Þjóðviljinn - 16.03.1962, Page 6

Þjóðviljinn - 16.03.1962, Page 6
þlÖÐVILJINN (hmtanðl: Bamdntimrflokktir •IHSa — BísIaHataflokknrlnn. — Rltatlðzmri Itmsnða EJartansson (&b.), Maenús Torfl Ólalsson, SlgurBur OuBmundsson. — Vréttarltstlðrar: ívar B. Jðnsson, Jðn Bjarnason. — Auglýslngastjórl: OuSaalr M&enússon. — Rltstjóm, afgrelBsla, auglýslngar, prentsmlBJa: SkólavðrBust. 19. Blml 17-500 (5 Unur). AskrlftarverS kr. 55.00 & m&n. — LausasöluverS kr. 3.00. FrsntsmlBJa PJóBvlUans hX. I Að deila og drottna C*jálfstæðisflokkurinn hefur minnihluta atkvæða í ^ Reykjavík, og um land allt hefur hann ekki tvö atkvæði af hverjum fimm. Engu að síður veður þessi flokkur nú uppi eins og hann hafi meirihluta þjóðar- innar að baki sér. Yfirgangur hans hefur aldrei ver- ið slíkur sem síðustu árin; hann hefur skert stórlega kjör alls verkafólks en aukið gróða atvinnurekenda og auðkýfinga. Hann hefur í raun tekið samningsrétt- inn af verklýðsfélögunum með því að rifta hverjum nýjum samningi með valdboði. Hann veður nú beint að togarasjómönnum og krefst bess að þeir lengi vinnutíma sinn um þriðjung og býr sig undir að til- kynna síldveiðisjómönnum að ekkert verði gert út á síld nema þeir sætti sig við stórskert kjör. Jafnframt stefnir Sjálfstæðisfl. opinskátt að því að innlima ís- land í nýtt vesturevrópskt stórveldi, til þess að auð- mannastétt íslands fái alþjóðlegt vald að bakhjarli í átökum sínum við alþýðu manna. TTvað kemur til að flokkur sem hefur mikinn meiri- hluta þjóðarinnar á móti sér getur vaðið þannig uppi og látið eins og hann ráði einn öllu? Ástæðan er sú að honum hefur tekizt að sundra andstæðingum sínum og hræða þá til skiptis hvem með öðrum. Hon- um hefur tekizt að villa svo um fyrir ráðamönnum Alþýðuflokksins að þeir breyta þvert gegn þeirri stefnu sem kjósendur fólu þeim að framkvæmá í síðustu kosn- ingum. Ráðamenn Framsóknarflokksins reyna í sífellu að hafa tvær skoðanir á öllum málum, og önnur er ævinlega í samræmi við kröfur Morgunblaðsins. Meira að segja leiðtogar Þjóðvarnar eru að basla við að setja fram skilyrði fyrir vinstri samvinnu þar sem bergmálaðar eru fráleitustu staðhæfinigar íhaldsins. Á þennan hátt tekst íhaldinu í sífellu að sundra and- stæðingum sínum, fá þá til að eyða orku sinni í inn- byrðis erjur, þótt öllu máli skipti að vinstri menn standi saman gegn þeirri afturhaldsstefnu sem nú magnast stöðugt á landinu. Árangurinn af þessari iðju birtist hvarvetna; m.a. í þeirri fráleitu staðreynd að íhaldið skuli hafa 10 menn af 15 í borgarstjórn Reykja- ví'kur þótt það sé í minnihluta meðal bæjarbúa; sundr- ung íhaldsandstæðinga hefur valdið því að þúsundir lakvæða fara forgörðum og orðið þannig stuðningur við íhaldið sjálft. Ijað er ekkert undarlegt þótt vinstrimenn deili inn- * byrðis um mismunandi stefnur og sjónarmið, en þá er dómgreindin farin forgörðum ef menn átta sig ekki á því af deilugirni einni saman að verið er að hnekkja sameiginlegum hugsjónum allra vinstrimanna. En einmitt þetta er nú að gerast; fái