Þjóðviljinn - 03.07.1960, Blaðsíða 11
Sunnudagur 3. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (HS
★ 1 dag er sunnudagurinn 3. júlí,.
Pirocessus og Martinus. —
Tnngl í hásuðri kl. 19.49. —
Árdegisháflæði 3kl. 12,18. — Síð-
degisháfheðl kl. 0,28.
&
CTVARPIÐ
1
D A G :
8.30 Fjörleg músik fyrsta hálf-
tímia vikunnar. 9.00 Fréttir. 9.10
Vikan framundan. 9.25 Morgun-
tónleikar: a) Slá þú hjartans
hörpustrengi, úr kantötu nr. 147
eftir Baoh (Kór og hljómsveit
flytja; dr. Keginald Jaques stj.).
h) Ehsk svíta nr. 4 í F-dúr eftir
Bach (Raiph Kirkpatrick leikur
á sembal). c) Stef með tilbrigð-
um eftir Ludvig Irgens Jenssen
(Fílharmoniuisveitin i Osló; Odd
Gi-uner-Hegge stjórnar). d) Kons-
ert í e-moll nr. 1 fyrir píanó og
hljómsveit eftir Chopin (Maurizio
Pollini verðlaimahafi í Chopin-
samkeppninni í Varsjá 1960 og
Filharmoníusveitin í Os’ó leika;
Odd Griiner-Hegge stjórnar). 11.00
Messa i hátíðasal Sjómannaskól-
ans (Prestur: Séra Jón Þorvarðs-
son. Organleikari: Gunnar Sigur-
geirsson). 14.00 Miðdegistónleikar:
Islenzk tónlist a) Forleikur eftir
Karl O. Runólfsson að leikritinu
Fjaila-Eyvindur (Sinfóníuhljómsv.
Islands leilcur Olav Kielland stj.).
b) Örlagagátan, óratóría eftir Bj.
Guðmundsson (Kantötukór Akur-
eyrar syngur undir stjórn höfund-
ar. Einsöngvarar: Björg Bald-
vinsdóttir, Helga Jónsdóttir, Ingi-
björg Ólafsdóttir, Ingibjörg Stein-
grimsdóttir, Hreinn Pálsson,
Hermann Stefánsson og Öiafur
Magnússon frá Mosfe’li). 15.30
Sunnudagslögin. 16.30 .Veðurfregn-
ir. — Færeysk guðsþjónusta. 17.00
Framhald sunnudagslaganna. 18.30
Barnatími (Rannveig Löve): a)
Framhaldssaga yngri barnianna:
Sagan af Pella rófulausa eftir G.
Knutsson; VIII. lestulr — sögu-
lok. (Einar M. Jónsson rithöfund-
ur þýðir og les). b) Jói skipstjóri|
og Esikimóadrengurinn, saga
(Hildur Þórisdóttir ies). c) Ferða-|
lög dýra; frásagnir. d) Sveinn
gerist leynilögreglumaður, þættir
ú,- dagbók eftir Sigurd Togeby;
I. (Pálína Jónsdóttir þýðir og les).
19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tón-
leikar: Rudy Wiedoeft leikur á
saxófón. 19.40 Tilkynningar. 20.20;
Dýrarikið: Einar ól. Sveinsson !
I prófessor spjallar um köttinn.'
j 20.45 Hljómsv. Ríkisútvarpsins ;
j leikur. Stjórnandi Dr. Václav;
[ Smetácek. Einleikari á óbó: Karel:
Lang. a) Konsert fyrir óbó ogj
hliómsveit eftir Jiri Pauer. b),
■
i Þrír tékkneskir dansar op. 29. eft-1
! ir Slavá Vorlová. 21.15 Heima og
i heiman (Haraldur J. Hamar og
j Heimir Hannesson sjá um þátt-
inn). 22.05 Danslög: Heiðar Ást-
i valdsson danskennari kvnnir ’ög-
i in fyrrtu þrjá stundarfjórðung-
: ana. 23.30 Dagskd'Tlok.
j Ctvarpið á morgun:
8.00—10.20 Morgunútvarp. 12.55
Tónleikar: „Sumardans". 19.30
Lög úr kvikmyndum. 20.30 Ein-
söngur: Sigurður Skagfield óperu-
söngvari syngur. 21.00 Um daginn
og veginn (Guðmundur G. Haga-
lín rithöfundur). 21.20 Tónleikar:
Ljóðræn svíta eftir Fongaard
(Höfundur leikur á gítar). 21.35
Dagbók í Islandsferð 1810, kafli
úr bók Henrys Hollands, þýddur
af Steindóri Steindórssyni yfir-
kennara (óskar Halldórsson
cand. mag. les). 22.00 Fréttir,
s ldveiðiskýrsla og veðurfregnir.
