r fengið mik- ið lán frá Alþjóðabankanum til aukinnar kaffiræktiar. Brezki göngugarpuriim, dr. Bar- bara Moore, sem gekk eftir endi- löngu Bretlandi í vor sem leið en er nú ú leiðinni yfir Banda^ ríkin frá vestri til austurs varð að gera stuttan stanz þegar bif- | reið ók á hana nálægt Brazil í Indiiana, en þá átti hún eftir 1050 km til New York. utan úr heimi Viktor Busjúéff hefur sett uýtt sovétmet í Iyftingum í léttasta flokki. Þarna er liann í einni af þrem skyldustelling- um, en í þeim öllum lyfti hann samtals 397.5 kílónm, sjö og; liálfu kjlói meira en fyrra met.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.