Þjóðviljinn - 01.05.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.05.1962, Blaðsíða 2
<$> í dag er 1. maí. Tveggja post- ula messa. Tungl í hásuðri kl. 10.09. Árdegisháflæði kl. 2.59. ; Síðdegisháflæði kl. 15.24. Næturvarzla vikuna 28. apríl til 4. maí er I Reykjavíkur- Apóteki, Sími 11760. S.júkrabifreiðin í Hafnarfirðl Sími: 1-13-36. flugið Loftleiðir h.f.: Snorri Sturluson er væntanlegur frá N.Y. klukkan 9; fer til Lúx- emborgar klukkan 10.30; er væntanlegur aftur klukkan 24; fer til N.Y. klukkan 1.30. skipin i Skipadeild S.f.S.: Hvassafell er í Rvík. Arnarfell er væntanlegt til Reykjavíkur á morgun. Jökulfell er væntanlegt til Þorlákshafnar á morgun. Dísarfell er væntanlegt til Lj;se- kil 3. maí. Litlafell er væntan- legt til Rvíkur í dag, verður í olíuflutningum í Faxaflóa. Helga fell fór í gær frá Gufunesi til Ákureyrar. Hamrafell er vænt- anlegt frá Batumi 4. maí. Skipaútgcrð ríkisins: Hekla er í Reykjavík. Esja er á Norðurlandshöfnum á leið til Akureyrar. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum á hádegi í dag til Rvfkur. Þyrill kom til Rauf- arhafnar í gær frá Fredrikstad. Skjaldbreið er á Húnaflóahöfn- um á vesturleið. Herðubreið er í Reykjavík. Eimskip: Brúarfoss fór frá Akranesi 28. f.m. til Rotterdam og Hamborg- ar. Dettifoss fór frá ísafirði í gærkvöld til Súgandafjarðar, Flateyrap. Patreksfjarðar, Stykk- ishólms og Faxaflóahafna. Fjall- foss kom til Rvíkur 20. f.m. frá Hull. Goðafoss fór frá Keflavík ! 28. f.m. til Dublin og N.Y. Gull- ' foss fór frá Leith í gær til R- víkur. Lagarfcss kom til Rvíkur 19. f.m. frá Siglufirði. Reykjafoss fór frá Hafnarfirði f gærkvöld til Vestmannaeyja og Eskifiarð- ar og þaðan til Liverpool og Hamborgar. Selfoss fer frá N. Y. 4. þ.m. til Rvíkur, Tröllafoss kom til Rvíkur í gær frá N.Y. Tungu- foss fór frá Lysekil 28. f.m. til Akureyrar, Sigluf jarðar og Kefla- víkur. félOQSlíf I Hlúkrimarfélag íslands Woianr fnnd í Si.lfurtunglinu mið- > vikudaginn 2. maí klukkan 20.30. (Fundarefm: 1) kosning fulltrúa t á þing BSRB, 2) félagsmál, 3. Gísli Sigurbjörnsson flytur er- f indi. i I t.-mpí-kaffi Drekkið eftirmiðdagskaffið eftir 1 kröfugönguna í Tjarnargötu 20. I Kvöldkaffið fáið þið einnig á Lsama stað klu.kkan 8.30. en bá [verða einníg ýmis skemmtiatriði. 'Aðgangur ókeypis. Carólínus.ióðsnefnd Kvenfélag Sósíalista. [ PRFNTARAR! Drekkið kaffi í félagsheimilinu I í dag, 1. maí. _________ 40 ára. starfsafmæli Sigurður Hafiiðason. starfsmað- ur hjá Vegagerð ríkisins, á 40 ára starfsafmæli hjá stofnuninni i .dag. ., _. . Neyðarvaktin sem ákveðið var í læknasamn- ingunum síðustu að koma á hefst frá og með morgundeginum 2. maí. Verður þá tiltækur læknir frá kl. 13—17 hvern virkan dag nema iau°ardaga, er veitt getur læknishjáip. þegar slys eða bráða sjúkd.óma ber að höndum. er sinna verður án tafar, en eigi næst til heimilislæknis siúklingsins. Sími neyðarvaktar- innar er 18331. Giald fvrir viti- un læknis á neyðarvakt er kr. 110 og greiðir sjúklingurinn það, en sámlagið endurgreiðir kr. 50. ; i? I kvöld kl. 8.30 flytur Hen- rik Groth bókaútgefandi og förmaður Foreningen Nord- en í Noregi fyrirlestur í há- tiðasal Háskólans, er hann nefnir Norden og Verden, en Groth er kominn hingað á vegum félagsins fsland-Nor- egur. .