Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 4
<9) ■ IÞJÓÐVIUTNN •— Stmnudagtir 11. ■ sept.ember 1960 Ólympíuskákmót í október næstkomandi hefst í Leipzig í Austur-Þýzkalandi Olympíuskákmót, sem m.a. okkur ísjendingum hefur verið boðin þátttaka í og við þekkzt Hefur lið okkar verið valið og mun það líta þannig út, raðað eftir borðum: 1. Friðrik Ólafsson 2. Freysteinn Þorbergsson 3. Gunnar Gunnarsson 4. Kári Sólmundarson VAKAMENN: Guðmundur Lárusson Ólafur Magnússon. Segja má, að oft höfum við sent sigurstranglegra lið á er- lendan vettvang, en Skáksam- bandsstjórn var vandi á hönd- um. Óuðmundur Fálmason, annar maður í landsliði, taldi sig ekki geta farið sökum anna á þeim tíma sem mótið fer fram, og Ingi R. Jóhanns- son sem einnig var leitað hóf- anna við, skoraðist sömuleiðis undan þátttöku. Stóðu þá Skák- sambandsstjórn eftir tveir möguleikar: að halda sérstakt úrtökumót fyrir Olympíu- keppnina, sem hefði að mörgu leyti verði æskileg leið, ef góð þátttaka hefði orðið í því úr- tökumóti, — eða — að taka þá ieið að velja einvörðungu eftir röð manna í landsliði að við- bættum Friðriki Ólafssyni, sem er auðvitað sjálfkjörinn á fyrsta borð og skoraðist ekki undan merkjum, góðu heilli. Skáksambandsstjórn vajdi síð- ari Iéiðina, hallaði sér að lands- liðinu að fimm sjöttu hlutum og árangurinn er sú sveit sem ég taldi upp áðan. Skáksambandsstjórn hefur á undanförnum árum stundum hlotið ámæli fyrir að snið- ganga landsliðið um of, er hún hefur sent menn til keppni á erlendum vettvangi. Mun stjórnin nú hafa tryggt sig al- veg fyrir gagnrýni úr þeirri átt, þótt ýmsum muni finnast sem ekki sé valinn maður í hverju rúmi að heldur. Sann- Jeikurinn er sá, að síðasta landsliðskeppni var stórlega gölluð, hvað keppnifj'rirkomu- lag snerti. Átta umferðir eft- ir Monradkerfi gefa alls ekki svo óyggjandi sé 5 beztu menn úr 14. manna hópi. Á það hefur oft verið minnzt hér í þættinum, að við stofnun landsliðsins á sínum tíma var til þess ætlazt að keppni í því færi jaínan fram á þann hátt, að allir tefldu saman innbyrð- is. Venjulega hefur þeirri reglu verið fylgt, en að þessu sinni var laún þverbrotin. Á reikning þess verður það að skrifast, að einhverju leyti, að nú sendum við alimarga r.aynslulitla menn á Ólymp'u- skákmótið í Leipzig. Ólympíusveitin hefur tekið upp innbyrðisæfingar ov m"n stórmeistarinn vera leiðbein- andi svo sem vera ber með byrjanir og fleira. Maður verður að vona hið bezta og hafa ekki uppi nein- ar ijlspár viðvíkjandi frammi- stöðu svéitarmnar. Vel má vera að henni gangi betur en þeir svartsýnustu ætla, ef hún æfir sig vel. Ekki er að efa, að Friðrik Ólafsson skilar sínum hlut og Freysteinn gengur heldur ekki slyppur frá borði. Gunnar Gunnarsson getur átt sín cugnablik og þá verið hvaða skákmanni sem er hættulegur. Kári ætti einnig' að geta skilað einhverju inn á fjórða borði. Varamennirnir eru svo von- arpeningur, efnilegir, ungir skákmenn, sem vantar enn næga reynslu, einkum Guð- mund. Hvort sem menn eru ánægð- ir með val manna í Olympíu- svéitina að þessu sinni eða ekki, þá munu allir óska henni góðs farnaðar til Leipzig á hausti komanda. Það er þó mest um vert að hafa ekki skor- izt úr léik i' dréngilegri keppni. / Eftirfarandi skák var tefld á ólymp'uskákmótinu í Amst- erdam 1954: Hvítt: Guðmundur S. Guð- mundsson (Island). Svart: Eric Lundin (Svíþjóð) Benonyvörn I. d4 Rf6, 2. Rf3 c5, 3. d5 d6, 4. c4 gS, 5. Rc3 Bg7, 6 g3 0—0 7. Bg2 e6, 8. 0—0 exd5, 9. cxd5 Ra6 Velþekktur riddaraleikur úr Benonývörn. 10. Bf4 Rc7, 11. e4 Eðlilegra er að spyrna við b5 með a4. II. - Ile8, 12. Hel Rh5, 13. Bg5 f6, 14. Be3 b5, 15. a3 a5, 16. Rli4 Bf8, 17. f4 Guðmundur hefur öflugt peðamiðborð. Aðalmöguleikar svarts liggja á drottningararmi, þar sem honum hefur tekizt að rýmka verulega um sig með framrás peðanna þar. 17. - Rg7, 18. b4! Þannig tekst Guðmundi að breyta peðameirihluta svarts á drottningararmi í einangrað, veikt frípeð. 18. - axb4, 19. axb4 Hxal, 20. Dxal cxb4, 21. Ra2 Ra6, 22. Dbl Da5, 23. Bd2 Peðið á b4 er dauðadæmt. Lundin reynir nú á skemmti- legan hátt að grugga taflið, en Giiðmundur er á verði. 