Þjóðviljinn - 25.02.1962, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 25.02.1962, Qupperneq 6
\ 0JÓÐVILJINN ifandl: BamelnlnKarílokknr «U>ý8n — SóBlallstaflokknrlnn. - Rttatjórari núB KJartansson (&b.), Matmús Torfi Ólafsson, SigurOur OuBmundsson. — 'róttaritstJórar: ívar H. Jónsson, Jón BJamason. — Auglýsingastjórl: OuOgeir áagnússon. - RitstJóra. afgrelOsla. auglýslngar, prentsmiOJa: SkólavðrOust. 10. 17-500 (5 llnur). Askrlftarverð kr. 55.00 á mán. — Lausasöluverð kr. 3.00. FrentaznlOJa ÞJóOvUJane hJ. Er sósíalisminn glæpur? \/msir vinstrimenn, sem þó virðast hafa mestan hug á því að sundra vinstrimönnum, hafa það mjög á orði að ekki sé unnt að vinna með sósíalistum vegna þess að þeir séu handbendi Rússa og beri ábyrgð á hverskonar óhæfuverkum sem unnin hafi verið í Sovét- rikjunum. Engir vita þó betur en þessir menn að ís- lenzkir sósíalistar hafa ævinlega tekið sjálfstæða af- stöðu til íslenzkra vandamála, og öll baráttumál þeirra eiga sér hljómgrunn langt út fyrir raðir Alþýðubanda- lagsins og hafa mótað skoðanir vinstrimanna almennt á vandamálum þjóðarinnar. Ekki þurfa þessir menn heldur að beita öðru en persónulegri reynslu sinni til : þess að vita hvílík fjarstæða það er að íslenzkir sósíai- í istar séu aðdáendur óhæfuverka. Enda vita þeir menn j sem þannig tala miklu betur en ummæli þeirra gefa til kynaa. En hin raunverulega ásökun þeirra á íslenzka * sósíalista er sú að þeir skuli ekki afneita sósíalismanum, jafnt kenningunni sem framkvæmdinni, og bugast fyr- ir hinum tryllta áróðri feigra auðvaldsblaða. jPkkert er eðlilegra en að rnenn líti mjög alvarlegum augum frásagnir um afglöp og óhæfuverk í Sovét- í rfkjunum, og engir líta þau alvarlegri augum en sósíal- ■ istar sjálfir. Þess skyldu menn þó minnast í því sam- Í bandi að stórfelld og altæk þjóðfélagsleg umskipti hafa " aldrei gerzt samkvæmt neinni óskeikulli áætlun; þar koma ekki aðeins til greina vitsmunir, kenningar og hugsjónir, heldur losna og úr læðingi tilfinningar og ástríður í miskunnarlausri baráttu. Þannig hafa öll mestu umskipti mannlegrar sögu gerzt, og menn þurfa ekki mikla sagnfræðilega þekkingu til að finna hlið- stæðurnar, hvort sem menn viiia líta á feril kristin- dómsins. upphaf borgaralegra þjóðfélaga eða sjálf- ; stæðisbaráttu einstakra ríkja. En bað eru blindir menn sem sjá ekki það sem er að skapast fyrir fæðingarhríð- unum sjálfum. C*ósíalisminn er hið mikla afl okkar tíma. Hann hefur ^ lyft hundruðum milljóna manna úr sárustu niður- • lægingu, gert þjóðfélög þeirra öflug og afkastamikil í þágu almennings, tryggt mönnum sem áður börðust við sultinn öruggt lífsviðurværi, fært ólæsum og óskrifandi þekkingu og verkkunnáttu, Iengt líf hundraða milljóna manna, og hann opnar nú þegnunum ný þróunarsvið þar sem ekkert virðist ókleift. Og sósialisminn hefur ekki aðeins valdið algerum umskiptum þar sem hann ræður ríkjum, hann hefur haft áhrif á örlög alls mann- ky>ns, líf hvers einasta manns. Allar þær þjóðir sem öðlazt hafa sjálfstæði á síðustu áratugum hafa notið sósíalismans; jafnvel hinar smæstu hafa getað haldið hlut sínum andspænis risaveldum vegna þess að þær höfðu nýtt afl að bakhjarli. Einnig í auðvaldsríkjunum láta áíhrif sósíalismans að sér kveða á öllum sviðum; ýmsar þær hugsjónir sem verklýðshreyfingin barðist forðum fýrir ójafnri baráttu eru nú viðurkenndar sem óhjákvæmileg einkenni nútímaþjóðfélags, að minnsta kosti