Þjóðviljinn - 11.01.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.01.1962, Blaðsíða 9
Átökin um áhugamannareglurmr Danir segja sig ur nor- samvinnunefndinni rœnu Fullfrúi Islands á mófi fillögu Dana í sunnudagsblaðinu var vik- ið nokkuð að áhugamannaregl- unum og hinum sívaxandi ósk- um og kröfum um greiðsiur til íþróttamanna, og þá sérstak- lega til þeirra sem lengst hafa náð. Um mörg undanfarin ár hafa átt sér stað mikil átök víða í löndum einmitt um mál þetta. Enn sem komið er hefur þó hinn ólympíski andi staðið mest í vegi fyrir því að þessu væri sleppt meira og minna lausu. Margir hugsjónamenn standa þó enn uppi gegn þeim sem vilja vega og meta þessa hluuti fyrst og fremst með „krónu- gleraugum“, og „setia kíkinn fyrir blinda augað“ þegar horfa skal á hugsjón íþróttanna. Á Norðurlöndum hafa oft orðið átök um mál þessi, en þó aldrei eins o.g á fundi nor- rænu rikisíþróttasambandanna sem fram fór í Osló 8.—9. sept. s.l., sem iauk með því að Dan- ir sögðu sig úr þeim samtök- um, vegna afstöðu hínna sam- bandanna til áhugamannamáls- ins. Aðalræðumaður Dana þar var Leo Fredreksen, sem hef- ur verið um langt skeið harður baráttumaður fyrir því að á- hugamannareglunum sé fylgt út í æsar. • Sameiginlegar reglur Á fundi þessum og áður munu hafa komið fram þær hugmyndir, að láta sérsam- böndin um þetta mál, sem í mörgum tilfellum þýddi það, að sleppa þessu svo að segja iausu. Þessu var danska sam- bandið algjörlega mótfallið, og bar fram eftirfarandi: Geta ríkisiþróttasamböndin þolað að 'fyrir viðurkennd og sönnuð brot á áhugamannareglunum, verði ekki refsað af sérsamböndun- um? Og bætir svo við til um- ræðu: ,,Siíkt ástand er ekki hægt að þola, og að Samstarfs- nefnd norrænu íþróttasamband- anna beri að taka málið upp við sérsamböndin, ef þar er brotið í bág við gildandi á- hugamannareglur Reglum varð- andi þetta, séu þær nú þegar ekki til, verði komið á á ölium Norðurlöndunum sem fyrst“. \ • „Hugsjónin mundi gjöreyðast“ fþróttasíðan hefur í höndum afrit a.f ræðu þeirri sem Leo Fredreksen flutti er hann rök- studdi mál sitt við þetta tæki- færi. Er margt þar í tíma talað, og fer ræðan hér á eft- ir í lauslegri þýðingu, nokkuð stytt: — Þegar vér Danir, báðum um að fá mál þetta á dag- skrána í dag, er ástæðan í rauninni mál Dan Waem, en það er ekki til þess að blanda oss inn í það mál. Vér lítum svo á, að það sé sænskt mál, og mál sem verður að útkljást innan alþjóða frjálsíþróttasam- bandsins og sænskra íþrótta- samtaka. Aftur á móti viljum vér helst ræða þetta mál a grund- velli meginreglu. Vér í Dan- mörku sjáum í þvi sem skeð hefur, eða heldur í því sem ekki er skeð í Svíþjóð, hættu fyrir grundvöllinn undir öllu voru íþróttastarfi. Enginn á samkomu þessari getur verið i vafa um að undirstaðan undir íþróttum vorum, sé að vinna að því að efla danskar áhuga- mannaíþróttir. Á efri myndinni er Gordon Pirie og á þeirri neðri Dan Waern, en þeir liafa- báðir verið mikið umtalaðir vegna at- vinaiumennsku í íþróttum. Vér gerum kröfur til íþrótta- manna um: einlægni, heiðar- leika, drengskap, félagslyndi