Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 13.09.1960, Blaðsíða 10
ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 13. september 1960 H0) — FRETTÁBREF I ROM Framhald af 9. siðu i:rs hans í 10.000 metra hlaup- inu, sem var mjög glæsilegt og ve! útfært hlaup hjá Bolotnikoff. Lengst af fylgdist hann með hinum stóra hópi sem hafði ior- vstu í hlaupinu, en er hlaupið var liðlega hálinað tók hann forystuna og hafði hana lengst ai. Síðustu 400 metrarnir voru geysispennandi viðureign Bol- otnikoffs og hins ljóshærða Þjóð- verja Grodotzki, sem fylgdi lengst af mjög fast eftir enda- sprettur beggia var stórglæsi- iegur og vart hefði ég getað trú- að því að óreyndu að nokkur maður gæti átt svo mikið eftir eftir að hafa hlaupið yfir 9.000 metra eins og þeir. Bolotnikoff var þó mun sterkari á enda- sprettinum og sigraði með nærri 5 sekúndna yfirburðum, á nýju OL-meti 28.32,2 og slær þar með út met landa síns Kúts, sem var 28.45,6. Með Bolotnikoff hafa Rússar án efa eignazt nýjan Kúts, og er heimsmet Kúts 28.30.4 mín. þegar i hættu fyrir Bolotnikoff. Balas vann öruggasta sig- ur OL til þessa McDanie! frá Bandarikjunum og var það sett í Melbourne og var 1.76 metrar. Boðhlaupin voru siiguleg: USA sveitin fyrst í 4x100, en dæmd úr leik 4x100 metra boðhlaup karla var sögulegt eins og alltaf vill verða. Er fyrsti hlaupari Banda- ríkjamanna skilaði af sér til Nortons urðu þau' leiðu mistök að Norton fór fram fyrir tak- mörkin og var sveitin síðan dæmd úr leik af þeim sökum. Bandaríkjamenn voru lengst af 3—4 metra á eftir Þjóðverjum, en Sime sem hljóp síðasta sprettinn á móti grindahlaupar- anura Lauer hljóp sérlega vel og fékk slitið marksnúrUna þumlungi á undan Lauer. sem þó hljóp mjög vel. Það voru því bandarísku sveitinni miki! von- brigði að verða dæmd úr leik eftir svo gott hlaup. Þýzka sveitin hljóp á 39.5 sek. sem er iafnt og heimsmetið. sem Bandaríkjamenn og Þjóð- verjar eiga, en þetta er þriðja boðhlaupssveit Þjóðverja, sem hleypur á þessum tíma. Aðrir urðu Rússar á 40.1 sek, þá Bretar. ítalir og Venezúela. Otis Davis, Glen Davis. Sveit USA vann 4x100 m. kvenna, Kudolph lagði drýgstan skerfinn 1 4x100 metra boðhlaupi kvenna sigraði bandaríska sveit- in á 41,4 sek, sem er 1/10 lak- ara en heimsmetstími og OL- tími sá, sem sama sveit náði í uridanrásum. Einnig hér voru það Þjóðverjar sem veittu harð- asta mótspyrnu og þýzka sveit- in var ekki langt að baki á 44.8 sek. Sú stúlkan. .sera Bandaríkja- menn geta þakkað sigurinn var Wilma Rudolph, sem íekk nú sinn þrið.ja gullpening á leikun- um og hefur enginn annar leik- ið það eftir á Rómar-leikjunum. Blöð um al!an heim hafa ver- ið nokkuð störorð um Rudolph. Pravda heíur kannski tekið stærst upp í sig, er það scUir: Einhverntíma á þessi stúl.ka eft- ir að sigra Hary. Þetta er lík- lega meira sagt til að undir- strika hversu góður spretthlaup- ari stúlkan er heldur en hitt að leggj^ beri íulla merkingu í orð blaðsins. Öruggasti sigur OL til þessa er sigur Yolanda Balas yfir stöllum sínum. Yolanda vann þarna með yfirburðum, stökk 1,85, sem auðvitað er OL-met. Þær sem næstar komu stukku 1,73 metra og voru nákvæmlega iafnar. þ.e. áttu jaíngóðar seri- ur, og fengu báðar silfurverð- laun fyrir. Fyrra OL-met átti Unga fólkið VE Framhald af 9. síöu. Úrslitaleikurinn var skemmti- legur og með góðri aðstöðu og fleiri leikjum gætu þessar Týs- stúikur náð ágætum árangri. Að sigra Val var vel af sér vikið og að veita FH harða keppni, er líka vottur um það, að liðið Jofar góðu, ef það fær mögu- leika. Vaiur og Týr léku í meistara- tlokki, sem var aukaleikur, og vann Valur 15:3. Keppnin fór fram í íþróttahúsi Vals. Drengirnir töpuðu Hópurinn sem heimsótti Val var stærri en þessar 10 hand- ii/iattleiksstúlkur og fararstjóri þeirra Sigríður Ólafsdóttir. Þar voru einnig 16 þriðja flokks drengir sem voru hingað komn- ir til þess