í orði: öll von auðvaldsríkjanna um Lífsmátt er bundin við það að reyna að færa sér í nyt í afskræmdri mynd aðferðir sósíalismans, með áætlunarbúskap og takmarkaðri heildarstjórn á því auðvaldskerfi sem hef- ur stjómleysið að uppistöðu. Þetta eru augljósustu staðreyndir nútímans, og enginn sá sem hefur nokkurn sjóndeildarhring kemst hjá að viðurkenna þær. 17rafan um að sósíalistar afneiti sósíalismanum til þess að vera gjaldgengir í hópi vinstrimanna er krafa um að menn afneiti nútíð og framtíð og hreiðri um sig á einhverju mýnesi þar sem ekki sér til sólar. Engir menn skulu ætla sér þá dul að unnt sé að berj- ast fyrir árangursríkri vinstristefnu án þess að sósíal- ísminn hafi þar miklu og sívaxandi hlutverki að gegna. Mcnn sem boða þvílíkar kenningar, jafnvel þótt það séi gert af þeim andlega heigulshætti sem kenndur er við góðan vilja, eru óþarfir þeim hugsjónum sem þeir þykjast þó vilja efla. — m. Þessi grunntcikning af íbúð þeirra Eysteins og iSigriðar þarfnast ekki mikiila skýringa. Rétt er íþó að gefa þess, að í þeirra ibúð er veggurinn á milli stofanna heili og' dyra- laus. 1 sumum íbúðunum í blokkinni dr aftur á móti að- eins hafður hálfur veggur á miUi þeirra eða jafnvel; alveg opið. Teikninguna ger^j Ás- mundur Ólason. i' *CO •gó*- eS *C9 - Y&o YJTO -tfO4 *3Q - — Hvenær keyptir þú. þessa íbúð, Eysteinn? — Ég keypti þetta í septem- ber 1959. Þá var húsið fokhelt með eínföldu glen í gluggu.m. Húsið var múrhúðað og málað að utan og öil sameign innan- húss múrhúðuð svo og fullgeng- ið frá miðstöð. Ennfremur var útihurð kc.iiin. Hins vegar vonj eftir gólfdúkar, málning og hurðir í sámeign i kjallara. Sjálf var íbúðin ómúnjð og ó- hlaðnir milliveggir, en miðstöðv arofnar komnir og búið að leggja leiðslur að öllum tækj- um. — Hvað eru margar íbúðir í þessari blokk? — Þetta eru 3 stigahús og 3 íbúðir í hverju eða 24 íbúðir alls í blokkinni. — Hvað er þessi íbúð stór? — Hún er um 90 fferm. að flatarmáli með svölum. Þetta feru 3 herbergi. eldhús og bað og innri forstofa. Svo fylgir í- búðinni geymsla og h'tið her- bergi í kjallara. Þá eru einnig í kjallaranum sameiginlegt. þvottahús fyrir stigahúsið, kynding, soi-pgejTnsla og kló- sett. Annars eru íbúðiraar í blokkinni af tveim stærðum og er þetta minni gerðin. Það mun- ar einu herbergi. — Af hverjum keypturðu þetta? Byggingarfélagi eða ein- staklingi? — Ingólfur Guðmundsson byggingarmeistari byggði þetta ásamt tveim sonum sínum og keyptum við allir af honum. Hann byggði tvö stigahúsin af þremur, en þriðja stigahúsið er byggt af einstaklingum. Það var ekki steypt upp fyrr en í vetur svo að skilveggurinn á milli stigahúsanna var útveggur þang- að til. — Hvað var kaupverðið mik- ið? — Ég keypti þetta á 215 þús- und krónur af Ingólfi eins og 'það var þá, en síðan er ég bú- inn að leggja í þetta upp undir 100 þúsund krónur allt í allt. Um áramótin 1960—1961 var kostnaðarverð íbúðarinnar orðið 268 þúsund krónur en ég hef enn ekki gert það upp nákvæm- lega um síðustu áramót. Þetta árið hef ég lítið gert nema í sambandi við það sameiginlega. — Er þetta með eigin vinnu. eða hefurðu ekki unnið mikið í þessu sjálfur? — Þetta er sá kostnaður. sem ég er búinn að leggja út fyrir í beinhörðum peningum, eigin vinna ekki meðtalin. Ég hef borgað mjög lítil vinnulaun, enda gert mest sjálfur nema f. d. ekki lagt raflagnir. Einnig ------------------------------—. Franskar herflugvélar