íhaldið enn að fara sínu fram bitnar það á þjóðfélagshugmyndum Framsóknq,rmanna ekki síður en Alþýðubandalags- manna, Þjóðvarnarmanna ekki síður en þeirra sem enn kunna að halda tryggð við stefnu Alþýðuflokksins. Og þegar svo er ástatt skiptir það sáralitlu máli hvort einum vinstriflokknum tekst um stundarsakir að sarga einhver atkvæði frá öðrum vinstriflokki; á meðan vinstrimenn deila innbyrðis og látast ekki taka eftir hættum þeim sem grúfa yfir fer íhaldið sínu fram af dagvaxandi frekju. A lmenningur skilur þessar einföldu staðreyndir mæta- vel, en ýmsir forustumenn Framsóknar og Þjóð- varnar hjakka í sama farinu eins og ekkert hafi gerzt í íslenzkum þjóðmálum og engin ný viðhorf séu fram- undan. Þeir ríghalda í úrelt viðhorf annað hvort af skammsýni eða þá að annarleg persónuleg sjónarmið vjlla þeim sýn. Ekkert er nú brýnna í íslenzkum þjóð- málum en að almenningur hafi vit fyrir þessum leið- togum eða skilji þá að öðrum kosti eftir í villu sinni. — m. Eft ir / ÍRNA m a |ki| RAÐ Það er borgarráðið sem stjórnar Moskvu. í £>ví eru 942 fulltrúar, sem kjósa sér 25 manna framkvæmdanefnd og fela 16 fastanefndum sér- stök mál — húsnæðísmál, heilbrigðismál o.s.frv. Það leys- ir þau mál sem varða borgina alla, þau mál sem ekki tekst að leysa í einhverju hinna 17 hverfaráða borgarinnar. Það mætti nefna margar töl- ur um starf borgarráðsins og þær framkvæmdir sem það hefur umsjón með (í fyrra voru reistar um 120 þúsund íbúðir í bænum). En leikurinn var ekki til þess gerður. í nýrri stefnuskrá Kommún. istaflokksins er tekið fram að á næsta tímabili skuli lögð mikil áherzla á það að efla á allan hátt virka þátttöku al- mennings í hverskonar sjórn- ar- og skipulagsstörfum, enda sé slík þátttaka höfuðforsenda sósíalistísks lýðræðis. Þegar þe:r í bo.rgarráðinu kölluðu fréttamenn til fundar við sig var einmitf mikið rætt um þetta atriði. Þegar er komin til fram- kvæmda sú regla, að menn megj ekki sitja í ráði nema tvö tímabil (með örfáum und- antekningum) og aíltaf skuli a.m.k. einn þriðji fulítrúa víkja fyrir nýjum mönnum í hvert skipti sem kosið er. Síðan í fyrra er helmingur fulltrúa í borgarráði nýr af nálinni. Til- gangur þessa ákvæðis er sá að sem ílestir borgarar hafi eitt- hvert ákveðið tímabil stjórnar- störf með höndum, og það er ætlazt til að þessi reglulega endurnýjun ráðanna verði til þess að draga úr skrifinnsku, draga úr því að menn frjósi fastir í ákveðnu sæti við lang- borð þjóðlífsins. í svo stórrj borg er það vit- anlega sjálft Moskvuráðið sem ber á herðum sér dagiega um- gengnj við aimenning, þó svo það cg ýmsar nefndir þess fái mikinn fjölda fyrirspurna og umkvartana og bé'ðna (mest varðandi húsnæð'smál). Borg- inni er skipt í 17 hverfi og í hverju hverfaráði eru um 250 manns. Þessi ráð hafa sína fundi o.g ráðstefnur, sem þau eru skyld til að auglýsa og kynna almenningi áður og eft- ir að þær eru haldnar. Nýleg dæmi: í Frunzehverfi var ráð- stefna um uppeldismál, í Tím- írjazehverfi var rætt um bætta þjónustu við almenning. Auk