Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 4
4) —- ÞJÓÐVXLJINN--Þriðjudagur 13. september 1960 Leitað verður til allra íslenzkra kjósenda um stuðning við baráttuna gegn hernáminu Næsta mótmælaganga gegn Iiernáminu verður farin 7. maí 1960 Landsfundur hemámsandstæðinga setti sér það mark að leita til allra íslenzkra kjósenda að gefa íþeim kost á að undirrita kröfu um brottför hernáms- liðsins. Það mikla verk verður falið héraðanefndum ,og hverfanefndum, sem ætlunin er að stofna á næstunni í Reykjavík og öðrum stórum kaupstöðum. Jainframt ákvað landsfundur hernámsandstæð- inga að næsta mótmælaganga gegn hernáminu skyldi farin frá Kéflavíkurflugvelli til Reykjavíkur 7. maí n.k., en þann dag eru rétt tíu ár liðin síðan landið var hernumið síðast. Einnig var ákveðið að gangast fyrir héraðamótum hernámsandstæðinga um land allt á næsta sumri. Þessi störf eru ákveðin í ályktun um næstu verkefni sem var samþykkt einróma á landsfundi hernámsandstæð- inga. Hafði Magnús Kjartans- son framsögu um þá ályktun fyrir hönd framkvæmdanefnd- ar Þingvallafundar, og eftir umræður var henni vísað til sérstakrar nefndar sem fjall- aði um hana. Nefndin skilaði einróma áliti, og hafði Ingi • Tryggvason 'bóndi á Kárhóli í Suður-Þingeyjarsýslu fram- sögu af hennar háLfu. Að lokn- um umræðum var ályktunin ■ samþykkt í einu hljóði og . næstu aðalverkefni samtakanna þannig ákveðin. Ályktunin er á þessa leið: hemáminu í huga sínum, að þátttakendum í sókninni fyrir brottför hersins og hlutleysi Islands. Til þess að sameina sem flesta íslendinga um mark- vissa baráttu gegn hemáminu samþykkir landsfundurinn verkefni þau sem hér fara á eftir: — stofna sem víðast nefndir hernámsandstæðinga og stefnt að því að slík nefnd áhuga- manna starfi í hverjum hreppi á landinu. Sérstaka áherzlu leggur fimdurinn á það að komið sé upp hliðstæðu kerfi í þéttbýlinu og að í Œteykjavík og öðrum fjölmennum kaup- stöðum verði stofnaðar hverfa- nefndir hernámsandstæðinga og nefndir áhugamanna á öll- um stórum vinnustöðum. 2Efnt verði til undirskrifta- • söfnunar um land allt til þess að fylgja eftir kröfunni um afnám herstöðva á Islandi. Felur landsfundurinn lands- nefnd og miðnefnd að undir- búa það verkefni vandlega og hefja framkvæmdir eins fljótt og auðið er. Héraðsnefndum og hverfanefndum verði síðan falið að framkvæma undir- skriftasöfnunina og tryggja það að rætt sé við alla íslenzka kjósendur og þeim gefinn kost- ur á að styðja kröfuna um af- nám herstöðvanna með undir- skrift sinni. 9 Efnt verði til nýrrar mót- mælagöngu gegn hemám- inu frá Keflavíkurflugvelli til Reykjavikur, sunnudaginn 7. maí 1961, í tilefni þess að þann dag eru rétt 10 ár liðin síðan Island var síðast hemumið. Felur fundurinn landsnefnd og miðnefnd að undirbúa gönguna og skorar á allar héraðsnefnd- ir og hverfanefndir að tryggja Landsfundur herstöðvaand- stæðinga, haldinn á Þing- völlum 9.—10. sept. 1960, bendir á að aðstæður eru nii hagkvæmari en nokkru sinni fyrr til þess að heyja árang- ursrika sókn fyrir brottför alis ' hers af íslenzk?i grund, fyrir afnámi herstöðva og hlutleysi ■ íslands. Reynslan hefur þegar kvcðið upp svo skýran dóm ’ um hernámsstefnuna, að for- • mælendur hennar hafa gefið upp alla röksemdavörn. Þess vegna er árangur í baráttunni gagn hernámi IslancL fyrst cg ’ fremst*kominn undir atfylgi og dug hernámsandstæð!nga s álfra. Landsfundurinn leggui áherzlu á það, að þessar hag- kvæmu aðstæður séu notaðar t:l þess að stórefla sókn Is- lcndinga gegn hernáminu og ■^fleiðingum þess á öllum sviðum. I þessu skyni þarf að skipuleggja andstöðu gegn bernámsstefnunni sem fjölda- biráttu og stefna að því að gera þann mikla meir'hluta landsmanna, sem er andvígur Ilinn glæsilegi Þingvallafundur hernámsandstæðinga