Þjóðviljinn - 18.12.1960, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 18.12.1960, Blaðsíða 11
SunnudagT-ir 18. desember 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (ll Útvarpið 1 dag er sunnudagur 18. des- ember. — Gratianus. — Tungl í liásuðri kl. 12.32. —■ Nýtt tungl kl. 9.47 (jólatungl), tungl lægst á lofti. — Árdegisháflæði kl. 4.57. — Síðdegisháflæði ltl. 17.19. Naeturvarzla vikuna 10.—16. des. er í Reyk.iavíkuranóteki sími 1-17-60. ÍJTVARPIÐ f DAG: Xangholtssöfnuður: Barnasam- koma í safnaðanheimilinu kl. 10.30 f.h. Séra Árel.us Níelsson. Trestvígsla í Dómkirkjunni. Bisk- upinn vigir cand. theol. Jón Hnefil Aðalsteinsson til Eskifjarð- arprestakalls. Vígsluvottar: Séra Jakob Jónsson og séra Óskar J. Þorláksson. Kópavogssókn: Barnasamkoma ltl. 10.30 í félagsheimi'.i Kópavogs. Séra Gunnar Árnason. Háteigsprestakall: Jólasöngur í ihf itíðarsal Sjómannaskólans kl. 2. Barnasöngflokkur syngur und- ir stjórn Guðrúnar Þorsteinsdótt- ur. Allir velkomnir. Dómkirkjan: Prestvígsia kl. 10.30 :f.h. Jólaguðþjónusta fyrir börn kl. 2 síðdegis Séra Óska.r J. Þorláks- son. Barnasamkomaj í Tjarnarbíói fellur niður. Xaugarneskirkja. Jólasöngvar kl. 2 sd. Barnakórar úr Laugarnesskól- anum undir stjórn Kristjáns Sig- tryggssonar syngja. Séra Garðar Svavarsson. 8.30 Fjörleg músik í morgunsárið. 9.35 Morguntónleikar: Frá hátíð- artónleikum Sameinuðu þjóðanna 24. okt. s.l. 10.30 Prestsvígsla i Dómkirkjunni (Biskup Islands, hcrra Sigurbjörn Einarsson, víg- ir Jón Hnefil Aðalsteinsson cand. theol. til Eskifjarðarprestakalls. 13.10 Afmæliserindi útvarpsins um náttúru Islands; VIII: Vötn (Sig- urjón Rist vatnamælingamaður). 14.00 Endurvarp frá Danmörku: Jóiakveðjur til Grænlands. 15.15 Kaffitíminn. 15.45 Á bókamark’aðn- um. 17.30 Barnat mi (Anna Snorra- dóttir). a) Þrjú ævintýri um jóla- tréð: „Litia jóiatréð", „Grenitréð" og „Fyrsta jólatréð" (ffivar Kvar- an og Anna Snorradóttir lesa). b) Leikritið „Ævintýraeyjan"; III. þáttur. Leikstjóri: Steindór Hjör- leifsson. 20.00 Tónleika.r: Sónata fyrir fiðlu og píanó op. 45 eftir Grieg. 20.30 Spurt og spjallað í útvarpssa’: Þátttakendur: Krist- ján Friðriksson Lúðvig Hjálmars- son Runólfur Pétursson og Sig- urður H. Egilsson. Umræðustjóri: Sigurður Magnússon. 22.05 Dans- lög, valin af Heiðari Ástvaldssyni. 23.30 Dagskrárlok. títvarpið á mánudag: 8.00—10.00 Morgunútvarp. 13.15 Búna.ðarþáttur: Um búfræðirit (Agnar Guðnason ráðunautur). 13.30 „Við vinnuna.". 18.00 Utvarps- Trúlofanir saga barnanna: „Jólin koma". 20.00 Um daginn og veginn (Helgi Hallgrímsson). 20.20 Einsöngur: Guðmundur Guðjónsson syngur íslenzk lög; Fritz Weisshappel leikur undir á pianó. 20.40 Leik- húspistill (Sveinn Einarsson fil. kand.). 21.00 Tónleikar: Fiðlukon- sert op. 35 eftir Tjaikovsky. 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúkas". 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guðmundsson). 23.00 Dagsráriok. Hrímfaxi er væntan- legur til Reykjavíkur klukkan 15.50 í dag fr'.V, Hamborg, Kaup- mannahöfn og Osló. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar klukkan 8.30 : fyrramálið. Innan- landsflug: — 1 dag er áætlað að fijúga til Akureyrar og Vestm,- eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Hornafjarð- ar, Isafjarðar, Siglufjarðar og Vestmannaeyja. Laxá lestar á Faxafióahöfnum. Hva.ssafell er á Eski- firði. Fer þaðan til Rej'ðarfjarðar, Rúss- lands og Finnlands. fer væntaniega í dag frá Huil áleiðis til London, Rott- erdam og- Hamborgar. Jökulfeil kemur i dag til Hornafjarðar frá Hamborg. Dísarfell fór 16. þ.m. frái Rostock áleiðis til Reykja.vík- ur. Litlafell fer í dag frá Faxa- fióa til Noðurlandshafna Helga- fell fór 14. þ.m. frá Fáskrúðsfirði áleiðis til Riga. Hamrafell fór 9. þ.m. frá Reykjavík áleiðis til Bat- umj. Minningarspjöld Sjálfsbjargar, fé- lags fatlaðra, fást á eftirtöldum stöðum: Bókabúð ísafoldar, Aust- urstræti 8. Reykjavíkurapóteki, Verzi. Roða, Laugaveg 74, Bókav. Laugarnesveg 52, Holtsapótek, Langholtsveg 84, Garðsapóteki, Hólmgarði 34, Vesturbæjarapótek, Melhaga 20. Giftinqar Arnárfell Munið jólasöfnun Mæðrastyrks- nefndar. Munið bágstaddar mæður Og börn. Mæðrastyrksnefnd. Siysavarðstofan er opin allan sól- arhringinn. — Læknavörður L.R. er á sama stað kl. 18 til 8, sími 15030. Jólasöfnun Mæðrastyrksnefndar ér á Njálsgötu 3 opin frá kl. 10-6 daglega. Móttaká og' úthlutun fatnaðar er í Hótel Heklu opið kl. 2-6. Svifflug- maðurinn eitir Gustav Lindwald er bók íyrir djarfa drengi og hraustar telpur. Spennandi skaldsaga og með mörgum liósmyndum frá svifflugkeppnum' hér og erlendis. SVIFFLUGMAÐURINN i er jólabók æskufólks Bókaátgáfan FRÓÐÍ Skugginn og tindurinn ; EHr 26. DAGLJR til að vera óvinur allra í senn. Meðan Douglas drakk kveðju- glasið, sagði Dufíield honum, hvers vegna hann hefði ekki aftu.r gerzt kennari við sama menntaskólann eftir stríðið. Það var vegna nýja rektorsins. Plann var ekki nema þrjátíu og íveggja ára og uppblásinn hoisi. Douglas taldi víst að á- standið í skólanum hefði batn- að og svo tæmdi hann glasið sitt. Duffield sagði; „Mér var boðið rektorsembasttið nítján hundruð þrjátíu og niu, en ég afþakkaði og gekk í herinn- Þannig fær maður laun fyrir unnin störf." DoUglas hlustaði á hann dálítið óþolinmóður, en hugsaði með sér, að hann skildi núna, ' hver:s vegna Duífield hefði flutzt tij Jamaica. Hann haíði oft verið að veha því íyrir sér. „Við getitm svo sem eins 'íæmt flöskuna," sagði Duffield. ,,Ég held ég láti yður um það" „Jæja, þurfið þér að flýta wpp til hennar vinkonu okkar?" sagði hann og varð aftur str.'ðnislegur. „Ætli það myndi ekki valda hneyksli?" Hann kvaddi Duffield og gekk heim í húsið sitt. Tunglið var næstum fullt og hann sá stiginn eins og hádagur væri. Honum hafði ekki dottið í hug að far.a upp til hennar „vinkonu okkar" en nú fékk hann löngun til þess og um- hugsunin gerði hann órólegan og eftirvæntingarfullan. Hon- um fannst hann vera eins og skóladrengur sem var að bralla eitthvað óleyfilegt. Hann stanzaði þar sem stígurinn • skiptist, önnur leiðin lá að húsinu hans, hin yíir gras- Jjrekkuna upp að stóra húsinu. Hann titraði næstum, hann var með annarlega tilfinningu í maganum. Hann vissi ekki hvort hann óttaðist viðbrögð Júdýar, eða hvað aðrir myndu hugsa, ef til hans sæist, Hann þóttist viss um að hann myndi ana beint í flasið á Morgan eða konu hans, en þau bjuggu í stóra húsinu á sömu hæð og sjúkrastofan var. Hann leit á klukkuna. Klukkan var rúm- lega níu. Hann gæti ekki stanz- að í sjúkrastofunni. en hann g'æti spurt Júdý, hvort hún vildi ekkí skreppa yfir í húsið til hans og fá drykk. Henni leiddist; hann var sannfærður um að hún kæmi. Ef hún kæmi, myndi hann elska hana. Hann sá sjálfan sig gæla við hana, strjúka hárið frá enni