Þjóðviljinn - 01.05.1962, Blaðsíða 6
PIÓÐVIUIM
ðiMfandli Ba»«Sntn«arflottwr alttfBa - MsiallstalioWartnn. - KltsMorari
Kacnús Kluttonoa (ab->, Maanos Torfl ólalsscs. BlgurBur auBaumdnson. -
Mttaritstjðrar: ÍTsr H. Jónssou. Jón BJarnason. - Auelyslngastlórl: QuBsstx
Ifacnðsson. - Ritstlorn. aferelSsla, atiKiítlngar. nrentsmlSJa: SkóiavðrBusí, 1».
Sistl 17-800 (B linur). AskrlltarverB kr. SS.00 a máa, - LauaasöluverB kr. J.OO.
FrsntsmlBls MdgTtUaBs hX
Samtaka 1. maí!
gtarf íslenzkrar alþýðu að myndun samtaka sinna, og
ibeiting þeirra til varnar og sóknar, er nú þegar
orðinn sterkur og heiðri krýndur þáttur íslandssög-
(unnar. Barátta alþýðusamtakanna fyrir bættum kjörum
og auknum réttindum alþýðufólks á íslandi er orðin
býsna árangursrák, Ihin róttæka verkalýðshreyfin* hef-
ur á' urslitastundum haft varanleg áhrif á gang þjóð-
málanna og þróun efnahagslífsins til blessunar fyrir
þjóðina alla. Mennirnir sem varið hafa ævi sinni og
kröftum til að virkja afl vinnandi manna í verkalýðs-
samtökunum, eru nú þegar meðal þeirra forvígismanna
þjóðfélagsmála á íslandi, sem njóta almennrar og ó-
skiptrar virðingar alls þorra þjóðarinnar. Skyldi vera
framar um það deilt, að Ottó N. Þorláksson, hinn ní-
ræði og síungi brautryðjandi Bárufélaganna, og félag-
ar hans í hópi iðnaðarmanna og verkamanna, hafi unn-
ið þarft verk þjóð sinni að gróðursetja á íslandi verka-
lýðssamtök til varnar og sóknar í lífsbaráttu fátæks
fólks?
jpn það þarf tvær fylkingar til þess að barizt sé. Og
það hefur líka verið barizt gegn verkalýðshreyf ing-
unni á íslandi. Barizt af skynlausu og grímmúðugu aft-
urhaldi, valdsmönnum og auðburgeisum landsins. Bar-
izt með ósvífnustu pg óþokkalegustu bardagaaðferðum,
sem hugsazt getur. Barizt við fátæka fólkíð, við sam-
tök þess lífi sínu til verndar, með hungursvipu atvinnu-
kúgunar að vopni, með ofsóknum ríkisvalds og dóm-
stóla, með fangelsunum verkalýðsforingjanna. Sagan
um baráttu auðvalds og afturhalds á íslandi gegn
verkalýðshreyfingunni er ljót og lúaleg og smánarleg
saga, enda ekki vitað að þeir sem heyja þá baráttu
hafi gert mikið til að halda afrekum sínum á lofti,
þáttur þeirrar baráttu í íslandssögunni mun ekki verða
skráður neinum til lofs, heldur til fordæmingar og við-
vörunar. Það er ljóta sagan um gerspillt þjóðfélagsöfl
sem eru að ganga sér til húðar og baráttu þeirra við
nýjan tíma, nýja öld, nýjar þjóðfélagsstéttir, sem rísa
úr kúgun og ánauð og lyfta um leið þjóð sinni allri til
nýs og bjartara lífs.
Tjm þar kom, að afturhaldið á íslandi örvænti um að
takast mætti að berja verkalýðshreyfinguna niður
með því einu að ráðast beint á hana. Mönnunum sem
nú hafa ruðzt til valda í Sjálfstæðisflokknum var
kennt það af þýzkum nazistum að reynandi væri að
ryðjast inn í alþýðusamtökin og sundra þeim og lama
þannig hreyfinguna innan frá. Jafnframt skyldi hvert
færi notað til árása. Þeir gengu svo langt, flokksbræður
Birgis iKjarans í hinum opinberu nazistas-amtökum ár-
in eftir 1930 að ganga 1. maí í hakakrossmerktum ein-
kennisbúningum um Reykjavíkurgötur og reyna að
trufla hátíðahöld verkalýðsins þann dag. Sjálfstæðis-
flokkurinn efndi til flokkslegra útifunda 1. maí, þar
sem Ólafur Thórs messaði yfir fáeinum hrelldum
íhaldssálum. Og mörgum mun í minni eymdarmynd
funda Alþýðuflokksins á Arnarhóli, þegar sá flokkur
reyndi að rjúfa eininguna 1. maí.
-TVTú er enn tekið til við þann ljóta leik andstæðinga
verkalýðshreyfingarinnar að reyna að kljúfa verka-
lýðssamtökin 1. maí. í dag er það Birgir Kjaran og
gömlu nazistarnir sem ráðska í Sjálfstæðisflokknum
og hyggjast hefja fyrri iðju. Qg í dag er Alþýðuflokk- .
urinn svo langt leiddur að hann lætur misnota nafn
Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna til þessarar þokkalegu
sundrungariðju og íhaldsútifundar á Lækjartorgi. Eft-
ir er hlutur alþýðu Reykjavíkur, að svara sem verðugt
er þessari uppvakningu á tilraunum íhaldsins og hjálp-
armanna að ræna og trufla 1. maí, einmitt þegar al-
þýðunni ríður mest á samheldni gegn árásum aft-
urhaldsins og til nýrrar sóknar í lífsbaráttu sinni. — s.
i
a
a
a
a
a
a
II
i
!
