Þjóðviljinn - 24.07.1960, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 24.07.1960, Qupperneq 3
Sunnudagur 24. júlí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3* Suður í skólagörðum er líf og fjör. Þar vinnur fjöldi barna við ræktun ýmissa matjurtategunda. Ingunn Birna Magnúsdóttir heitir hún og er 10 ára göm- ul. Hún er eii*t J'eirra barna sem vinna í skólagörðum R- víkur. Hún hefur sinn eigin reit til að hugsa um, og í honum ræktar hún ýmsar matjui'tategundir. — Hún kveðst hafa gaman að jtess- ari vinnu. Þarna vinnur hún hálfan dagint', en er svo í vist hinn hlutann af degin- um. „Við eigum uppskeruna sjálf“, sagði liún. — (Ljósm.: Þjóðv. S. J.). Við skruppum þarna suð- ureftir þegár sólin lét sjá sig aftur eftir rigningarn- ar á dögunum og gengum út i garðana. Klukkan var orðin það margt að litlu börnin sem vinna þarna voru farin heim en eftir voru nokkrar Ætlar þú að segja mér upp, eða hvað? eldri stúlkur og voru að grisja. Við stilltúm okkur upp við tunnu, tókum upp skrif- færin og kölluðum í eina stúlkuna. Hún kom til okk- ar og spurði hvað við vild- um, hvort við ætluðum að segja sér upp eða hvað ? Ekki kváðumst við verá komnir í þeim erindagjörð- um en spurðum hvort við mættum spyrja hana nokk- urra spurninga? Guðvelkomið, svaraði hún, um hvað viltu spyrja? Hvað heitir þú? Ingunn Benediktsdóttir. Hvernig likar þár að vinna hérna? Alveg prýðilega. (Segðu sannleikann, kallaði ein stúlkan, hún hafði víst heyrt til okkar). Verður þú í skóla næsta vetur ? Já ég fer í menntó 3. bekk, var í landsprófi s. .1. vetur í gagnfræðaskólanum við Vonarstræti. Eruð þið margar á þínum aldri sem vinnið hér? Við erum bara fjórar, við erum yfir litlu krökkunum, en verkstjórinn yfir okkur heitir Jón Pálsson. Hvað eru mörg börn sem vjnna hér? Það eru 220 börn í allt, en þeim er sklpt niður í hópa sem eru hver fyrir sig vissan tíma yfir daginn. ' * ■*.* »* * * * *■ «*• - ■: < » ... . Orengurinn sem þið sjáið hér á myndinni, er að hlú að beðinu sínu. Hann er einn af mörgum sem vinna lí skólagörðum Reykjavík ur. ( Ljósmynd: Þjóðviljinn, A. K.) Úfsvör á Húsavík lœkkuð um 23,5% fró álagningarreglum Húsavík. Frá fréttáritara Þjóðviljans. Niðurjöfnun útsvara í Húsa- vík er nýlokið. Jafnað var niður kr. 3 millj. 297 þús. á 429 gjald- endur. Við niðurjöfnun var fylgt á- lagningarreglum fyrir. kaupstaði utan Reykjavikur. - Veituútsvör voru almennt mik- ið lækkuð frá íyrra ári, en eru írá"0,6%—3%' misrriunandi eft- ir veltuflokkum. Tekið var auk- ið tillit til sjúkdómskostnaðar og aldurs gjaldenda við álagningu Útsvara, almannatryggingabætur voru undanþegnar útsvari. S’ðan voru öll útsvör lækkuð frá á- lagningarreglum um 23,5%. Út- svör laegri en kr. 1000,00 voru felld niður. Þessir gjaldendur báru útsvör .kr. 15.000 og þar yfir: Kaupfél. Þingeying'a Kr. 314.700 Fiskiðjusaml. Húsav. — 113.100 Olíufélagið h.f......... — 76.200 Barðirin h.f............ — 55.800 Dan. Daníelss., læknir — 25.000 Jóh. Skaptas., sýslum. — 24.100 H. Hálfdánars., lyfsali — 24.000 Olíuverzl. íslands h.f. .— 24.000 H. Sigurjónss., vélstj — 23.500 Vc’Iaverkst. Foss h.f. — 22.900 Söltunarst. K.Þ. og F.H. — 22.700 Marius Héðinss., skips. — 19.800 Sig. Sigurðsson, skips. — 19.800 G. Hvanndal, stýrim. —- 18.800 Hreiðar Bjarnas., skips. 