Þjóðviljinn - 11.01.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 11.01.1962, Blaðsíða 11
Francis Clifford: 22. dagur Tónlistin heyrðist ekki lengur1 en loginn sem þeir áttu von á, lét standa á sér. „Kveiktu eldinn!“ Ekkert gerðist qg það var ekki fyrr en þeir komu enn nær, að þeir fengu enn eitt á- fallið þegar þeir skildu hvers vegna. Boog hélt handleggnum utan- um kverkarnar á drengnum. i • • • „Ekki lengra!" hrópaði hann. Fætur drengsins héngu í lausu Iofti. Franklinn stanzaði, brjóst hans gekk upp og niður og hann þreifaði klunnalega eftir byss- unni. „Slepptu honum,“ hrópaði hann. ,,Kemur ekki tii mála, lögga!“ Vélin kom nær, fyllti þögn- Sna. Drengurinn jgjafi frá sér hálfkæft óp. „Slepptu honum!“ Franklinn hélt á byssunni. Hann gekk skrefi nær. „Ég aðvara þig, Boog.“ Boog hló skrækum hlátri. „Komdu nær og ég skal háls- brjóta hann.“ Hann sá að Hayden hreyfði sig. „Þetta á við þig lika.“ Hann þokaði sér afturábak og hvæsti. „Haldið ykkur í hæfilegri fjarlægð, báð- /r tveir. Drengurinn barði með hælun- um í leggina á Boog og fingur hans klóruðu æðislega í hand- legg hans. „Slepptu honum,“ hrópaði Franklinn aftur, „ellegar ég skýt.“ ,.Þú hittir strákinn, lögga.“ Fastir liðir pins 0? veniiilega. 13.00 ,.Á frívakt.inni"; siómanna- báttur (Sigr'ður HagaJín). ' 17.40 Framburðia.rkenns’a í frönsku og þýzku. 18.00 Fvrir ynerstu hlustendurna (Guðrún StelncTÍmsdóttir). 20.00 Um erfðafræði; V. þá.ttur: Kvneieinleikar (Dr Sturla Friðriksson). 20.35 Erindi:- ÞuHákúlr Ó) .Tohn- són or; Siómannaklútiburinn. fvrra erindi (Tji'jðvík. Krist- iánsson rithöfundur). 21.00 Frá tónleikum Rinfóníu- hlióms'-eita.r fslands í Há- skö’abíói; fvrri hluti. St.iórn- andi: Jindrich Róhan. Ein- ieikari á. hörnu: Mariluise Dra.heim, a.) Danssrvi'ta eft- ir Béla Bartók. h) Tveir da.nsar fvrir hörnn osr strenn-ir.sveit, eftir Debussv. 21.45 Af blöðum náttúrufræSlnnar: Husrsanaflutninvur osr fjs.r- sýni (Örnólfur Thorlacius fil. kand.). 22.10 Upp’estur: ..St.iörnulsteinar", sava eftir Rósn B. Blöndals; siðari hluti (Björn Magnús- son). 22.30 Djaissþáttur (Jón Múli Árna- son). 23.00 Dagskrárlok. Franklinn hikaði. „Ég gef þér fimm sekúndur.“ Andartak var eins og kvik- irrynd hefði verið stöðvuð, eng- inn þeirra hreyfðist, ekki einu sinni drengurinn. Útundan sér kom Hayden auga á siglingaljós flugvélarinnar sem kom undan skýjaþykkninu. Það var eins og þau spryttu allt í einu upp á himninum. „Fimm sekúndur, Boog .. . mér er alvara.“ Boog hló. „Reyndu bara.“ Ljósin blikuðu rauð og græn, rauð og græn, kqmu útúr myrkr- inu í átt til þeirra og vélardyn- urinn kæfði raddir þeirra. „Einn . ..“ byrjaði Franklinn.. Hann mátti til. Drengurinn engdist eins og fiskur á öngli. Korrandi vein hans nísti taugarnar í Iiayden. „Slepptu honum!“ æpti hann. „Slepptu honum!“ „Tveir.. „Fleygðu byssunni hingað og ég skal sleppa honum.“ Flugvélin var ósýnileg eri ljósin þokuðust áfram jafnt og þétt undir skýjaþykkninu. Þeg- ar Franklinn yrði búinn að telja, væri vélin komin framhjá þeim. „Þrír ...