hennar og hann sagði; Elsku Júdý, elsku jitla Júdý, þú komst eins og af himnum .... og svo fór hann aftur. að hugsa um að hann myndi- rekast á frú Morgan í ganginum og þar stæði hann eins og' glópur án þess að vita hvað gera skyldi. og frú Morgan færi inn til sín og ræddi hneykslið við mann- inn sinn. Og svo fór hann að hugsa um, að Júdý liærði sig alls ekkj um að vera elskuð og hann mundi að hún hafði sagt, að það stigi henni til höfuðs, og hann hélt að henni þætti samt ekkert að því, — og svo vissi hann ekki sitt rjúk- andi ráð, og hann stóð þarna við veg'amótin í tunglsljósinu og stundi og svitnaði, hikandi og ráðalaus. Hamingjan góða, aldrei gat íiann orðið fullorð- inn. Svona hafði hann staðið einu sinni fyrir Stríð, fyrir daga Carolinu og reynt að telja lcjark í sjálfan sig tii ,að heimsækja stúlku á gistiheim- ili og tæia hana. Við það tæki- færi hafði hann gert aivöru úr heimsókninni og hann haíði verið eins og lamaður af taugaóstyrk, — og' stúlkan, sem var nítián ára og sennileg'a jómfrú, hafði sagt að hún ætl- aði að Jeyfa sér að álíta að hann væri vitlaus. Hann hafði þó lært ýmislegt síðan og hann var ekkeijt ungbam lehgur. Hann vonaði að enginn sæi til hans þarna í tungjskininu, og hann þóttist vera að athuga blöðfn á einum runnanum. Nei, JikJega liafði hann ekki Jært mjög mikið. Hann virtist að minnsta kosti ekki hafa Jært., að skó’.akennari gat ekki í sjálfum skólanum verið með ástleilni vð kvenmann, sem hann var varla málkunnugur. Þessi rök höfðu þau áhrif ‘ á hann. að hann gekk burt frá runnanum og rölti niður stíg- inn að húsinu sínu. Óþægihd- in hurfu úr maganum. Ham- ■ ingjunni sé ]of fyrir skynsem- ina. skelfilegt axarskaft hafði hann verið að því kominn áð gera. Þ.egar hann kom inn til sín var hann dasaður eítir allt tvínónið; hann sótti sér glas og flösku af rommi og flösku af gini og settist í stól jíti á svalirnar. Hann vissi. að það var ekki slíynsemin sem hafði tekið af honum ráðin, heldur einskær heimóttarskapur. Áð kalja það skynsemi væri bragð sem Duffield gæti gripið til, að gera dyggð úr veikleika. En hann var ,að minnsta kosti feginn því núna að hann hafði ekki farið til Júdýar. Hann var hættur að þrá hana eins ákaft; og það var ekki líklegt að hún þráði hann. Ef til vill hefði hún ekki álitið hann vit- lausan. hún var ekki þannig gerð, en hún hefði sjálfsagt hlegið og' afþakkað gott boð. Hún hefði kannski sagt honum að hún væri enn ástfangin af Louis. Ekki svo að skilja, að hann héldi að það mvndi halda aftur af henni. Og þó. Það var aldrei að vita. Hann hellti ögn af rommi í glas handa sér, en svo bætti hann rommi í það, eins og til að sýna Duffield hvernig ætti að gera. Kvöldið var hlýtt; tunglsljósið varð skærara því hærra sem máninn komst á loft. Höfnin og sléttan lágu langt fyrir neðan hann. bö'ðuð hvítu. miskunnarl-ausu 'ljósi. Mjóa löðurrákin á Palisadoes var eins og rák eftir flugeld á Ijósmynd. Ljósin í King^ton glóðu eins og gular stjörnur á náfölri sléttunni. Hann mundi hvernig honum hafði liðið í Kingston Um morguninn. Hann mundi það greinilega, eins og hann væri enn þarna niðri, en hefði fengið leyfi til að stíga til himins og horfa á sjálfan sig frá sjónarhorni guðs — eða hann var eins og leikari, sem hafði. skilið eftir líkama sinn á si’iðinú meðan hann fór fram fyrir til að aðgæta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.