Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 3
★ MYND FRÁ FUNDINUM Á LÆKJARTORGI 1. MAÍ * Fimmtudagur 3. maí 1962 ÞJÓÐVILJINN Vinnið að því togarasjómenn, að smánartilboð sáttasemjaranna fái ekki eitt einasta atkvæði“. ðrn FriSriksson formzður ÆFR KRÖFUGANGA OG SIGLUFIRÐI, frá fréttaritara. _ Siglfirzk alþýða hélt 1. maí hátiðlegran með kröfugöngu og útifundi í ágætu veðri og við góða þáttt'jku. 1. maí hátíðahöld verkalýðsfé- laganna á Siglufirði hófust að venju að kvöldi 30. apríl. Var þá efnt til samkomu að Hótel Höfn og fór þar fram spila- keppni. Sýndir voru þjóðdansar undir stjórn Regínu Guðlaugs- dóttur og afhent voru verðlaun í innbyrð.'s keppni Þróttar og Brynju í landsgöngunni. Varð Verkamannafélagið Þróttur sig- urvegari. Verðlaunin voru inn- römmuð klippmynd, gerð af frú Höliu Haraldsdóttur. Var loks stiginn dans til kl. 2 um nótt- ina. Hinn 1. maí var safnazt sam- an við hús verkalýðsfélaganna að Gránugötu 14. Þaðan var gengið í kröfugöngu um götur' bæjarins og staðnæmzt við Barnaskólann og settur útifund- ur. Fundarstjóri var Þórir Kon- ráðsson. Ávörp fluttu Valgerður Jóhannesdóttir og Hannes Bald- vinsson. Lúðrasveit Siglufjarðar lék nokkur lög á útifundinum - o.g einnig fyrir kröfugöngunni. Veður var mjög gott og þátttaka / í hátíðahö'.dunum góð. Sundhöll vígð 4. flokksmót í hgndkitéttleik hefst í kvöld Síðdegis 1. maí var Sundhöll Siglufjarðar vígð. Lokið er jrf- irbyggingu laugarinnar senl hófst fyrir fjórum árum. Við þetta tækifæri flutti bæj- arstjórinn, Sigurjón Sæmunds- son, ræðu. Lýsti hann smiði laugarinnar og afhenti hana bæjarbúum til afnota. Helgi Sveinsson íþróttakennari flutti einnig ræðu við þetta tæk'færi, og Lúðrasveitin lék við athöfn- ina. Sæmilegur 2ja „]Miðlunartillaga“ sátta- semjara ríkisins, þeirra Torfa Hjartarsonar og Einars Arnalds hefur séð dagsins ljós. Um hana verður sjálfsagt einróma sagt það sem starfsfólk Torfa Hjartarsonar lét sér um munn fara í gær- kvöldi meðan blaðamað- ur beið eftir eintaki: „Það var anzi veikur málstaðurinn í þessu, minnir mann óneitan- lega á „málamyndatil- lögu“.“ Tillagan í heild er háðsmerki aftan við rétt- látar kröfur togarasjó- manna. Tillagan er í aðalatriðum á þá leið, að frádráttur útgerðarinn- ar frá heildarsöluverð: erlend- is hækki úr 17% í 27%, eða um 10%. Þessi tillaga þýðir það (ef tekin er til dæmis 100.000 marka sala). að aflahlutur háseta, kyndara og þeirra sem á þeim samnjngum vinna lækkar um rúml. 500 kr. þegar siglt er á er- lendan markað. Þá er gert ráð fyrir því að fastakaupið á ísfiskveiðum hækki úr kr. 3412 í kr. 3800, eða um 388 krónur. Allir heilv'ta menn hljóta að sjá hvert smánarboð er hér ver- ið að gera. Fastakaupið he.fur til þessa verið 113.75 á sólar- hripg, eða kr. 9,48 á tímannv Nú. á það eftir t:'llögunni að hækka uppí 126,67 á sólarhring, eða í kr. 10,55 á klst. Þegar í tillögunni er rætt um aflaverðlaun af þeim fiski, sem landað er innanlands, er komist svo að orði: „Þegar veitt er í ís, og afl- inn seldur innanlands skal greiða skipverjum 17% af he'ldarsölu- verði fisks og hrogna eins og það er ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegs.'ns, að frátlregnum kostnaði við uppskipun, kr. 0,15 á kg.