“ Hann v-ar farinn að teija hæg- ar. Hann vissi að hann var búinn að bíða ósigur. Hann gat ekki skotið og hann gat ekki reynt neitt annað heldur. Hugur hans var í uppnámi, ringlaður af þessum köllum og vaxandi dyn flugyélarinnar. Hann fann hvernig valdið seig af honum eins og of stór flík. „Fleygðu byssunni hingað!“ Ljósin blikuðu rauð og græn, næstum yfir höfðum þeirra, Loftið virtist titra. Elding lýsti upp umhverfið og á meðan sást flugvélin sqm snöggvast, föl og hvít eins og kviður og vænghaí á draugafugli. „Fjórir. . . .“ „Þú getur talið úr þér tenn- urnar. Það er byssan eða barn’ ið“. Boog herti á taki sínu, Hayd. en sá hvernig drengurinn spark- aði máttleysislega, sá hvernig kroppurinn varð allur iinur. Hann sneri sér að Franklinn og næstufn öskraði. Fáðu honun. hana!“ Stótí. •• maðurinn • horfð. sljólega, á hann,. „Fleygðu henn’ til hans!. . . . Hann kerrjst ekki langt; þú sagðir.það sjiifur.“ Flugvélin. .'var að fjarlægjasi þá. Þrumuhijóð kæfði vélardyn- inn sem snöggvast. „Gerðu eins og hann segir, lögga“. „Heyrirðu það, maður". sagðl Hayden með ákafa. „Heyrirðu það!“ iFranklinn stóð þarna eins og í draumi. Hann opnaði munninn til að segja eitthvað en kom ekki upp orði. Svo var eins og allur líkami hans rýrnaði. Hann Glens og gaman M ^a.11 Hneykslanlegur úrskurður yppti öxlum í vanmætti sínum og byssan flaug gegnum loftið Hún datt ú jörðina, hoppaði upp einu sinni eg lenti rétt við fæt urna á Boog. Stundarkorn lá húr, þar Enginn hreyfði sig. Svo fói Boog að hlæja. Hann sleppti drengnum og þreif byssuna í skyndi. Vélin var komin langt J burtu. Drengurinn rétti úr höíð inu og kúgaðist. Hárið féll fram. á andlit hans meðan hann þukl. aði á sér hálsinn. Léttir Hayd- ens þegar hann sá hann hreyfa sig var skammvinnur. Örvíln- unin fylgdi strax á eftir. Sem snöggvast hafði ekkert komizt að annað en öryggi drengsins, en nú varð honum ljóst hve dýru verði þeir hefðu keypt það. Flug- vélarljósin voru að hverfa og’ dvínandi hljóðið bergmálaði von- leysi hans. Hann leit ásakandi á Franklinn. E.f hann hefði ekki verið. svona kærulaus, hefði eld- urinn logað glatt núna, flugvél- in hefði beygt og flogið annan hring. Ef ekki hefði verið fyrn hann, hefði hjálpin verið tiltölu- lega skammt undan og stúlkan hefði haft einhverja von. Hann sagði beizkum rómi: „Þokkalegt ástand þetta!“ Frank- linn svaraði engu, leit ekki i hann og þögn hans æsti Hayden e.nn meira, gerði hann tillitslaus- an. „Fyrr má nú vera heimsk- an — að skilja hann eftir hjá drengnum. Hvað átti það eigin- lega að þýða?“ Franklinn hristi höfuðið sljói og ringlaður, en sagði ekkert. Það var Boog sem tók til máls. Hann gekk framhjá drengnum og kom í áttina til þeirra, virti þá fyrir sér og svipur hans var sambland af glotti og grettu. „Hvað ertu með þarna, lögga?“ ,,Með?“ „í hendinni?“ „Franklinn leit á bjórdósina sem hann hélt ennþá á í vinstri hendinni eins og hann hefði aldrei séð hana fj'rr, en fleygði henni síðan linkulega í áttina til Boogs. Það heyrðist daufur dynkur. „Ég var að spyrja hvað þetta væri“. Það var löng þögn og ekkert heyrðist nema ,þurr hóstinn í drengnum. Þeir heyrðu ekki lengur í flugvéiinni. Boog gekk nokkur skref í áttina til þeirra. „Ég var að spyrja hvað það væri“, endurtók hann þrjózku- lega. „Bjórdós”, umlaði Franklinn. „Segðu það aftur?