Þjóðviljinn - 03.09.1960, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.09.1960, Blaðsíða 2
Húsgagnadeild — Híbýlaskreytingar Bvggingarframkvæmdir Tryggingar — Fasteignasala —■ Leigumiðlun MARKAÐURINN RAGNAR ÞÓRÐARSON & Go. Framhald af 1. síðu alltaf hefur verið fylgt af öll- um ríkisstjórnum á íslandi — þar til nú. Eigum að selja almenna réttinn! Stefna sú sem Morgunblaðið boðar er sú að við eigum að ‘-"Ija almcnna réttinn fyrir ein- hverja óljósa sérstöðu utan hans. Augljóst mál er það að með því værum við að hjálpa andstæðingum okkar, þeim þjóð- um sem vilja hafa almennu regluna sem þrengsta, til þess að br.jóta niður 12 mílna kerfið. Jafnljóst er hitt að eftir því sem ajmenna reglan er þrengri, hlýt- ur hei'riarárangur okkar í Iand- he'gismálinu að verða minni. Þröng almenn regla þrengir cikkar kosti, jafnvel þótt • rætt só um einhverja sérstöðu fyrir utan. Á að semja við ofbeldis- mennina eina? En í hverju ætti sú sérstaða að vera fólgin? Það eru ekki Bretar einir sem veiða -á Is- landsmiðum heldur fjölmargar þjóðir aðrar. Ætlar ríkisstjórn- in að gefa þeim öl’.um kost á að veiða innan íslenzkrar land- helgi — eða eiga það að vera sérréttindi eina ríkisins sem hefur beitt okkur ofbeldi? Og hvernig ætlar ríkisstjórnin að tryggja það að hugsaniegur samningur við Breta um „frið- un"‘ svæða útan 12 mílna verði tekinn gildur áf öðrum þjóðum sem stunda véiðar í grennd við ísland? Ættu þéttá 'þá að vera svæði þar sem Bretum — og íslendingum — væru bannaðar allar togveiðar en aðrar þjóð- ir mættu athafna sig þar að vild? Augljóst er að „röksemdir" Morgunblaðsins um þetta efni eru lokleysa. Enda er ekki gengið til samninga við Breta af umhyggju fyrir hagsmunum íslendinga, heldur af annar- legum ástæðum. Þeir menn sem nú fara með völd í landinu eru búnir að sýna það árum og áratugum saman að þeir dirfast aldrei að halda á hagsmunum íslendinga þegar þeir ganga gegn vilja Breta og Bandaríkja- manna. Þeir hafa gert einn smánarsamninginn aí öðrum, skert landsréttindi okkar æ ofan í æ. Og nú er röðin komin að landhelginni — ef þjóðin tekur ekki í taumana áður en það er um seinan. Færðar þakkir Jóhann Þorsteinsson, for- stjóri elli- og hjúkrunarheim- ilisins Sólvangs í Hafnarfirði hefur beðið blaðið að færa Nýju bílastöðinni í Hafnarfirði, Bifreiðastöð Hafnarfjarðar og Landleiðum h.f. þakkir fyrir hönd gamla fólksins á Sól- vangi en þessar bifreiðastöðvar buðu því nýverið í skemmti- ferðalag til Eyrarbakka, Stokkseyrar og Gaulverja- bæjarhrepps og upp á veitingar og skemmtiatriSi í Hveragerði. För Krústjoffs á Allshorjðrþ. rædd !Sú ákvörðun Krústjoffs að vera formaður sovézku sendi- nefndarinnar á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York er nú mjög umrædd í VesturrEvrópu. Tilkynnt hefur verið að ríkistjórnir vestur- veldanna muni ræða málið. Þá hefur það verið tilkynnt í Bretlandi að Lord Home utan- ríkisráðherra mUni fara tií þingsins eins og ákveðið hefði verið, en ekki MacmiIJan for- sætisráðherra. Einnig hefur verið tilkynnt í Frakklandi að de Gaulle for- seti fari ekki til þingsins. Sendiherra Frakklands i Bandaríkjunum mun verða for- maður frönsku sendinefndar- innár. Forseti Rúmeníu og forseti Tékkóslóvaldu munu báðir verða formenn sendinefnda landa sinna og er fastlega gert ráð fyrir að forsetar ann- arra sósíalískra landa mivni fylgja dæmi þeirra. Þau atriði sem einkum er búizt við að Krústjoff leggi áherzlu á á fundi Allsherjar- þingsins eru: afvopnunarmál, njósnarflug Bandaríkjamanna yfir Sovétríkjunum, mörkun svæða þar sem kjamorkuvopn verði bönnuð, viðurkenning Od- er-Neisser landamæra Póllands og • aðstoð við lún hýju ríki Afríku. Vestur-Þýzkaland býSur tæknihjálp Sendiherra Vestur-Þýzkalands á Kýpur tilkynnti stórn Kýpur í gær að stjórn V-Þýzkalands hefði ákveðið að veita Kýpur tæknilega aðstoð. Ekki hefur enn verið samið um á hvern hátt sú aðstoð fari fram. Þórður sjóari Brátt tóku að berast voveifleg tíðindi: óþekktar skepnur sáust skríða á land og ollu mikilli geðshrær- ingu og skelfingu meðal fólks, sem byggði eyjamar í kring. Fílefldir karlmenn þorðu varla út úr húsi af ótta við þessar skepnur. Nokkrir djarflhuga fiski- menn reyndu að fanga dýrin. Það tókst að vlsu að ná þeim í net, en þau bitu sig og rifu óðar úr þeijn. Hvað sem það kostaði varð að fanga eitthvept dýrið og rannsaka hvaða skepnur þetta væm.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.