Þjóðviljinn - 03.07.1960, Page 12

Þjóðviljinn - 03.07.1960, Page 12
Undanfarna daga hefur staið yfir skotfæraútskipun í Reykjavíkurhöfn á vegum bandaríska hersins. Skotfærin hafa verið flutt sunnan af Keflavíkurflugvelli undir lögreglueftirliti, skipað um borð í íslenzk skip, sem farið hafa út á ytri höfn jafnóðum og kominn var í þau farmur og beðið þar. I gær voru íslenzku skotfærageymsluskipin orðin íimm, og' þá var lika komið bandarískt flutningaskip sem á að taka við skotfærunum og -Iflytja þau til bandarískra her- bækistöðva erlendis. Utskipun á skotfærum hófst á miðvikudag eins og áður nefur verið skýrt frá í Þjóðviljanum. Þá var vélskipið Straumey hlað- ið sprengjum og öðrum skotfær- um og fór út á ytri höfn um kvöldið. Á fimmtudag voru vél- bátarnir Sleipnir og Hafnfirðing'- ur einnig lestaðir skotfærum og •færðu sig síðan út undir Eyjar. Á föstudag'smorgun var skotfær- um skipað um borð í togskipið Steingrím trölla og síðar um dag- inn í togarann Gylli. Öll þessi fimm skip lágu á ytri höfninni í íyrrinótt hlaðin skotfærum og sprengjum. ISýtt heftif af timariti MM Tímarit Máls og menningar, 3. Siefti þ.á., er nýkomið út, fjöl- hreytt að efni. Ritstjórnargreinin nefnist: Um njósnir, um vörn hins frjálsa heims, og um pólitíska ábyrgð. Erlingur E. Halldórsson ritar gréinina: Opin leið? Tilraun til að skýra stöðu leikhússins í dag, Árni Kristjánsson segir frá Chop- inhátíðinni í Varsjá, Álfheima- stúlkurnar heitir saga eftir ung- verska rithöfundinn Jenö Heltai, Hermann Pálsson ritar greinina: Uppruni íslenzkrar menningar. Haraldur Jóhannsson: Milli- færslukerfið 1957—1958, þýdd grein eftir Pierre van Paassen um styrjaklir og viðskiptafrelsi. Paavo Ravila: Alþjóðamál og þjóðerni, Jóhannes úr Kötlum: Flett tveim nýjum bókum. Ljóð eru eftir Hannes Sigfússon, Ara Jósefsson og Stefán Hannesson. Einnig umsagnir um bækur o.fl. Sendiherrar frá Kanada og Kúbu á fundi með forseta Tveir nýir seniiiherrar munu ganga á fund forseta íslands eftir helgina. Sendiherra Kanda Dr. Rohert IA. McKay kemur hingað í dag. Hann hefur haft aðsetur í Osló sem sendiherra, en mun kiú leggja fram skilriki sem ambassador og gengur á fund forseta Isiands 4. júli. Hinn sendiherrann er frá Kúbu, Gustavo Arcos y Berg- saes, sem hefur aðsetur i Haag. Hann kom í nótt og afhendir forseta íslands trúnaðarbréf Bem sendiherra Kúbu á íslandi |>riðjudaginn 5. júlí. Um hádegið á föstudag kom svo bandaríska hergagnaflutn- ingaskipið Lt. James E. Robinson til að taka varninginn. Það- lagð- ist að bryggju og var skipað um borð ýmsu drasli frá hernum, en um kvöldið fór það út á ytri höfn og klukkan átta í gærmorg- un hófst umskipun á skotfærun- um úr íslenzku skipunum í hið bandaríska. Vopnin sem valdið hafa sí- felldri sprengjuhættu við Reykja- víkurhöfn í fjóra daga samfleytt eru leyfar eftir bandaríska land- herinn, sem fór af landi brott fyrir fjórum mánuðum. Ekki er Þjóðviljanum kunnugt um, hvort skotfærin verða flutt vestur eða austur um haf. Leit var gerð að víni hjá Hreyfli Lögreglan