að leika knattspyrnu á vegum knattspyrnudeildar Vals, og var fararstjóri þeirra Þorsteinn Eyjólfsson. Á laugardaginn fóru þeir til Keflavíkur og kepptu þar við iafnaldra sína og fóru leikar bannig að Keflvíkingar unnu 8:1. Á sunnudaginn léku þeir svo við þriðja flokk Vals og unnu Valsmenn með miklum mun 6:1. Vestmannaeyingana vantar meiri íeikni, en kraft hafa þeir. Leikn- in er fyrst og fremst elja við æfingar. Öll var heimsókn þessi hin únægjulegasta fyrir alla aðila, og fór hið bezta fram. Flokk- arnir bjuggu í félagsheimiii Vals og voru í mat hjá félagsmönn- um. 44.2 millitími á 400 inetr- unum í boðhlaupinu 4x400 metra boðhlaupið vannst af sveit USA á nýju heimsmeti. Tíminn í hlaupinu yfirleitt og ýmsir millitímar eru ævintýra- legir, svo maður nefni tvo milli- tima: Otis Davis 44,2 og Kauf- mann 44,3 sek. Heimsmetið sem sem þessir menn settu á dög- unum í 400 metra hlaupi, er svo sem allir vita, 44,9 sek. Bandaríkjamenn héldu uppi forystu í hlaupinu allt frá byrj- un, en Þjóðverjar héldu lengi vel í þá, en smám saman rann sú mótspyrna út í sandinn og bandaríska sveitin kom í mark á nýju OL- og heimsmeti 3.02.2, 4—5 metra á undan Þjóðverj- um sem voru á tímanum 3.02.7 sek., sem einnig er mjög góður tími. Bandaríska sveitin var þannig skipúð: Yerman, Young. Rússinn Cybulenko vann óvæntan sigur í heldur leið- inlegri spjótkastkcppni í spjótinu sigraði Cybulenko og er hér enn einn hinna óvæntu sigurvegara, en beir eru ekki fá- ir á þessum leikjum. Það sannaðist hér sem oft áður, að svo bregðast krosstré sem önnur tré. Þrjár af mestu stjörnum spjótkastsins brugðust algerlega. Sidlo, af flestum tal- inn nokkuð öruggur sigurveg- ari, hafnaði í 8. sæti. Cantello frá USA, sem ílestir höfðu spáð öðru eða jafnVel fyrsta sæti, varð 10. og næstsíðastur þeirra sem í úrslit komust. Cybulenko náði að kasta 84,64 í fyrsta kasti og það reyndist sigurkastið í þessari keppni. Keppnin var að öðru leyti fremur dauf og leið- inleg. Kriiger frá Þýzkalandi náði öðru sætinu, einnig með sínu f.yrsta kasti við mikil fagn- Handknattleiksstúlkurnar í KA Framhald af 9. síðu ílokkur í boði Ármanns en úr því gat ekki orðið, vegna þess að yíir stendur Norðurlandsmót í knattspyrnu. Komu á óvart Á laugardagskvöldið léku þær fyrsta leikinn, og var það við gestgjafana Ármann, og fóru leikar þannig að KA vann með 8:2. Vakti sá sigur mikla athygli því Ármann á góðan 2. flokk. Akureyrarstúlkumar höfðu leik- inn sem sagt algerlega í hendi sinni, og léku mjög góðan hand- knattleik, og kom þessi frammi- staða á óvart. þar sem Akureyr- ingar eiga ekki stórt hús sem hægt er með árangri að leika handknattleik í, og verða þær því að æfa úti og þá mest að sumrinu. Hér í Reykjavík er því haldið fram, að bað sé ekki hægt að æfa handknattleik úti og er breytt samkvæmt því. Hér stangast þetta heldur bet- ur á og er það nokkuð til at- hugunar fyrir þá sem telja til- gangslaust að æfa úti. Unnu Hraðkeppnimótið Á sunnudaginn efndi Ármann svo til Hraðkeppnimóts í tilefni af komu þeirra og var þátttaka frá íjórum félögum: Ármanni, Viking, FH og gestanna. Er það skemmst frá að segja að það reyndist ekki nein tilvilj- un, eða henpni, að KA vann Ár- mann. því bær sigruðu í mótinu. Töpuðu samt íyrir FH, en vart verður annað sagt, en að þær haíi verið mjög óheppnar í þeim leik, en FIl tapaði íyrir Víking og gerti jafntefli við Ármann. Annars fóru leikar þannig: Víkingur — Ármann 4:4, KA — V.kingur 6:2 KA — Ármann 6:3, Víkingur — FH 5:3, FH — KA 5:3, FH — Ármann 5:5. Það má óeíað telia. að lið það. sem KA tefldi fram hér að þessu sinni, mun eitt það sterkasta sem leikur í 2. flokki kvenna nú og á l’slandsmóti mundi það hafa mikla sigurmöguleika. Því mið- ur mun það ómögulegt af fjár- hagsástæðum, að liðið geti tekið þátt í ísian Isináti. aðarhróp þýzku kallkóranna, heldur leiðir með það að þeir sem hér staría mjög vel þjálíað- sjá ekki annað en það sem ir og undir góðri stjórn og þýzkt er. skipulagningu. Annars eru hróp þessi cha. cha. cha hróp svo- Er þessum 8. kepþnisdegi hér nefndu illa þokkuð vegna þess á Stadion lauk. lauk einnig að- hve þau trufla oft aðra kepp- alkeppni OL í frjálsum iþrótt- endur, en Þjóðverjárnir eru um cg þar með aðalkeppninni. Framhald af 7. siðu. ofsaleg og títt er meðal stærri þjóða. Við kvörtum stundum yfir því að lifa í landi kunningsskaparins, en það hefur líka sína kosti.