Þjóðviljinn - 16.03.1962, Síða 3

Þjóðviljinn - 16.03.1962, Síða 3
Sænskir blaðaljósniyndarar hafa valið beziu blaðaljósmynd síðasta árs. Þessi varð fyrir valinu. Ljósmyndarinn sem tók hana heitir Anders Engman og starfar við myndablaðið „Kamorabsld". Myndin ber ekki neitt nafn írá hendi Ijósmyndarans, cnda þarf hún engrar skýringar við. Frakkor lofa að fara me her sinn fró Alsír ó dri EVIAN, PARÍS 15/3 — Frönsku fulltrúarnir í Evian hafa nú fallizt á að franski hcrinn í Alsír verði kvaddur heim eftir eitt ár í stað þriggja. Ekki mun 16 milljóna lán til vatnsveitn Á fundi borgarstjórnar í gær skýrði Guðmundur H. Guðmunds- son frá greinargerð varðandi aukna öflun neyzluvatns fyrir Reykvíkinga. Niðurstaða rann- sóknanna. ieiddi í ijós að fá mætti með borunum 500 sek- úndulítra af vatni við svonefnd Bullaugu í Grafarlandi. Lagt er til að útvegað verði 16 millj. kr. ián til framkvæmdanna, 4 miiij. á þessu ári og 12 millj. til notk- unar naesta ár. enn hafa verið ákvcðið hvort miða skal við þann tíma sem liður frá því að vopnahléi hef- ur verið lýst yfir eöa kosningar hafa farið frarn í Alsfr. Samningamennirnir sátu á fundi langt fram á kvöid og sögusagnir ganga um að um- ræðunum Ijúki á morgun. Bkki fékkst þó þessi orðrómur stað- festur frekar en fyrri daginn. Umræðurnar hafa nú staðið í níu daga. Samkvæmt frönskum heimildum er nú einkum rætt um hvernig iiðstyrk Þjóðfrelsis- manna í Alsír skal háttað þar til landið hiýtur fullt sjáií- stæði og um skipan þess ráðs 6em stjórna skal AJsír á tímabii- inu milli þess að vopnahléi hef- ur verið lýst yfir og kosningar fara fram. Undanfarna daga hefur franska lögreglan handtekið marga menn sem viðriðnir eru OAS-hreyíing- una. Meðal hinna handteknu er háttsettur OAS-foringi, Andre Canal að nafni. 1 Alsír hafa 37 menn verið drepnir í dag. OAS-menn vopn- aðir vélbyssum óku framhjá hópi verkafólks sem beið eítir strætisvagni. Hófu ,þeir skothríð á varnarlaust fólkið og féllu tíu — karlar og konur. Þegar lögreglan kom á vettvang voru morðingjarnir horfnir. Sex vélbyssumenn frá OAS ruddust inn í fundarsal Serkja og Frakka sem vinna að menn- ingarmálum meðal serkneskrar æsku. Einn þeirra las upp nöfn sex fundarmanna sem hann kvað OAS hafa 'dæmt til dauða. Síð- an færðu OAS-mennirnir hina sex út í húsagarðinn, stilltu þeim upp við vegg og skutu þá. Einn maður iifði skothríðina af en er hættuiega særður. Er guðlast að gagnrýna? Á fundi borgarstjórnar 1. þ.m. fiutti Alfreð Gíslason tillögu sem birt; hefur verið í Þjóðviljanum, um að borgarstjórnin Iýsi yfir, að þegar hún vísar málum tii ráðu- nauta sinna, nefnda og sérfræð- inga ætlist hún til ,,að málin hljóti hlutlæga rannsókn og að allar álitsgerðir séu samdar í fyllsta samræmi við niðurstöður slíkra rannsókna“. Tillagan fékkst þá ekki tekin á dagskrá, en á s.l. hálfum mán- uði hefur íhaldið hert sig upp í að semja frávísunartillögu þar sem segir að í till. Alfreös felist ósæmilegar aðdróttanir og hann er víttur fyrir flutning hennar! Alfreð spurði: Er guðlast a(í gagnrýna gerðir meirihlutans? Eða lifum við ekki Iengur í lýð» frjálsu landi? Við frávísunartillögu kom viða aukatillaga frá Þórði Björnssyni# við hana breytingartillaga frá borgarstjóra. Frávigun var samþ. með 10:3 og breytingartillagá borgarstjóra með 10:4, Flótti íhaldsins í tannlæknamálinu Einar Bragi Hreintjarnir, ný Ijóáabók Einars Braga Komin er á markað ný Ijóða- bók eftir Einar Braga og nefnist hún Hreintjarnir, undirtitill er Ljóð 1950—1960. Bókin er 52 blaðsíður í Birt- ingsbroti og í henni eru 35 Ijóð. nokkur þeirra hafa birzt í fyrri bókum Einars en önnur eru nú prentuð í fyrsta skipti í bókar- formi. Hreintjarnir er fimmta ijóðabók Einars Braga. Áður eru komnar Eitt kvöld í júní. Svanur á báru, Gestaboð um nótt og Regn í maí. Það er önnur útgáfa Hrein- tjarna sem komin er á markað, fyrsta útgáfa kom út í nóvem- ber. 1060 í 100 tölusettum ein- tökuwi og var ekki á markaði. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Jóns Helgasonar. 70 fógœtar 70 fágætar bækur verða boðn- ar upp á bókauppboði Sigurðar Benetliktssonar í Sjálfstæðis- husinu í dag. Þarria eru fjölmargar Ijóða- bækur, Hólabækur svonefndar og Hrappseyjarprent. Einnig eft- irsóttar seinnitíma.bækur. Bóka- uppbo.