Þjóðviljinn - 14.06.1961, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 14.06.1961, Blaðsíða 10
ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. jun'i 1961 Við œskjum vináHu við íslendinga Framhald af 7. síðu. ■varðar uppskeruhorfur á J'ossu ári, er það að segja, eð vér búumst við mestu nppskeru, sem fengizl hefur vm mörg undanfarin ár. Þetta er vissulega að mörgu leyti undir veðrátlu komið, en vér vonum, að hún bregð- ist ekki. Sovétþjóðin framkvæmir nú með ágætum árangri sjö ára áætlun þá um þróun þjóðar- búskaparins á tímabilinu 1959—1965, þar sem gerl er ráð fyrir tvöföldun iðnaðar- framleiðslunnar. Verkefni fyrsla og annars árs sjö ára Lrmabilsins voru framkvæmd á undan áætlun. Jtr Bætt lífskjör c I landi voru er alll. gert, sem unnt er, til að létta lík- amlegu erfiði af mönnum. 1 þeim tilgangi flýtum vér sem inest upplöku sjálfvirkrar lækni, skiptum á gömlum ’vélum og nýjum og aukum vélvæðingu framleiðslunnar, svo að sovézkum þegnum raegi veitast meiri tími til að fullnægja á allan há’tt líkam- legum og andlegum þörfum sínum. Frá árinu 1960 er í gildi 7—6 stunda vinnudagur fyrir alla verkamenn og starfs- raenn. Innan skamms verður stytzti vinnudagur í heimi kominn á í Sovétrikjunum á- samt beztu lífskjörum al- raennings. Samþykkt hafa iverið lög um afnám skatla á verkamenn og etarfsmenn. Verið er að framkvæma geysimikla áætlun um íbúða- ‘byggingar. íbúðarhúsnæði, sem komið hefur verið upp I borgum og bæjum á síðast- liðnum tveim árum einungis, er að flatarmáli rúmlega 165 railljónir fermetra, og er hér um að ræða 4 milljónir og •300 þúsundir íbúða. Miklar framfarir hafa orð- -ið með sovétþjóðinni á sviði alþýðumenntunar, vísinda og raenningar. í Rússlandi keis- aranna var ekki um það að ræða, að verkamenn nytu raiðskólamenntunar, hvað þá tliáskólanáms. En nú eru 40 af hundraði sovézkra verka- raanna miðskóla- eða há- tskólagengnir. 'I þessu kemur •vel fram þróunin í þá átt að afnema hinn mikla mun and- legrar og líkamlegrar vinnu, sem nú er að gerast í landi voru. Menntunaráhugi er elíkur, að segja má ýkju- 'laust. að hjá oss sé öll þjóð- in við einhverskonar nám. Geiitirannsóknir Það er því að sjálfsögðu engin tilviljun, að hið sósi- alska ráðstjórnarríki hefur orðið fyrist allra larlia í raannkynssögunni til að senda gervihnött á braut umhverfis jörð og sól, senda ske.yti til tunglsins og ljósmynda þá ■hlið þess, er frá jörðu veit og vér höfum aldrei áður séð, senda geimrannsóknarstöð í átt til Venusar og síðast en ekki sízt að framkvæma mesta afrek nútímans, eem sé að senda hið fyrsta mannaða geimskip í sögu jarðarinnar á braut umhverfis hnöttinn, þar sem var geimfarið ,,Austri“ (Vostok). Þjóð vor framkvæmir boð- orð V. I. Lenins, slofnanda ráðst jórnarrikisins, sem ætið hélt því fram, að alþýðan sjálf ætti að stjórna ríkinu. Stjórnarskrá lands vors veit- ir þegnunum margvísleg rélt- indi án greiningar þjóðernis, þjóðkyns eða trúarbragða. í öllum sl jcrnarstofnunum, allt frá héraðsráðum til hinn- ar æðslu