og margt annað af siðgæðistoga spunnið. Vér gerum ráð fyrir að þessi áhrif, sem æskan verð- ur fyrir í íþróttafélögum og á iþróttavöllunum, miði að því, að hún myndi sér lífsskoðanir. þar sem þessar siðgæðiskröf- ur verði settar efst. Það er nóg til af gagnrýn- endum, Sem ekki ennþá eru á sama máli og vér um uppeldis- lega þýðingu íþróttanna. Mundu þeir ekki fá sterkan vind í seglin, þessir gagnrýn- endur, þegar það er viðurkennt af leiðtogum íþróttanna, að stöðug brot á settum reglum ættu sér stað, en -að ieiðtogar iþessir segðu að þeir vildu ekki dæma fyrir þessi brot, vegna þess „að það eru svo margir aðrir sem lika brjóta reglurn- ar“! Slík skoðun er ekki aðeins laus við siðgæði, hún er líha órökræn, og stríðir á móti al- mennum réttarreglum, og þess vegna líka gegn þeim sem gilda innan íþróttanna. Íþróttirnar geta ekki þolað neitt slíkt, og eru jafnframt neyddar til þess að snúast til sjálfsvarnar. Hvernig getum vér með þunga snúið oss til hinna opinberu að- ila, til ríkis og bæja, og beðið um skilning á starfi voru, ef vér ekki vinnum gegn sér- hverju formi atvinnumennsku? Hvernig eigum vér að rök- styðja óskir vorar um styrki til íþróttamannvirkja, til æsku- lýðsstarfs o.s.frv. e.f vér verðum að viðurkenna að vér notum fjármuni íþróttanna til þess að borga íþróttamönnunum, eða aðeins nokkrum þeirra, fyrir þátttöku í mótum? Öll hugsjónin með starfi voru mundi gereyðast með þessu. í stað þess að starf vo.rt á grundvelli áhugamennskunnar hlýtur viðurkenningu frá öll- um hliðum. sem hugsjónalegt þjóðfélagslegt átak, stöndum , vér í þeirri hættu að verða dregnir inn í skemmtanastarf- semina og missa hinn opinbera stuðning. til þess að starfa á breiðum g'rundvelli, sem vér álítum að sé stærsta þjóðfé- lagslega verkefni íþróttanna, og sem vér í Danmörku a.m.k. getum alls ekki án verið. Vér, innan danska íþrótta- sambandsins skiljum alls ekki að sérsamband, í svo miklu grundvallafatriði eins og á- hugamannareglunum, . geti tek- ið ákvörðun, sem beinlínis stríðir á móti reglum viðkom- andi greinar, án þess að æðstu samtök íþróttamálanna í land- inu láti málið strax til sín taka. Sérsamböndin eru auðvitað háð lögum danska íþróttasam- bandsins, og áhuga- og aga- útilokunarákvæðum. Hagi eitthvert sérsambanda vorra sér þannig, að það brjóti í bág við ákvæði vor, getum vér annað hvort útilokað það, eða ákært það fyrir áhuga- og aga- dómstól danska íþróttasam- bandsins. Skoðun vor er sú, að íþrótta- samböndum beri að hafa í lög- um sínum ákvæði, sem ekki að- eins gera möguiegt, en einnig að skyldu hvers íþróttasam- bands, að láta til sín taka, ef sérsamböndin sniðganga áhuga- mannareglurnar“. Þegar til atkvæðagreiðslu kom um mál danska íþrótta- sambandsins, fór hún þannig, að það var fellt með þrem at- kvæðum. Finninn greiddi ekki atkvæði. • Fulltrúi íslands gegn tillögunni Það sem vekur athygli er það að fulltrúi íslands skuli hafa greitt atkvæði gegn málflutn- ingi Dana í svo veigamiklu máli sem hér var til umræðu og ályktunar. Það er óskiljan- legt, að forráðamenn