Þjóðviljinn - 01.05.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.05.1962, Blaðsíða 9
 varai vann Á Landsliðin í handknattleik léku á sunnudagskvöldið að Hálogalandi og var þar margt manna komið. Landsliðið í karlaflokki sigraði pressuliðið 33:20, en B-lið kvcnna sigraði A-lið 18:17. Kvenfólkið lék fyrst og hafði landsliðsnefnd H S I stillt upp tveimur liðum A og B-liði. A- liðið var skipað þeim stúlkum sem mest geta skotið, en minna hirt um að stilla upp létt leik- andi liði með 2—3 góðum skytt- um. B-iiðið var hinsvegar skip- að jafnari stúlkum, sem léku oft allvel saman, og voru mjög hættulegar á línunni. Xeikur þeirra var mikið betri| enda höfðu þær forustuna allan leik- inn- að undanskildum fyrsta markinu sem Sigríður setti. B- liðið hafði betur í leikhléi, 8:5, en leiknum lauk 18:17 B-liðinu í vil. Forföll hjá pressuliðinu Það þóttu slæm tíðindi, er það fréttist, að þrír sterkustu leikmenn pressunnar myndu ekki leika með. Pétur Antons sagðist vera hættur öllum handknattleik. Ingólfur var meiddur í hendi cg Hermann gat ekki mætt. Þar með var gert út um leikinn áður en hann hófst. Landsliðið náði fljótlega ör- uggri forustu, 10:2, og átti auð- velt með að sigra að þessu sinni. Þrátt fyrir ójafnan leik, var hann oft skemmtilegur á að horfa, því hvert „trixið" rak annað. Mörg brosleg atvik komu fyrir í leiknum, m.a. þeg- ar Hjalti markv. landsliðsins skoraði hjá Guðjóni markv. Pressunnar, en Hjalti henti yf- ir þveran salinn og beint í mark. 'Eitt sinn stökk Guðjón út úr markinu og upp á bak á Gunn- laugi og ríghélt í knöttinn. Út á þetta fékk Gunnlaugur dæmt vítakast, en tókst ekki að sköra, því Guðjón varði. Bjarg- aði því Guð.ión marki á mjög sjaldgæfan hátt. Landsliðið sigraði 33:20. I leikhléi var staðan 16:7 lands- liðinu í vil. í landsliðið vant- aði Einar Sigurðsson. Axel Sigurðsson dæmdi leik- inn og hefur honum oft tekizt betur. ., - H. Sundnámskeið hefst í Sundhöll Reykjavíkur rniðvikudaginn 2. maí. Upplýsingar í síma 14059. S U N D H ö L L I N Nauðungaruppboð það sem auglýst var í 19., 22. og 23. tölublaði Lögbirt- ingablaðsins 1962 á húseigninni nr. 20 við Sóltún í Kefla- vík að kröfu Gísia Einarssonar hrl. o.fl. og hefst í skrif- stofu embættisins Mánagötu 5 fclukkan 2 e.h. Bæjarfógetinn í Keflavík, 27. apríl 1962. EGGERT JÖNSSON Ipswich sigraði I 1 úr 2. Þau tíðindi hafa gerzt í ensku deilda keppninni, að liðið Ipswich, sem kom í fyrra úr 2. deild, mun verða sigurvegari í 1. deild í ár. Það hefur ekki skéð nema einu sinni áð ur að lið hafi unnið 1. deild eftiv 'ársdvÖI í deíldinni, en þetta lél£ Preston síðast árið 1889! ¦^r Á laugardaginn sigraði Ips- wich Aston Villa 2:0 og þar með var öll von úti fyrir Burn- ley, sem tókst ekki að gera betur en að ná jafntefli, 1:1, gegn Chelsea, sem fellur nú' niður í 2. deild. ~k Ipswich á sigur sinn yfir Aston Villa fyrst og fremst að þakka Roy Crawford, scm skor- aði bæði mörkin. Hann var fyrir stuttu tekinn út úr enska landsliðinu sem á að keppa í Chíle. Auk þess að- vinna deildakcppnina verður Ipswich fulltrui Englands í Evrópubik- arkeppninni næsta ár. •jír Burnley er eftir jafnteflið við Chelsea þrem stigum á eft- ir Ipswich og það stoðar því lítt, þótt því takist að sigra Sheffield Wednesday í síðasta leiknum. ¦^ Eins og mönnum er kunn- ugt, leit lengi út fyrir að Rurnley myndi takast að leika sama I leik og Tottenham í fyrra, að vinna bæði deilda- og bikarkeppnina. Nú er sigurinn í 1. deild úr sögunni, en úrslit- in í bikarkeppninni verða kunn á laugardaginn, er Burnley og Tottenham keppa um bikarinn, • Ur 1. deild falla Cardiff og Chelsea. 