Þjóðviljinn - 16.03.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.03.1962, Blaðsíða 12
MÓTMÆLA AÐILD NOREGS AÐ EBE illOÐVIUINN Föstudagur 16. inai’2 1962 — 27. árgangur — 62. tölublað tapar pingsœti Áformin um að N'oregUr gerist aðili að Efnahagsbandalagi Evrópu mæta almennri mótspytnu þar i landi. Myndin var tekin á dögunum, er efnt var til fjölmenns mótmælafundar framan við þing- húsbygginguna í Osló. . Alpingi rœðir frumv. um tekjustofna sveitarfélaga Frumvarpið um tekjustofna sveitarfélaga og níu frum-, taidi að útsvarsstiginn byrji Sörp um lagabreytingar sem af því leiöa voru til 1. um- alltof iágt, þar sem hann hæfist Jtæðu á fundi neöri deildar Alþingis í gær. Flutti Gunn- a 15-000 kl- nettotekjum. Sveitai- Ur Thoroddsen fjármálaráöherra framsöguræöu en síð-; tekjuvonum af .fóiki sem hefði %n töluðu af hálfu stjórnaiandstööuflokkanna Halldór lægri tekjur en 30 þúsund krónur, ítp Sigurösson og Hannibal Valdimarsson. Bæði Halldór og Hannibal £öldu þessa heildarlöggjöf tekju- í’tofna sveitarfélaga að ýmsu leyti íil bóta, enda hefðu að henni Wnnið menn sem þekkingu hefðu rí sveitarstjórnarmálum. Töldu !*)eir báðir einn höfuðkost frum- Warpsins að nú væri kveðið á um Cíinn útsvarsstiga fyrir allt land- í stað þess að í bráðabirgða- jfereytingunni sem gerð var 1960 Hroru útsvarsstigarnir hafðir þrír, ííinn fyrir Reykjavík, annar fyr- 4r aðra kaupstaði og hinn þriðji 'ty rir sveita- og kauptúnahreppa. Tk Ekki veltuútsvar — heldur „aðstöðugjald!" t stjórnarblöðunum hefur ver- Ið gert mikið úr því hvað ynn- Í6t með því að frumvarpið gerði ð fyrir að hið illa þokkaða í^oltuút.svar yrði afunmið, sagði líannifeal. En sú breyting væri aineira í orði en á borði, því að il stað veltuútsvarsins væri tekið 1Épp annað gjald á fyrirtæki, svo- ÍBofnt „aðstöðugjald". Og sam- jjtvæmt greinargerð frumvarpsins ÍVirtist ráð fyrir því gert að sveit- iBrfélögin hefðu álíka miklar tekj- Öir af aðstöðugjaldinu svonefnda l»g veltuskattinum áður. Gæti því ÍBvo farið að fögnuðurinn yfir af- &ámi veltuskattsins yrði skamm- Winnur. þegar mönnum skildist að Bm nafnbreytingu væri að ræða »g fyrirkomulagsbreytingu. Landsútsvörin ættu að vera víðtækari Lögin um jöfnunarsjóð sveitar- ffélaga frá 1960 eru að mestu fjeyti tekin upp í þetta frumvarp, fjn þar er nýmæli um landsút- 'ívör. Hannibal minnti á að þrír (j^ingmenn Alþýðubandalagsins :Sjefðu nú tvö ár í röð flutt frum- 3»arp um landsútsvör. Þar hefði fi^rrið gert ráð fyrir landsútsvör- um á fyrirtæki sem hafa skipti við landið allt, skipafélög, heild- sölufyrirtæki, útflutningsfyrir- tæki, tryggingarfélög, verzlunar- stofnanir ríkisins og önnur slík. Af þessum leiðum hefur ríkis- stjórnin tekið í frumvarpið á- kvæði um landsútsvör á þessi fyrirtæki: nokkur ríkisfyrirtæki og einkasölur svo sem olíu- félögin. Þeirri hugmynd sé einnig fylgt, að landsútsvörin renni í jöfnunarsjóð sveitarfé- laganna og verði skipt þar sam- kvæmt íbúafjölda. En öll rök liggja til þess að allmörg fyrir- tæki önnur en ríkisstjórnin hef- ur tekið með, bæru lika landsút- svar. ★ Útsvar lagt á of lágar tekjur Meginbreytingin frá fyrri lög- um í þeim kafla sem fjallar um útsvörin sjálf, er lögfesting eins útsvarsstiga í stað þriggja, og er sú breyting til bóta. En Hannibal og helzt ætti útsvarsstiginn ekki að byrja íyrr en við 40—50 þús- und kr. skattskyldar tekjur. Þó væri bót að því heimildarákvæði Framhald á 10. síðu. LONDON 15/3 «— Ihaldsflokkur- Enu cnski varð fyrir alvarlegu áfalli í aukakosningum til neðri deiklar þingsins í gær. Kosið var í tveim kjiirdænuim, Orp- ington og Middlesbroug. f Orp'ngton tapaði íhalds- flokkurinn þingsæti sínu til Frjálslynda flokksins. Eric Sjang Kaisék vonsvikinn TAIPEI 15/3. — Harrimani. að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna og Sjang Kaisék sátu í dag á fundi á Taivan. Harriman mun hafa sagt það skoðun Bandaríkjastjórnar að ekki kæmi til greina að menn Sjang Kaisjék gerðu innrás í Kína, nema því aðeins að upp- reisn hefði áður brotizt þar út. Þjóðernissinnar héldu því hins- vegar fram að lítil von væri til þess að uppreisn yrði ú megin- landinu nema vopnuð innrás