Þjóðviljinn - 05.12.1961, Page 10

Þjóðviljinn - 05.12.1961, Page 10
Togaror með rafeindahella Sjálfvirkar veiðar \ Líkan af sjálfvirka 5000 lesta togaranum sem unnið er að í Sovétríkjunum. Undraskip framtíðarinnar ar án allra vana'.egra veiðar- færa. Mér dettur bví í hug að hér sé um einskonar eftir- líkingu á risahval að ræða, sem ætlað er bað hlutverk að gleypa fiskitorfurnar. Margt fleira á döfinni Fiskimálastjórinn segir enn, fremur að ný.iar gerðir verk- smiðjuskipa muni bráðlega koma fram í dagsljósið, að stærð 6—7 þúsund lestir. Á þessum skipum kemur fram sú nýjung, að þeim verður hægt að snúa svo að segja á punkti, þar sem bau verða búin vélknúinni skrúfu á sjálfu stýrinu. Þessi krúfa á að vera það kraftmikil að með henni einni á skipið að geta náð 3—4 mílna ferð. þó aðalvél skipsins sé stöðvuð. Þá munu rafstöðvar togar- anna taka miklum breyting- um, þar sem þær verða í framtíðinni að sjá miklum fjölda véla fyrir raforku. Þá gerir straumbreytifyrirkomu- lag rafkerfisins það mögulegt að hafa annan snúningshraða á skrúfu heldur en vél. Fiskimálastjóri Sovétríkj- anna Av. A. Júdintséff skrif- ar grein í Fiskaren, norska fiskveiðablaðið 8. nóv. s.l„ þar sem hann lýsir þróun fiskveiðanna í Sovétríkjunum og framtíðarverkefnum. Hann segir, að íiskifloti Sovétríkj- anna hafi á síðustu árum fengið mörg fullkomin verk- smiðjuskip. Á næstunni segir hann að koma muni fram nýjar teg- undir fiskiskipa, þar á meðal sjálfvirkir togarar. Þá upplýsir hann að unnið sé að slikum togara við Hafrannsókna- stofnunina í Leníngrad. Þetta er verksmiðjutogari 5000 lest- ir. Á skipi af bessari stærð segir hann að nú starfi ekki minna en 100 manns, en á hinum nýja togara er gert ráð fyrir að skipshöfnin nái ekki 20 manns, en það ^erða allt þjálfaðir fagmenn. Allri skipsstjórn, ásamt fiskileit og veiðum verður stjórnað frá rafeindaheila skipsins. Þegar lagt verður í veiðiferð á slíku skipi, til- kynnir skipstjórinn rafeinda- heilanum á hvaða mið skuli halda og síðan tekur vélin á móti uppiýsingum um vind- hraða, strauma, hugsanlega afdrift og útreiknaða stefnu. Þessar upplýsingar koma frá tækjum s'fem standa í sam- bandi við rafeindaheilann. Að fengnum þessum upplýs-í ingum, þá fara ýmsar hinna sjálfvirku véla skipsins í gang og togarinn lætur úr höfn og tekur strax rétta stefnu. Av. A. Júdintséff segir: — Vanaleg veiðiferð byrjar þannið að menn leita uppi fiskitorfurnar í djúpinu. í þessu tilfelli, þ.e.a.s. á tog- ara méð rafeindaheila, ganga tilkynningarnar frá tækjunum sem leita uppi fiskinn beint til rafeindaheilans, sem reikn- ar strax út í hvaða átt og með hve miklum hraða fiski- torfan fer. Síðan ákveður reikniheilinn á hvaða hátt sé haganlegast að taka torfuna, og samkvæmt því sendir hann fyrirskipun sína til hinnar sjálfvirku stýrisvélar sem á andartaki breytir stefnu eftir þörf. Á hinu rétta andartaki rennur «vo varpan sjálfvirkt fyrir borð, en um leið skipta aflvélar skipsins yfir á heppi- legasta toghraða. Á vörpunni eru nokkur ör- smá, sjálfvirk tæki sem senda strax upplýsingar begar varp- an nálgast fiskitorfuna. Þessi tæki segja nákvæmlega hvern- ig fiskitorfan hagar sér og hve djúot hún er. Þegar þess- ar uDplýsingar koma til raf- eindaheilans, þá reiknar hann strax hve langir vírar skuli notaðir til þess að varp- an hremmi fiskitorfuna þar sem hún er þéttust. Vitneskja berst stöðugt frá vörpunni um hvernig veiðin gengur, og þegar varpan fyllist þá draga hinar sjálfvirku vélar hana inn og losa fiskinn úr. En rafeindaheilinn reiknar strax út hvort það svarar kostnaði að kasta aftur á sama stað, og vélamar hlýða niðurstöð- um hans. Vinnsla aflans Þá segir fiskimálastjórinn að við vinnslu á aflanum þurfi í þessu tUfelli mjög litla líkamlega vinnu. Sjálf- virkar vélar taka að sér flokkun, slægingu, þvo.tt og vinnslu. Þetta gildir lika jafnt um pökkun og