22.15 Búnaðarþáttulr: Að vestan
j (Lárus Jónsson kennari). 22.30
j Kammertónlist: Dönsk tónlist.
I a) Kvintett fyrir blásturshljóð-
færi eftir Kuhlau (Gilbert Jesper-
sen og Erling B'.och leika). b)
Notturna op. 19 eftir Vagn Holm-
boe (Bf isarakvintettinn frá 1932
leikur). 23.10 Dagskrárlok.
Millilandaflug: Milli-
landaflugvélin Sól-
faxi er væntanleg til
Reykjavíkur kl. 18.30
í dag frá Hamborg, Kaupmanna-
höfn og Oslo. Millilandiaflugvélin
Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup-
mannaihafnar kl. 08.00 i dag.
Væntanleg aftur til Reykjavíkur
kl. 22.30 í kvöld. Flugvélin fer tii
Glasgow og Kaupmannahafnar kl.
08.00 í fyrramálið. Millilandaflug-
vélin Hr’mfaxi fer til Oslóar og
Stockholm kl. 08.15 í dag. Vænt-
anleg aftur til Reykjavíkulr kl.
23.30 í kvöld. IiinanJandsflug: í
dag er áætlað að fljúga til Akur-
eyrar (2 ferðir), Isafjarðar,
Siglufiarðí'r og Vestmannaeyja.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Akurevrar (2 ferðir), Egils-
staða, Fagurhólsmýfar Horna-
fjarðar Isafjarðar Kópaskers,
Patreksfjarðar, Vestmiannacyja og
Þórshafnar.
Skipadeild S.l.S.
Hvassafell er væntan’egt til Arch-
angelsk á morgun. Arnarfell fór
29. júní frá Eskifirði til Archan-
gelsk. Jökulfell er í Rostock, fer
þaðan til Kauimanna.hafnar, Osló
og Hu’l. Dísarfell losar á Norður-
landshöfnum. Litlafell er í oliu-
flutningum á Faxaflóa.. Helgafell
fór í gær frá Ventspils til Gevlé,
Kotka, og Leningrad. Hamrafel)
fór 1. þ. m. frá Aruba áleiðis til
Haf narf jarðar.
Jöklar h.f
Langjökull er i Ventspils. Vatna-
jökull átti að fara frá Leningrad
í gær áleiðis til Kotka.
Eimskip:
Dettifoss fór frá Reyðarfirði i
gær, væntanlegur til Reykjav'kur
síðdegis í dag. Fjallfoss fór frá
Rotterdam í gær til Hull og
Reykjavíkur.. Goðafoss er í Ham-
borg. Gullfoss fór frá Reykjavik
i gær til Leith og Kaupmanna-
hafnar. Lagarfoss fór frá Akur-
eyri í gær til Siglufjarðar, Ska.ga-
strandar, Hólmavikur, ís.afjarðar,
Bildudals, Vestmannaeyja, Kefla-
víkur, Akraness og Reykjavíkur.
Reykjafoss fór frá Raufarhöfn í
nótt til Siglufjarðar og þaðan til
Hull. Kalmar og Ábo. Selfoss fór
frá New York í gær, til Reyikja-
víkur. Tröllafoss fór frá Ham-
borg 27. júní, væntanlegutr til Rvík-
ur 5. júlí. Tungufoss fór frá
Gauiaborg 28. júní til Seyðisfjarð-
ar og Reykjavíkur.
Kaffisala:
Kaffisala verðu1 - í dag klukkan 3
í félagsheim'I: Langholtssafnaðar
við SóTieima ti) ágóða fyrir
kinkjubyggingarsjóð.
GENGISSKRÁ NING
Sterlingspunö 1 106.90
Bandar kjadollar 1 38.10
Kanadadollar 1 38.80
Dönsk kr. 550.90 552.35
Norsk kr. 532.12 533.52
Sænsk kr. 736.30 738.20
Finnskt mark 100 11.90
N. fr. franki 100 777.45
Belgískur lranki 100 76.42
Svissneskur franki 100 882.85
Gyllini 100 1.010.30
Tékknesk króna 100 528.45
Vestur-þýzkt mark 100 913.65
Líra 1000 61.38
Austurr. sch. 140.42 146.82
Peseti 63.33 63.50
Miniiing-arspjöld styrktarfélags
vangeflnna fást á eftirtöldum
stöðuni: Bókabúð Æskunnar,
Bókabúð Braga Brynjólfssonar,
Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns-
sonar, Verzluninni Laugaveg 8,
Söluturninum við Hagamel og
Söluturninum Austurveri.