eiga að gœla Ben Bella fyrir OAS PARIS — Franski herinn hefur komið fyrir loftvamarbyssum allt í kringum höllina Chateau d’Aunoy 40 kílómetra frá París. Franskar herflugvélar eru á sveinii yfir höllinni dag dg nótt. Þessi viðbúnaður er til þess gerður að vernda líf Múhameðs Ben Bella og annan’a forustu- manna frelsishreyfingar- Serkja í Alsír sem mx eru farigar í höllinni. Ben Bella er várafor- sætisráðlierra í útlag^stjóm Serkja og með honum eryx þrír aðrir ráðhei’rar í útlagastjórn- inni. Franska stjómin úheíur lofað að láta þá lausa jafrtskjótt og vopnahlé kemst á í Alsír. Eftir að tveir flugforingjar frá Aisír réðust á herbúðir frelsis- hrevfingarinnar í Morokkó að boði leynifélagsskaparinsji OAS óttast franska stjómin iijó Sal- an hershöfðingi og kumpánar hans geri tilraun til að ræna Ben Belia og félögum hans eða ráða þá ai dögum. Væru foringjar Serkja drepn- ir i vörzium frösnku stjómar- innar gæti það orðið til að spilla fyrir friðarsamningum í Alsír, en viðleitni OAS beinist sem stendur einkum að því að hindra að samningar verði und- irritaðir. Herflugmennimir sem eru á varðbei’gi umhverfis Chateau d’Aunoy hafa fyrirskip- ani.r um að þvinga hverja ó- kunna flugvél sem þeir verða varir við til að lenda eða skjóta hana niðt’.r ella. Eftir árásina á herbúðirnar í Marokkó óttast írönsk yfirvöld að OAS reyni loítárásir á höllina þar sem Serkirnir eru í haldi. ■ Fyrir nokkru fór blaðamaður frá Þjóiviljaiuun í heimsókn til ungra hjóna hér í bænum, sem hafa síðastliðin rúm tvö ár verið að vinna að því baki brotnu áð koma sér upp íbúð, Erindið var að fá hjá þessum hjónum dálitla Iýsingu á því, hvernig ungt fólk, sem er a.ð byrja búskap með tvær hendur tómar fer að því að eignast þak yfir höfuðið við þau skii- yrði sem hér eru fyrir hendi, bæði að því er varðar kaup, lánakjör o.fl. — Hjónin, sem ég heimsótti, heita Sigríður Jóns- dóttir og Eysteinn Jónsson og eiga hedtna í Stóragerði 18. Eru þau fyrir rösku ári flutt í íbúðina sína, þótt þar sé rnörgu ólokið enn. Eysteinn er 25 ára gamall bifreiðasmiður og kona hans er fjórum árum yrigri. Hafa þau verið gift í 2% ár og eiga tvö ung börn. Er saga þeirra áraiðanlega allgott dæmi um það, hvað ungt fólk hér á landi verður á sig að leggja til þess að koma sér upp eigin húsnæði og hver skilyrði því eru búin til þe,s. eignast íbúð fékk ég múrai’a til þess að grípa í þetta með mér í vinnu- skiptum, en sjálfur hlóð ég alla milliveggi og einangraði. Ég hef einnig verið heppinn með það, að tréverkið, sem komið er, hef- ur faðir minn smíðað fyrir mig, og einnig hafa kunningjar rm'n- ir unnið hjá mér í sjálfboða- vinnu. Sú hjálp. sem ég hef fengið hjá ættingjum og kunn- in.gjum, hefur verið ómetanleg. — Hvað hafa verið stærstu kostnaðariiðimir til þessa? — Múrhúðunin er langstærsti liðurinn ennþá. Ég hef borgað 15 þúsund krónur bæði fyrir efni og vinnu, borgaði múrar- anum 6 þúsund krónur í pen- ingum auk vinnuskipfanna. — En eldhúsinnrétting? — Eldavólin kostaði. 