Þjóðviljinn - 24.03.1961, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.03.1961, Blaðsíða 4
'á) — ÞJÓÐVIL.JINN — FöStudagur 24. marz 1961 urvegari. Kæra stórveldin sig um svom stríð? Varla, en það gæti hafist af' misskilningi Hveit yrði hlutverk Kefla- víkurstöðvarinnar i þessari vitfirringu? Er hún ekki her- fræðilega úrelt ? Jú, að mestu, en Rússar yrðu að eyða á hana bombu. Hún tefur þá í að skjóta á sjálf Bandaríkin. Bandarísk- ir hernaðarsérfræðingar kalla slíkar stöðvar ,,segulstál fj'r- ir árásir“. Hvaða afleiðingar mundi vetnissprenging yfir Kefla- vikurflugvelli hafa ? Það fer eftir vindstöðunni. Þegar bezt léti, í austan eða norðaustan roki, mundi að- eins helm:ngur landsmanna iáta lífið strax. Hvað yrði um hina ? Þeir mundu veslast upp smámsaman úr geislunarsjúk- dómum, Afkomendur þeirra Geturðu þá veríð þekktur íyrír að gánga uppréttur? ' Til hvers er bandarískur Jier á Islandi? Til þess að vernda okkur fyrir árásum fjandsamlegra Iþjóða. Hvers vegna ráku þeir ekki Bretann úr lar.dhelginni á sínum tíma? Var það ekki vopnuð árás? 1 Jú, en Bretar eru vina- þjóð okkar. Ef Bretar eru vinaþjóð okkar hvaða þjóðir eru okkur fjandsamlegar ? Œtússar. 1 Hafa Rússar sýnt okkur ! fjandskap? Nei, en væri kaninn ekki í Keflavík, hernæmu þeir landið. Til hvers ? ■ Til þess að neyða uppá okk- ! ur kommúnisma. Myndu Rússar voga að 1 ráðast á hlutlaust ísland? Já. Hversvegna hafa Rússar iþá ekki ráðist á önnur hlut- laus ríki sem eru nær þeim ? Er þeim minni akkur í a’ð neyða kommúnisma uppá Finna og Svia? Nei, en þessar þjóðir hafa her og geta varið hendur sínar. Er sennilegt að þær gætu varið lönd sín fyrir herstyrk og eldflaugum Rússa? Nei. Það er óhugsar.di. Áf hverju hafa Rússar ekki neytt kommúnisma uppá þess- ar þjóðir? Ég veit það ekki, en Rússar myndu allavega hernema Is- land. ísland er svo hernað- arlega mikilvægt. Hvaða hernaðarlega þýð- íngu gæti ísland haft fyrir Rússa ? E-ldflaugar þeirra yrðu nokkrum mínútum fljótari til Samtalsþáttur eítsr Oag Siigurðsson Bandaríkjanna héðan. Gætu Rússar haldið landinu, ef þeir hernæmu það? Mur.di hernám þeirra ekki hrinda af stað styrjöld? Jú. 1 Hvað tæki hún langan tíma ? I mesta lagi einn dag. Gætu Rússar eytt tíma í að hernema ísland, ef þeir ætluðu að stofna til slíkrar styrjaldar? Hefðu þe;r ekki öðrum hnöppum að hneppa ? Jú. Hverjar yrðu afleiðingar heimsstyrjaldarinnar ? Tortímírig meirihluta jarð- arbúa. Stór landsvæði yrðu óbyggiieg 'I fleiri aldir. And- rúmsloftið yrði mettað ban- vær.iu helryki. Hvaða þjóð’r yrðu fyrir minnstu tjóni? Allar þjóðir yrðu fyrir miklu tjóni. Sumar tortímd- ust algjörlega. Fyrir minnstu tjóni yrðu að öllum líkind- um hitabeltisþjóðirnar, vegna uppstreymis í andrúmsloftinu, — og svo auðv:tað hlutlausu þjóðirnar. Hversvegna þær? Vegna þess að þær hafa eingar herstöðvar sem stór- veldin gætu talið sér fjand- samlegar eða hernaðarlega mikilvægar .fyrir óvininn. Er þá ek'ki sjálfsagt að ís- land lýsi yfir hlutleysi sinu og standi utanvið hernaðar- átök stórveldanna ? Nei. Það væri ódrengilegt af okkur að taka ekki þátt í samstarfi vestrænna þjóða. Hvað er samstarf vestrænna þjóða ? Atlanzhafsbandala gið. Hvað er Atlanzhafsbanda- lagið ? Hernaðarbandalag —- til varnar. Það er myrdað til að stemma stigu fyrir yfir- gángi Rássa. Hvernig ? Með vígbúnaði. Rússar ætla. sér að ráðast á vesturveldin. Herstyrkur og vígvélar At- lanzhafsbandalagsins hndra þá. v Eiga Rússar ekki lángdræg- ar eldflaugar sem þeir geta skotið hvert á jörðu sem vill? Jú. Eru til varnir við þeim ? Nei. Gagnárás væri eina svarið. Hver yrði sigurvegari í því str'iði? Ekki Rússar. (Bandaríkjamenn ? Nei. Það yrði enginn sig- myndu fæðast andvana og vanskapaðir. Fyrst tilgangurinr.' með herstöðinni er enginn annar en að bægja mestu hættunni frá bæjardyrum Bandaríkja- manra, er þá ekki kominn tími til að við losum okkur við herinn, göngum úr Atlanz- hafsbandalaginu, lýsum yfir ævarandi hlutleysi og leggj- um okkar litla lóð á vogar- skálina, ef takast mætti að þvínga stórveld’n til að af- vopnast og hætta háskaleg- um tilraunum með kjarn- orkuvopn ? Það er tjl lítils. Hlutlausu þjóðirnar eru svo veikar. Er það víst? Fer þeim ekki