I
I
a
a
a
a
a
!
a
a
a
a
i
a
i
a
a
a
i
B
I
a
a
i
a
a
i
B
!
fl
I
a
a
b
i
i
i
i
B
a
ÞnS vcar búmni<
Kjartan st^rimaðut er ckki par blíður á svipinn, enda heíur
hann þaðwábyrgðarraikla starf með höndum að kippa í spotí-
ann, sem hleypir. sitdinui úr háfnuxn.
Það er oft talid stríðsfrétta-
riturum til gildis, að þeir séu
jafnan þar sem kúLnahríðin er
þéttust í víglínurini og hví
skyldi þá ekki síldarfréttarit-
ari við eitt dagblað vera þar
sem síidartorfurnar eru þétt-
astar á miðunum?4'
Með engum fyrirvara klifraði
ég um borð í b.v. Bjarnarey,
sem var að ljúka löndun á 2300
tunnum er veiðzt höfðu um
nóttiná, en þetta var um há-
degisbilið á fimmtudaginn var.
Ég var íþann veg klæddun að
óhentugri búning getur ekki
um borð í fiskiskipi, en vegna
þess hve Bjarnarey er snyrti-
leg og vel um gengin innan-
borðs kom það ekki að sök.
Bjamarey er eitt af þessum
margumræddu austur^þýzku
togskipum, sem Mcrgunblaðtð
og vinir vestrænnar samvinnu
hafa sagt um margt Ijótt og
haft um hraklegar spár, sem
ekki hafa gengið eftir. Brúin
er að vísu lág undir loft, en
er það ekki líka kostur að geta
klórað sér í höfðinu með hend-
ur í vösum?
Klukkan að verða tvö skríð-
um við útúr hafnarmynninu og
sett var á f ulla férð á " miðin
norðvestur af Akranesi, þar
e-r mikið síldarmagn, en hún
er stygg og lúnkin að koma sér
undan nótunum, því verður að
snúast mikið við torfurnar,
bókstaflega læðast að þeim.
Reynir það á kænsku skipstjór-
ans og viðbragðsflýti áhafnar-
innar, en augnabliks töf í kast-
inu getur valdið því að allt fari
í handaskolum.
Litill svefn
Mennirnir, sem unnu að því
að hreinsa skipið á útleiðinni
voru vansvefta og slæptir, því
að baki var miki.i veiðinótt og„,
framundan önnur o% stutt á
miöin. Rúmlega 3ja klst. sigl-
ing. Veðrið var gott og þrátt
fyrir þreytuna var hugur í-
mönnum til veiðanna, bó sum-
ir foæru þann ugg í brjósti að
ekki myndi blaðamaður reyn-
ast heillasendihg út 'á miðin cg
höfðy við orð, að ef ekki gengi
allt að;'. óskum myndi. rétt að
„fíníséra" kauða, en þ'að toýð-
ír að ganga endanlega frá hon-
um. Raunin varð þó sú, að
menn sýndu mér kristilegt um-
burðarlyndi og kokkurinm Gísli
Oddsteinsson, gaf mér mikinn
mat, mikið kaffi og sagði mér
margar sögur og undi ég vel
hag mínum í borðsalnum hjá
honum og í brúnni hjá Hróifi
Gunnarssyni skipstjóra.
Tœknin
Vetrarsíldveiði við Suðvestur-
land í þeirri mynd sem við
höfum kynnzt síðustu vikur og
mánuði, er ný útvegsgrein, sem
byggist á hagnýtingu nýrrar
tækni við hringnótaveiðar,
kraftblökkinni. Menn hafa vit-
að lengi að mikið síldarmagn
væri við Suðvesturland á vet-
urna, en þartil í fyrravetur
þekktust ekki önnur ráð til að
ná henni en taka hana í rek-
net. Útilokað var að nota
hringnót, vegna þess að veðra-
hamur bannaði að nótabátum
yrði komið við. Reknetin eru
hinsvegar afkastalítið og leiðin-
legt veiðarfæri, enda yoru þau
algerlega lögð til hliðar, þegar
reynsla var komin á kraft-
blökkina. Ég veit að minnsta
kcsti ekki til þess að einn ein-
asti bátur hafi verið gerður út
á reknet í vetur, en með notk-
un blakkarinnar er síldarver-
tíðin í vetur orðin á við meðal-
vertíð við Norðurland.
Mestan þátt í hinni vel
heppnuðu vertíð eiga hin full-
komnu fiskleitartæki, sem allir
p.vtrri. og stærri bátar eru nú
g§tý\n&, Með þeim er hægt að
staðsetta torfur af slíkri ná-
kvæmni að varla munar faðmi
og má segia að aflasæld ráð-
ist af því, hvað skipstjórinn er
öruggur í notkun þeirra. Hrólfur
skipstjóri á Bjarnareynni hafði
t.d. fyrir framan sig 2 -asdic-
tæki, annað mjög fullkomið af
Elacgerð, sem bæði skrifar
torfur útfrá skipi.nu og gefur
frá sér viss hljóðmerki þegar
lóðar. Pá er hann með gamalt
og gott Simrad-tæki, sem hann
kastar eftir, en hitt notar hann
til leitar. Ótalinn er þá dýpt-
armælir, sem auk þess að
skriía botn, sýnir torfur. undir
skipinuí .
VeiSarnar
Við komum á miðin um 4
leytið. Þar var fjöldi bá.ta fyriry
létu sumir reka en aðrir voru
að dútla við að kasta, en eftir
Þetta ér kraftblökkin, tækið sem hefur valdið því að síldveið-
arnar hafa tekizt einsog raun ber vitni. (Myndir: G. O.).
6)
— ÞJÖÐVILJINN — 1. maí 1962