kæmi til. Á Taivan er fundur þessi sagð- ur hafa valdið miklum vonbrigð- um, eftir að þjóðernissinnablöð- in höfðu básúnað heimsókn Harrimans sem einn mesta við- burð sem gerzt hefði um árabil. Nú er talið loku fyrir það skot- ið að Bandarkjamenn muni á nokkurn hátt styðja Sjang Kai- sék til landvinninga á megin- landi Kína. Lubbock, frambjóðandi frjáls- lyndra, hlaut 22.846 atkvæði.en íhaldsmaðurinn 14.991. Verka- mannaflokkurinn rak lestina með 5.350 atkvæði. í kosningunum 1959 sigruðu íhaldsmenn með 1.760 atkv. fram yfir Verka- mannaflokk'nn. Úrslitin í Orpington eru tal- in- ein þau athygljsverðustu sem orðið hafa í aukakosningum síðastliðin tíu ár. í Middlesbroug hélt Verka- mannaflokkurinn þingsæti sínu. en Frjálslyndi flokkurinn sem nú bauð fram í þessu kjördæmi í fyrsta s.'nn í tólf ár náði öðru sæti. Frambjóðandi Verka- mannaflokksjns, Arthur Bott- omley, var kjörinn með 18.928 atkvæðum, en frjálslyndir hlutu 7.145 og íhaldsmenn 4.613. Bott'- omley var ráðherra 1 stjórn Attlees og er talinn einn helzt'i sérfræðingur Verkamannaflokks- ins í málum þeim er snerta brezka samveldið. 22 atómsprenging WASHINGTON 15/3 — Banda- ríkjamenn sprengdu kjarnorku- sprengju í neðanjarðarstöðvum sínum í Neváda-auðninni í dag. Þetta er 22. sprenging Banda- ríkjamanna síðan þeir hófu aft- ur tilraunir sínar með kjarn- orkuvopn. Sagt er að styrkur sprengjunnar hafi ekki verið mikill. Grunaðir um smygl ö hppdrœttismiðum í gær birtj Morgunblaðið þá frétt eftir fréttaritara AP Nevv York, að( sltipsmenn af Goðaíossi væru flæktir í smygl- mál í New York og hefðu ver- 33 stiga frost í Möðrudal í fyrrinótt - mesta frost sem hefur mœlzt síðan 1918 G * fyrrinótt varð mesta frost, sem mælzt hefur síðan 1918. Frostið var 33 stig á Möðrudal, en árið 1918 mældist það mest 38 stig á Grímsstöðum á Hólsfjöllum. 0 Á Möðrudal var í fyirrinótt skafheiðríkt, logn og jörð snævi þakin. Á Grímsstöðum var 30 stiga frost, Egilsstöðum 27 og á Akureyri 23 stiga frost. Hér sunnanlands var frost- ið mun minna; í Reykjavík var 7 stiga frost en 16 stiga frost á Þingvöllum. 0 Undanfarinn hálfan múnuð má heita að veður hafi verið óbreytt hér sunnanlands, en í gær var komið skýjað loft og tekið að hlýna, svo búast má við að taki að hlýna um land allt. Það sem af er marzmánuði hefur ekki komið dropi úr lofti hér við Faxaflóa. ið þar til yfirlieyrslu grunaðir um að eiga þátt í að smygla í land tveim kössum með mið- um í írska happdrættinu Irish Sweepstakes samtals að verð- mæti 6,5 millj. dollara eða tæp- ar 280 milljónir íslenzkra kr. Goðafoss kom til New York sl. sunnudag frá Dublin en á þriðjudag fann lögreglan fram- angreinda tvo kassa með happ- drættismiðunum í bifreið, er var á leið frá höfninni þar sem Goðafoss liggur. Kassarnir voru ómerktir og segist bifreiðar- stjó.ranum svo frá, að ókunnur maður, er hann hitti á vínbar, hafi boðið honum 50 dollara fyrir að flytja kassana, sem þá var búið að koma í gegnum toll- eftirlitið. Samkvæmt bandarisk- um lögum er óheimilt að flytja happdrættismiða til Bandarikj- anna, þar sem litið er á happ- drætti sem fjárhættuspil og það bannað í ýmsum ríkjum þar. Hefur bifreiðarstjórinn verið kærður fyrir að brjóta lögin um fjárhættuspil með flutnjngi happdrættismiðanna og einnig hefur forstjóri fyrirtækisins, er átti bifreiðina, verið kærður, þótt hann neiti allri vitneskju um málið. Er nú unnið af kappi að rannsókn málsins af bandarísku leynilögreglunni og tolleftirlitinu. Þjóðviljinn sneri sér í gær til Eggerts P. Briem fulltrúa hjá Eimskipafélaginu og spurði hvaða vitneskjú félagið hefði fengið um þetta mál. Sagði full- trúinn, að félagið vissi ekkert meira en fram hefði komið í fréttinni í Morgunblaðinu. Mál þetta væri enn í rannsókn og væri ekkert upplýst um það. hvort ' skipverjar á Goðafossi væru sekir eða ekki. Mörg fleiri skip en Goðafoss liggja við þessa sömu bryggju þar sem kassarnir fundust. Unnið er nú að uppskipun úr Goðafossi en samkvæmt áætlun á skipið að fara aftur frá New York n.k. föstudag 23. þ.m. Er enn ekki vitað hvort skipið verður kyrr- sett vegna þessa máls.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.