Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.03.1962, Blaðsíða 10
I ÞAKKARAVARP 1 kvöld er 14. og næst síðasta sýning á sjónleiknum Hvað er sannleikur? eftir J. B. Hristley og 30. sýning á Kviksandi verður á fimmtudag en sýningum á því leikriti fdr nú einnig að fækka, l>ar sem nýtt gamanleikrit er í uppsiglingu hjá Leikfélagiinu. Myndin hér að ofan er sviðs- mynd úr Kviksandi og sjást þau Brynjólfur Jóhannesson, Steindór Hjörleifsson, Gísli Halldórs- son og Heiga Bachmann þar i hlutverkum sinum í Ieiknum. Skákkeppni stofnana Framh. af 7. síðu. aði og hæfileikum Völu Kristj- .áhsson get ég alls ékki vænzt þess að hún muni syngja þessa texta mína fram tii 82 ára aldurs. Fjórða ákæruatriði: „En textinn er ekki aðeins ónákvæmur, heldur varla þekkjanlegur14,. ,.Hér er sýnis- horn úr fimmta atriði, fyrsta þætti“. Eliza; The rain in Spain stays mainly in the plain. >ýð: Á Spáni hundur lú við lund á grund. Higgins: Now once again. where does it rain? IJýð: Og hvar lá hundur þar á grund? Eliza; On the plain! On the plain! Þýð: Lá við lund. Lá við lund. Til skilningsauka fyrir grein- arhöfund og lesendur blaðsins iæt ég nægja að sýna að sænski þýðandinn, Gösta Rybrant. leysir þennan vanda á mjög iíkan hátt og undirritaður. Elíza: (Talar hægt en rétt) En spansk ráv klev blar.d sáv och rev en annan ráv. Higgins: Vad nu? Eliza; (Syngur) en spanska ráven rev en annan ráv. Higgins: Var var det ráven gíck och klev? Elíza: Ibland sá.v, ibland sáv. Higgins: Och denna spanska . ráv .. .? Eliza Hann rev. en ráv. Sakbornmgur játar,- Hér' er ekki um þýðingu að ræða heldur er textinn umsaminn, t'il þess að hann geti gegnt sínu hlutverki í söngleiknum. Hér er um orðaleik, eða rím- leik að ræða, sem verður að fela í sér möguleika á hvaða máli sem er, til kennslu á röngum framburði í réttan. Ég tel mig engan sérfræðing í að þýða söngleiki. Það er eins með þá sem annað, and- legt og verklegt, að alltaf er hægt að laga og bæta. Góð ráð vil ég gjarna þiggja, þótt ekki sé í „smiðju" farið. Sér- staklega væri ég greinarhöf- undi þakklátur ef hún lumaði á einhverri „nákvæmri“ þýð- ingu á „The rain in Spain, stais mainly in the plain“. Pósthólf mitt er 196. Síminn er í símaskránni. Greinarhöfundur segir: ,,Lát- um þetta nú vera. Þetta má kallast skáldaleyfi. Það er lakara, sem ég tilfæri hér næst.“ Higgins: Look at her, a pris’ner of the gutters. Condemned by every syllable she utters. By right she be taken out and hung for the cold-blooded murder of the English tongue. Síðan er birt svohljóðandi þýðing á þessari vísu, sem á að vera eftir mig: Því málfarið má spegilmynd af manngerðinnj kalla og maðurinn dæmist eftir því, hvort tal er laust við galla. Hin rétta enska óttast ég .að lærist seint og einnig að Bretar tali hreint — og beint '(tal) Svo talsmátinn sé ekki eilífðarplága heyrn og sál. Sakbomingur játar: Það er Nýtízku husgögn ’ FJölbreytt úrraL > Póstsendum. Axel Eyjólfsson, I ■Upboltl 7. SímJ 18117. satt: Þetta er nú lakara. En sér til vamar, vill hann geta þess, að hér er um tvær vísur að ræða. ólíkar að anda, efni og „bragarhætti". í handriti þýðanda og í hin- um fjölrituðu eintökum Þjóð- leikhússins, hljóðar þýðingin á þessa leið; Higgins: Sjáið þessa. Gatan hennar liæli. Hlustið á. Slíkt mæli líkist væli. Að réttu lagj. hengja hana ber. Hún hreinræktaður tungumorð- ingi’ er. Og nú spyr sakborningur: Hvernig er hægt að skýra það, að hinum umvöndunar- sama greinarhöfundi, og stranga dómara, skuli hafa yf- irsézt þarna? Að vísu er áður þúið að fullyrða að textinn sé „ekki aðeins ónákvæmur, held- ur varla þekkjanlegur“. Og þó ég