^ Samskipti manna verða oft mannlegri og mildari f-yrir bragðið, og í landi kunnings- skaparins og frændseminnar ætti að vera nokkur kos ♦ þess að skapa almenn sam- tök með mönnum úr öllum flokkum til baráttu fyrir end- urheimt okkar unga s.iálf- stæðis. Tveir af stjórnmála- flokkum landsins géngu til kosninga og bandalags fyrir örfáum árum með brottvikn- ingu hersins að kosningalof- orði. Samkvæmt stjórnar- skránni fcer þingmönnum ein- göngu að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni, en það eru engin viðurlög við því að svíkja kosningaloforð. Það á m.a. að verða hlutverk þeirra samtaka, sem s’tanda að Þing- vallafundarhreyfingunni, að koma alþingismönnum í skiln- ing um það, að þeim haldist ekki uppi að svíikja kosninga- loforð. Það er í anda hinna gömlu Þingvallafunda 19. ald- ar, sem kölluðu það var- mennsku að svíkja gefin lof- orð, en ekki smartness eins og nú er talið. Sú hreyfing, sem nú ihefur verið vakin verður að skapa pólitískt al- menningsálit, sem krefst þess af kjörnum fulltrúum þjóðar- innar að þeir hafi til að bera visst lágmark stjórnmála- siðgæðis. Það er ekki á valdi eins flokks eða einnar stéttar að bjarga íslandi aif þeirri braut, sem það ihefur verið teygt út á. Til þess þarf þjóðarátak. Mér er það ljóst, að það er ekki auðvelt verk að skapa raunverulega þjóðarsamstöðu um hið nýja sjálfstæðismál, en ég er sannfærður um að. það muni takast að lokum svo sem jafnan er þegar um lífsnauðsyn er að ræða. Hið óeigingjarna starf þeirra manna, sem á þessum sumar- mánuðum hafa farið landið þvert og erdilangt til að vekja fólkið til umhugsunar um það sem í húfi er og stofnað héraðssamtök fyrir friðlýstu landi með mör.num af sundurleitum stjórnmála- skoðunum, verður ekki unnið fyrir gýg. Það er þegar farið að bera á ótta meðal her- námsvinr og valdhafa lands- ins vegna þessarar starfsemi. Það er góðs viti. Þeim er hollt að kenna nokkurs ó4ta., og þeir eiga eftir að sk’á’fa meir áður en lýkur. Þessir menn skulu finna til aðhalds frá fclkinu, hinni óbreyftu al- þýðu landsins, sem vill fá að vinna í friði að störfum s’n- um á sjó og landi. Og sú stund mun renna upp, að íslenzka þjóðin mun kasta því hermerki, sem henni er nú boðið að bera og svara Bar.da- ríkjunum með þeim orðum er sögð voru við Sigurð jarl í Brjánsbardaga: „Ber þú sjálfr fjanda þinn.“ Ofnæmur ávaxtasali Hér i blaðinu birtist auglýs- ing frá fyrirtækinu L. Jónsson hjf., þar sem haldið er fram ýmsum firrum um frétt í Þjóð- viljanum í síðustu viku um út- flutning fiskjar og innflutning ávaxta með flugvélum. Það er rakalaus tilibúningur sem í aug- lýsingunni segir, að veitzt hafi verið sérstaklega að þessu fyr- irtæki í fréttinni. Sömuleiðis var ekki minnzt í fréttinni á innflutning á frystum ávöxt- um. Hvað inn- og útflutningsverð- mæti snertir kemur það ekki því máli við að ávaxtategund- ir hafa verið seldar hér á verði sem er isannnefnt okurverð og þorri fólks hefur engin efni á að greiða. Suðvestan kaldi, skúrir. Orðsemling frá Sósíalista- félagi Keykjavíkur: Með því að koma í skrif- stofu félagsins og greiða flokksgjöldin, sparast fé- laginu bæði fé og tími. Fé’.agar, hafið samband við skrifstofuna í Tjarnargötu 20 — opið frá klukkan 10— 12 og 5—7 alla virka daga, á laugardögum frá klukkan 10—12. Sími 17510. • Kaupið og lesið ÞJÓÐVILJANN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.