1 1. .deild koma Liver- pool og Leyton Orient. Bristol Rovers og Brighton lenda í þriðju deild, cn Portmouth fer í aðra deild og annaðhvort liðið Grimsby eða Queens Park Rangers fer með portsmouth í aðra deild. •k Maðun'nn sem hefur haft forystu fyrir ípswich-liðinu heitir Alf Ramsey. Hann hefur leitt liðið FP<rrtnm dpildirnar þrjár á . þrcm keppnistímabi^ um. íslandsmeistaramótið í badminton: Meisfararnir í tvíliðaleik fró í fyrra biðu ósigur nú íslandsmeistaramótið í bad- minton var háð í KR-húsinu um helgina. I meistaraflokki urðu úrslit þau að í einleik karla sigraði Jón Árnason Garðar Alfonsson (15:11, .11:15, 15:9). I tvíliðaleik karla sigraði Einar Jónsson og Wagner Wal- bom iþá Lárus Guðmundsson og Ragnar Thorsteinsson (15:10, 10:15. 15:10). í tvíliðaleik kvenna sigruðu Halldóra Thor- oddsen og Lovfsa Sigurðardótt- ir þær Gerðu Jónsdóttur og Jónínu . Nieljóhníusardóttur (15:13, 15:10). í tvenddarkeppni sigðuðu Jónína og Lárus Guð- mundsson Halldóru og Wagner (15:13, 15:10). f tvenndarkeppm kvenna var aðeins einn kepp- andi skráður, Lovísa Sigurðar- dóttir. I 1. flokki sigraði Gísli Guðlaugsson og Ragnar Har- aldsson þá Emil Ágústsson cg Guðmund Jónsson (15:8, 15:9) og í einliðaleik vann Ragnar Gísla (13:15, 15:7). Óskar Guðmundsson gat ekki tekið þátt í keppninni og jók það mjög á spenning í mótinu, þar sem hann hefur seinustu árin verið ósigrandi í einmenn- ingskeppni. Meistararnir frá í fyrra í tvíliðaleik karla og kvenna biðu ósigur nú. FH-sngyr vann | drengphlaupíð \ Sigurvegari í drengjahlaup^ Ármanns varð Þórarinn Ragiw arsson FH. Ármenningar unntg þriggja manna sveit;na og fimn^ manna sveitina. ---------------------------------------------------------»t: fR sveitin vanji l sveifakeppnins í f Steinþérsmótinu} Sveit ÍR varð hlutskörpugf á Stefánsmótinu, sem haldijf var á sunnudag, en beztaig brautartíma hafði Stefád Kristjánsson Á. Á innanfélagsw móti ÍR sigraði Steinþór Jaigs qbsson í karlaflokki, Jakobínf! Jakobsdóttir kvennafloklt^ og Þórður Sigurjónsson drengjaflokki. --------------------------------------------*3 w stangar- met! F 27 ára gamall bandarískur sjóliðsforingi, Dave Tork að nafni, setti á laugardag nýtt heimsmet í stangarstökki, 4.92 m. Fyrra metið, 4.89 m, setti John Uelses fyrir skömmu. Staöfesta metið á Don Bragg, en hann stökk 4.80 m á OL í Róm. Hér á íþróttasiðunni höfunt við einu sinni áður getið unS Dave Tork, en hann er nýtÉ nafn í íþróttasögunni. Ilanft kom fram í vor í BandaríkjuiU um og stökk þá yfir 4.70 m i gierfiberstöng. Þetta nýja me# er mjög líklega sett með hjálg glerfíberstangarínnar þótt þess sé ekki getið í fréttinni. •X H AMES T RAOER THAMES THAMES TRADER MEÐ DIESELVEL ER EINHVER HÉNTUGASTI RILLINN-SEM.FAANLEGUR ER, FYRIR HEILDVERZLANIR, VERKSMIBJUR OG FRAMLEIÐENDUR, TIL ÚTKEYRSLU Á VÖRUM. THÁMES.TRADER.ER LIÐLEGUR^ÓDÝR, HAGKVÆMUR í REKSTRI, STERKUR.- KYNNIÐ YÐUR ALLT SEM UM HANN ER SAGT. :-• ^JÍJIVC'ÖI i Q Þriðjudagur 1.jmaí 1962 — ÞJÖÐVILJIN15 ~7ff|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.