Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.09.1960, Blaðsíða 9
- Simnudagur 11. september .196« — ÞJ<H>V3LJINN — i}f Rifstjóri: Frímann Helgason Þrístökkið - tugþrautin - 400 og 1500 m fílaup og knattspyrna í fréttabréfs Róm, 6. september. Dagiirinn í dag var einkum þrístökksdagur hjá okkur fs- lendingum í Róm. Vlhjálmur Einarsson keppti hér fyrir okk- ar hönd og var frammistaða bans til mesta sóma, þótt hann kaemist ekki á pallinn að þessu sinni eins og í Melbourne ’56. Náði lágmarkinu í 2. tilraun Um morguninn um kl. 11,30 hófst 3. riðill keppninnar og fyrstur í röðinni stökk Vilhjálm- ur. Vilhjálmur lagði greinilega ekki mikið í stökkið, sem mæld- ist einum sentimetra styttra en lágmarkið, 15,50. í annarri til- raun flaug Vilhjálmur yfir 15,50 og allt í 15,74 m. Schmidt setti OL met í fyrsta stökki — Vilhjálmur náði 2. sætinu Kl. 3 í dag hófsf keppnin aft- ur að viðstöddum 90 þús. áhorf- ervdum. Pólverjinn Schmidt setti strax í sínu fyrsta stökki nýtt OL met, I'6.78 met.ila. Vilhjalmur náði í sínu fyrsta stökki mjög g'íðum - árángri, 16,37 metrum, sem maður hélt að mundi duga til að komast á pallinn, en sú varð því miður ekki raunin. Str^x í annarri tilraun bætti Ira Davis Ban(Jpríkjametið úr 16.26 i 16.41 metra og nú var Vilhjálmur 3. og ekki bætti hann sig í tveimur næstu stökk- um, en Schmidt bætti sig um 3 sm. í 16,81 m. Þeir 6, sem fóru i úrslit voru: Schmidt, Davis, Gorjaeff, sem einnig var kominn íram úr Vil- hjálmi með 16.39. Vilhjálmur, Kreer, Malcherzyk. í fyrstu tilraun gerðist það Þetta er sovétmaðuriim Bol- otaiikoff, sem sigraði í 10 km hlaupinu á OL i Bóm eftir að hafa tekið glæsilegan enda- sprett. Timinn var 28,39.2. markverðast að Rússinn Gorja- eff lengdi sig í 16,63 eftir lang- an undirbúning. í þriðju umferð var Bandaríkjamaðurinn sleg- inn út af verðlaunapallinum af Kreer, sem stökk öllum á óvart 16.43 .m og gerði Vilhjálm þar með að fimmta manni. Síðasta tilraun Vilhjálms var nokkuð góð, stökkið mældist 16.36, eða sentímetra styttra en hans bezta stökk í keppninni. íslendingar gerðu sér miklar vonir um Vilhjálm, jafnvel að hann myndi verða sigurvegari, en þasr vonir hafa brugðizt. Samt er það svo að Vilhjálmur stóð sig frækilega í þessari bar- áttu hér í Róm, ekki aðeins í keppninni, heldur einnig utan hennar. Undirbúningur Vilhjálms hefur allur verið mjög góður, og það sem hann hefur hugsað mest um hefur oftast vérið hvernig hann mætti koma sterk- astur til keppninnar. Af honum gætu margir Olympíufarar okk- ar lært. Stökk Vilhjálms voru mjög góð, enda þótt hann næði ekki nema 5. sætinu. það sýnir serí- an 16.37. 16.06, 15.90, 16.24. ógilt, 16.36. f>að heíur einnig haft nokkur truílandi áhrif á Vilhjálm að hafa Rússann Gorjaeff á undan sér í stökkröðinni, en hann tók sér oft allt of langan tima til að undirbúa sig, lengst 15 mín- útur undir eitt stökk. Riiðin: Schmidt, Pólland 16.81 Gorjaeff, Sovétr. 