þess sem fulltrúar í ráð- unum eiga að gera grein fyrir atburðum sem slíkum á op'n- berum fundum, eru þeir skyld- ir til að hafa ákveðinn við- talstíma þar sem fólk getur borið upp vandamál sín við þá. En hverfin eru stór; í hverju um sig búa um 400 þúsund manns. Hverfaráðin eiga erf- itt með að vinna allt sem vinna þarf á svo stóru svæði. Því hafa á síðustu tímum, sögðu þeir í Moskvuráð'nu, verið stigin nokkur ný skref í þá átt að gera allt félagsmála- starf öflugra og víðtækara en verið hefur — og er þá fyrst og fremst stuðzt við almenning sjálfan en ekki opinbera starfs- menn. Hér koma til skjalanna húsanefndir sem starfandi eru í hverrj stórri biokk eða húsa- þyrpingu; þær kjósa íbúamir til að fara með mál e:'ns og viðhald og viðgerðir, sambúð íbúanna, hreinlæti, gróðursetn- Borgaj-ráðið I Moskvu er til húsa í rauðri höll við Gorkístræti. Þar sat áðvtr iandstjóri keisarans yfir Moskvu. Myndin af landstjórahöllinnnni, sem nú er ráðhús, var teiknuð á 19. öld ingu í húsagörðum q.s.frv. SHk nefnd eða nokkrar slíkar hafa fast samband við ákveðna meðlimi hverfaráðsins sem eru nú ábyrgjr fyrir slíku míkró- hverfi gagnvart hverfinu. Auk þess hafa að undanförnu sprottið upp firnin öll af nefndum, skipuðum sjálfboða- liðum, og starfa þær í sam- vinnu við ráð og verkaiýðsfé- lög. Hér má nefna nefndir sem ganga í verzlanir til að hafa eftirlit með þjónustu og berj- ast við svindl (þeirra bíður m;kið og erfitt verk), foreldra- nefndir sem starfa auðvitað að uppeldismálum, löggæzluflokka sem taka fyllirafta og óspekt- armenn til bæna. Það var lika minnzt á aðra hlið þessa félags. málastarfs: nú eru í Moskvu 466 bókasöfn þar sem enginn launaður starfsmaður vinnur, það eru og til slíkir klúbbar, það eru tjl kvikmyndahús þar sem enginn stendur við inn- ganginn heldur rífa menn sjálfjr af miðunum og setja í kassa. í öðrum tilv'kum eru -<$> Byrjað d að reisa sautjdn hœða COVENTRY — Borgarstjórnin í Coventry í Englandi liefur samþykkt tillögur um bygg- ingu nýs ráðhúss sem verður sautján hæða skýjakljúfur. Byggingunnii verður hagað með nýstárlegum hætti, þar sem byrjað verður á því að reisa þakið, síðan byggð efsta hæðin og þannig koll af kolli. Tilgangurinn með þessu ný- " stárlega byggingarlagi, sem emhvern tíma hefði talizt til öfugmæla, er sá að spgra bæði fé og tíma. Þegar þakið hefur verið reist og efsta hæðin byggð, verður þeim lyft með vökvalyftum nokkra metra, nægilega hátt til þess að hægt verði að hefja smíði sextándu hæðarinnar. Smíðj hverrar hæðar um sig mun taka hálfan mánuð. Fjöru- tíu vökvalyítur íýfta henni síð- an 2Vz sentimetra á hverjum þremur mínútum. Haldið verð- ur áfram að vinna að innrétt- ingum í hæðinni eftir að. henni • hefur verið lyft af grunninum og verður lokið víð hverja hæð þegar hún er kom- in jafnhátt þvi sem fimmta hæð:'n verður að húsinu full- byggðu. í Bretlandi hafa áður verið reist hús með svípuðum hætti, þannig að gólf og skilrúm hafa verið sett saman 4 jörðu niðri og þeim síðan iyft, en þetta er í