Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 13. september 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Útisamkoma herstöðva- andstæöinga á Þingvöllum síðast liðinn laugardag mun seint líða úr minni þeirra þúsunda, sem hana sóttu þrátt í'yrir.'hiö óhag- stæða veður. Þúsundirnar vom mættar á hinum fornhelga sögustað til að tjá stuöning sinn við bar- áttu þá, sem nýstofnuð landssamtök herstöðvaand- stæðinga hafa nú hafið fyrir brottför hins erlenda herliðs og hlutleysi og frið- lýsingu íslands — og sá stuðningur var alger og eindreginn. Þó að þúsundir hafi ekki látið regn og rok aítra sér ■ frá Þingvallaför á laugardaginn; er vitað að haustro :inn hefur dregið ferðakjark úr fjölmörg- um sem eila hefðu sótt útisam- komuna. Aðíaranótt laugar- dags var hið versta veður sunnan rok og rigningarhryðj- ur. og hélst sama veðurlag íram eftir morgninum. Veður- útlit var því langt frá því glæsilegt. Rigning — kaldi En er leið að hádegi tók heldur að lægja, þó enn væri sunnanáttin snörp og regn- skúrir öðru hvoru. Veður var milt og gætti rigningar lítið í upphafi útisamkomunnar, en þegar seig á seinnihluta henn- ar gerði nokkrar hellidembur og uppúr því var að heita má uppstyttulaus rigning til í'und- arloka. Ekki létu fundarmenn rigninguna þó á sig iá, enda höfðu allir búið sig vel að heiman, margir voru úlpu- klæddir, aðrir búnir regn- kápum og hlífðarfötum, marg- ar konur með regnhl'íar. Mikill bílaíjöldi Framkvæmdaráð Þingvalla- íundar hafði skipulagt ferðir í langferðabíium frá Reykja- vík til Þingvalla og heim aft- ur á laugardaginn. Notfærðu fjölmargir sér þessar ferðir. en einnig' sóttu menn hundruðum saman til fundarins á smærri bílum. Langferðabílarnir tóku að streyma til Þingvalla uppúr kl. eitt og síðan mátti heita að b.lastraumurinn úr bænum austur væri stanzlaus. Úr Kópavogi og I-Iafnarfirði komu einnig stórir hópferðabílar, því að héraðsnefndir hernáms- andstæðinga á þessum stöðum höfðu undirbúið ferðir þaðan til Þingvalla. Er útisamkoman hófst' mátti sjá geysimikinn fjölda bifreiða af öllum stærð- um við þjóðveginn oían við Almannagjá, austan við sam- komusvæðið. Samkomusvæðið Samkomusvæðið var sem fyrr segir á vesturbakka Al- mannagjár, spölkorn frá veg- inum. Var mjög skemmtilega frá bví gengið. Ræðupalli hafði verið komið fyrir á eystri bakka stórrar hraunkvosar og fánastöngum raðað sitt hvor- um megin, en í hálfhring þar út frá vöru upp sett öll sýslu- merki landsins. Setti þetta eft- irminnilegan svip á skeifu- myndað samkomusvæðið jgfn- framt því að afmarka það. Þrír ungir myndlistarmenn sáu um uppsetningu sýslu- vnerkjanna og máluðu þau, þeir Steindór Sigurðsson. Jó- hannes Jóhannesson og Kjart- an Guðjónsson. Vakti verk þeirra og handbragð mikla at- hygli samkomugestanna, að verðleikum. Almennur söngur Auglýst hafði verið að úti- samkoman á Þingvöllum yrði ■sett kl. 3 síðdegis, en vegna þess að nokkuð dróst að full- trúafundinum í Valhöll lyki, hófst samkoman ekki fyrr en um hálf fjögur leytið. Lúðra- sveit verkalýðsins, ásamt nokkrum blásurum úr Vest- mannaeyjum og' írá Sigluíirði, lék í upphafi þrjú