23. . g5!?, 24. fxg5 Rxg5, 25. Rf3 En ekki 25. Bxg5? vegna 25. - b3! ,og svartur vinnur. 25. . g4, 26. Rd4 Bd7, 27. Rxb4 Hc8, 28. Db2 Rb4, 29. Bxb4 Db6, 30.Khl Hc4, 31. Hdl Be7, 32. Rc6! Bf8 32. - Bxc6, 33. dxC6, Hxc6 (eða Dxc6) strandar á 34. e5 o.s.frv. 33. Ilfl Rh5, 34. e5! Guðmundur notar tækifærið til að eignast öflugt frípeð á e- línunni. Staða hans er nú lótt- unnin, 34. - De3, 35. e6 Bxc6 Ekki er glæsilegt að gefa einnig frípeð á c-línunni en eftir 35. - Be8 mátar hvítur í öðrum leik 36. Hxf8t o.s.frv. 36. dxc6 Bg7, 37. Dd2 Dxd2, 38. Bxd2 Bf6. Andæfir hótuninni e7, en nú eru mörg spjót á lofti. 39. Bd5 Hc5, 40. e7t Hxd6, 41. e8-Dt Kg7, 42. Dd7t og Lundin gafst upp. Svigadraugur í skákþætti Svigadraugur hefur sloppið inn í síðásta, skákþátt og hefr ur sér það helzt til dund-' urs, að stilla upþ mátstöðum. ; Ekki fær hann skilið hvernig "fjórír rhenn. geta vérið jafnír með fjóra vinninga, ef þeir eru í öðru sæti og efsti maður hefur 5 vinninga, 100%. Virðist draugsi telja einsætt, að keppendur hafi verið 6 og finnst þá að vonum lítið vinn- ingamagn eftir handa sjötta manni. Draugsi hefur ekki lesið skákþáttinn - næstan á undan þar sem þess var getið að " tefldar yrðu 5 umferðir eftiti Monradkérfi, en keppeiidur múnu al]s hafa verið nálægt 40. Hefur hann og að öðru leyti fylgzt illa með fréttum út- varps og blaða frá mótinu. Þetta eru einu verulegu reimleikarnir sem plagað hafa skákþáttinn írá byrjun, og er von hans sú, að áfallandi skammdegi verði rikara að öðru en draugum. Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör fulltrúa Félags járniðnaðar- manna tii 27. þings Alþýðusambands Islands. Tillöguni um 5 fulltrúa og 5 til vara ásamt með- mælum 45 fulígildra félagsmanna skai skila til kjörstjórnar, í skrifstofu félagsins að Skipholti 19, fyrir kl. 18 þriðjudaginn 13. þ.m. STJÓRN FÉLAGS JÁRMÐNAHARMANNA Sýningarnar í París án nýrrar línu W0m eða niður að hnjám, því síð- ur komið með nýja Z Y eða W-línu. Þær sem vilja fylgja tízkunni geta því rólegar notað kjólana síðan í fyrra. Vitanlega kom þó margt nýtt fram á sýningunum, svo sem kragar húfur og ■þ.h. Langmest bar á stóra rúilukraganum frá Díor og hann mun örugglega njóta mikilla vinsælda á norðlæg- ari breiddargráðum, þegar kólna fer í veðri. Yvés St. Laurent hefur ekki alveg getað gleymt pokalínunni og áhrifa hennar gætir i mörg- um kjólanna. Pilsin poka lít- illega út frá mjcðmunum og koma svo níðþröng saman undir hnjánum. Griffe hef- ur einnig tileinkað sér poka- línuna að nokkru. Hann heldur sig við 8 línuna, bæði iblússan og pilsið pokar hjá honum en mittið er á réttc um stað og kjóllinn fellur mjög vel að þar. Balmain ihafði tungur á flestum sínum kjólum. Sýn- ingarstúlkur hans komu í kjólum með tungum neðan á pilsunum, framan á erm- unum og í hálsinn, einnig sýndi hann margar dragtir með tungum. Nú eru liðin hartnær 10 ár siðan tungur voru síðast í tízku svo mikl- ar l'íkur eru á að tungur Balmains muni ,,slá í gegn“. Lavin-Gastillo-tízkuhúsið var með leður í öllu, allt frá fínasta kálfaskinni að grófu rúskinni. Hefur ihann það í beltum, hönzkum, töskum og jacnvel til skrauts á dragtir og vetrarkjólá. Lavin-Castillo á heiðurinn af þessari svart-gráyrjcttu dragt. Hún hefur, eins og flestar aðrar dragtir í haust, lausan jakka. Hér nær hami aðeins niður að mitti, en annars er sídd jakkanna mjcg breytileg. Á mörgum drrgtanna er enginn kragi ho’dur kr«jgalaust, vítt háls- mál eða kínverjaflibbi. Þessi dragt er skreytt með fa!- legum, livftam hálsklút. Hausttízkusýningarnar eru að mestu jlirstaðn,.r í Paiis |ja^arnjr eru jangeftirtekt’arverðastir í haust. Kjörorð hatta- og enginn tizkufromuðanna ,,, , „ .v , . , . , , kom með stórvægilegar saumafa,,na hl>tur ,ulfa ver,ð: I,V1 hœrri 1,V1 stærri breytingar á kvenfatnaðin- mun betri- SMnnhatturinn hér á myndinni er úr lang- um. Þeir hafa hvorki fært hærðu refaskinni og saumaður þannig saman, að neðsta mittislínuna upp að hálsi kantinn má taka af og nota sem kraga.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.