Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 1
 Jt Alstaðar á YARÐBERGI Algeng sjón í Reykjavík, ekki hvað sízt á miðviku- dögum: bandarískir her- námsliðar hópast saman á einu götuhornanna í mið- bænum. Og svipaða sjón getur víð- ar að líta en hér í höfuð- borg Islands, því sá heims- hluti fyrirfinnst ekki að Banxíaríkjamenn hafi þar ekki flejri eða færri her- stöðvar, eins og gleggst sést á eftirfarandi yfirliti sem crlend blöð hafa birt um herstyrk Bandaríkja- manna utan heimalandsins. Fjöldi bandarískra hcr- námsliða í einstökum lönd- um er sem hér seglr: Island 4.000 : Vestur-Þýzkaland og V-Börlín 300.000 Bretlandscyjar 35.000 Frakkland 50.000 Italía 10.000 Spánn 10.000 Við Miðjarðarh. 35.000 Tyrkland 8.700 Lybía 14.000 1 Marokkó 5.000 : Grænland 6.000 ¦ 1 Karíbahafi 20.000 | Suður-Víetnam 3.000 j Suður-Kórea 57.000 : Japan 50.000 ; í Filipseyjar 10.000 j Annarsstaðar á Kyarahafssvæðinu 60.000 ; Miðvikudagur 21. marz 1962 — 27. árgangur — 66. tölublað í gær fékk Þjóðviljinn spurnir af því, að í vet- ur hefði prófessor Magnús Már Lárusson fundið í sóknarlýsingum Reykholtssóknar frá 1842 heim- ild fyrir því, að þar í kirkjugarðinum í Reykholti hefði fundizt steinkista, er verið var að taka þar gröf, en aðeins ein steinkista hefur fundizt í kirkjugarði hér á landi, kista Páls biskups Jóns- sonar í Skálholti. Er því hér um merkan fund að ræða, ef rétt er frá greint og treysta má heim- ildinni. Þjóðviljinn snéri sér til próf. Magnúsar Más og spurði hann um sannleiksgildi þessarar frétt- ar. Kvað hann það rétt vera, að í febrúar sl. hefði hann rekizt á þessa heimild í sóknarlýsing- unum. Varð hann góðfúslega við þeim tilmælum að láta blaðinu hana í té orðrétta. Sóknarlýsingin er rituð 1842 af þáverandi presti í Reykholti, séra Jónasi Jónssyni, er þá hafði verið þar prestur í um þrjú ár. Ér kafli sá úr sóknarlýsingunni, er hér fer á eftir svar prests við spurningu Bókmenntafélagsins um fornminjar, er fundizt hefðu í sókninni. Þeirri spurningu svarar prestur svo: „Engar fornleifar hafa hér fundizt svo ég geti uppspurt eða verið greindar, en sagt hefur mér verið, að eitt sinn hafi menn, þegar gröf var tekin í Reykholts- kirkjugarði, hitt ofan á fótagafls- enda á steinlíkkistu yfir hverja höfðu verið lagðar þunnar og velfelldar hellur þversyfir. Nokkr- ar af þessum hellum höfðu graf- armenn tekið upp og þóttust séð hafa merki til að ofan í kistuna hefði verið lögð rauðleit blæja, þvílíkust sem úr silki, sem þó strax varð að hismi, þegar á var tekið. Engar rúnar eða þess kon- ar þóttust þeir hafa getað fund- ið, enda voru það hellurnar yfir fótagaflsendanum, sem upp höfða verið teknar. Það kemur mönn- um saman um, að þessi stein- kista sé austanundir kirkjugafl- inum en geta ekki sagt fyrir víst, hvar helzt hennar sé að leita." Prófessor Magnús kvaðst telja taessa heimitd um kistufundinri alltrausta. Hins vegar gæti leik- ið á því nokkur vafi, hvort þarna hefði verið um að ræða raun- verulega steinkistu eða aðeins hellugröf. Það virtist þó eindreg- Ið benda til þess að hér hefði verið um steinkistu að ræða, að grafarmennirnir hefðu fundið leifar silkiblæjunnar. Það sýndi, að mold hefði ekki runnið inn í kistuna eins og gert hefði i hellugröf, því að þá hefði blæjan löngu verið fúnuð og uppleyst. Prófessor Magnús kvað það furðulegt, að_ enginn skyldi fyrr hafa hrokkið upp við lestur þessarar lýsingar eins og sókn- arlýsingarnar hefðu verið þaul- lesnar. Hér væri þó um merki- legar upplýsingar að ræða, er gæfu von um að finna mætti aðra íslenzka steinkistu, mjög líklega frá sama tíma og stein- kistu Páls biskups. Kæmi þá helzt í hug, að Snorra Sturlu- syni eða Páli presti Sölvasyni hefði verið veittur svo veglegur umbúnaður f gröfinni. Væri það Framhald á 5. siðu. Steinkista Páls biskups Jónssonar, er fannst í Skálholtskirkjugarði^ Myndin var tekin, er búiö var að opna kistuna og scst beinagrindE Páls biskups vel í bistunni. Franska þingið ræðir samningana ura Alsír: Veik andstaða gegn Alsírsamningunum PARÍS 20/3 — de Gaulle Frakklandsforseti sendi þjóðþinginu boðskap árdeg- VERÐHÆKKANIR 32% KAUPLÆKKANIR 5% 0 Þjóðviljanum barst í gær fréttatilkynning frá Hagstofu Is- iands um vísitölu framfærslukostnaðar miðað við verðlag 1. marz sl. Segir þar að vísitalan sé óbreytt 116 stig, og eru allir liðir henn- ar óbreyttir nema vísitalan fyrir matvörur sem er talin hafa lækk- aí (!) úr 130 stigum í 129 stig í febrúarmánuði. % Vísitalan fyrir vörur og þjónustu er 132 stig. Almennar nauð- synjar hafa þannig hækkað í verði um 32°/^ síðan 1. marz 1959. Tímakaup Dagsbrúnarmanns er hinsvegar tæpum 5% lægra en það var í ársbyrjun 1959. is í dag í tilefni þess a'ð um- ræður voru aö hefjast í þinginu um samningana í Alsírmálinu. Forsetinn til- kynnti aö þjóöaratkvæða- greiðsla myndi látin fara fram um þá tillögu sem stjórnin legði nú fyrir þjóð- þingiö, þ.e. að samningarn- ir, sem geröir voru í Evian milli frönsku stjórnarinnar og útlagastj^L-nar Serkja, veröi samþyk&ir. Ofstækisfullir ' hægriþingmenn gerðu háreisti í franska þinginu, þegar umræður um friðarsamn- ingana hófust í dag. Hrópuðu þeir ókvæðisorð í garð stjórnar- innar, sökuðu hana um föður- landssvik, stórglæpi o.s.frv. 45- voru á mælendaskrá þegar um- ræður hófust, og er búizt við að þær standi a.m.k. í tvo áagá^ áður en atkvæði verða greidd. Áður en umræðurnar byrjuðu hafði de Gaulle forseti sent þing- inu boðskap sinn og tilkynnt að Framhald á 10: síðn, Hótað að hindra lög- festingu 290 þús. kr. dánarbóta fyrir alla sjómenn — Sjá 12. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.