2600 kr. og vaskur með blöndunartækjum 3500 kr. Svo hef ég bara borgað efni í skápa. Og aUir skápar á veggi eru ókomnir enn. Ég er heldur ekki búinn nema að grunnmáia eldhúsið og bað'ð, en er búinn að mála tvær umferðir yiir liei'.bergin og ganginn. — Hvað er það fleira, sem þú átt enn eftir? — Það er niegnið ajf tréverk- inu eftir, svo sem burðir, enn- fre.mur gólfdúkar. Þá er eftir að tvöfalda glerið í gluggunum og enn vantar baðker i baðher- bergið. Svo er litla herbergið í kiallaranum alveg eftir, ekki búið að múrhúða það einusinni. — Hvað geturðu gizkað á að það muni kosta mikið, sem eft- ir er? — Ég hugsa, að það sé ekki minna en 60 þúsund fyrir utan eigin vinnu. Þetta eru stórir kostnaðárliðir sem efiir eru. Og þetta er auðvitað miðað við verðlagið eins og það er í dag, en það hefur hækkað mikið síðan ég byrjaði að byggja. — Hvað eru sameiginlegar framkvæmdir langt komnar? — Það hefur verið lagt tals- vert í sameiginlegan kostnad, þótt. enn -sé margt eftir. Á síð- asta ári lögöum við rúm 70 þúsund í þetta sameighilega en það gera 8—9 þúsund krónur á íbúð. Millihurðin í ganginn kostaði t, d. ein saman um 12 þúsund krónur. Svo höfum við keypt hurðir í kjallara, gengið frá stigagöngum og U. Við keyptum sameiginlega þvotta- pott sti'ax og ætluðum í fram- itiðinni að kaupa sameiginlega þvottavélar. Ég keypti mér litla vél fyrir 4300 krónur. Það er ómissandi að hai'a vél og hún er svo lítil, að hún getur verið þægileg fyrir barnafataþvott, þegar hinar koma. Næsta skefið í sameiginlegum málum verður líklega að fá dyrasíma. Þar sem miki.ll umgangur er, er hann ómissandi. Það er svo mikið þri|naðaratriði, að húsið sé ekki alltaf opið fyrir öllu rápi. — HVernig hefur gengið með lán til byggingarinnar? — Þegar ég kevpti fylgdi 50 þúsund króna víxillán til 5 ára. Vextir af því voru uppbaflega 7%’, hækkuöu síðan upp í 11% Og lækkuðu svo fxftur niður í 9%. Sjálfur lagði cg út. er kaup- samningurinn var gerður, 30 þúsund krónur en hitt borgaði ég út í xiföngum. Síðan hef ég J'engið h ú sn æðismálastj órn arlá n, fyrst 50 þúsund krónur, )xar nf 25 þúsund króna A-Uin með 7°'i) vöxtum til 25 ára og svo 25 þúsund króna B-lán með 5|/,0'il vöxtum til 15 ára. Þessi lán iékk ég í marz 1960. Svo fékk ég viðbótarlán í A-ílokki í júlí 1960 með 9% vöxtum til 25 ára. Þessi húsnæðisstjórnarlán öll eru á fvrsta veðrétti en víxil- lánið á öðrum veðrétti. Loks hef ég einnig fengið prívattán. — Eru ekki vextirnir a.f öll- um þessum lánum þúngur baggi? — Jú. vextimir af vfxilláninu námu 3500 kr. á síðasta ári. Aí 50 þúsund króna A-láninu er afborgunin á ári kr. 5193,7.3, af 25 þúsund króna A-láninu 2193.80 óg af 25 þús. króna B- láninu kr. 1666.67 að viðbættum vöxtúm, sem námu við fyrstu afboi'gun kr. 916.66. Vextir eru hinsvegar innifalnir í áður- nefndum afborgunum A-Ián- anra, þar sem þau greiðast með jöfnum afborgunum. Eru vext- ir því meginhluti heiidarafborg- unarinnar fyrstu árin. Þannig nam t. d. fyrsta afborgun 25 þús. króna A-iánsins krónum 1610.46 (hún var ekki íyrir heilt ái') er skiptust þannig: afborg- un kr. 381.30, vextir kr. 1166.66, kpstnaður kr. 62.50. Má af þess- um tölum sjá, að það er óhætt að. fullyrða, að vaxtagreiðslur koima mjög hart niður á hús- toyggjendum. Þessl niynd ai íjölskyldunni cr teliin í (íbúðinni að Stóragerði 18. Eysteinn situr með dóttxiírina Jóhönnu, sem er tveggja ára gömul, og Sigríður með tvegg.ja mánaða gamla n son þeirra, — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). — Þú hefur ekki átt kost á að fá neitt lííeyrissjóðslán? — Nei, ég er bifreiðasmiður og við höfum engan lífeyx-issjóð. — Hvernig gekk þér að lá þessi húsnæðismálastjómarlán, og er þetta hámai'k þess, sem þar er hægt að fá? — Þetta er hæsta )án sem hægt er að fá. Það er dæmt eftir þörí. Þegar ég sótti um lánið, bjuggum við í íbúð, sem var dæmd