- Fréttamenn áttu í gær tal við Groth í norska sendi- ráðinu og kynnti Hákon Bjarnason formaður ísland- Noregur hann fyrir þeim. Groth er forstjóri bókafor- lagsins J. W. Cappelens For- lag í Osló, er mjög kunnur fyrirlesari og hefur lát;ð menningarmál mikið til sín taka. Eins og áður sagði hann formaður Foreningen Norden og hefur átt manna mestan þátt í því, að nú hef- ur verið ákveðið, að á hausti komanda verði tekin upp Bréfaskipti Krakkar! Hver vill skrifast á við rússneska krakka á aldrinum 7—17 ára? Heimílisfangið er: MOSKVA Pereulok Stopani dom 6, Moskovskij gorodskoj do.m pionerov. Athugið að það er þægt að skrifa á íslenzku. kennsla í nútíma . íslenzku J. norskum menntaskölum í stað fornmálsins, er kennt hefur veri'ðieina-stund«í' viku í þrjá vetur. ;Er nú að koma út á vegum bókaforlags hans fyrsta kennslubók i nútíma íslenzku, sem gefin er út í Noregi, og verður hún notuð við kennsluna. Þá verður efnt til námskeiðs fyrir um 50 menntaskólakennara til þess að leiðbe.'na þeim um íslenzkukennslu og veitir ívar Orgland fyrrv. sendikennari hér bví forstöðu. Sagði Groth að hann væntj sér mikils af þessarj breytingu og ættu norskir stúdentar eftir nokk- ur ár að verða sæmilega fær- ir í að skiija létta íslenzku, en það myndi stuðla að mjög auknum kynnum íslenzkra nútímabókmennta í Noregi. Þá rseddi Grotþj nokkuð um norræna samvinnu en að því efni mun hann ko.ma nánar í fyrirlestrí sínum í kvöld. iHann mun einnig fara til.Ak- ureyrar og flytja erind: þar á vegum Norræna félagsins. Þetta er í þriðja sinn, er Groth kemur til íslands, en hann hefur mjög látið aukin samskipt; Norðmanna og ís- lendinga til sín taka og unn- ið mik:ð og gott verk á þeim vettvangi. Er ekki ó vegum stúkunnar Sökum endurtekinna frétta í dagblöðum bæjarins, um lista óháðra bindindismanna, þar sem hann er nefndur listi templara, talinn borinn fram af Stórstúku íslands o. fl. af svipuðu tagi, skal fram tekið. Listi óháðra bindindis- manna, H-list]nn, er borinn fram af áhugasamtökum bind- indismanna. Góðtemplararegl- an sem slík, eða Stórstúkan, hefur ekki tekið afstöðu til framboðs listans, eða haft nokkur afskipti af vali manna á listann. Þeir menn og ko.n- ur, sem eru á listanum, eru jöfnum höndum góðtemplarar og aðrir ófélagsbundnir bind- indismenn. Það er bví á mis- skilningi byggt að kenna list- ann við templara eða Góð- templararegluna. Þessa leiðréttingu væntj ég að þér birtið góðfúslega í blaði yðar. Jóhanna Sigurðardóttir, Þórsmörk, Grindavík, með Elnasauma- vélina, sem hún var svo heppin að fá gefins. i Um 4000 Elnasaumavélar seldar hér á landi Reykjavík, 27. apríl 1962, f.h. lista óháðra bindindis- manna. B. S. Bjarklind, umboðsmaður listans. ® Ingi B. hsaðskák- meistaii íslands Hraðskákmóti íslands lauk í Breiðfirðingabúð s.l. laug- ardag og varð Ingi R. Jó- hannsson hraðskákmeistari Is- lands, hiaut lð'A vinning. Þráinn Sigurðsson frá Siglu- firði og Björn Þorsteinsson