fyrsta sinn sem útv.eggir og burðarveggir vérðá byggð- ir nieð þe'sum hætti. Þótt mönnum kunni að virð- ast þetta byggingarlag hæpið, má ætla að það sé bæði fram- kvæmanlegt og hafi þá kosti sem hö-fundar þéss lofa, þ.e. ,að spara bæði t'ím'a o,g fé. Tillögur þeirra hafa verið kannaðar gaumgæfilega og borgarstjóm- in í Coventry hefur, sem áður segir," fallizp á þæri Og þar sem hún verður sjálf til húsa í h.'nni nýiu byggingu má telja víst að hún hafj gengið úr skugga um að hún verði traust. það nefndir sjáiboðaliða sem vinna þau störf sem þarf eða lítá eftir röð og reglu. En hvaðan koma þá aliir þessir sjálfboðaliðar? í fyrsta lagi; vinnutíminn er stuttur og ekki mikið álag að taka ein- hvern þátt í félagsmálum eða eftirlitsstörfum — þó ekki værj nema einu sinni til tvisvar í mánuði. í öðru lagi: höfuðstyrkur þessa starfs er fólk 4 ellilaunum. Það er oft enn á góðum aidri, 55—65 ára, og margt af því vill eðlilega hafa eitthvað áreynslulítið starf að stytta sér stundir við — ekki sízt af því iað um veru- lega gagnlegt starf er að ræða. Ég vil bæta því við að «111- launafólk er allra manna á- kiósanlegast til að fást við t.d. eftirlitsstörf — því það er sjáifstæðara öðru fólki, hefur lokið sínu lífsstarfi og er síð- ur hætt við tilhneigingum til að kom-a sér í mjúkinn hjá e'nhverju staðaryfirvaldi sem gæti síðan haft áhrif á starfs- frama og þessháttar. Ég hef sagt frá því helzta sem Moskvuráðsmenn sögðu um þróun ráðanna og þeirra samtaka almennings sem starfa í nokkurri samvinnu vð þau. Ýmislegt er hér þoku- kennt, enda á byrjunarstigi. Það hefur t.d. ekki verið á- kveðið með nauðsynlegri ná- kvæmni hver skuli vera rétt- indi hinna ýmsu nefnda al- mennings, hvort og hvernig á- kvarðanir þeirra skuli vera bindandi fvrjr ráðin. En alla- vega er hér um athyglisverða og jákvæða þróun að ræða. II Kosningar til Æðsta ráðsins st,and.a fyrir dyrum. í því til- efni hafa áróðursmenn sjg í frammi, halda fyrirlestra um stjórnmál og efnahagsmál með tilheyrandi kvikmyndasýning- um. Flokkurinn gefur út á- várp til þjóðarinnar þar sem skýrt er frá því sem gert hef- ur verið í landinu á undan- förnum fjórum árum: 50 millj- ónir manna hafa flutt í nýtt húsnæði og 4000 stór iðnfyrir- tækí hafa verið reist. Eins og kunnugt er fara kosningar í Sovétríkjunum fram þannig, að það er aðeins um einn frambjóðanda að ræða 4 hverjum stað. Og það sem lakara er: það er yfirleitt aðeins stungið upp á einum frambjóðanda. Eðlilega finnst mörgum lítið púður í slíkum kosningum. Sovézkir halda. mjög stíft fram þessu fyrirkomulagi. Þeir í Moskvuráði sögðu aðspurðir, að þetta byggðist allt á póli- tiskri og siðferðilegri e'ningu þjóðarinnar. Og, sögðu þeir, ef einhver voldug verksmiðja stillir upp þekktum og heið- virðum starfsmanni sínum, þá hefur það enga þýðingu að ná- grannafyrirtækið st: 11 i upp öðrum mikilsvirtum manni og síðan skuli deilt um það hvor sé betri. Svo. mörg eru þau orð. Við skulum athuga þetta nánar.s Pólitísk eining þjóðarinnar — jú: þjóðin er vissulega