Minningarspjöld Sjálfsbjargar fást
á eftirtöldum stöðum: —
Bókabúð Isa.foldar, Austurstræti 8.
Reykjavikurapóteki, Austurstræti
16. Verzl. Roða, Laugavegi 74,
Bókabúðinni Laugarnesvegi 52.
Holtsapóteki, Langholtsvegi 84.
Garðsapóteki, Hólmgarði 34. Vest-
urbæjarapóteki, Melhaga 20. Sjafn-
argötu 14, skrifstofu S.L.F. —
Orðsending frá Sósíalista-
félagi Reykjavíkur:
Með því að koma í skrif-
stofu félagsins og greiða
flokksgjöldin, sparast fé-
laginu bæði fé og tími.
Félagar, hafið samband við
skrifstofuna í Tjarnargötu
20 — opið frá klukkan 10—
12 og 5—7 alla virka daga,
á laugardögum frá klukkan
10—12. Sími 17510.
Karlmannafatnaðnr
allskonar
Crvalið mest
Verðið heit
Cltíma ]
Kjörgarðcr
Laugavegi 59
THEODORE STRAUSS:
1??
HPP
31. DAGUR.
Blackwater ekki annað en ó-
hreint fangelsi, sem hann gat
aðeins losnað úr með því að,
yíirgefa allt.
Líka Mósa. Fyrir stuttu síð-
an hafði hann séð Ijósker Mósa
vagga til, þegar Mósi kom neð-
an úr hundabyrginu og gekk
upp að kofanum sínum. Þegar
Danni leit nú út um óþétta
hlerana og sá daufan bjarm-
ann í glugga Mósa, heyrði hann
fjarlæga gítarhljóma, og hann
óskaði þess að hann gæti farið
þangað og setzt á tröppurnar
eins og hann var vanur. En
það var líka liðið og' að baki
•— hann gat ekki einu sinni
farið til að kveðja og segja
Mósa að nú væri hann bráðum
að fara frá Blackwater fyrir
fullt og allt. Hann og Mósi
voru nú skildir að skiptum, það
var næstum eins og þeir hefðu
aldrei þekkzt.
Einhvers staðar í húsinu féll
kalkstykki niður á gólfið þeg-
ar rotta hljóp gegnum múrinn.
Svo marraði í fjöl — eð,a var
það grein sem dróst við þakið?
Danni stóð grafkyrr og hlustaði.
Hann varð að fara að koma sér
af stað. Hann hafði þegar beð-
ið óþarflega lengi framyfir
myrkur, og það var ómögulegt
að vita hvað var að gerast
inni í bænum, á fógetaskrif-
stofunni, hjá Jessie frænku.
Allt í einu stirðnaði hann upp.
Það hafði aftur marrað í fjöl-
inni, en það var ekki sama
fjölin.
í dyragættinni stóð Gilly.
Þau stóðu þarna þögul, aug-
liti til auglitis og horfðu hvort
á annað yfir hálfmyrkt her-
bergið. Svo heyrði hann óstyrka
rödd hennar: — Danni?
Hann gekk nokkur skref í
áttina til hennar og þegar hann
tók til máls var rödd hans bit-
urleg og hás. »— Hvað ertu að
gera hér?
— Þú kvaddir -mig ekki.
— Ég mátti ekki vera að því.
— Og þú ætlaðir aldrei að
koma aftur — aldrei nokkurn
tíma? Hún var veikróma og
döpur í bragði.
— Nei.
— Þú ert þá að stinga af.
— Það má víst kalla það því
nafni. ,
— Af hverju gerirðu það?
Spurningin lá þarna í loftinu.
ósvöruð, meðan Danni reyndi
að gera sér ljóst, hvers vegna
hún hafði borið hana fram.
— Veiztu það ekki? spurði
hann beizklega. — Ég hélt að
fógetinn væri búinn að senda
menn um allt plássið.
— Það er líka rétt, svaraði
röddin, sem nú var að verða
eðiileg . aftur.
— Hvað ertu þá að gera
hingað? spurði hann. Nú talaði
hann hátt, ekki í reiði, heldur í
biðjandi örvæntingu. — Að
hjálpa honum? Að vísa honum
veginn til mín?
— Nei, sagði hún hljóðleg’a.,
---Ég ætla að spyrja þig um,
dálítið.
— Vertu ekki að spyrja um
það sem þú veizt nú þegar.