löggjafarstofnunar, Æðstaráðs, eru fulltrúar allra þjóðfélagsstétta, það er að segja, verkamenn, bændur og menntamenn. Af 1378 full- trúum í Æðstaráði eru t.d.' 44,6% verkamenn og bændur, starfandi í iðnaði og land- búnaði. I ráðinu eru fulltrú- ar allra stórra og smárra þjóða og þjóðarbrota lan’s- ins. 26% þjóðþingsful’trúa eru konitr. Þessar framfarir hinnar sovézku þjóðar hefðu ekki getað átt sér stað án algers og endanlegs afnáms kúgun- ar manns á manni, án af- náms allra tálmana á vegi efnahags- og menningarþró- unar landsins, sem slefnir ^að alhliða blómgun gáfna og hæfileika mannsins. Hinum frjátsu starfsmönnum hins sósíalska þjóðfélags er tryggður aðgangur að þekk- ingu og menningu, og þeir vila, að þeir eru að vinna að hagsæld a’lrar heildarinnar, það er að segia, hagsæld sjálfra sín. iEn það er auð- ski-lið, kæru vinir, að til’þess að geta lokið öllum hinum geysimiklu áætlunum um framkvæmd kcmmúnismans þörfnumst vér friðar, og fyr- ir honum heyjum vér cinnig ósleitilega baráttu. Friðarsiarfið Sovétrlkin gera allt, sem þau megna, til þess að bundinn megi verða endir á vigbúnað. ‘ Fyrir Sameinuðu þjóðirnar hefur ráðstjórnin lagt tillögu um almenna og algera af- vopnun undir ströngu al- þjóðaeftirliti. En engin jákvæð lausn af- vopnunarvandamálsins tókst, hvorki á tímabilinu milli XIV. og XV. Allsherjarþingsins né lieldur á XV. Allsherjarþing- inu sjálfu. En þetta er ekki sök Sovétríkjanna. Eins og kunnugt er, voru af hálfu vesturveldanna lagð- ar fram nokkrar ályktunartil- lögur um afvopnun á XV. Allsherjarþjnginu, en í þeim tillögum var satt að segja ekkert sagt um raunverulega afvopnun. I þeim var ekki orð um nauðsyn algers banns við kjarnorkuvopnum og öðrum gereyðingartækjum, né um afnám henstöðva í ann- arra þjóða löndum. Hins veg- ar kom það fram í ályktun- artillögum þessum, að höf- undar þeirra vi’du lauma inn eftirliti með vopnabúnaði í staðinn fyrir eftirliti með afvopnun, en slíkt hefði alls ekki orðið til þass að draga úr styrjaldarhættunni. Með tilliti þess ástands, að því er varðar lausn afvopn- unarvándamálsins, er skap- aðist í siðari hluta XV. Alls- herjarþingsins, samþykkti ráðstjórnin eftir samkomu- lagi við Bandaríkjastjórn að fresla umræðum um þetfa mál. Jafnframt varð að sam- komulagi, að í sumar skyldu fara fram afvopnunarumræð- ur mi!li ríkisstjórna Sovét- ríkjanna og Bandaríkjanna, Að sjálfsögðu mun sovét- stjórnin í viðræðum þessum gera alli sem í hennar valdi stendur, til þess að jákvæður árangur megi takast. En mik- ið mun að vísu verða komið undir afstöðu hins aðiljans. Góðviljaðir menn í öllum löndum eru með fullum rétti þe:rrar skoðunar, að fundur leiðioga tveggja stærstu rikja i heiminum, sem fram fór í Vínarborg nýlega, ælti að geta verið heppilegt upphaf að viðleitni til að bæla sam- komulag í a’þjóðamálum og skapa andrúmslofi trausts og samstarfs mi’.Ii ríkja. Og nú veltur mikið á því, að leið- togar allra ríkja, bæði stórra og smárra, geri allt, sem í þeirra valdi sterdur, til að hreinsa hið alþjóðlega