16.63 Kreer, Sovétr. 16.43 Davis, USA 16.41 Vilhjálmur. ísland 16.37 Malcherczyk, PóIIandi 16.01 Heinismetaregn Á aðeins 45 mínútum voru 2 glæsileg heimsmet í hlaupum sett hér á Stadio í dag. Það fyrra settu í sameiningu þeir Otis Davis, Bandaríkjunum og hinn þýzki hlaupari Kauf- mann í 400 metra hlaupi. Þeir hlupu á 44,9 sek, og slógu fyrra metið um 3/10 úr sekúndu. en það átti Lou Jones og var 45,2 sek. Otis var dæmt fyrsta sáet- ið í hlaupinu, en Kauímann annað. Þriðji í hlaupinu var S- Áíríkumaðurinn Spence á 45 5 sek. Er Davis fékk að vita ár- angurinn kunni hann sér vart læíi fyrir fögnuði og ekki hef- ur sézt hér sigurvegari, sem hef- ur verið sigri sínum jafn íeg- inn og hann. f 1500 metra hlaupinu sigraði Elliott frá Ástralíu eins og vænta mátti. Hlaup hans var mjög glæsilegt. Það var Frakk- inn Jazy sem hélt uppi forystu í hlaupinu en Elliott hélt sig í 3. til 5. sæti en tók ekki foryst- una af Jazy fyrr en langt var liðið á hlaupið, en þá var auð- séð að hverju stefndi. Elliott var hinn öruggi sigurvegari. Tíminn reyndist geysigóður, nánast ótrúlegur: 3.35,6 min.. markið á 17. mínútu. og Henning1 Enoksen bætti öðru við á 32. mín. síðari hálfleiks. Danir áttu gott tækifæri á að bæta þriðja markinu við er þeim var dæmd vítaspyma, en Fleming Nielsen „brenndi“ gróflega af. Júgóslavneskur útv.arpsmaður, sem ég ræddi við, sagði í gamni, og kannski líka i alvöru, að Júgóslövum væri það áskapað að vera númer tvö á ÓL. Það heíðu þeir orðið mörg undanfar- in ár bæði í sundknattleik og knattspyrnu. Nú hafa þeir enn eitt tækiíæri á laugardaginn kemur og verður fróðlegt að vita hvernig til tekst. bip Björgvin stóð sig með prýði í tugþrautinni Ein erfiðasta keppnigrein, sem til er, er tugiþrautin, ekki ihvað sízt á Olympíuleikum, þar sem keppnin teygir sig yfir heilan, dag eða meira. Tugþrautarmennirnir hér urðu að byrja keppnina 'kl. 9 f.h. á þriðjudagsmorgun og halda á- fram fram undir miðnætti sama dag. Kl. 9 daginn eftir urðu þeir enn að byrja, fæstir búnir að sofa nema í mesta lagi 7 klst. og síðan haldið áfram til rigningin mikla gekk yfir. Björgvin stóð sig að mínum dómi með mikilli prýði, hlaut 6261 stig og lenti í 14. sæti, en þrautinni luku 23 men?, en 30 byrjuðu. — Árangur Björg- vins var þessi: 100 m hlaup 11,8 Langstökk 6.93 m Kúluvarp 13.58 m. Hástökk 1.75 m = = 650 st. = 7'64 st. = 728 st. = 711 st. Eftir fyrri daginn 3569 stig. 110 m grind 16.2 sek = 557 st: Kringlukast 39.50 m = 612 V. Stangarstökk 3.30 m = 438 st. Spjótkast 54.45 m = 676 st. 1500 mhl. 4:40.6 mín = 409 st. Samtals eru þetta 6261 stig. Keppnin um fyrsta sætið var æsispennandi og allt vallt á 1500 m hlaupinu ihvor ynni þrautina, Rafer Johnson eða