“ ,,Bjórdós“. „Þetta var betra. Ég vil fá svar þegar ég spyr, . . Skilurðu það?“ Franklinn kinkaði kolli. ..Skilurðu það?“ Það var ill- girnislegur hreimur í röddinni. „Ég skil það“, sagði Frankiinn og tvísté. Dáiítil þögn. ..Eru þær fleiri?“ Franklinn virtist enn eiga bágt með að svara, svo að Hayden tautaði; „Svo sem sex stykki". ,.Hvar?“ „Hjá stélinu“. „Nokkuð fleira?“ „Ekki svo ég viti“. » Boog færði byssuna upp og niður, hélt lauslega á henni. „Fín byssa þetta. lögga“. Hann glotti. „Þú hefðir átt að nota hana bet- ur“. Franklinn dró djúpt andann. „Þú kemst ekki langt“. Rödd hans var sljóleg af ósigrinum. Hann sagði þetta eins og páfa- gaukur, hafði þetta yfir eins og töfraþulu. „Þú átt nú eftir að sjá það. Þú átt eftir að sjá hvern einasta metra. . . veiztu hvers vegna?“ Ekkert svar. „Veiztu hvers vegna?“ „Nel**. Framhalu af 5. síðu. merkja sósíaldemókratar við völd, sættu sig þó ekki við þennan úr- skurð og áfrýjuðu honum til sambandsdómstólsins. Hinir háu dómarar í Karlsruhe komust að þeirri niðurstöðu að verkamaður inn ætti enga kröfu á skaðabót- um. Foi’sendur þess úrskurðar eru þær að hann hafi með því að neita að gegna herþjónustu ekki valdið stríðsvél nazista neinu teljandi tjóni, einkum þegar haft sé í huga að hann hafi ekki verið alveg heill heilsu og hefði því aðeins verið iátinn gegna þjón- ustu í setuliði heima fyrir (svo- kallaðri Garnisonsverwendungs- dienst Heimat), ef hann hefði gengið í herinn. Dómstóllinn taldi því að hann hefði ekki sett sig upp á móti nazistum, and- staða hans hefði a. m. k. ekki skipt neinu verulegu máli. Það hefur ekki hvað sízt vakið hneyksli að í forsendum dómsins er verkamaðurinn ávíttur fyrir framkomu sína gagnvart nazist- um þar eð hann hafi með því móti kallað yfir sig þá hættu að. hann yrði dæmdur til dauða og þannig valdið konu sinni hiifflaj» mestu þrengingum! Information minnir á að þessi dómur er kveðinn upp um það leyti þegar Sovétríkin gera kröfis til að fá framseldan hinn nazist- íska hershöfðingja, Heusingenj sem nú er einn æðsti hershöfð* ingi Atlanzhafsbandalagsins og segir að enda þótt sú krafa sS byggð á fölskum forsendum ver,M bví ekki neitað að HeusingeBj Speidel og aðrir háttsettir fohi ingjar í vesturþýzka hernum og herjum Atlanzhafsbandalagsin$) hafi árum saman þjónað af trá» mennsku hinu nazistíska glæpa~ ríki. Verkamaðurinn fékk engaP skaðahætur, segir blaðið, en þeg/s ar hi.nn illræmdi stormsveitahers-J höfðingi „Panzer-Meyer“ léz$ fyrir skömmu. sendi Strauss heivJ málaráðherra og aðrir háttsettíi* stjórnmálaforingjar eftirlifandfS ættingjum hans samúðarkveðjutu Information bendir einnig á at@ aðeins örfá vesturþýzk blöð hafí talið ástæðu til að segja frá úiV skurði sambandsdómstólsins hin hálfopinbera vesturþýzka fréttastofa DPA hafi ekki nefnS hann einu orði. Þjóðviljaiin vantar ungling til blaðburðar um Herskólahverfi Afgreiðslan, sími 17-500 Fimmtudagur 11. janúar 1962 — ÞJÓÐVILJINN — QJj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.