gerði í fyrrakvöld leit að víni hjá bifreiðastjórum sem aka frá Hreyfli. Komu marg- ir lögregluþjónar skyndilega í heimsókn á stöðina á Hlemm- torgi, settu þar alla bíla fasta og leituðu í skottum þeirra, und- ir sætum og á öðrum stöðum sem líklegt þótti að biíreiðastjórar geymdu flöskur sínar. Munu hafa fundizt vínflöskur í 4—5 bilum og verða nú eigendur þeirra sóttir til saka að lögum, en sam- kvæmt þeim er bifreiðastjórum óheimilt að hafa áfengi í bifreið- um sínum, nema sannað sé að það sé annarra manna eign. Aneurin Bevan mikið veikur Aneurin Bevan, annar aðalleið- togi brezka Verkamannaflokks- ins. iiggur nú fárveikur. Hann veiktist illa í vetur, var þá skor- inn upp og lá lengi fyrir dauð- anum. skliií úf I löfn Vopnaflutningar sunnan frá Keflavíkurflugvelli til Reykja- víkur hafa farið fram með ís- lenzkum vörubílum og reykvísk- ir hafnarverkamenn hafa unnið við að losa og lesta skipin. ís- lenzkir lögregluþjónar og slökkvi- liðsmenn hafa staðið á verði yfir skotfæraútskipuninni. Kuchuk er tregur að skrifa undir Dr. Kuchuk, leiðtogi tyrkn- eskra manna á Kýpur, hefur gef- ið í skyn að hann muni ekki til- leiðanlegur að skrifa undir samn- ing þann sem nú hefur verið gerður við Breta, fyrr en tyrkn- eska þjóðarbrotið hefur fengið frekari tryggingu fyrir því að ekki verði gengið á þess hlut. Samningurinn hefur ekki verið birtur enn. þlÓÐVILJINN Sunnudagur 3. júlí 1960 — 25. árgartgur — 148. tölublað Snurpulína stár- slasar Norðmann Neskaupstað í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans I morgun kom varðskipið Ægir með slasaðan mann af norska síldveiðiskipinu Nor- holm. Slysið varð með þeim hætti, að snurpulina slitnaði þegar verið var að snurpa og hrökk málmstykki af línunni í höfuð manninum. Hlaut hann af því mikinn áverka. Norholm var að veiðum und- an Austfjörðum þegar slysið varð. Var strax haft samband við norska eftirlitsskipið Garm, en það var statt langt frá slysstaðnum. Varð að sam- lcomulagi að Ægir flytti hinn slasaða mann í land. Maður- inn var tafarlaust fluttur í sjúkrahús. Meiðsl hans hafa ekki verið fullrannsökuð en hann er meðvitundarlaus og hefur misst mikið blóð. Nor- holm er væntanlegt hingað síð- degis. Bandaríkjastjórn hefur miklar áhyggjur af auknum tengslum Kúbu og Sovétríkjanna, en löndin hafa nýle.ga gert með sér mikinn viðskiptasamning og sovétstjórnin hefur heitið Kúbu verulegri efnahagsaðstoð, en búi/.t við að hún aukist enn, eft- ir að Krústjoff, forsætisráðlierra Sovétrjkjanna, hefur heim- sótt Kúbu siðar í sumar. — Myndin er tekin af honum og Nunez Jimenez, einum helzta foringja byltingarmanna á Kúbu, þegar Jimenez var í Moskvu fyrir skömmu, en þá bauð hann Krústioff til Ivúbu. Bandarísk 6 hreyfla könnun- arflugvél af gerðinni IÍB 47 liefur týnzt yfir Barentshafi. Sex menn eru á vélinni. Síðast heyrðist til flugvélar- innar kl. 16 á föstudag og var hún bá stödd um 500 km norður af Kolaskaga. Víðtæk leit hófst í gær úr lofti og á sjó. en hún haíði ekki borið árangur er sið- ast fréttist. Rétt er að vekja