með sósíaHsma og kommúnisma. En við þurfum ekki annað on að líta fljótlega yfir sögu Sovét- ríkjanna til að sjá að. sósíal- istísku þjóðfélagi má stjórna á ýmsan hátt. Og þetta kosn- infjafyrirkomulag (sem tekið var upp 1937) hefur haft sorg- iega Htil áhrif á bað hvort vel hafi tekizt eða iha. Með öðr- um orðum: þetta fyrirkomulag er í sjálfu sér ekk: fallið til að „efla þátttöku almennings í stjórnar- ok skipulagsstörfum“. Það er rætt um að stjórnar- skrárbreytingar séu í nánd eða jafnvel ný stjórnarskrá. Ekki er mér kunnugt um það í hverju væntanlegar breytingar muni helzt vera fólgnar. En mér sýnist að ákvæði um kosningar séu eitt af því sem þarfnast rækilegrar endurskoð- unar. Svo er annað atriði í þessu sambandi: reynslan sýn- 5r að það er ekki nóg að gefa út stjórnarskrá; það þarf líka að tryggja framkvæmd henn- ar. X sömu stjórnarskránni er t.d. ákvæði um það að kjós- endur geti tekið aftur um-boð íulltrúa síns áður en kjörtíma- bili hans lýkur ef hann stend- ur sig ekki. Þeir í Moskvaráð- inu sögðu aðspurðir að þessa réttar hefði aldrei veríð neytt í Moskvu. Það er slæmt, því varla eru þeir allir svo full- komnir sem setið hafa í því góða ráði. Og það verður Ht- ið úr réttindum sem ekki er neytt. Þess skal samt getið hér, að í fyrrgreindu ávarpi flokksins er talað um nauðsyn þess að þessum rétti til aftur- köllunar umboðs þeirra full- trúa „sem ekki hafa reynzt traustsins verðug:r“ sé fram- fyigt. Það eru mörg skilyrði sem ákveða á hvaða stigi raun- verulegt' lýðræði er í hverju landi. Það er t.d. einsætt að ekki má gleyma Hfskjörum og þró- un þeirra þegar r-ætt er um lýðræði. Ég geri ráð fyrir því að samkvæmt stjórnarskrá og löggjöf séu Jtalía og Svíþjóð á ósköp svipuðu stigj lýðræð- is. Hinsvegar gera hærri lífs- kjör almennings í Sviþjóð það að verkum að raunverulegt lýðræði er þar miklu öflugra: betri lífskjör gefa almenningi aukna raunverulega möguleika a að njóta þeirra lífsgæða — lífsgæða í breiðum skilningi — sem löggjöf getur aðe.ns gert ráð fyrir. Sama gildir auðvitað um Sovétríkin. Efnahagslegar fram- farir létta störf manna, létta daglegt líf þeirra og þar með skapast auknir möguleikar til að gera það sem menn vilja sér til þroska og ánægju. l>eg- ar í ár tekst að uppfylla þarf- ir fólksins betur en í fyrra, þá eru menn um leið orðnir ögn óháðari bölvun skr:ffinnskunn- ar, karríerismans, þess lifs- kjaramisréttis sem ólík staða manna í þjóðfélaginu skapar enn þann dag í dag. Stjórnarskrá, löggjöf, túlkun löggjafar, starf ráða og verka- lýðsfélaga — allt hefur þetta sín áhrif á þróunarstig lýðræð- is í Sovétríkjunum. En þetta allt er í rauninni ekki annað en yfirbygging yfir grundvöll- inn — efnahagslíf þjóðarinnar. Þessvegna oru framleiðslu- skýrslur landsins með öðrum þræði tíðindj af sögu lýðrétt- inda. Hemingway Eéf eftir sig 4 skáldsögur, tugi smásagna NEAV York — Ekkja Eraest Hemingways hefur fært for- leggjara manns síns hér í borg handrit að fjórum skáldsögum og tugum smásagna, sem hann lét eftir