Formósumaðurinn Yang, en Rafer hélt sig allt hlaupið í nánd við Formósumanninn og tókst að halda sigri með 8392 stigum, sem er nýtt OL met. Campbell Bandaríkjunum átti fyrra metið 7937 stig, sett í Melbourne. Árangur þeirra Rafers og Yangs í tugþrautinni er eftir- farandi: Rafer: 10.9 selk, 7.35 m, 15.82 m, 1.85 m, 48.3 sek = 4647 stig eftir fyrri dag. Yang: 10.7 sek., 7.46 m, 14.10 m, 1.90 -m 48.1 sek = 4592 stig eftir fyrri dag. S-ðari dagur . Rafer: 15.3 sek., 48.49 m, 4,10 m, 69.76 m, 4:49.7 mín, = 8392 stig samtals. Yang: 14.6 sek, 39.83 m, 4.30 m, 68.22 m, 4:48.5 mín. == 8334 stig samtals. Ráfer og Yang voru algjör- jlega í sérflokki í þrautinni, og Rússinn Kuznetsoff, . sem átti heimsmetið þar til í sumar, var langt að baki þessárra manna, þótt hann ýrði þriðji. Frá úrslituin 400 m hlaupsins. O. Davis slítur snúruna og Kaufmann kastar sér fram ií þeirri von að slíta á undan. Þeir Röð-in: íeiigu báðir sama tíma, en Davis var réttilega dæmt fyrsta sæti. Johnson USA 4/10 sek. betri en gamla met- ið, sem Elliott setti 1958. Jazy var einnig á mjög góðum tíma. 3.38,4; Rozavolgyui einnig með 3.39,2 mín, Dan Waren frá Sví- þjóð nóði aðeins ijórða sæti með 3.40,0 mín.. sem er nýtt sænskt met. Knattspyrna Ekki hef ég getað 'séð neinn knattspyrnuleik hér enn. nema í sjónvarpinu, en þar só ég kafla úr tveim leikjum úrslitakeppn- innar. ítalía og Júgóslavía skildu jöfn eítir 90 mínútur, en í fram- lengingu gerðu báðir aðilar mark, 1:1. Það róð var tekið að draga um hvort liðanna léki um gullið, og forseti FIFA dró Júgóslafa inn í keppnina Um gullið. Sá aðili, sem mun leika við Júgóslavanna á laugardaginn er enginn annar en landslið Dana, sem við íslendingar erum pakk- uð vel kunnugir. í gær sá ég leik Ungverja og Dana í sjón- varpinu, en Danir unnu leikinn, cg er bað annað skipti í sumar, sem Danir vinna þá. Að þessu sinni unnu Danir með 2:0. Það —>r hinn ungi miðherji, Harald Nielsen sem skoraði fyrra 8392 st. i Yang, Formósu 8334 — 1 kl. um 10 um kvöldið. Að vísu Kuznetsoff, Sovétr. 7809 — var báða dagana nokkurt hlé Kutenko, Sovétr. 7569 — um miðjan daginn og svo hlé Kamerbeek, Hollandi 7236 — •i 1V2 tíma fyrri dáginn meðan Sar, Italíu 7195 —1 Samvinnuskólinn — Bifröst Inntökupróf fer fram í Menntas'kólanum í Reykja- 1 vík dagana 20.—24. september. Þátttakendur mæti til skrásetningar í Fræðslu- deild, Sambandshúsinu, mánudaginn 19. september. SKÓLASTJÓRI Dugleg skrifstofu- stúlka óskast Dugleg stúlka með stúdents- verzlunarskóla- eða kvennaskólamenntun óskast nú þegar til skrifstofu- starfa hjá rikisfyrirtæki. Umsóknir óskast sendar afgreiðslu blaðsins merktar „dugleg stúlka“ fyrir 16. september n.k. Umsóknunum verða að fylgja upplýsingar um aldur, skólanám og unnin störf, ef fyrir hendi eru.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.