18.100 Fataverksm. Fíía — 17.700 St. Pétursson. skistj. — 16.800 Trésmiðjan Fjalar — 16.400 Þorst. Jónsson. sjóm. — 16.100 Trésmiðjan Borg — 15.900 Þórarinn Vigfs., skips. — 15.700 Sigtr. Jónass., vélstj — 15.100. Þór Péturss., útgm. . —- 20.400 Bandarískan pilt vantar Odýrt herbergi Talar íslenzku. Vill kynn- ast betur íslendingum. Tilboð sendist afgreiðslu Þjóðviljans, merkt: ,,ódýrt“. Þessi bráðfallega stúlka heitir Ingunn Benediktsdóttir. Hér á síðunni er smárabb við hana um skólagarðana, en ]iar vinnur liún og stjórnar, ásamt þrem öðrum stúlkuin, 220 börnum sem þar vinna. (Ljósm: Þjóðv. S. J.)' Hvað ræktið þið aðal- lega? Flestar tegundir af káli, salat, spínat, radísur, g-ul- rætur, næpur og margt fleira. Jæja þakka þér fyrir spjallið Ingunn og ........ Heyrðu ertu frá einhverju blaði? Já, frá Þjóðviljanum. Ertu í Fylkingunni? Nei, en af hverju spj'rðu, ert þú í henni? Nei, en ég held með henni, bless. — R. m y_< 111111111111111 m i ■ 11111111311111111111 i i i ii 111111111111111111111111111111111M111111111 i f í il = ,,Öhróður“ um Vilhjálm Þór E Fjaðrafokið vegna Vilhjálms = Þórs virðizt aukast í stjórnar- = herbúðunum, eftir að ljóst 5 varð að ekki var hægt að láta = þennan máttarstólpa ríkis- E stjórnarinnar í peningamálum = halda áfram i háu embætti = bankamáia og gjaldeyrismáia. E Morgunblaðið er mjög úrillt = sem vonlegt er, svo þarfur E hefur Vilhjálmur verið Sjálf- = stæðisflokknum undanfarna E áratugi. Einkum getur blaðið = illa dulið gremju sína vegna ~ þess þáttar sem skrif Þjóð- = viljans um málið áttu í því. E að ekki þótti fært að láta Vil- = hjálm sitja í embætti eins og E ekkert hefði í skorizt. Talar E Morgunblaðið um „óhróður' = Þjóðviljans í því sambandi. og E fær svo þá einkennilegu út- = komu að Þjóðviljinn sé að E hjálpa Framsókn með því að = knýja fram brottrekstur Vil- = hjálms úr embætti! Dálítið E langsótt skýring það. Hitt = stjórnarblaðið, Alþýðublaðið, E tekur undir ádeilu Þjóðvilj- = ans á gjaldeyriseftirlitið og E segi.r að menn verði að vera = jafnir fyrir lögunum, líka — háttsettir svindlarar. Hirisveg- = ar telur Alþýðublaðið að nú- = yerandi ríkisstjórn sé á góð E um vegi að uppræta alla spill- ingu úr fjármálalífinu á fs- landi, og er ekki ofsögum a£ því sagt, hve sæll Alþýðu- flokkurinn er o.rðinn í sinni trú. i Mr. Black varð lasinn En mr. Black. bankastjóra Alþjóðabankans, varð snögg- lega illt begar fréttizt að vin- urinn Vilhjálmur Þór væri kominn að tukthúsdyrunum. Mr. Black hætti við íslands- ferð. Hvílíkir villimenn þessir íslendingar! Til lítils hafa Bandaríkjamenn reynt að kenna þeim hið sanna lýð- ræði, ef þeir fara svona með ,.our man in Reykjavík“. — Mr. Black hefur aldréi vitað annað eins. Mr. Black hélt að vinir Bandaríkjanna á íslandi fengju stórridclarakross Fálka- orðunnar með stjörnu þegar upp kemst um einhvern ang- ann af svindilbraskinu í sam- vinnu við bandaríska herinn. Mr. Black heimsækir ekki slíka villimannaþjóð, sem heldur að venjuleg lög nái yf- ir vini og trúnaðarmenn Ban/aríkjanna. Hann verður lasinn og fer hvergi. Megi mr. Black ná sér sem fvrst, en halda sig sem mest heima. — Steinn.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.