Þjóðviljinn - 24.03.1962, Síða 1

Þjóðviljinn - 24.03.1962, Síða 1
11 stöðvsðir og j enginn fundsir I • Togararnir cru smám- j saman aö tínast inn og er • þeim lagt jafnóðum. Þrír j eru nýkomnir, þeir Egill ■ Skallagrímsson, Fylkir og j Ingóifur Arnarson sem : landaði hér í fyrradag ■ um 200 Iestum af fiski. Jón j forseti kom hér við í gær, ■ en geröi stuttan stanz, j sigldi tii Englands með afla ■ sinn, sem var rýr, skömmu j eftir hádegið. • Alls liafa nú stöðvazt j 11 togarar hér í Reykjavík j af völdum vcrkfallsins auk þeirra scm lágu fyrir. • Engir samningafundir j hafa verið í deilunni síðan j 9. marz og ekki er búizt ■ við neinum fundum í hráð. j fx-Vx-:;' ; Um 20. marz útskrifuðust tólf nýjar hjúkrunarkonur og einn hjúkrunarmaður úr Iljúkrunarkvennaskóla Is- lands. Myndin er af unga hjúkrunarfólkinu. Fremri röð frá vinstri: Hreindís Guð- mundsdóttir frá Akureyri, Ingibjörg Pétursdóttir frá Grafarnesi í Grundarfirði, 12 NYJAR HJUKRUNAR- KONUR OG EINN HJÚKRUNARMAÐUR Óskar Ilarry Jónsson frá Rvík, Gísladóttir frá Sigtúnum í Minnie Gunnlaug Leósdótlir Skagafirði og Aðalheiður Rósa frá Siglufirði, Guðrún Alda Gunnarsdótlir frá Vestmanna- eyjum. Aftari röð f.v. Sigrún j Kristín Þorsteinsdóttir frá Neskaupstað, Sigrún Skafta- dóttir frá Rvík Guðrún Sig- urðard. frá Rvík, Guðrún ína Wessman frá Rvík, Sess- clja G. J. Halldórsdóttir frá Isafirði, Sigríður Antonsdóttir frá Hofsósi og Guðrún Alda Halldórsdóttir frá Reykjavík. (Ljósrn. Vigfús Sigurgeirsson). Vísvitandi stjórnarskrdrbrot jdtað með þögn rdðherra Þingmenn beggja stjórnarandstööuflokkanna, Lúövík Jósepsson formaöur þingflokks Alþýöubandalagsins og Skúli Guömundsson, sökuöu ríkisstjórnina í gær um vísvitandi stjórnarskrárbrot vegna útgáfu bráöabirgöa- laganna um að afhenda Seölabankanum vald til aö skrá gengi íslenzkrar krónu. Lögðu báöir til aö frumvarpið um staðfestingu bráðabirgöalaganna veröi fellt. Að minnsta kosti hálf ríkis- stjórnin, Ólafur Thórs forsætis- ráðherra, Gylfi Þ. Gísiason menntamálaráðherra og Gunnar Thoroddsen f jármálaráðherra sátu undir þessum ásökunum án þess að treysta sér til þess að bera af sér sakir, og var heldur ekki reynt af öðrurn stfórnarþing- mönnum að andmæla hinum þungu og rökstuddu ásökunum þeirra Lúðviks og Skúia. Frumvarpið um Seðlabankann var tekið til 2. umræðu í neðri deild í gær, og flutti Birgir Kjar- an framsöguræðu af hálfu meiri- hluta stjórnarflokkanna í fjár- hagsnefnd, sem leggur til að frv. verði samþykkt, og bætt við rýmri heimild til lántöku en nú er í Seðlabankalögunum. Skúli Guðmundsson flutti ýtar- lega ræðu og rökstuddi þá álykt- un að setning bráðabirgðalag- anna væri stjórnarskrárbrot, og gengislækkunin sem á eftir fylgdi óþörf og skaðleg. Lúðvík Jósepsson lagði áherzlu á, að formlega væri efni þessa frumvarps einungis það eina at- I riði, að færa gengisskráningar-1 valdið úr höndum Alþingis i hendur bankastjóra Seðlabankans. I Benti Lúðvík á að enginn efi I léki á því, að setning bráða- birgðalaga um þetta efni væri stjórnarskrárbrot. Hvorki í grein- argerð bráðabirgðalaganna, né við 1. umræðu málsins og held- Framhald á ll.-síðu. ALGEIRSBORG — PARÍS 23/3 — í kvöld lágu urn það bil 80 franskir her- menn ýrnist dauðir eða særðir í hverfinu Bab-el- Oued í Algeirsborg. Allir voru þeir fórnarlömb í or- ustu þeirri sem brauzt út í morgun. Það voru franskar öryggis- og gæzluliðssveitir annars- vegar og OAS-menn hins- vegar sem áttust við. — Bardagarnir fóru fram í hverfi því sem OAS-sam- tökin eiga hvað mestu fylgi að fagna — Bab-el- Oued. Skothríð úr hríðskotabyssum og fallbyssum glumdi um hverfið t allan dag meðan hermennirnir börðust við að halda hcrmdar- verkamönnunum i skcfjum og hindra þá í að spilla fyrir vopnahléssamningnum sem gekk í gildi um síðustu helgi. Á sama tíma sat De Gaulle á stjórnarfundi og lýsti yfir að upp- lausnaröflin í Alsír yrðu barin niður í eitt skipti fyrir öll. Hann sagði að ríkisstjórnin ætti að gera þetta án nokkurrar miskunnar og beita til þess öllum tiltækilegúm ráðum. Það voru OAS-menn sem hófu skothríðina á öryggissveitarmenn á meðan þeir voru í óða önn að setja upp gaddavírsgirðingar yf- ir göturnar í Bab el Oued. Her- mennirnir svöruðu skothríðinni en OAS-menn tóku sér stöðu hingað _og þangað um hverfið með sprengjuvörpur og skrið- Framhald á 10. síðu. Flokkurinn DEILDARFUNDIR verða n.k. mánudag, FORMANNAFUND- UR í dag, laugardag, kl. 6 síðdegis. — Sósíalistafélag Rcykjavíkup Alþýðublaðsmenn kærðu útvarpsstöð • Fjórir ungir menn komu á fund blaðamanna Þjóðviljans í gærkvöld og sögðu sínar farir ekki sléttar. Þeir kváðust hafa í heilt ár unnið að því að koma sér upp smá-útvarpsstöð og fyrir um það bil hálfum mánuði var hún tilbúin. Hófu þeir þá þegar að senda út tónlist, íslenzka og erlenda. Til stöðvarinnar náðist um alla Reykjavík. Stöðin sendi á bylgju mjög nálægt Keflavík- urstöðinni og rakst þannig fólk á sendingar hennar og fullyrða piitarnir að hún hafi á skömm- um tíma orðið mjög vinsæl, eink- um meðal unga fólksins. • En Adam var ekki lengi í Paradís.. I gærkvöldi komu menn frá lögreglunni og lands- símanum á fund piltanna og skipuðu þeim að hætta sending- um. Það fylgdi sögunni að menn úr starfsliði Alþýðublaðsins hefðu kært stöðina .en ljósmyndari blaðsins var á vakki í nágrenn- inu er þetta gerðist. • Stöð piltanna sendi ein- vörðungu út létta tónlist á bylgju nærri Keflavíkurútvai-pinu. Sýni- lega hefur þeim Alþýðublaðs- mönnum sárnað hvað þeir veittu kananum harða samkeppni, enda virðast verndararnir hafa einka- leyfi á rekstri ólöglegrar út-* varpsstöðvar hér á landi. j

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.