fryst- ingu sem mjöl- og lýsis- vinnslu. Hin líkamlega vinna verður aðallega fólgin í því að stilla hin margvíslegu sjálfvirku tæki og bað verða þrautþjálfaðir tæknifræðingar að gera. Hvað kostar undraskipið? Skipaverkfræðingarnir á- samt öðrum heim sérfræðing- um sem að þessu verkefni vinna hafa komizt að þeirri niðurstöðu að kostnaðarverð slíks togara. sé aðeins 30% hærra heldur en verksmiðju- togara af sömu stærð eins og nú eru smíðaðir. Hinsvegar muni slíkur sjálfvirkur togari hafa svo mikla yfirburði yf- ir hina, að verðmismunurinn vinnist upp á skömmum tíma. Þá segir forstjórinn, að vegna fullkomnara lags og meiri stöðugleika, ásamt óvanalegri hæð, þá megi reikna með að slíkur togari geti stundað veiðar, þegar önnur skip verða að hætta veiðum vegna veðurs. Kafbátur, sem gleypir torfur Svo heldur Av. A. Júdint- séff frásögn sinni áfram og segir að Hafrannsóknastofn- unin hafi fleira á prjónunum, þar á meðal kafbát til fisk- veiða í undirdjúpunum. Kaf- bátur þessi er hugsaður þann- ig, að hann á að stunda veið- Það verða byggð ný verk- smiðjuskip sem taka við veið- inni af togurunum. Togararn- ir munu ekki burfa að losa aflann um borð i verksmiðju- skipin, heldur verða notaðir til þess dráttarbátar, sem flytja vörpupokann með fisk- inum í til vinnsluskipsins. Á verksmiðjuskipunum verður fiskurinn flokkaður í vinnsl- una. Eitt flutningaband tekur við því sem er flakað, oe annað tekur á móti þeim afla sem er notaður í salt. Svc gengur úrgangurinn frá báð- um þessum vélum á flutnings- bandi beint í mjölvinnsluna. Hitt og þet-ta Hinn nýi þýzki hekktogari Múnchen (frá Cuxhaven) serr fór í veiðiferð 30. ágúst s.I. og stundaði síldveiðar. koir aftur í höfn í byrjun októ’ ber. Síldin var unnin urr borð, en að bví loknu 'sett i, Poka úr gerviefni sem síðar voru hraðfrystir. Togarinr lagði á land 50 þúsund slíkc poka. — (Úr Fiskets Gang). Samkvæmt grænlenzkum heimildum í blaðinu Atuagag- dliutit, sem endurprentaðar eru í Fiskets Gang, var fyrsta grænlenzka útgerðarhlutafé- lagið stofnað 21. febrúar 1960. Félagið hefur keypt fiskiskip- ið ,;Longva“ frá Álasundi og skírt það grænlenzka nafninu Kákortok. Hlutafélag þetta. hefur nú í hyggju að byggja fiskvinnslustöð við Munka- vík sem er stuttan spöl frá bænum Julianeháb. FISKIMÁL - Effir Jóhann J. E. Kúld ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 5. desember 1961 Nýjar bækur frá ísafold: Sveinbjörn Beinleinsson TRISTANSKÍMIÍR OG AB'RAR RÍMUR — eítir Sigurð Breiðf.jörð Sveinbjörn Beinteinsson ann- aðist útgáfuna. Þetta er fvrsta bindið af rimansafni Sigurðar Breið- fjörðs, en ætlunin er að gefa út á næstu 4—5 árum allar finnanlegar rímur Sigurðar Breiðfjörðs. Sveinbjörn Beih- teinsson mun skrifa athuga- semdir og skýringar með rím- unum, en Jóhann Briem list- málari' teiknar mvndir i hvert bindi. Þetta er bók bókamanna og annarra, sem áhuga hafa á braglist. Á það skal bent, að það voru Tristansrímur, sem urðu skot- spónn Jónasar Hallgrímssonar. Dr. Jón Gíslason ANTIGONA eftir Sófókles. Jón Gíslason þýddi úr frummálinu og ritar inmgang um þróun leiklistar. Þrír snillingar eru taldir hafa túlkað bezt anda þess tímabils í sögu Forn-Grikkja, sem glæsilegast var, 5. öldina fyrir Krist, en það voru: Fidias í myndlist, Períkles í stjórnmálum og Sófókles í skáldákap. — Jón Gíslason skrifar langan inngang um þróun leiklistar og bókinni fylgja auk þess fjölmargar myndir, sem flytja með sér nokkurn andblæ hinnar fornu menningar. sem snilldarverk- ið „Antigona11 er sprottið af. EINBÚINN í HIMALAJA eftir Paul Brunton. Þorsteinn Halldórsson þýddi. Einbúinn í Himalaia er frá- sögn af dvöl Pauls Bruntons í háfjöllum Himalaja, á tindi jarðar, þar sem einveran og hið stórkostlega umhverfi vekja fjölda ógleymanlegra innblásinna hugsana. Bókaverzlun ÍSAFOLDAR.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.