and- rúmsloft, og að sjálfsögðu skyldu þeir varast allt það, er orðið gæti til að auka við- sjár í alþjóðamálum. Stór- vsldin bera að vísu aðalá- byrgðina um varðveizlu friðar og sátta. En það er skoðitn vor, að smáríki geti líka gert ýmislegt til að stuðla að varðveizlu heims- friðarins. Að lokum vildi ég mega láta í ljósi þá von, að vin- samleg tengsl þjóða vorra megi þróast og eflast, að menningarsambönd íslands og Sovétríkjanna megi þró- ast til heilla bæði sovézku óg íslenzku þjóðinni og til styrktar heimsfriðinum. Leyfið mér að óska yður kæru vinir, og félagi yðar gó's, árangurs í yoar göfugu starfsemi. Þöltk fyrir athygli yðar. Landsf undurin Framhald af 3. síðu. Reykhólum, Barð., Ásg. Hösk- uldsson, póstmaður, Reykjavík, Páll Bergþórsson, veðurfræð- ingur, Rvik og Drífa Viðar, frú, Rvík. 5. Allsherjarnefnd: Kjartan Ólafsson, Reykja- vík, • Björgvin Salómonsson, Mýrdal, Haraldur Henrýsson, stud. jur., Rvík, Sigurjón Ein- arsson, kennari, Elimar Tóm- asson, skólastjóri, Grafarnesi, Snæf., Björn Guðmundsson, forstj., Rvík og Ása Otlesen, frú Rvík. Að loknum nefndarkosning- um flutti Einar Bragi fram- sögu um baráttu samtakanna fyrir hlutleysi Is’ands í hern- aði, lýsli tillögu til ályktunar í málinu og reifaði greinargerð fyrir henni. Gils Guðmundsson hafði framsögu um ný viðho/f í her- námsmá'unum og lýst; tillögu til ályktunar um þau efni. Ragnar Arnalds flutti fram- söguræðu um næstu verkefni samtakanna. Valborg Bents- íþróttir Framhald af 9. síðu. til þessa: Fram — KR 4:1, Val- ur — Þróttur 3:Q. Fram —- Val- ur 2:0. Víkingur — KR 1:0, Val- ur >— KR 1:0 og Víkingur — Þróttur 4:0. í 5. ,11. B er Fram efst með 6 stig eftir þrjá leiki, KR 3 st. eftir þrjá leiki, Fram C 1 stig eftir tvo leiki, Valur 1 stig eftir þrjá leiki og Víkingur 1 stig eftir einn leik. Úrslit leikja þar tl þessa: Fram — KR 4:1, KR — Víkingur 1:1, Fram — Valur 3:0, Fram C — Valitr 1:1. Fram — Fram C 2:0 og KR — Valur 3:0. Mótinu lýkur 1. júlí og mun íþróttasíqan segja frá endan- legum úrslitum þess siðar. H. Friðí má semlíkja við hjónabandið Framhald af 6. síðu. íngs hér á landi á sögujegum forsendum sem ollu rússnesku byltingunni og þekkíng á þeim framförum sern siglt hafa i kjölfar byltíngarinnar og ef- tilvill aldrei verið jafnhrað- skreiðar og hin síðustu misseri. Augljósar staðreyndir um framfarir á mörgum sviðum þjócVfJins í Ráðstjórnari'ikji- um hljóta að afla þessu mikla ríki virðíngar og viðurkenn- íngar jafnvel þeirra manna í öðrum löndum sem vantrúað- astir voru á framkvæmd sósí- alisma í Ráðstjórnarríkjum, eða jafnvel neituðu því að sósíalismi væri fær um að flytja þessum þjóðum velmeg- un og hanhngju. Þó mart sé ólíkt með þessum tveim ríkj- Um, íslandi og Ráðstjórnar- ríkjum, hinu stærsta í Evrópu og hinu minsta, þá vftum við að vinátta sem eflist af per- sónulegum samfundum milli ráðamanna og ríkisstjórna í þessum löndum getur aldrei orðið annað en jákvæður þátt- ur i friðgerð heimsins. MÍR er fátækt félag og vér erum þess ekki umkomnir að halda svo göfugum