Þjóðviljinn - 14.09.1960, Side 1

Þjóðviljinn - 14.09.1960, Side 1
 VIIJINN Miðvikndagur 14. septeinber 1960 — 25. árgangur — 205. tbl. Mesta hækkun vísitölu bygg- ingarkostnadaríns sídan 1939 Timbur, ]árn, semení hafa hœkkaS i verSi um 50-75% Áhrifa „viöreisnarinnar" á byggingarkostnað er nú mjög farið að gæta eins og þeir vita bezt, sem eru að byggja yfir sig. í nýútkomnum Hagtíðindum er birt vísi- tala byggingarkostnaðar fyrir júlí til október þessa árs, en hún er reiknuð út eftir verðlagi í júní s 1. Byggingar- kostnaðarvísitalan er nú 148 stig miðað við grunntöluna 100 1. oktöber 1955 og hefur hún hœkkað um 16 stig frá pví hún var reiknuð út síðast, en pað var í fgörúar s.l. Nemur pessi hœkkun rúmlega 12%. í Hagtíðindum segir, að hækk- unin á einstökum liðum bygg- ingarvöruvísitöiunnar sé mis- munandi mikil. Langniest er hækkunin á hreinum cfnisliöum eða 50—70% á timbri, járni og sementi svo að (læmi séu nefnd. Stafar þessi mikla hækk- un af gengisfellingunni í febr. si. svo og af hækkun innflutn- ingssöiuskatts úr 7.7% í 16.5% og nýja 3% sölusk. af veltu. Verðhækkanirnar á þessum lireinu efnisliðum hækka vísitöl- una í heild um 15% eða 19,6 stig. Friðrik og Ingi gerðu jafntefli í gær var tefld fyrsta iim- ferðin í minningarmóti Gilfers. Úrslit urðu þau, að Svein Jó- hannssen vann Kára Sómund- arsop, Friðrik og Ingi R. gerðu jafntefli og Ólafur Magnússon vann Gunnar Gunnarsson. Þrjár skákir fóru í bið. Benó- ný á mun betra gegn Guð- mundi Lárussyni, Ingvar Ás- mundsson betra gegn Jónasi Þorvaldssyni og Guðmundur Ágústsson gegn Arinbirni Guð- mundssyni. 1 kvöld verður 2. umf. tefld : i sjómannaskólanum og eigast þá m.a. við Ingi og Sveinn Frið :ik og Ólafur. Enga skerð- ingu á 12 m. landhelginni! Suðureyri. Frá frétta- ritara Þjóðviíjans Hér virðast allir á einu máli, bæði útgerðarmenn og sjómenn, hvar sem lieir annars standa, að hverskonar skerðingu ,4 12 mílna landhelginni beri eindregið að for- dæma, hvort heidur sem sú skerðing yrði til lengri eði skemmri tíma. Á móti þessari miklu hækkun efnisiiða byggingarvísitölunnar kemur það, að hreinir vinnu- liðir hafa lækkað nokkuð vegna niðuríellingar 9% söluskatts og í'ramleiðslugjalds af byggingar- vinnu þannig að heildarhækkun- in verður eins og áður sagði rúmlega 12% eða 16 stig. Hækkun einstakra efnisliða í Hagtíðindunum eru sundur- greindar breytingar á einstökum liðum byggingarvísitölunnar og reiknuð út vísitala þeirra hvers um sig. Vísitala timburs var i febrúar s.l. 134 stig en hækkai nú í 206 eða um 72 stig. Vísi- tala hvers konar járns til bygg- inga hækkar einnig um 72 stþ eða úr 141 stigi í 213. Litlu minn; er hækkunin á saum. gleri og pappa. Vísitala þeirra vöruteg- unda var 153 stig en er nú 210. Hækkun 57 stig. Vísitala sem- ents, steypu- og einangrunarefn- is var 115 stig en er nú 154. Hækkun 39 stig. Þar sem sem- entið er innlend framleiðsla og vinnulaun hafa staðið í stað hækkar það ekki eins mikið og erlenda byggingarefnið. Þeir iiðir byggingarvísitölunn- ar, sem eru blandaðir efnis- og vinnuliðir hafa allir hækkað talsvert en mjög mismunandi mikið eða frá 8 st. (málun) upp í 65 stig (teikningar, smávörur o. fl.) eftir því hve efniskostnaður- inn er mikill hluti aí heildar- upphæð hvers þeirra um sig. í ■ic.mbandi við liðinn teikningar j og smávörur er rétt að geta I þess, að mikil hækkun hans stafar að nokkru aí því, að nú j er hið nýja gatnagerðargjald | Reykjav kurbæjar tekið með i I þann lið en það nemur rösklega Framhald á 2. síðu Nehru, Castro og Makarios til alls- herjarþings Blöð í Indlandi skýrðu frá því í gær, að Nehru, forsætis- ráðherra myndi leggja af stað tli New York hinn 23. þ.m. og verða þar fulltrúi lands síns á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. í gær bárust fréttir um að Makaríos erkibiskup og forseti hins nýstofnaða lýðveldis, Kýp- ur, verði formaður fyrstu sendvnefndar Kýpur á allsherj- arþinginu. Þá hefur Fidel Castro, forsætisráðherra Kúbu, tilkynnt að hann muni verða formaður sendinefndar á alls- herjarþinginu. Þingið hefst 20.