sig. Það er haft eftir henni að maður hennar hafj haft mjk- ið dálæti 4 þessum ó- birtu verk- um sínum. Þó hefur enn ekki verið tekin endán- leg ákvörð- un um að gefa þau út á prenti, hún vill láta ,,dóm-bæra“ menn skera úr um það. Sagt er að . einni þessara Hemingway síðustu sögu skáldsins sem birt var að honum lifandi, „Gamli maðurinn og hafið“, og sennilegt að þar sé um að ræða framhald þeirrar sögu. Önnur er sögð gerast í París á árunum upp úr fyrri heims- styrjöldinni. Sú þriðja mun hafa síðari heimsstyrjöldina að sögusviði, en sú fjórða Afríku. fjögurra skáldsagna svipi til Skriðuföil í Perú bana 23 LÍMA 15/3 — 1 gærkvöld féll skriða yfir vinnubúðir ska-mmt frá Líma í Perú. 1 -búðunum voru 22 börn, tíu konur og einn íullorðinn karlmaður. Allt iþetta fólk varð skriðunni að bráð. Búa sig undir að taka við boðskap utan úr geimnum NEW YORK — Hér hefur ver- ið haldin ráðstefna á vegum vísindaakademiunnar, National Academy of Science, um mögu- leika á því að veita viðtöku boðum frá vitsmunaverum á öðrum hnöttum. Ekki hefur verið skýrt frá einstökum atriðum í starf; ráð- stefnunnar, en þessar voru jiiðurstöðurnar: 1) Miklar lík- ur eru á því að um geiminn berist boð frá vitsmunaverum á öðrum hnöttum í öðrum sól- kerfum en okkar. 2) Vandinn er að vita hvar og hvemig þeirra skuli leitað. 3) Tækni- þróunin bendir eindregið til þess að þar muni koma að óyggjandi sannanir fáist fyrir tilvist vitsmunavera á öðrum himinhnöttum. 4) Fyrsta skref- ið í þá átt verður að fá stað- festingu á beirri tilgátu, sem nú er aðeins hægt að leiða líkur að, þeirri, að til séu önn- ur sólkerfi svipuð okkar. Einn af þátttakendunum í ráðstefnunni, prófessor Philip Morrison við Comell-háskóla, segir að séu annars staðar í geimnum fyr;r hendj skilyrði fyrir þróun Hfs, eins og all-ar líkur bendi til, þá hljóti líf að hafa kviknað þar og framþró- un þess orðið að ýmsu leyti með svipuðum hætti og þróun mannsins á jörðinni. Hann bendjr á að vitsmunaverur hafi . þróazt á jörðinni óháðar hverjar öðrum, ef skilyrði- voru fyrir hendi. Menningar- þróunin eigi sér stað sam- kvæmt eigin lögmálum, segir hann og bendír á þá staðreynd, að bæði í löndunum fyrir X>otni Miðjarðarahfs og í Am- eríku fyrir daga Kólumbusar hafi menn komizt á lagið með að skrifa niður hugsanir sín- ar, enda þótt ekkert samband væri milli manna á þessum landsvæðum. Af því m-á ráða, segjr hann, að þróun menning- arinnar hafi í stórum dráttum orðið með svipuðum hætti alls staðar þar sem á annað borð eru skilyrði fyrir þróun lífsins. Fjölskylda Glenn geimfara tók þátt með honum í sigurförinni um götur höfudborgarinnar Washing- ton. Þau Glenn og Annie kona hans standa uppi í bílnum, en í fremra sætinu sitja. börn þeirra, Lyn 14 ára og David 16 ára. Við hlið hjónanna situr Lyndon Jobnson varalorseti Bandaríkjanna og formaður geimrannsóknaráðsins. Jj) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. marz 1962 Föstudagur 16. marz 1962 ÞJÓÐVILJINN (X

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.