Þjóðviljinn - 20.10.1960, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 20.10.1960, Qupperneq 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 20. október 1960 Fundur Framhald af 3. síðu. koma upp kafbátastöðvum hér á landi, og fór mörgum orðum um blessun herstöðvanna og nauðsyn iþess að fjölga þeim og stæ'kka. Ömurlegasta stundin Þá kvaddi sér hljóðs þekkt- ur embættaklifrari í Sjálfstæð- isflokknum, Þór nokkur Vil- hjálmsson, lögfræðingur, og virtist skorta á örvgg:stilfinn- ingu og sagðist sakna mjög í frumræðu de Lieven uptalning- ar á herstyrk NATO, og bað greifann að bæta úr þeirri van- rækslu. Hófst nú ein ömurlegasta stund fundarins. Greifinn seig niður á bak við ræðupúltið og feitt, hnöttótt höfuðið birtist aðeins ofan við borðbrúnina, stynjandi, más- andi, púandi og hóf að lesa upp strategiskar tölur um flugher, landher og flota og staldraði lielzt við flugskeytakafbáta Bandaríkjamanna. Inn f sjálfu talnaflóðinu kom allt 'i emu logandi sígaretta upp fyrir borðbrúnina og þetta virðulega greifahöfuð fékk sér ,,smók“, reykjarstrókan út í loftið, hóst, stunur og ræsk- ingar. En niðri í salnum sátu slétt og felld embættismannaandlit með upphafinn svip og hlust- uðu með velþóknun á. Pétur varð klumsa Þegar nok'kuð var áliðið fund- ar, sté Pétur Benediktsson í stólinn. Sagði hann að tveir menn væru á mælendaskrá, en- kvaðst vilja segja nokkur orð éður en þeir tækju til máls. Hélt hann síðan eina af sín- um fasistísku ræðum með orð- færi æpandi strákalýðs. Var greinilegt að mótmæláaðgerð- irnar gegn landhelgissamning- unum undanfarið hafa farið mjög í taugarnar á bankastjór- anum. Sagði hann að þar hefði verið ,,æpandi skríll“ að verki, í ætt við „dinglandi skoffín eins og Lumumba frá Kongó“. Þessi óprúttni strákalýður hefði viljað stofna „alþingi gö.tunnar“ o. s. frv. Þótti þetta furðuleg ummæli um hinar prúðmann- legu en einarðlegu mótmæla- aðgerðir undanfarið, og það úr munni manns, sem stóð fyrir æsingum og líkamsárásum í fasistískum st'il á Túngötunni 7. nóvember 1956. Þegar Pétur var að lýsa á- nægju sinni yfir samningavið- ræðum við Breta um landhelg- Samtök stúdenta Framhald af 7. síðu. þess farið á leit, að stúdentar ræði aðild sína að Samband- inu, og sendi síðan umsókn um upptöku, ef þeir hafa áhuga á því. Stúdentaráð Há- sdtóla Islands hefur fallizt á að veita viðtöku hréfum Sam- handsins, og koma þeim í réttar hendur. Nefndin vill hvetja alla ís- lenzka stúdenta erlendis til að leggja sitt af mörkum, til þess að tilraun þessi um heildarsamtök isl. stúdenta erlendis verði að veruleika, svo að þeir megi standa vörð um hagsmuni s'ina. Stúdentafélagsins ina varpaði Ingi R. Helgason til hans þeirri spurningu, hvort hann vildi láta semja um 12 mílur eða eitthvað minna. Pét- ur fórnaði þá höndum og æpti: „Þið eruð alltaf að tala um 12 mílur, 12 mílur, 12 mil- ur — eins og það komi ekki til aðrar línur en 12 mílur“. NATO-þjóðunum er skylt ^ð leysa deilumál sín friðsamlega, sagði Pétur. Ingi spurði þá, hvort Bretar hefðu haft það í huga, er þeir hófu vopnaða ár- ás á íslenzkt svæði 1. sept- ember 1958. Varð Pétur þá algjörlega klumsa, og fékk e'kki mælt langa hríð. Sneri hann máli sínu síðan upp í kjaftæði og kvað undarlegt að lögfræðingur, sem gæti haft atvinnu af samningagerð, ’skyldi ekki vilja láta semja við Breta! Síðan sleit hann fundi skyndi- lega og minntist ekki meira á þá menn sem hann hafði sagt að væru eftir á mælendaskrá. | Þannig endaði þessi fundur, sem varð NATO-sinnum til | hinnar mestu smánar. Tilraun Péturs Benediktssonat til að ! nota Stúdentafélagið til að út- breiða kenningar afturhalds- , sinnanna ‘í NATO mistókst herfilega. ísl. menntamenn sýndu að þeir vilja ekki, frek- ar en aðrir Islendingar, hlýða boðskap Atlanzhafsbandalags- ins, sem bakað hefur þjóðinni smán og skaða, og gert ísland að ákjósanlegu skotfæri í kjarn- orkustyrjöld. Fimmta franska lýðvaldið að hrynja? Framhald af 1. síðu. sem andvigir eru de Gaulle munu ekki treysta sér til að heyja kosningabaráttu eins og I mál horfa nú við í Frakklandi; þeir munu því heldur ta'ka