sé ekki góður þýðandi, vænti ég þess að enginn haldi mig svo afleítan að hvorki meiningin, né eitt einasta orð sé líkt frumtextanum. Þetta er engin krossgáta. Skýringin er afar einföld, en mjög óheppileg fyrir ákæranda minn, greinarhöfund, en gæti orðið til þess, að þýðandinn yrði ekki dæmdur í iífstíðarút- legð frá ,,menningunni“. Enski textinn, er 1. erindi í söng prófessors Higgins í 1. þætti, en Islenzki text.’nn, sem greinarhöfundur bjrtir, sem þýðingu vísunnar, kemur ekki fyrr en í miðjum söngnum. Þar á milli hefur verið talað og sungið. Aftur á móti er textinn „Því málfarið má spegilmynd af manngerðinni kalla ...“ o.s.frv. Það fyrsta úr þessum söng sem prentað er í prógrammi Þjóðleikhússins. Þar eru sumir textarnir birt- ir i heilu lagi, en aðeins kafl- ar úr öðrum. Þetta hlýtur að vekja leið- inlegan grun um það, að höf- undur greinarinnar í Þjóðvilj- anum, hafj ekki, um leið og hún tók dómsvaldið sér í hend- ur, kynnt sér nægilega vel öll málsskjöl, eins og þó mætti ætla af hinum stranga tón í ákæruskjali hennar. „Guð varðveiti...“ o,s.frv. Þótt greinarhöfundi hafi skrikað fótur á ritvellinum, skulum við, sem grein hennar höfum lesið, enn standa í þejrri trú, að hún geti ekki aðeins rifjð niður þýðingu söngleikja, heldur einnig framkvæmt upp- byggingarstarf á því sviði. Undirritaður hefur þýtt nokkra söngleiki og óperur fyrir Þjóðleikhúsið o.fl. undan- farin ár. Fyrir tveim árum var ég ákveðinn að hætta þessu, en illa gekk að fá nokkurn til >að taka að sér þetta erfiða og sýnilega van- þakkláta starf. Þá lét ég til le’ðast að þýða tvo söng- leiki, síðast ,,My fair Lady“. En nú sé ég að hægt er að létta af mér þungum krossi. Ég er greinarhöfundi innilega þakklátur fyrir að fela ekki lengur ljós sitt undir mælikeri hvað þekkingu varðar um söngleiki, bragarhætti, rím, nákvæma þýðingu o.fl. Hefi ég því hringt til Þjóðleikhúss- stjóra, og bent honum á frú Málfríði Einarsdóttur til að þýða næsta söngleik, sem Þjóðleikhúsið sýnir, í þeirri elnlægu von, að henni megi takast betur en mér. Egill Bjarnason. Framhald af 2. síðu. — Hótel á Keflavíkurflugv’elli sat hjá. Röð: 1. Laugarnesskólinn I2V2, 2. Daníel Þorsteinsson I2V2 (hefur lokið keppni), 3.' íþrottir Framhald af 9. síðu. legum tökum á leiknum og þeg- ar eftir voru 1.22 mín. tóku þeir markmanninn útaf, og settu aukasóknarmann til að knýja fram jafntefli. Allt kom fyrir ekki, Svíar og þá Hágg- roth sér í lagi stóðust allar á- rásir Kanada-manna. Og þeg- ar aðeins ein mín. var eftir kom það fyrir sem Kanadamenn sízt af öllu höfðu búizt við eða vonað: Svíar bættu 5. mark- inu við! Svíinn Nisse Nilsen skaut hörkuskóti af löngu færi, og þaut „pukken" framhjá Kanadamönnunum og mark- manninum, sem var kominn of langt út úr „búrinu“ og rann í mannlaust markið! Þetta hafði þau áhrif á markmann Kanada, að hann varð óður af reiði og reyndi að slá einn Svíann með kylfu sinni. Kanadamanninum var vísað útaf í 5 mín. Annar Kanadamaður ætlaði að blanda sér í málið og fékk 2 mín. í „víta-króknum“. Hinn frábæri markmaður Svíanna bjargaði 35 sinnum en Kanadamaðurinn aðeins 18 sinnum. Hinir 5000 óhorfendur glöddust yfir sigri Svíanna, sem sýndu skipulegri leik en Kana- damennimir, sem sýndu meiri hörku og léku maður á mann. Svíarnir reyndu allan tímann að láta „pukken“ ganga frá manni til manns til þess að losna við hinar hörðu skrokk- hindranir Kanadamannanna, og það tókst nokkurnveginn. Trúlofunarhringir, steln- bringir, hálsmen, 14 og 18 karata. Landssiminn 11, 4. Stjórnar- ráðið 10, 5. ‘ Miðbæjarskólinn 9V2, 6. Hótel á Keflavíkur- flugvelli 8V2, ?