var undlirbúinn með riimlega mánaðar fundahöldum liti um land. Haldnir voru 60 opinberir fundir og þar héldu samtals 66 menn framsoguræður á vegjim Framkvæmdaráðs Þingvallafundar. Það er algert einsdæmi að nokkur lireyfing hrindi af stað svona umfaiigsmiklum fundahöldum. Á Þingvallafundi á laugardaginn var safnað saman þeim ræðumönnum sem til náðist þar á síaðnum og þessi mynd tekin af þeim úti fyrir Valhöll. Hópurinn stendur svo þétt að ekki er unnt að nafngreina alla, þar sem aðrir skyggja á þá að meira eða minna leyli. Þess má þó geta að annað og þriðja frá vinstri í fremstu röð em Einar Bragi og Valborg Bentsdóttir, en Vaiborg liefur langhæsta fundatölu af öllum ræðumönnum hernámsandstæðinga, hún var framsögumaður á 30 fiindum eða þriðjungi þeirra sem haldnir voru. Næstur í röð- inni er Einar Bragi með 13 fundi, en hann var á ferð á vegum Framkvæmdaráðs á annan mánuð og stofnaði héraðsnefndir í næstum hverjum einasta hrepp austanlands frá Suðursveit til Axarfjarðar. Rósberg Snædal, Ra,gnar Arnalds og Þóroddnr Guð- mundsson frá Sandi skipa þriðja sætið, hver þeirra talaði á ellefu fundum, Magnús Kjartansson á níu, Gils Guðmundsson á sjö. Fundina úti um land sóttu alls um 3000 manns, eða fimmtíu menn að meðaltali Tölur þessar tilfærði Kjartan Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Framkvæmdaráðs, í skýrslu sinni á Þingv'allafundi. (Ljósm. Þjóðv. A.K.) þátttöku í henni frá ölium sýslum og. kaupstöðum og eem flestum hreppum landsins, eða stuðningi við hana á annan hátt. M Haldin verði héraðsmót herstöðvaandstæðinga um land allt sumarið 1961. Lands- nefniarmenn og héraðsnefndir í hverjum landsfjórðungi ákveði fyrirkomulag héraðs- móta þessara í samráði við miðnefnd, og héraðsnefndir kappkosti að tryggja sem mesta þátttöku í mótunum. SMiðnefnd er sérstaklega • falið að fylgjast vandlega með öllu sem gerist í hemáms- málum og kalla almenning til aðgerða, jafnt sóknar sem varnar, hvenær sem tilefni gef- ast. liiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiMiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimii iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimmiiiiimmmiiiimiiiiimimiimmimmii iiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiniiiimi Dagana 13. sept. til 1. okt. gengst Skáksamband Islands og Taflfélag Reykjavíkur fyrir slcákmóti ,í minningu hins látna skákmanns Eggerts Gilfer, sem lézt í marz s.l. Mótsstaður er Sjómannaskólinn. I þessu móti taka iþátt 12 skákmenn og er einn þeirra gestur frá Noregi, Svein Jo- hannesen, sem er núverandi Norðurlandameistari í skák, I tæpra 24 ára að aldri. Teflt verður 6 daga vikunnar í íSjómannaskólanum^ kl. 19.30 —23.30, þar af tvö kvöld bið- |skákir. Hver keppandi leikur 36 leiki á tveim tímum. 1 igær var dregið um röð keppenda, en það keppa allir við alla, og er hún þessi: Friðrik Ólafsson, Ólafur Magn- ússon, Ingvar Ásmundsson, Benóný Benónýsson, Arinbjöm Guðmundsson, Kári Sólmundar- son, Svein Johannesen, Guð- mundur Ágústsson, Guðmundur Lárusson, Jónas Þorvaldsson, Gunnar Gunnarsson og Ingi Jó hannsson. Veitt verða 5 verðlaun, 6, 4 Auglýsið í 3, 2 og 1 þúsund krónur og að auki 1000 króna verðlaun fyrir fegurstu skák mótsins. Skákstjóri verður Áki Péturs- son. Aðgangur kostar 20 kr. fyrir fullorðna og heildarkort fyrir mótið fæst á 200 krónur. Þjóðviljauum LeiSrétfing I fulltrúalistanum frá Þing- vallafundinum féll n;ður úr hópi Ak-ane3fulltrúanna nafn Stefáns Bjarnasonar. Páll Bjarnason, sem einnig sat fuiiiinn, var varafulltrúi. LeiSrétting I frétt isem birtist hér í b’að- inu fyrir skömmu um landhelg- isfundinn á Seyð’sfirði féll niður nafn Einars Bjömssonar, bónda í Mýnesi, en hann var meðal ræðumanna á fundinum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.