athygli á þv: að staður sá. bar sem síðast var vitað um könnunarvélina er um það bil miðja vegu á milli Sval- Smali, fiskimaður, vefari og skáld í nefnd Æðsta ráðsins Sendinefnd Æðsta ráðs Sovétríkjanna er væntanleg hingað á miðvikudaginn í boði Alþingis. I nefndinni eru sex menn og með þeim ritari. Ákveðið hefur verið að nefndarmenn ferðist víða um landið þá sjö daga sem þeir dvelja hér, meðal ann- ars er í ráði að þeir skreppi á síldarmiðin fyrir norðan til að kynnast veiðunum. Formaður nefndarinnar frá Æðsta ráðinu er Alexander ívanovitsj Strúéff, einn af varaforsætisráðherrum rúss- neska sovétlýðveldisins. ívan Ignatévitsj Denekin er þingmaður í Æðsta ráðinu frá Kihabarovskhéraði þar sem hann er flokksstjóri fiskveiða- flokks að atvinnu. Meshitbaj Kojshíbekoff er þingmaður frá Kasakstan í Mið- Asíu. Þar er hann yfirfjárhirð- ir á fjárbúi í ríkiseign. Anna Jakovlévna Lusgína er eina konan í þingmannanefnd- inni. Hún er að atvinnu vefari í línvefnaðarverksmiðju í H víta-Rússl andi. Voldemar Kristnapóvitsj Luks er þingmaður frá Liet- úvu, skáld og framkvæmda- stjóri stjórnar lietúvska rit- höfundasambar.ilsins. Sjötti nefndarmaðurinn er. ívan Jósipóvisj Stafisjúk, þing- maður frá Úkrainu og forseti héraðssambands verkalýðsfé- laga í Kíéff. Ritari nefndarinnar og túlkur er Vladimir A'exandróvitsj Morosoff, Sovézka þingmannanefndin kemur hingað til að endur- gjalda heimsókn Alþingismanna til Sovétríkjanna fyrir tveim árum. I móttökunefnd eru for- setar Alþingis, þeir Friðjón Skarphéðinsson, Jóhann Haf- stein og Sigurður Ó. Ólafsson, og auk þeirra alþingismennirn- ir Emil Jónsson, Karl Guðjóns- son og Sigurvin Einarsson. Rit- ari nefndarinnar er Friðjón Sigurðsson, skrifstofustjóri Al- þingis. Ákveðið hefur verið að Pét- ur. Pétursson alþingismaður verði fastur fararstjóri á ferð- um sovézku þingmannanefnd- arinnar um landið. Pétur Thor- steinsspn ambassador kemur heim frá Moskvu og verður |með í förinni. Sérstaþur túlkur Framh. |á 2. síðu barða og eyjarinnar Novaja Zemlja, en á þeirri eyju hafa verið gerðar margar af kjarn- orkutilraunum Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn hafa sent út tilkynningu um að flugvélin hafi verið við mælingar og landa- bréfagerð og ekki komi til mála að hún geti hafa ílogið yfir landamæri Sovétríkjanna. Serkir ráða nú ráðum sínum Sendimenn útlagastjórnar Serkja í Alsír eru nú komnir til Túnis eftir viðræður sínar við Frakklandsst.jórn. Þeir hafa 'af- hent stjórn sinni skýrslu um við- ræðurnar en hún verður ekki birt opinberlega að svo stöddu. Stjórnin mun ræða skýrsluna næstu 7 daga og síðan verður ákveðið hvort Ferhat Abbas for- sætisráðherra fer til viðræðna við De Gaulle Frakklandsforseta. Nkrumah vill Bandaríki Afríku Nkrumah, nýkjörinn forseti Ghanalýðveldisins, it.rekaði í gær að hann myndi beita sér af al- efli fyrir stofnun Bandaríkja Ai'riku. Hann réðst heiftarlega á þá Aírlkumenn sem reyndu að halda sambandi við hin gömlu nýlenduveldi á laun.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.