— Þú ætlaðir alltaf að segja
mér eitthvað, sagði hún og
enn var hún ekki farin að
hreyfa sig, en var nún fjarlæg.
— Segðu mér það núna.
— Þú vilt að ég segi þér, að
ég hafi drepið mann, sagði
hann. Han horfði á hana drykk-
langa stund áður en hann hélt
áfram þungum rómi. — Gott
og' vel. Ég skal segja þér það,
Ég drap Jerry Sykés. Ég drap
hann með steini — piltinn sem
þú ætlaðir að giftast — kvöld-
ið sem ég rændi þér af dans-
gólfinu við Bræðratiörn. Hann
gat sjálfum sér um kennt. allt
frá því að við vorum drengir.
Danni þagnaði. Það var eins
og það væri djúpt sár í lík-
ama hans þar sem lungun áttu
að vera, eins og loftið sem
hann andaði að sér væri ekki
raunverulegt loft, heldur eitt-
hvað dauft og kæfandi, og þó
barðist hjarta hans ótt og
þungt, eins og' það hefði stækk-
að og berðist utan í rifin. Hvert
hjartaslag var eins og spreng-
ing. — Ég varð feginn í svip,
vegna þess að ég hataði hann,
sagði Danni og tók andann á
lofti. — Og mér fannst ég hafa
breytt rétt. En nú er ég ekki
feginn lengur. Þegar ég drap
hann, vissi ég ekki að ég var
einmitt að gera það sem hann
vildi helzt, að nú gat hann ein-
mitt hundelt mig þangað til
þeir næðu mér — eins og
þvottabirni í tré. En ég ætla
bara ekki að láta ná mér —
eins og birni. Það skal enginn
fá að hrista mig niður úr trjá-
grein.
RÖdd hennar var enn stilli-
leg og fjarlæg þegar hún barst
til hans yfir herbergið. — Af
hverju sagðirðu mér þetta ekki
íyrr?
—Ég' reyndi það en ég þorði
það ekki, svaraði Danni þreytu-
lega. — Ég reyndi í hvert skipti
sem ég hitti þig, í hvert skipti
sem þú minntist á Jerry. Ég
ætlaði að segja þér að þú
værir blind, að maðurinn sem
drepið heíði Jerry stæði nú
við hliðina á þér, væri að tala
við þig, halda i hendina á þér.
En ég gat það ekki. . .
— Ég hefði ekki farið til
lögreglunnar.
— Það var ekki þess vegna
sem ég sagði ekki neitt,- sagði
hann. — Ég var hræddur við
að missa þig'. Ég' var hræddur
um að þú færir að hata mig.
Danni lyfti höfðinu þunglega
og horfði á hana gpgnum myrk-
ur. — En nú er ég' ekki hrædd-
ur lengur — ekki hræddur við
neinn, ekki við þig heldur. Ég'
hef ekki meiru að tapa, og
hví skyldi ég vera hræddur?
Hgnn gekk hægt að gluggan-
um og horfði í áttina að kof-
anum hans Mósa, en hann
heyrði næstum ekki gítarhljóm-
ana. Allt í einu sneri hann sér
við. — Af hverju ferðu ekki?
Hún svaraði ekki strax og
hann endurtók reiðilega: — Af
hverju ferðu ekki?
Og loksins svaraði þessi lág-
væra rödd: ■— Hvert?
— Til Bradfo.rd — ungfrú
Simpkins — í fæðingárbæinn
þinn — hvert sem vera skal.
— Nei, sagði hún.
Hann sá hvernig hún gekk
: áttina til hans, sá hvernn;
ógreinilegur skugginn varð a)Jt
í einu hár og andlit og nugu.
Svo stóð hún beint fyrir fram-
an hann. Það var eins og axi-
ir hennar væru minni og rýrari
undir kápunni. — Áður var ég
hrædd, sagði hún hægt. — af
því að mér fannst eitthvað
skelfilegt standa á milli okkar,
en það var ekki raunverulegt.
Nú finn ég að það er raunveru-
legt, og nú er ég ekki hrædd
lengur.
Danni horfði framhjá Ijósu
hárinu, framhjá augunuai, og
svipur hans breyttist ekki. —
Það er búið að vera. sagði hann
hljómlausri röddu. — Það var
búið að vera áður en við döns-
uðum saman, það var búið áð-
ur en það byrjaði. Við dönsuð-
um saman — en við vorum
dáin — alveg eins og Jerry
sem lá niðri í vatninu, þar sem
ég hafði lagt hann.
— Búið — á milli okkar?
— Hvernig gætir þú haldið
tryggð við mann, sem hefur
framið morð? Það væri ekki