ættjarðar- lög undir stjórn Sigursveins D. Kristinssonar, en síðan sungu allir samkomugestir lagið „Öx- ar við ána“ og var hraustiega tekið undir sönginn. Þórarinn bóndi Haraldsson í . Laufási setti útisamkomuna þessu næ:.t með stuttu ávarpi, ,en. síðan kynnti hann einstök 'Sf-. fl ' ,V-' 'dagskráratriði. Bað hann menn í upphafi að syngja lagið „ís- land ögrum skorið“, en síðan gaf hann Sverri Kristjánssyni sagnfræðingi orðið. Er ræða Sverris birt á öðrum stað í blaðinu í dag'. Ávarp í ljóðum Að ræðu Sverris Kristjáns- sonar lokinni söng Alþýðukór- inn „Hver á sér fegra föður- land?“ lag Emils Thoroddsens við ljóð Huldu, undir stjórn Sigursveins, og Þorsteinn Ö. Stephensen leikari las kvæði Einars Benediktssonar „Á Þing- völlum 1895“. Ávörp voru flutt. Guðmund- ur Ingi Kristjánsson bóndi og skáld á Kirkjubóli flutti ávarp í bundnu máli frá Vesturlandi, og' Sigurður Blöndal skógarvörð- ur á Hallormsstað flutti ávarp frá Austfjörðum. Kvæðalestur Nú söng Alþýðukórinn lag' söngstjórans við kvæðið ,,Fylgd“ eftir Guðmund Böðy- arsson. Einsöng söng Einar Sturluson. Þá. las Kristín Anna Þórarinsdóttir leikkona kvæðið „Hvað teíur þig bróðir?“ eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Enn voru tvö ávörp flutt. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, í'lutti ávarp frá Norðurlandi, og Sigríður Árnadóttir húsfreyja í Arnarbæli. Grímsnesi, flutti ávarp frá Suðurlandi. Skeyti til íundarins Að loknum flutningi ávarp- anna söng Alþýðukórinn enn eitt lag og Björn Th. Björns- son listfræðingur las upp skeyti, sem borizt höfðu Þing- vallafundi. Voru þetta hvatn- ingarskeyti og baráttukveðjur írá ýmsurn félagasamtökum, m. a. Sameiningarilokki alþýðu — Sósíalistaflokknum og Æsku- lýðsfylkingunni, sambandi ungra sósíalista, starfshópum og einstaklingum. Ávarpi íagnað Gils Guðmundsson rithöfund- ur flutti þessu n.æst. ræðu, en síðan las Guðni Jónsson próí- essor upp ávarp fulltrúafund- arins i Valhöll til íslendinga og tóku fundarmenn kröítug- lega undir með lóíataki. Enn var almennur söngur við undirleik iúðrasveitarinn- ar og nú sungið lag Þórarins Guðmundssonar við ljóð Jó- hannesar úr Kötlum: „Land míns föður landið mitt“. Samkomulok Á3ur en Þcrarinn Haralds- son i Laufási sleit útisamkom- unni um klukkan hálí sex skýrði Guðgeir jónsson bók- bindari frá ákvörðun fram- kvæmdaráðs Þingvallafundar um útifund í Reykjavík kvöld- ið eftir. Þórarinn þakkaði mönnum síðan kornuna og sleit útisam- komunni með nokkrum hvatn- ingarorðum. Kvað hann það von fundarmanna að sá bjarti dagur. er fullur sigur fengist í baráttumáli samtaka her- stöðvaandstæðinga, væri ekki langt undan. Lauk svo útisam- komunni. Myndirnar Efri myndin liér á síð- unni er tekin frá ræðu- palli á samkomusvæðinu og' sir yfir lítinn hluta fundarmanna, þeirra sem ’.ægst stóðu í hraunkvos- inni og sjást því ekki á forsíðumyndinni. — Neðri myndin: Hluti sainkomu- gesta, sem stóðu norðvest- ur frá ræðupalli. í baksýn mynda sýslumerkin um- gjörð samkomur.væðisins. Ljósmyndirnar tók Ari Káráson, ljósm. Þjcðvilj- ans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.