- þ.m. Fund Öryggisráðs þegar í stað! Sovétstjórnin hefur krafizt þess, að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna komi saman þegar í stað til að ræða Kongómálið. í tilmælum til forseta ráðsins seg- ir fulltrúi Sovétríkjanna að á- standið í Kongó verði aivarlegra með hverri klukkustund sem líð- ur. Þá var Hammarskjöld einn- ig sakaður um að haía misbeitt ákvörðun Öryggisráðsins varð- andi Kongó í þágu þeirra sem vilja kæfa hið Unga Kongólýð- veldi i fæðingunni og ræna sjálístæði þess. Brezka útvarpið taldi í gær- kvöldi, að fuiltrúar vesturveld- anna myndu þverskallast við að halda fund a.m.k. í 24 stundir. Fundi Öryggisráðsins var frest- að í fyrrakvöld, að beiðni vestur- veldanna sem óttast vaxandi and- stöðu Aíríkuþjóðanna við stefnu Hammarskjölds og aðgerðir her- liðs S.Þ. í Kongó. Afríkuþjóðir snúost gegn mis- beitingu valds S.Þ. í Kongó Átökin um völdin í Kongó hörðnuöu enn í gær. Lum- umba forsætisráöherra virðist nú hafa treyst aðstööu sína á ný. Hermenn hans hafa tekiö útvarpsstööina í Leopoldville herskildi. Afríkuþjóöir, sem eiga liö í Kongó á vegum S.Þ. hafa tekið liö sín undan stjórn SÞ vegna misbeitingar á valdi Sameinuöu þjóöanna. Kasavúbú íorseti undirritaði í gær enn eina íyrirskipun um að Lumumba skyldi handtekinn og s.ex ráðherrar hans sömuleiðis. í fyrradag mistókst Kasavúbú að iáta handtaka Lumumba vegna fylgis hins síðarnel'nda meðal hersins. Upplýsingamálaráðherrann í hinni ólögiegu stjórn Ileos. sem Kasavúbú hefur skipað, til- kynnti hina 'nýju handtökuskip- un í útvarpi frá útvarpsstöðinni : Leopoldville og sagði ennfrem- ur að Lumumba og fylgismenn hans yrðu látnir sæta refsingu fyrir „glæpi". Þetta skeði eftir að herstjórn S.Þ. í Kongó hafði ópnað .útvarp .stöðina aftur með þvi skilyrði að þar yrði ekki rætt um stjórnmál eða æst til úlfúðar. Meðan ráðherrann var að flytja ræðuna umkringdu her- menn Lumumba útvarpsbygging- una. Ráðherranum tókst að kom- ast undan. Hann safnaði herliði og hugðist ryðjast al'tur inn í útvarpsstöðina. Hermenn Lum- umba vörnuðu honum inngöngu og stugguðu honum og herliði hans á flótta. Kongóskir her- menn hafa byggt vélbyssuvígi fyrir utan hinn opinbera bústað Lumumba. Nkrumah. forseti Ghana. hef- Framhald á 2. siðu. Lúðvík Jósepsson héldur áfr am fundum um landhelgismálið Lúðvík Jósepsson heldur aí'ram fundahöldum sínum um landhelgismálið á Aust- íjöitSum. S.l. fimmtudag hafði Lúð- vík fund á Reyðarfirði; á Djúpavogi var fundur á mánudagskvöld, en Þjóðvilj- inn hefur áður skýrt frá fundum sem fyrr höfðu verið haidnir. Hafa fundir þessir verið vel sóttir, þar hafa ver- ið mættir fulltrúar allra f.okka og einróma samþykkt- ir veriö gerðar þar sem vítt er samningamakk ríkisstjórn- arinnar við Breta og því mótmælt afdráttarlaust að í nokkru verði hvikað frá 12 mílna landhelgi íslendinga. I gærkvöld var fundur um. landhelgismálið á Höfn í Hornafirði, en Þjóðvilinn hafði ekki haft fregnir af honum þegar blaðið fór í prentun. _ j

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.