ófullnægjandi af borgaria-kni. Ég hafði hana held.ur ekki nema til vors 1960. Þá t'ékk ég aðra til bráðabirgða eða til 1. október um haustið og flutlum við inn þá í bvrjun anánaðarins. Þetta stóð allt í járnum. — Er ekki eríitt að kljúfa þetta fyrir ykkur? — Jú, en það var annað hvort að hrökkva eða stökkva, þegar tækifæri bauðst til þess að koma sér upp íbúð. Og það ei bezt að byrjá að byggja áður en maður er kommn með þungt heimili. Konán vann líka úti íyrst í stað. Ég vona nú að þetta sé komið yifir örðugasta hjall- ann. Það þarf auðvitað ekki mikið til, að maður fari á haus- inn með þetta. Maður hefur ekki efni á því að vera lengi veikur. Meðan heilsan er góð og nóg vinna er þetta i lagi. Ég hef h'ka verið snaparidi eft- ir allxi aukavinnu, sem ég hef getað fengið, tvö síðustu árin. og það hefur stundum verið langur vinnutíminn. Konan vann líka eins og víkingur bæði úti og hér við húsið. — Varstu búinn að læi’a, þeg- ar þú byrjaðir að byggja? — Já. ég er búinn að vera i Bílasmiðjunni í 8 ár, lærði þar íyrst og lauk námi 1957. — Hvernig líkar ykkur ;xð búa í svona sambýli? — Vel, við höfum veiið sér- slaklega heppin með sambýlis- íólkið. ■ Við höfum í-eglur fyrir húsið, sem er sérstaklega nauð- synlegt, þótt raunar hafi ekki komið héi- til neinna árekstra. 1 þessum stigagangi er flutt í allar íbúðirnar nema eina og 6 erú nærri búnir að fuílgera sínar íbúðir. — En hvernig líkar þér að búa í svona nýju bæjarhverfi? — Skipulagningunni er mjög ábótavant, þegar verið er að koma upp svona hverfum, t.d. hefur veiið vatnslaust mestan hluta úr deginúm sti'ax á ann- ani hæð í blokkinni þar til í haust, en við höfum þui'ft að gi'eiða vatnsskattinn eins og aðrir fyrir það. Við skxifuðum borgai'stjóra og báðum um lækkun á gjaldinu en árangui-s- laust. Loks var byggð dælu- stöð en það verk tafðist, bæði vegna vei'klallsins í vor og vci'kfræðingaverkfallsins. Marg- ir hér í nágrenninu voru búnir að setja dælustöðvar í húsin hjá sér, en það er á annað þús- und króna aukakostnaður á íbúð. 1 öðru lagi er afaxiangt í yerzlanir hér í hverfinu. Það er stytzt að l'ara niður á Grens- ásveg. Það er uppundir klukku- tíma leiðangur að i'ara í verzl- anii',. Og um göturnar tala ég ekki. Hins vegar er gatnag'ei'ð- ai'gjaldið nimar 6 þúsund kr. á þessa íbúð. Greiddum við það allir í fyrrasumar. Heimtaugar- gjaldið er aftur á. móti rúmar 1900 kónur á íbúð. Það er orðið mjög áliðið kvölds, svo að við Eysteinn slá- um botninn í þessar sarwæður, sem við höfum átt yfir kaffinu, er húsfreyjan bar okkur. Ey- steinn býðst til að aka mér heim, því að hann á lítinn fjög- ui'ra manna bíl, sem hann segir mér á leiðinni, að hafi spai'að honum mai'ga krónuna við bvgginguna. Ég flutti í honum allt sem ég gat. Það er hægt að leggja aftursætiö niður og opna hann að aftan-. svo að það er þægilegt. Það er ómissandi að hafa bíl, þegar maður er að hyggja, snúningai’nir ei'u svo margir og dýrt að kaupa bíl með hvaða smáhlut sem er, segir Eysteinn að lokum. Svo kveð ég hann og þakka honum íyrir viðtalið og akstui'inn með þá ósk' í huga, að honum megi takast að ljúka íbúðinni sinni sem fyrst og að þau hjónin megi lengi njóta ávaxtanna a£ atoi'ku þeirri og dugnaði, er þau hafa sýnt við aö koma sér upp þaki yjfir höfuðið. S.V.F. — ÞJÓL'VILJINN — Sunnudagur 25. febrúar 1962 Sunnudagur 25. febniar 1962 — ÞJÓÐVILJINN U1

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.