• Verðlagseftir- litið 8. D-flokkur: Rafmagnsveitan 1. sv, 4 — Hreyfill, 3. sv., 0 — Borgar- bílastöðin, 1. sv., 2 — Segull 2 — Lögreglan, 1 sv., 3 — Þjóðviljinn 1 — Eimskip sat hjá. Röð: 1. Rafmagnsveitan 14*/2 2. Hreyfill 12V2 (hefur lokið keppni), 3. Lögreglan 11, 4.—5. Þjóðviljinn og Borgarbílastöð- in 9V2, 6. Eimskip 9, 7. Segull 6. E-flokkur: Landsbankinn, 2. sv„ 3 — Birgir Ágústsson 1 — Lands- síminn, 2. sv., 3 — Búnaðar- bankinn, 2. sv., 1 — Héðinn, 1 sv., 3 — Kassagerðin 1 — KRON sat hjá. Röð: 1. Landsbankinn 14, 2. Búnaðarbankinn 12 (hefur lok- ið kepprii), 3. Landssíminn IIV2, 4.-5. KRON og Héðinn 9V2, 6. Kassagerðin 9, 7. Birg- ir Ágústsson fi1,/ F-flokkur: Hreyfill, 4. sv„ 3V2 — Vita- málaskrifstofan V2 — Sigurður Sveinbjörnsson 3 — Borgar- bílastöðin, 2. sv„ 1 — Raf- magnsveitan, 2. sv„ 2V2 — Strætisvagnamir IV2 — Lög- reglan, 2. sv., sat hjá. Röð: 1. Hreyfill 12V2, 2.-3. Borgarbílastöðin og Sigurður Sveinbjörnsson 11, 4. Lögregl- an IOV2, 5. Vitamálaskrifstof- an IOV2 (hefur lokið keppni), 6. Rafmagnsveitan 9V2, V- Strætisvagnarnir 7. G-flokkur: Héðinn, 2. sv., 3 — Skeljung- ur 1 — Búnaðarbankinn 3. sv., 2V2 — Rafmagnsveitan, 3. sv., IV2 — Flugfélagið 2V2 — ísl. aðalverktakar, 2. sv„ U/2 — Borgarbílastöðin, 3. sv„ sat hjá. Röð: 1. Flugfélagið 16 (hef- ur lokið keppni). 2. Rafmagns- veitan I2V2, 3. ísl. aðalverk- takar 11, 4.—5. Búnaðarbank- inn pg Héðinn 9V2, 6. Borgar- •bílastöðin 9, 7. Skeljungur 4% Sjöundu og síðustu umferð er þegar lokið í sumum flokk- unum en úrslit hennar og endanleg úrslit í keppninni verða birt í heild hér í blað- inu að keppni lokinni. Veik andsfsða Framhald af 1. síðu. hann myndi leita álits þjóðarinn- ar á samningunum. Verður þjóð- aratkvæðagreiðsla lótin fara fram 8. apríl um samningana sem gerð- Ir voru í Evian. I boðskap sínum sagði de Gaulle, að enginn mætti gera lítið úr þeim erfiðleikum sem væri að mæta við framkvæmd Evian-samninganna. öryggi rík- isins væri nú hætta búin. Chaban-Delmas þingforseti las boðskap forseta í fulltrúadeild þingsins en de Murville utanrík- isráðherra í öldungadeildinni. Allir þingmenn, nema fjórir risu úr sætum meðan boðskapurinn var lesinn. Debré ' forsætisráð- herra gerði nánari grein fyrir samningsákvæðum, eftir að boðskapur forsetans var lesinn. Hann benti á hversu mjög Frakk- land hefði komið við sögu Norð- ur-Afríku, og tengsl Alsír við Erakkland væru ekki rofin þótt samningarnir yrðu framkvæmdir. Hinsvegar þýddu þeir það, að nýtt sjálfstætt ríki yrði stofnað í Alsír. Þegar almennar umræður hóf- ust að loknu hádegishléi, skund- uðu um 40 þingmenn út úr þing- salnum syngjandi þjóðsönginn. Gerðist það eftir að Pierre Por- tolano, þingmaður fyrir Bone í Alsír hafði mótmælt samningun- um og tilkynnt að hann og skoð- anabræður hans myndu ekki taka bátt í umræðunum. Lýsti hann yfir þeirri skoðun, að Frakkland væri óbundið af Evian-samning- unum. Á þingi sitja 450 þing- menn, og var þótttaka í þessum mótmælaaðgerðum bví mjög lítil. 1 umræðunum kom til heiftar- legs rifildis milli Debré forsætis- ísráðherra og íhaldsbingmannsins Fraissinet. Varð þin,gforseti að gera hlé á fundi um skeið meðan þeim sjatnaði reiðin. Einn af bingmönnum Komm- únistaflokksins, Waldeck Rochet, var meðal fvrstu ræðumanna. Hann sagði að kommúnistar hefðu lengi barizt fvrir því að Alsfrbúar fengju siálfsákvörðun- arrétt um framtíð sína. Flokk- urinn myndi hvetia alla félaga stna til að greiða tiJlögu stjórnar- innar atkvæði í þjóðaratkvæða- greiðslunni. VÐ Rtonrt/ÍHtudfét JJQ) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagúr 21. marz 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.