hlutu 14%, Guðm. Ágústs- son og Helgi Ólafsson 14 og Ólafur Magnússon, , Ingvar Ásmundsson, Benóný Bene- diktsson, Jón Hálfdanarson og Haukur Angantýsson 13ý2. Næstkomandi miðvíkudag og fimmtudag kl. 8 síðdegis raunu þeir Ingi R. og Jónas Þorvaldsson heyja tveggja skáka einvígi um 4. sæti í landsliði. Sl. iaugardag var frétta- mönnum boðið að vera við, er Elnaumboðjð hér á. landi, Heildverzlun Árna Jónssonar h.f., afhenti þúspndustú Elna- saumavélina, sem það hefur selt frá því innflutingur var gefinn frjáls á vélunum i júní 1960, en áður hafði um- boðið selt nær 3000 vélar. Konan, sem var svo heppin að vera þúsundast; kaupandinn, heitír Jóhanna Sigurðardóttir, Þórsmörk, Grindavík, og fékk hún vélina gefins. Elnasaumavélarnar eru framleiddar af Tavaro-verk- smiðjunum í Genf í Sviss og komu þær fyrst á markaðinn 1946. Var þá um algera nýj- ung að ræða, því að þetta var fyrsta sumvéjin, er var framleidd þa.nnig, að hún var . ekki fyr'rferðarmeiri en stór , ferðaritvél og þó bæði full- komin og auðveld í no.tkun. Verksmiðjurnar hafa stöð- ugt verið að endurbæta‘Elna- saumavélina. og er fullkomn- asta gerðin nú Elna-Super- matic, sem er fyrsta sjálf- virka saumavélin, sem fram- leidd er til heimilisnota. Hún getur saumað hvaða efni sem er, bæði þylikt og þunnt, auk fjölda mismunandi sauma, bróderar, húllsaumar og ger- ir tugi tegunda skrautsaums með því einu að skipta um munsturskífur, sem settar eru í vélina. Verð hennar er kr. 9500,00, en umboðið hefur einnig tvær ódýrari tegundir af Elna, sem ekki eru eins fulikomnar, og svo eina teg- und stærri og dýrarí, sem ætluð er fyrir iðnað. Umboðið veitir kaupendum Elnavélanna tilsögn í notkun vélanna gegn vægu gjaldí og hefur Kristín Kristjánsdóttir annazt kennsluna síðan 1953 að Elna-Supermatic kom fyrst á markaðinn. Lærði hún á vélarnar hjá Tavara-verk- smiðjunum í Genf. • Kór- og hljóm- sveitartónleikar Sinfóníuhljómsveitin og kórinn Fílharmónía ko.ma fram á tónleikum í Háskóla- bíói n.k. fimmtudagskvöld. Stjórnandi verður Róbert Abraham Ottósson, en á efn- isskránni eru þessi verk: Sin- fónía nr. 1 op. 38 í B-dúr, Vorsinfónían eftir Schumann, forleikur að óperunni ,,Hol- lendingurinn fljúgandi‘‘ eftir Wagner, Polovetskir dansar fyrir hljómsveit og kór úr óperunni „fgor fursti" eftir Borodin og mars úr hljóm- sveitarverki eftir Hindemith. © 7 skuttogasar 'BREMERHAVEN 30/4 — í dag var Norðmönnum af- hentur 984 lesta skuttogari. Heitir hann Hans Egede og er byggður í Bremerahven. Samtals verða byggðir sjö slíkir stórir togarar fyrir Norðmenn næstu mánuði. Að fimm tímum liðnum er Claudía komin til South- port. Hún ákvað að fara fyrst uni borð í „Braunfisch“ til að spyrja eftir móður sinni. — Billy var að velta fyrir sér hvemig hann gæti losnað við Þórð. Ljóti kjáninn þessi Benson. Hann rölti um hafnargarðinn, en skyndilega stanzaði hann. Þama lá þetta skip rétt hjá krananum.. Ef hann færi upp í kranann, gæti hann fylgzt þaðan með öllu, sem fram færi um borð í skipinu. 11 H ÞJÖÐVILJINN - í. maí 1962 (OTliIOllSlIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.