gesti sem frú Fúrtsévu þá veislu sem hún verðskuldar. En ekki er af þeim sökum ánægju vor MÍR- félaga minni að sjá Fúrtsévu á meðal vor eða þakkir -vorar síður hjartanlegar fyrir að mega sitja hér ásanit henni þessa kvöldstund. Vér viljum einnig nota tækifærið til að láta í Ijósi gleði vora yfir hinu vinsamlega sambandi sem stofnað hefur verið til með persónulegum kynnum milli rikisstjórnar íslands og rikis- stjórnar Ráðstjórnarríkjanna. Vér berum fram óskir vorar um að þessi kynni mættu ekki niður falla, heldur aukast og bera ávöxt báðum þjóðum til heilla. Vér litum á nærveru yðar hér, kæra frú Fúrtséva, sem forboða betri tíma. dóttir hafði framsögu um sum- arstarfið. Er lokið var fram- sögum, hófusl almennar um- ræður, er stóðu allan laugar- daginn fram á kvöld. Til máls tóku: Páll Eergþórsson, Jón Böðvarsson kennari, Kópavogi, Björn Þorsteinsson, Kjarlan Ólafsscn, Magnús Kjartansson, Páll Methúsalemsson, Þórarinn Haraldsson, Þorvarður Örnólfs- son, Sigríður Sæland, ljósmóð- ir, Hafnarfirði, Gunnar Bene- diklsson, Hal’dór Ólafsson, Elimar Tómasson, Páll Sig- björnsson, héraðsráðunautur, Egilsstöðum, Hlöðver Sigurðs- son og framsögumenn allir. Á laugardagskvöld og fyrir há- degi á sunnudag voru fundir í nefndum. en kl. 14 á sunnu- dag var landsfunclur settur á ný. Skiluðu þá nefndir áliti og voru öll mál afgreic’d sam- hljóða að loknum ýtarlegum umræðum. Um kl. 18 var fundi frestað, en settur að nýju í Vathöll á Þingvöllum um kl. 21.30. Voru þar fluttar margar ræður yfir borðum, sungnir ættjarðar- söngvar, og ung stúlka, Sigur- veig Hanna Eiríksdóttir úr Hafnarfirði, flutti skörulegt kvæði, er ort hafði verið í til- efni Keflavikurgöngunnar síð- ustu. Um miðnætti sleit fund- arstjóri fundi og árnaði fund- armönnum góðrar heimferðar, en Eiríkur Pálsson, skattstjóri, þakkaði fundarstjórum dg öðr- um starfsmönnum góð störf og bað menn hylla fcsturjörðina með ferföldu húrrahrópi. Vörusala Kaup- félags Héraðsbua 24 millj. 1960 Reyðarfirði 12/6 — Aðalfund- ur Kaupfélags Héraðshúa, sá 52. í röðinni var haldinn hér á Reyðarfirði dagana 8. og 9. jún:. Fundinn sátu 43 fulltrú- ar, auk stjórnar og fram- kvæmdastjóra. Vörusala félagsins nam 24 millj. króna á sl. ári og varð tekjuafgangur 92,8 þús. Bætti félagið hag sinn út á við, en samdráttur varð í fjárfestingu, Haldið var áfram byggingu sláturhúss að Fossvöllum og endurbætur gerðar á mjólkur- stöðinni á Egilsstöðum. Byggja á korngeymslu og húsnæði þar sem aðstaða verður til þurrk- unar og mölunar! Byggt verður við hraðfrystihúsið á Reyðar- firði í samvinnu við Búnaðar- félag Austurlands og verður viðbyggingin ætluð til beina- vinnslu og í framleiðslu. Þorsteinn Jónsson fram- kvæmdastjóri kaupfél. hættir störfum um næstu áramót en við mun taka Björn Stefáns- son kaupfélagsstjóri á Siglu- firði. w ' Innilegar þakkir til allra þeirra, sem færðu mér gjafir eða á annan hátt sýndu mér vináttu og virðingu á sjötugsafmæli mír.ai. Guðmundur Vilhjálmsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.