Þjóðviljinn - 11.09.1960, Side 1

Þjóðviljinn - 11.09.1960, Side 1
FRÁ MNGVALLAFUNDI 1960 Hálft þriðja hundrað fulltrúa úr öllum landshlutum á Þing- ' vallafundi herstöðvaandstæðinga samþykkti í gær einróma eftir- . farandi Ávarp til Islendinga: \T&r höfum komið hér saman til að andmæla hersetu i landi ' voru og vara þjóð vora við hinni geigvænlegu tortímingar- hættu sem oss stafar af herstöðvum. f rúm tuttugu ár höfum vér búið að landi voru í tvíbýli við erlendan her, öllu þjóðlífi voru til meins. Erlend herseta er ekki samboðin frjálsu þjóðfélagi. ÁJhrif hennar eru djúptæk á mál, menningu og siðferði þjóðarinnar, og má þegar sjá greini- leg merki þess í aukinni lausung, fjármiálaspillingu og mál- skemmdum. Annarlegar ‘tekjur af dvöl hersins og viðskiptum við liann hafa komið gjörvöllu fjármálakerfi landsins úr skorð- um. Stórfelld gjaldeyrissvik og smyglmál, sem rekja má beint eða óbeint til Víghreiðursins í KeflaVík, eru orðnir svo hvers- dagslegir viðburðir, að almenningur er hættur að bregðast við þeim sem skyldi Siðgæðisvitund þjóðarinnar er að verða hættulega, sljó, og æ fleiri ánetjast spillingunni og gerast sam- ábyrgir um hana. Tslenzk þjóð og erlendur her geta ekki búið saman 'i landinu •* til framhúðar. annarhvor aðilinn hlýtur að víkja, nema báð- um verði útrýmt samtímis. íslendingar hafa aldrei borið vopn á heina þjóð, né lotið her- •* aga. Þá sérstöðu vora meðal þjóða heimsins er oss bæði skylt og annt um að varðveita. Sjálfstæði vort unnum vér án vopna, og án vopna munurn vér bezt tryggja öryggi vort á tímum sem Framhald á 2. síðu. Fúudarinenn á Þingvallafundi í gærmorgun. Fremst frá vinstri: Magnús Á. Árnason, Björn Guðinundsson, Guðmundur Hjartarson, fyrir aftan han'n Sigríður Sæland og lienni á hæ.gri hönd Þóroddur Guðmundsson. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Þúsundir á Þinffyöll Þúsundir manna flykkt- ust á útisamkomu her- stöövaandstæöinga á Þing- völlum í gær og létu haust- garra veöurfarsins ekkert á sig fá. Vegna bess hve fulltrúaí'undur- inn í Valhöll stóð lengi drógst nokkuð að útisamkoman hæfist. Var klukkan orðin hálffjögur þegar samkoman var sett. Ræðu- stól haíði verið komið fyrir vestan vegarins á bakka Al- mannagjár. Blöktu þar fánar í sunnankalda og snarpar rign- ingarskúrir buldu á skjaldar- merkjum sýslanna. : sem reist höfðu verið í háll'hring beggja vegna ræðustólsins, og hlífðar- íötum fundarmanna. Fjöldi langferðabíla og ara- grúi einkabíla fiutti fólk á sam- komuna, og hélt áfram að fjölga jafnt og þétt klukkan fjögur, þegar Þjóðviljinn hafði samband við fréttaritara sinn á Þingvöll- um. Þá skipti mannfjöldinn þús- undum. Dagskrá fundarins hefur áður Framhald ó 10. síðu iteinþór Þórðarson Guðmundur J. Guðmundsson Sigríður Eiríksdóttir Bjarni Benediktsson B.iörn Guömundsson Samtök herstöðvaandstæð- inga, sem stofnuð voru á fulltrúafundinum á ÞingvöII- um i gær, biðu ekki boðanna að hefjast handa. Starfsemi þeirra hefst með útifundi sem haldinn verður í Lækjargötu við Miðbæjarskólann klukkan níu í kvöld. Á fundinum tala sex ræðu- menn. Þeir eru: Steinþór Þórðarson bóndi, Hala í Suðursveit. Guðmundur J. Guðmunds- son, fjármálarit. Uagsbrúnar. Frú Sigriður Eiríksdóttir lijúkrunarkona. Bjarni Benediktsson frá Hofteigi rithöfundur. Björn Guðmundsson for- stjóri Tlior Vilhjálmsson skáld. Ekki er að efa að Rcykvik- ing.tv, sem tóku Kcflavíkur- giingunni i sumar svo eftir- minnilega á útifundi á sama stað, munu fjölmenna í Lækj- argiituna í kvöld að fagna hinni nýstofnuðu hreyfingu, sem þar kemur í fyrsta skipti fram opinbcrlcga. Tlior Villijálmsson

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.