Þjóðviljinn - 09.09.1961, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.09.1961, Blaðsíða 3
■»mw»wnTflinB!n>n icni.wnticrMiri»13*aarcrf 1*HiwwtfK BL UT w. ie« m. xr r« xj. ©. /»>. */?. I § K £ & Uj S ^ * ts: £ o .1 if 1 í I Vt :a c -S: I -«i § K 2 $ K. ^ VI * UJ I < § ^ ^ s ^ ^ t, Cir •o <SS ^ 55 % § t ^ s* ^ ~k Hér birtist niðurstaðan af fyrsta skiladeginum í Reykja- vík, en hann var á miðvikudag- inn. Eins og línuritið ber með sér, er áranguHnn allmisjafn. ★ Hverri deild hefur verið ákvarðað visst takmark, sem miðast við stærð deildarinnar og svæðis þess, sem hún starf- ar á. Punktafletirnir sýna hve mikið af miðum er komið til þeirra, scm ætla að reyna að selja eða kaupa þá. Svarti flöt- urinn sýnir live stórum hluta af þessu hefur verið skilað í peningum til happdrættisins. ★ Bezti árangurinn í dreif- ingu miða er hjá XIV. deild (Suðurlandsbraut), en hún er fámenn en hefur á að skipa á-1 hugasömum sölumönnum. Næst í röðinni er Lækjadeild, og hef- ur liún skilað mestu fé. ★ í sumum deildunum fór fyrst fram verkaskipting á deildarfundum sl. mánudag, og ei'u þær því óeðlilega lágar að þessu sinni, en munu hafa full- an hug á að rétta sinn hlut. Næsti skiladagur verður svo eftir rúma viku og verður þá nánar auglýstur. Skipulagssjóður kaupstaða og kauptúna sé stoínaður ® Tekna til hans sé m.a. aflað með verð- hækkunarskatti á fasteignir, sem hækka í verði vegna skipulagsbreytinga máls þegar Á bæjarstjórnarfundi í fyrrad. fluttu bæjarfulltrú- ar Alþýðubandalagsins svo- hljóðandi tillög'u um stofn- un skipuiagssjóðs í kaup- stöðum og kauptúnum: „Bæjarstjórnin ákveður að beita sér fyrir því, að sett verði lög um stofnun skipulagssjóðs í kaupstöðum cg kauptúnum, cr hafi það hlutverk að greiða kaupverð fasteigna, er bæjar- stjórn kaupir, til þess að skipu- Iagsbreytingu verði komið í framkvæmd, og verði sjóðum þessum m.a. aflað tekna með því að leggja verðhækkunarskatta á allar þær fasteignir, sem hækka í verði vcgna skipulagsbreyt- inga. Felur bæjarstjórnin bæj- arráði og borgarstjóra að vinna að því, að þinginenn Reykjavík- ur beiti sér fyrir framgangi þessa máls þegar á næsta þingi“. Guðmundur Vigfússon fylgdi tillögunni úr hlaði og benti á að hér væri ekki hreyft nýrri hug- mynd. Fulltrúar sósíalista og Alþýðubandalagsins í bæjar- stjórn Reykjavíkur hefðu flutt samskonar tillögur tvisvar eða þrisvar áðui', en í öll skiptin hefði íhaldsmeirihlutinn snúizt gegn sambykkt þeirra. Hefðu höfuðrök íhaldsins jafnan verið þau, að samþykkt tillögu sem þessarar þýddi skerðingu á eignaréttinum og gróðafrelsi auðfélaga. Guðmundur benti á að skipu- lagsbreytingar hefðu alla jafna í för með sér hækkun á verði ýmissa lóða í bænum, einkum í miðbænum gamla, og mæltu engin frambærileg rök gegn því að þeir sem á þann hátt högn- uðust legðu eitthvað af mörkum. 1 því sambandi minnti ræðu- maður á kaup Seðlabankans á lóðinni í Lækjargötu og sagði að þau ættu eftir, í náinni framtíð, að valda bæjarsjóði gífurlegu tjóni, -svo mjög myndu kaupin hækka allt lóðaverð í miðbænum. Að loknum umræðum var samþykkt, með 9 íhaldsatkvæð- um gegn 5 að vísa tillögunni til bæjarráðs. Bikarkeppni í dag fer fram næst síðasti leikurinn í forkeppni Bikar- keppninnar. Leika Í.B.K. og 1‘róttur á Melavellinum og hefst leikurinn kl. 4. Síðasti leikurinn í forkeppn- inni verður um næstu helgi og leika þá Fram B og ísafjörður. Dregið verður um hina 4 leiki 1. umferðar á mánudag. Ardegis i dag verður lagt af stað í hina venjulegu haustferð Jöklarannsóknafél. á Vatnajök- ul. Liðin eru nú 25 ár síðan mælingar hófust fyrst á jöklin- um, en það var sumarið 1936 sköinmu eftir stofnun Jökia- rannsóknarfélagsins sem varð 25 ára í vor sein leið. Atta manns verða með i haust- ferðinni nú og verður farið að Gr'msvötnum í tveim snjóbíl- um. Áætlað er að leiðangurinn taki um viku, komið heim um næstu helgi. Fararstjóri er Sig- urður Þórarinsson jarðfræðing- ur og meðal leiðangursmanna er gestur Jöklarannsóknarfélags- ins, Svíinn Valter Sch.vtt. Þeir Sigurður Þórarinsson og Jón Eyþórsson skýrðu frétta- mönnum frá þessu í gær og kynntu þá jafnframt fyrir Valt- er Schytt sem er þekktur vís- indamaður á sviði jöklanann- sókna, ekki aðeins í Svíþjóð hejdur um allan heim. Heldur fyrirlestur. Valter