þann kost að hleypa frum- varpinu gegnum þingið. Ótti þeirra er skiljanlegur. Ástandið er viðsjárvert. Ann- ars -vegar búa nú samtök al- mennings, félög stúdenta, kenn- ara og annarra mentamanna og verkalýðshreyfingin, sig undir stórfelldar mótmælaað- gerðir gegn stefnu de Gaulle í Alsírmálinu. Hins vegar er það á allra viðorði að hægriöfga- menn eru reiðubúnir að rísa gegn de Gaulle og velta honum með stuðningi hersins. Soustelle fer á kreik. Soustelle, sem á sínum tíma átti einn mestan þátt í að koma de Gaulle til valda en hrökklaðist úr stjórn hans vegna tengsla sinna við fas- istaöflin í Alsír, er kominn á kreik. 'Hann hélt fund með ^blaðamönnum í gær og boðaði j stofnun samtaka um allt land til að tryggja algera innlimun Alsír í Frakkland. Hann sagði að stefna eða öllu heldur stefnuleysi de Gaulle í Alsír- Síian „viðreisninu Framhald af 12. síðu. tals 753,6 milljónum króna og munu þó vart öll kurl komin til grafar, þar eð vörukaupa- skuldirnar eru t.d. miðaðar við 1. júlí í þessu yfirliti og auk þess óvíst, hvort skýrsl- an síðan er tæmandi, enda sagði Gylfi, að þetta væri að- eins það sem sér væri kunn- ugt um. Rétt er að geta þess hér, að þessar 753,6 millj. króna eru að sjálfsögðu ekki allt hrein skulda- aukning. Þannig gaf Gylfi þá yfirlýsingu, að yfirdráttarskuld- ir bankanna hefðu á þessu timabili lækkað um 442,6 millj. króna frá 23. febr. sl. án þess þó að gera nánari grein fyrir útreikningi þeirrar tölu. Var hann mjög hreykinn yfir þeirri lækkun og virtist mjög ánægður með ástandið yfirleitt, þótt töl- ur þær, er hann fór með sönn- uðu, að skuldir landsmanna er- lendis hefðu á þessum fáu „við- reisnar“mánuðum aukizt' um hundruð milljóna króna. málinu myndi aðeins leiða til þess að Frakkar glötuðu Alsír og þar yrði dreginn að hún hinn rauði fáni í stað hins þrí- lita. Banclaríkin svara cle Gaulle De Gaulle er þannig orðinn vinfár heima fyrir, en hann hefur einnig stuggað frá sér bandamönnum sínum í Atl- anzbandalaginu. I gær bárust fréttir af því að Bandaríkja- stjóm hefði nú ákveðið að svara fyrirætlunum hans um sjálfstæðan kjarnavígbúnað með því að láta Atlanzbanda- laginu í té kjarnavopn, en hingað til hafa Bandaríkjamenn verið með öllu ófáanlegir til að afsala sér einkayfirráðum yfir kjarnavopnum sínum. Vesturþýzka blaðið Ber Mif- tag, sem stendur nærri vest- urþýzku stjórninni, skýrði frá þessu í gær, en blaðið Frank- furter Allgemeine Zeitung stað- festi fréttina með viðtali við Franz-Josef Strauss landvarna- ráðherra, sem sagði að rétt væri frá hermt. Óformlegar viðræður hefðu þegar farið fram milli vesturveldanna um að fá herstjórn Atlanzbanda- lagsins 'kjarnavopn og myndi málið sennilegá rætt nánar á ráðherrafundi bandalágsins 'í desember. FAZ kunni einnig að skýra frá því að ósamkomulag hefði verið um þetta mál milli Hert- ers utanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Norstads, hins bandaríska yfirhershöfðingja NATO. Hefði Herter aðeins viljað láta flota Atlanzbanda- lagsins fá kjarnavopn, en Nor- stad að bæði floti, landher og flugher þess fengju þau, og myndi sjónarmið Norstads hafa orðið ofan á. fsland sat hjá í viðtali við Thor Thors sendi- herra sem flutt var í útvarpið staðfesti hann að Island^ hefði rofið samstöðu Norðurlandanna á allsherjarþingi SÞ þegar greidd voru atkvæði um aðild Kína að SÞ. Öll Norðurlönd nema ísland greiddu atkvæði með því að málið ýrði tekið fyrir á allsherjarþinginu, en fulltrúi íslands sat hjá. £ >2 Hh 'Tn / i i; í ILj-jJ Vinningur Fokheld íbúð í Stóragerði 8 að verðmæti kr. 180.000.00 Aukavinningur 1 5000.00 króna vöru- íjfr?® J§|^| úttekt fyrir næsta « 9 númer fyrir ofan og næsta númer fyrir Xpft ■» neðan vinningsnúmerið íbúðin |H| ^ mlÍÉ ilr ® ðil er um 93 fermetrar auk stigahúss, geymslu llk* ÍlÍÉiÍ og sameignar í þvotta- Hl? ® JliiP Hi ® húsi, reiðhjóla- og barna- vagnageymslu, göngum ||||8 < o.þ.h. í kjallara íbúðin er með vatns- WM& * geislahitalögn. m*i®m §11.® tiili Dregið 23. desember. Þjóðviljinn frestar ekki happdrætti. Miðinn kostar 20 krónur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.