landssam- bandsins skuli vilia láta sér- samböndunum eftir að hafa á- hugamannareglurnar eins og þeim sýnist, og kemur það á- byggiiéga flatt upp á marga hér, ef það er staðreynd að stjórn Iþróttasambands íslands hafi þá afstöðu. en í umboði hennar hlýtur fulltrúinn a 3 hafa greitt atkvæði. Slík afgreiðsla hlýtur aff verða til þess, ef þetta verður endanlega samþykkt, að sér« samböndin geta mörg hver, e£ þeim sýnist svo, grafið undan áhugamennskunni með öllumi þeim afleiðingum, sem af því kann að hljótast fyrir hugsjóa íþróttastarfsins. Fyrsta afleiðingin kom þegar í ljós, af samþykkt þessarL Leo Fredreksen iýsti því jrfii* á fundinum. að hann mundi gera tillögu um það þegaí heim kæmi. að Danmörk segðl sig úr norrænu samvinnunefnd- inni. Þetta varð staðreynd. Danir sögðu sig formlega úr nefn£- inni, án þess þó að stíta sam« vinnu við hin Norðurlöndin, nema hvað snertir áhuga- mannareglurnar. Er illt til þes3 að vita, að ísland átti sinn þátt i því að svo tókst til. Frímann. f a daqs- og sunnudagskvöld Breiðablik og Haukar taka þátt í mótinu Handknattleiksráð Reykja- víkur var stofnað 29. janúar 1942 og cr því 20 ára um þess- ar mundir. í tilefni af því lief- ur ráðið ákveðið að lialda af- mælismót og verður það hrað- keppni sem fram fer nú um heigina á laugardags- og sunnu- dagskvöld. Keppt verður í meistara- flokki karla og kvenna og verða öll Reykjavíkurfélögin með í mótinu og ennfremur hefur HKRR boðið til móts- ins Breiðabliki úr Kópavogi og FH og Haukum úr Hafnarfirði. Á laugardagskvöldið kl. 19,30 hefst mótið og verða þá fyrst leiknir fjórir leikir í meistara- flokki kvenna og þar á eftir fimm leikir í meistaraflokki karla. Þessi iið leika saman: Meistaraflokkur kvenna: Víkingur — Valur KR — Breiðablik Ármann — Þróttur FH — Fram Mcistaraflokkur karla Breiðablik FH Valur — KR Ármann — Fram Víkingur ■— ÍR Ilaukar — Þróttur Mörgum mun leika hugur á að sjá hvernig hin nýju lið standa sig, en það eru Breiða- blik og Haukar. Haukar senda nú lið í meistaraflokk karla eftir margra ára hvíld o.g Breiðablik sendir meistarafloklc karla og kvenna. Ekkert hefur heyrzt um getu Breiðabliks í karlaflokknum annað en það. að það lék gegn Akurnesingum fyr- ir skömmu o,g tapaði eftir jafn- an fyrrí hálfl., en aftur á móti má reikna með kvennaflokkn- um sem allsterku liði. Leik- tíminn í þessu móti verður þannig: Meistaraflokkur karla 2x20 mín, meistaraflokkur kvenna 2x7 V2 mín. Búast má við mjög hörðum og skemmti- iegum leikjum, þar sem þeir verða svo stuttir og erfitt að sjá fyrirfram um úrslit, því allt getur skeð. Mótinu lýkur á sunnudagskvöldið og hefst þá keppnin kl. 20. H. BINDINDISFOLK Styðjiö yðar eigiö tryggingarfélag. Tryggiö BÍL yöar hjá ÁBYRGÐ. — Athugiö. aö hafa samband viö um- boösmenn okkar eöa skrifstofu fyrir 1. febrúar n.k. ÞaS borgar að lifa í bindindi sig ABYRGD Það borgar sig að tryyggja hjá ÁBYRGÐ H I* XRVGGINGAFÉLAG BINDINDISMANNA Laugavegi 133 . Sími 17455 og 17947. 1 Fimmtudagur 11. janúar 1962 — ÞJÖÐVILJINN — (g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.