Schytt hefur fengizt við jöklarannsóknir víða í heimalandi sínu og utan þess, m.a. stjórnaði hann jöklarann- sóknum í sænsk brezka leið- angrinum á Suðurheimskauts- landinu 1949—1952 sem þá var mesti leiðangur sem þangað hafði verið farinn. Þá hefur hann verið við rannsóknir á Thuie á Grænlandi, Kanada og Spitzbergen. Hingað hefur hann komið einu sinni áður, árið 1948, þá með sænskum stúdent- um. Valter Schytt er forstj. jökla- rannsóknarstöðvarinnar Taríala í Lapplandi. sem talin er sú bezta sem nú er rekin, og pró- fessor við Stokkhólmsháskóla. Fyrirhugað er að Schytt haldi fyrirlestur með skuggamyndum á vegum Jöklarannsóknafélags- ins þann 17. eða 18. þ.m. um jöklasvæðin á suður- og norður- skautinu. Sigurður sagði að Jöklarann- sóknafélagið hefði aðallega feng- Framhald á 10. siðu. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum ■ hélt fund sl. þriðjudag og samþykkti þá ein- róma eítíríarandi ályktun; „Fundur Fulltrúaráðs verka- lýðsfélaganna í Vestmannaeyj- um, haldinn þriðjudaginn 5. september 1961 fordæmir harð- ÍQ£a hina tilefnislausu gengis- lækkun rikisstjórnarinnar, sem ekki er hægt að skiljia öðruvísi en sem hefndarráðstöfun í garð verkalýðsfélaganna og tilraun til að ónýta réttinn til frjálsra samninga um kaup og kjör Verkafólks. Þá mótmælir fulltrúaráðið af- námi verðlagseftirlits á nauð- synjavörum. Að lokum beinir fulltrúaráðið því til stjórnar Alþýðusambands íslands og væntanlegrar for- mannaráðstéfnu, að athuga vel alJar tiltækar leiðir til þess, að hrinda þessari árás á lifskjör fólksins, með samræmdum að- gerðum verkalýðssamtakanna um land allt.“ væntur liðsauki Samtök hemámsandstæð- inga hafa sent frá sér álykt- un í tilefni af hinum hrika- legu átökúm stórveldánna. Þar er lögð áherzla á það að ,',öll ríki heims semji um af- vopnun, eyðileggi öll kjarn- orkuvopn, leysi upp he?nað- arbandalög, leggi niður her- stöðvar og uppræti nýlendu- stefnuna að fullu.“ Samtökin mótmæltu sérstaklega öllum tilraunum með kjarnorku- vopn og skoruðu á lands- menn „að láta hin alvarlegu átök stórveldanna verða sér hvatningu til þess að fylkja sér um stefnu samtakanna og efla baráttu sina fyrir því að ísland taki upp hlutleysis- stefnu og vinni að sáttum og friði í heiminum.“ Alþýðublaðið hafði dögum saman krafizt þess með stór- letruðum fyrirsögnum á for- síðu að fá ,að heyra afstöðu samtakanna. En þegar blað- inu varð að kröfu sinni brá svo við að það fékkst ekki til þess að birta ályktunina. Hins vegar sagði það laus- lega frá henni á öftustu síðu sinni í gær og komst svo að orði; „í ályktuninni eru fyrst og fremst almenn orð um nauðsyn afvopnunar og frið- iar sem allir geta skrifað undir“. Er þetta í fyrsta skipti sem Alþýðublaðið tek- ur undir stefnu Samtaka her- námsandstæðinga og telur alla geta skrifað undir hana. Ber sannarlega að fagna þeim óvænta liðsauka. Ráð í 'tíma tekið Eins og menn hafa tekið eftir eru ritstjórar Morgun- blaðsins haldnir mjög alvar- legum og þrálátum ofsjónum, og er sjúkdómurinn í því fólginn að Rússar birtast þeim í öllum áttum, síldveiði- sjómenn verða að innrásar- her og íslenzk skip breytast í austræna kafbáta. Hafa menn miklar áhyggjur af á- standi ritstjóranna, ekki sízt þar sem þeir stunda vinnu sína í einu háreistasta húsi Reykjavíkur og áður er kunnugt að þessi sjúkdómur hefur jafnvel hrakið hermála- ráðherra Bandaríkjanna út um glugga. Sjúkdómur Morgunblaðs- manna er alltaf að ágerast, eins og marka má af því að þeir eru hættir að sjá það sem allir aðrir hafa fyrir augunum. Þannig verður þeim það stórfelld hneyksl- unarhella í gær að Þjóðvilj- inn hafi birt um það þriggja dálka fyrirsögn að Kennedy hafi fyrirskipað kjarnaspreng- ingar en blaðið hafi ekkert gert úr fyrirmælum sovét- stjórnarinnar um sama efni. Allir menn með eðlilega sjón vit.a þó að um ákvörðun sov- étstjórnarinnar birti Þjóð- viljinn einnig þriggja dálka fyrirsögn og meira að segja á sömu siðu og fréttina um fyrirmæli Bandaríkj astjórn- ar. Ástand Morgunblaðsmanna er þannig orðið mjög ískyggi- legt, Væri ekki ráð að setja sem skjótast stálgrindur fyr- ir alla glugga Morgunblaðs- hallarinnar? — Austri. Laugardagur 9. september 1961 — ÞJÓÐVILJINN i— (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.