“. Þarna er stærsta skrefið stig- ið í áttina, en eyðilagt í sömu setningunnj þar sem rætt er um að sjómenn verði að taka þátt i uppskipunarkostnaði! Þetta ákvæði hefur ekki ver- ið í samningum to.garasjómanna í mörg herrans ár og þessu á- kvæði munu togarasjómenn mótmæla sem einn maður þeg- ar þeir felia tillöguna næstu daga. Ákvæðið er rökstutt með því að bátasjómenn skipi sjálf- ir upp afla sínum en ekkert til- lit tekið til sérstöðu togarasjó- manna hvað snertir fjarverur frá heimilum sínum og langan og stöðugan vinnutíma. Það er ekki rúm til þess hér í blaðinu að birta endemisplagg sáttasemjaranna, eða fara nán- ar útj einstök atriði þess, en ó- hætt er að segja þetta við tog- arasjómenn: „Tillagan er hnefahögg í and- lit ykkar, hún er tilræði við til- veru ykkar sem stéttar og lífs- afkomu barna vkkar. Þlð hafið gert kröfur, sem engum bland- ast hugur um að séu lágmarks- kröfur. Sáttasemjarar hafa sett háðsmerki aftan við þær með tillögu sinní. Munið þegar þið greiðið at- kvæði um tillöguna, að almenn- ingsúlitið er ótvírætt á ykkar bandi «g nær meira að segja alla leið inná skrifstofu Torfa Hjartarsonar,- Á forsíðunni birtum við mynd af kröfugöngunni 1. maí og í opnu niynd frá útifundi verkalýðssamtakanna við Miðbæjarbarnaskól- ann. Hér kemur mynd frá fundi íhaldsins á Lækjartorgi. Á mynd- inni sjást fundarmenn á miðju Lækjartorgi, þegar fundurinn stáð sem hæst; myndin var sem sé tekin klukkan hálf þrjú þegar Cskar Hallgrímsson var að tala. örn Friðriksson formaður, Sig- ríður Jóhannsdóttir varaformað- ur, Leifur Jóelsson ritari, Einar Ásgeirsson gjaldk., Hrafn Magn- ússon spjaldskrárritari, Helga Benediktsdóttir, Halldór Guð- mundsson, Ingibjörg Haralds- dóttir og Lúðvík Th. Helgason meðst j órnenndur. skerf minnug þess, að margt smátt gerir eitt stórt. @ Tekið á móti framlög- um og loforðum um fram- lög á skrifstofu söfunarinnar að Þórsgötu 1. Hafið sam- band við Jón Grímsson, sem stjórnar söfnuninni. Skrifstof- an er opin daglega, sími 14457. Að undanförnu hefur Leikfélag Ilafnafrfjaröar sýnt gamanleikinn „Klerkar í klípu“ við góðar undirtektir áliorfenda. Næsta sýning á leikritinu verður annað kvöld, föstudag. Myndin hér að ofan ep úr einu atriði ieiksins. | © Hlutafjársöfnunin í Prentsmiðju Þjóðviljans cr enn í fulium gangi og lieitir Þjóöviljinn á alla þá stuðn- ingsmenn sína og velunnara, sem enn hafa ekki lagt sitt af mörkum, að láta það ekki dragast öllu lengtír. Fram- kvæmdirnar við breýtinguna á prentsmiðjunni og blaðinu kosta mikið fé og áríðandi cr að tafir þurfi ekki að verða á þeim vegna fjárskorts. Með kaupum prentvélarinnar nýju og húsnæðisbreytingunni er í mikið ráðist en með sameig- inlegu átaki er sigurinn vís. Leggjum Öll íram okkar ORN FRIÐRIKSSON Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reykjavík var haldinn sl. laugardag í félagsheimilinu í Tjarnargötu 20. Fundurinn var vel sóttur og umræður fjörugar. í sumárstjórn voru þessir fé- lagar kosnir: I kvöld ld. 7.30 hefst hand- knattleiksmót 4. flokks að Há- logalandi. Þetta er í þriðja skipti sem 4. flokks mót er hald- ið og urðu Ármfenningar sigur- vegarar í fyrra. Víkingur og Fram sjá um mótið að þessu sinni. í kvöld keppa Valur—Haukar, Víkingur—JÞróttur, Fram— Ár- mann og KR—FH. báta hér Netabátarnir hér í Reykjavíki hafa aflað sæmilega undanfarið, en langt hefur verið sótt á stærri bátunum. Aflinn er þvf yfirleitt 3ja nátta. í fyrradag komu Reykjavíkur- bátarnir með uppí 38 tonn, en fjöldinn var með þetta 20—25 tonn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.