ðið he.fst, kl. 5 síðdegis. Framhald af 1. síðu. í fyrra kemur íram að fengizt hefðu 2 til viðbótar ef orðið hefði við óskum þeirra um kjör. Annað atriði vil ég minnast á í greinargerð He.iisuverndar- stöðvarinnar fyrir því að Jeggja tannlæknaþjónustuna niður er með nokkru stolti sagt að með því sé verið að kalla foreldra til samstarfs og ábyrgðar. Það eru falleg orð á pappirnum, en að- eins á pappírnum. Þegar tennur bama hafa skemmzt það mikið að þau fara að kvarta um verk og ábyrgðarfullir foreidrar leita læknis þá tekur það börnin 3—6 mán- uði að komast að til tannvið- gerða. Yfirvöld bæjarins hafa af létt- úð lagt niður þessa mikilvægu þjónustu. Þótt ekki hafi verið hægt haustið 1960 að byggja upp íullkomna tannlæknaþjón- ustu hefði þó mátt byrja þá uppbyggingu og gera bráða- birgðaráðstafanir, — í stað þess að leggja þjónustuna niður. Úlfar Þórðarson vann á fund- inum það leiða skylduverk fyr- ir flokk sinn að mæla fyrir frá- vísun á tihögu Alfreðs. Mikill hluti ræðu hans var ve:k til- raun til að halda fram að stjóm Heilsuverndarstöðvarinnar hefði gert allt sem hægt var til að halda þessari þjónustu uppi (sem lögð var niður samkvæmt hennar ráðum). Hann minnti enn á að næstu 3 árin myndi enginn tannlæknir útskrifast frá Tannlæknaskóla íslands. Alfreð Gíslason kvaðst hafa undrazt ræðu þessa starfsbróð- uh síns. Hann þekkti Úlfar sem úrræðagóðan og stórhuga manri. En hvar voru úrræðin og stór- hugurinn í ræðu hans? Ræða hans var neikvæð. Það var vegna þess að þegar hann gekk í heiðnaberg Sjálfstæðisflokksins varð hann fyrir álögum. Hvern jg getur Úlfar Þórðarson lækn- ir tekið að sér að verja að tann* læknaþjónustan í skólum hefue verið lögð niður? Jafnframt frávísunartillögunnö flutti Úlfar tillögu um aö Reykjavíkurborg styrki menn tiíl tannlæknanáms erlendis. Alfreð kvaðst algerlega samþykkur því. ég mælti með því í sept. á s.í. hausti, sem einu atriði til úrbóta á ástandinu. Samþykkt var bæði að visa tillögu Alfreðs frá og styrkja menn til tannlæknanáms. Full** trúar Alþýðubandalagsinsí greiddu atkvæði gegn frávísun- inni, en sátu hjá við síðari til» löguna þar sem þe;r töldu rök- stuðning fyrir henni rangan. Full- gild rök Fyrir skömmu rann út leigusamningur um veiðirétt- indi í Vatnsdalsá. Buðu bændur leigusamninginn út og hæsta tilboð sem þeim barst nam 260 þúsundum króna, en fyrr/ leigutaki hafði jaínframt tilkynnt að hann vildi sætta sig við að greiða eftirleiðis í samræmi vjð hæsta tilboð sem bœrist. Ekki þdtti bændum þetta nógu gott tilboð og ákváðu þeir að bjóða ána út á nýjan Jeik, og enn hefur fyrri leigj- andi tilkynnt að hann viiji halda ánni hversu hátt tilboð sem berist írá öðrum; hann skuli borga til jafns við hvern sem er. Þessj áfjáði laXveiðimaður, sem ekki horfir í skiidinginn, heitir Tryggvi Ófeigsson og stundar togaraútgerð í hjá- verkum. Það er sannarlega ekki að undra þótt hann telji nú óhjákvawniiegt að lengja vinnutíma togarasjómanna upp í 16 stundir á sólarhring að jafnaði. Eitthvað verða menn að leggja á sig fyrir laxinn. Hver á að taka við j Lelðtoga ungkrata Björgvin Guðmundsson, er farið að dreyma dagdrauma. Hann gerir sér vonir um það í Al- þýðubiaðinu í gær að „komm- únistar missi A.S.Í.“ og. á- stæðuna segir hann vera þá að þeir hafi tapað stjórninni í einu verklýðsfélagi í Reykja- vik, Sveinafélagi pípulagn- ingamanna, þótt þe:r hafi því miður í staðinn náð stjórn- jnni í Svejnáfélagi skipa- smiða! En pípulagninga- mennirnir eru sem sé sú mikla vísbending sem veld.*> ur dagdraumunum. Draumóramanni Alþýðu- blaðsins láist hinsvegar að geta þess hver eigi að takj við A.S.Í. þegar „kommúnist* ar“ séu búnir að tapa þvLi Hann nefnjr að vonum ekká Alþýðúflokkinn, því sjplfur Bjarni Benediktsson hefu™ skýrt svo frá að Alþýðu» flokkurinn gætj ekki haldið einum einasta trúnaðarmannii innan verklýðshreyfingarinn* ar nema með aðstoð íhaldsins. Því hlýtur hin fagra fram« tíðarsýn þessa unga Alþýðu*, flokksmanns að vera bundiri því að flokkur atvinnurekenda fari með völd í verklýðssam- tökunum. Kannski gerir hanm sér vonir um að stofnað verði einskonar Efnahags- bandalag Vinnuveitendasam- bands jslarids og A.S.Í. — Austri. BEZTA BLAÐALJÓSMYND ÁRSINS EöStudagur 16. marz 1962 — ÞJÖÐVILJINN — j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.