stöðugt fjölgandi? Hefur fylgí lilutleysisstefnunrar nokkurn- tíma verið me:ra í heiminum en nú? Nei. Þetta er alveg rétt. Þetta er alltsaman rétt. Málið er bara ekki. svona einfalt. Þú gleymir að taka eitt með ‘i reikninginn: Við græðum svo mikið á kananum. Græðum við, ég og þú, svo mikið á hernum ? Ert þú i hermánginu ? Nei, en livað um banda- rísku lárón? Við komumst ekki af án þeirra. Væri ok'kur ekki sæmra að byggja upp íslenzku atvinnu- vegina í stað þess að lifa á sníkjum og betli og verða ófærir um að sjá okkur far- borða Öðruvísi? Á ekki Is- land, samkvæmt áliti sérfræð- Gegn falsrökum ínga að geta brauðfætt millj- ónir? Heldurðu að það i'jölgi slík býsn lijá okkur í bráð? Nei, en ég vil nú hafa herinn samt. Hversvegna ? Kommúnistar eru á móti honum. Ég get ekki verið þekktur fyrir að \dnna með kommúrástum. Ég verð kall- aður laumukommi, handbendi Rússa eða nytsamur sakleys- íngi. Ef þú getur ekki verið þekktur fyrir að styðja gott málefni, af þv'I að kommún- istar styðja það, geturðu þá verið þekktur fyrir að éta og draga andann eins og komm- únistar? Heyrðu annars: Get- urðu verið þekktur fyrir að gánga uppréttur. Mean og dýr Það kennir margra grasa í kvikmyndunum sem Ósvald Knudsen sýn- ir um þessar mundir. Hér eru sýnjs horn úr hverri um sig. I horninu efst til vinstri matar fugl unga sína, þax á móti er sr. Friðrilt heitinn Friðriksson, í neðra liorni til vinstri stendur meistári Þórbergur berhöfðaður að vanda og gegnt lionum er refa- skytta. I miðið er svo grænlenzk blómarós. Myndirnar sýnir Ósvald í kvöld kluklian sjö í Gamla bíói. Verkamaður við Skúlagötu heíur orðið — börnin okkar og Eistlendingurinn — reikull maður styður sig við gafl — sunnudagsbuxur á labbakút — þeir sem drepa þorsk. nssEsæ**a«BHaíE!a*HBaHaMHMaEBH*0œsaa»síHHBaaœHBSEs Griffill skrifar eftirfar- andi: Margt í þessum blöðum fer fyrir ofan garð og neðan hjá mér og minum og alls- komar fcollaleggingar koma okkur alþýðufólki lítið við. Hinsvegar er gott að eiga svona þátt, sem heggur beint inn í okkar hring og lifir okkar lífi. Ég er kanrjski það gamall í ‘hettunni að virða helgi dapurra stunda í lífi ein- staklinga og þjóðar. En mig setti hljóðan, eftir þessar aðfarir ráða- manna í landhelgismálinu. Og þegar ég heyrði fólk tala um mál Eistlendingsins núna þessa dagana, varð mér eins og sumum öðrum fyrst og fremst hugsað til bamanna hans og konunnar heima. Suma skiptir það engu máli, þó sagt sé, að maðurinn sjálfur liafi leikið sér að lífi og tilfinningum fjölda .fólks út ‘í heimi, kval- ið það og deytt. Verið varg- ur í véum gagnvart manr.i- legum tilfinningum og skilið eftir sollin sár. Þegar lítil böm eiga bágt uppi í Hlíðum eða á Freyju- götunni, þá stöndum við með þeim. Langar til þess að gerast vemdarar þeirra á götunni í ójöfnum leik. Köfum óhreiiium höndum niður í litla buddu og kaup- um handa þeim nammi — namm í búðinni meðan ein- hverjir peningar eru til. Svona er okkar fólk. En okkar fólk veit lika um fleiri börn, sem eiga bágt, en bömin ‘I Hlíðunum eða á Freyjugötunni. Ég átti leið um Lauga- veginn seint um kvöld um síðustu helgi. Það er ekki langt þar frá, sem Morgun- blaðir blaktir í glugga frá rismáli til sólarlags. Stend- ur þar við hús eitt maður reikull í spori og styður sig við gaflinin. Hann syngur við raust meðan hann pissar utan í hrölegan glugga nið- ur við stéttina. Síðan eigr- ar hann áfram og hefur gleymt að loka. En innan við gluggann sefur lítið bam og andar að sér loftinu, sem berst að utarj. öðru hvoru umlar það í svefninum og hóstar í sængina sína, og mamma ætlar að breyta gömlum frakka 'I sunnu- dagsbuxur á labbakút, þeg- ar hann stækkar. Þetta er fölt og fallegt. barn, þegar það brosir og líka þegar það hóstar. Róninn fyrir utan eigrar um bæinn og þaraa er gatan, sem bíður þess að það stækki. Og í sjopp- urm fyrir hatidan hangir Morgunblaðið í glugga frá rismáli til sólarlags. En okkar fó'k veit um þessi foörn, þó að aldrei komi mynd af þeim í blöðunum með pabba sínum, sem að- eins drepur þorsk. Og folessað veðrið er gott og indælt að vinna úti þessa daga. Og foráðum kemur gróðinn fyrir okkar fólk. H H ■ isai!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.