Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 6
! ÐV9UIN ^tscSanúl: ficamixilnccrflofckmt cll'fSc — Sóaf&Hstafiolxknnnn. — EltBtfðr&fi Mcsnúi Kjartftosson (4b.), Magnú* Torfl Ólafsaon. StgurBur QuBœnndaaon. - tmutaritatjórar: frar H. Jónaaon, Jðn BJarnaaon. — Austlýslngaatjórl: QuBgalr Maenöaaon. - RJtsttðrn, afgretSsla. auglýetngar, prentamiBJa: SkólavBrBnat. 1«. aúBl 17-600 (S Unur). Aakrtftarverð kr. 65.00 á mán, - Lauaaaöiuvorð kr. S.OO. FrantamlBia WóBvtliana b-1 Dýrmæt reynsla það er hægt að hafa fána nokkurra verkalýðsfélaga læsta inni í skáp 1. maí, eins og stundum hefur verið að undanförnu þegar Alþýðuflokkurinn og Sjálf- stæðisflokkurinn hafa getað komið fram ósamlcomulagi >um hátíðahöld dagsins. Það er hægt að taka þessa fána úr skápnum, líka fána Sjómannafélags Reytkja- víkur sem minnir á fána Bárufélaganna, fána togara- sjómanna sem staðið hafa í 51 dags verkfalli, og fara með þá niður á Lækjartorg á íhaldsfund 1. maí. Þetta er thægt, vegna þess að menn í nokkrum verkalýðsfé- lögum hafa í andvaraleysi faíið .ALþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum sameiginlega að fara með stjórn félaga sinna, en það eru íhaldsburgeisamir og auðklík- •urnar í Vinnuveitendasambandinu svokallaða, sem ráða Sjálfstæðisflokknum. Og Alþýðuflokkurinn lætur nú algerlega að stjórn íbaldsins, samkvæmt þeim gefnu yfirlýsingum Alþýðublaðsins að vilji Alþýðuflckkurinn láta að sér kveða, eins og t.d. að heimta tafarlausa og heiðarlega lausn togaradeilunnar, verði ráðherrum hans sparkað úr ríkisstjórninni. B I 1 1 I I 1 I I l I T7n þó þetta sé gert og þetta sé hægt vegna þess að stjórnendur Alþýðuflokksins þjóna undir íhaldið, er hins vegar ékki hœgt að eyðileggja 1. maí sem há- tíðisdag reykvískrar alþýðu. Það er ekki hægt með þessu móti að afstýra því að þúsundum saman gangi alþýða Reykjavíkur kröfugöngu og baldi einn fjöl- mennasta útifund sem haldinn hefur verið í Reykja- vík 1. maí, mótmæli eindregið kjaraslkerðingunum, sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hefur dengt yfir launafólk og alla alþýðu landsins, og lyfti hátt kröfunni um kjarabætur. Stjórnarflokkarnir, sem reyndu að snúa deginum upp í hallelújasamkomu til dýrðar „viðreisninni” og morðbandalaginu sem nefnir sig Atlanzhafsbandalag, eru tvímælalaust reynsl- unni ríkari eftir 1. maí. Þess er að vænta að þeir menn, sem létu íhald og toppkrata hafa sig til að reyna að sundra röðum verkamanna í. Reykjavík þennan 1. maí, geri ekki fleiri slíkar tilraunir, að fenginni reynslu sinni á Lækjartorgi. i Mál sem íhaldið skilur lT,ogaraburgeis>ar Sjálfstæðisflokksins, sem öll völd hafa í Félagi íslenzkra botnvörpuskipaeigenda, bafa nú neytt sjómenn til. að standa í togaraverkfalli í 51 dag, með því að neita að ganga til samninga um sanngjarnar og sjálfsagðar kiarabætur sjómönnunum til banda, kjarabætur sem alltof lengi hefur dregizt að fá fram. Svo ætlar þessi sami Sjálfstæðisflokk- ur að koma til sjómanna og vandamanna þeirra nú seint í mánuðinum, og þiðja um að sér verði þökkuð framkoman í garð sjómanna með því að kjósa þennan floikk til valda í borginni! nTogaraburgeisar Sjálfstæðisflokksins sendu 'þá úr- slitakosti inn á Alþingi að ekki verði samið um neina kauphœkkun til togaramanna nema Alþingi af- nemi vökulögin í núverandi mynd og verði togaraút- gerð annars lögð niður á íslandi. Ekki er annað vitað en þessi fábjánalega og ósvífna hótun togaraburgeisa Sjálfstæðisflokksins standi enn, og því er jafnvel lætt út að einhverjar breytingar á vökulögunum kunni að verða gerðar til „samkomulags“ með þráðabirgðalög- um eftir bæjarstjórn'arkosningar. En fyrst ætla íhalds- sendlarnir að fara inn á sjómannaheimilin, inn á heim- ili alls iþess fólks í verkalýðssamtökunum sem veit hívað togaravökulögin tákna, og biðja þetta fólk að ikjósa flokkinn sem ábyrgð ber á árásinni á vökulögin, Sjálfstæðisflokkinn. Því er hægt að svara, og svara eftirminnilega á máli sem íhaldið skilur, 27. maí, með kjörseðlinum. — s. Reykvísk alþýða. I dag, á hátíðis- og baráttu- degi verkalýðsins, er verkaiýðs- hreyf.'ngin í Reykjavík með tvo útifundi — það er deilt um það, hvort í dag eigi að fela sannleikann eða segja sannteik- ann. Engan dag veit ég óheppi- legri til þess að draga úr rétt- mætum kröfum og að iþegja yfir ljótum staðreyndum en 1. maí. Inntak 1. maí er bræðralag og barátta, en ekki úrtölar og yfirhylmingar. Það hefði sjálfsagt verið ■þægilegra fyrir eínhverja á at- vinnuleysisárunum fyrir stríð að minnast ekki á atvinnú- leysj í 1. maí ávarpi. Og það hefði að sjálfsögðu vérið á- rekstrarminna þegar baráttan var háð fyrir vökuiögum á togurum að sesja í 1. maí ræðu að vinnutíminn á to.gurum væri dálítið langur í stað þess að segja sannleikann að bað væri þrældómur nótt og dag meðan nokkur stóð á fótunum. Verkalýðáhreyfingin má aldr. ei vera ne.'tt tæk; sem va'd- hafar eða fyrirmenn geta lækk- að í tóninn ]>ó sannleikurinn sé óþægilegur, verkalýðshreyf- ingin verður að vera hin vök- ula rödd og baráttutæki fólks- ins, mátt sinn og afl verður hún að sækja í samtakamátt fólksins sjálfs. En þýð.'r nokkuð að vera að fela sannleikann í kjaramál- unum fyrir reykviskri aliþýðu, hefur ekki hver óbreyttur al- þýðumaður fundið það frá mánuði til mánaðar unaanfar- in ár hvað laun hans fyrir um- samdan dagvinnutíma hrökkva skemur og skemur og gengur ekki nógu illa að láta launin nægja fvrir lífsnauðsynjum þó vinnutíminn sé langt fram á kvöidið og á helgum dögum? Og er það ekki staðrevnd að 8 stunda vinnudagurinn hefur verið að fjarlægjast undan.farin Til okkar koma hagíræðingar í spámannskuflum og reikna út að kjörin hafj ekki verið skert. Bæ3a GuSmsndar J. Guðmundssonaz varaformanns Ðags- bmnar af útifundin- um við Miðbæjar- skólanum Athugum þe.'rra ’eigin tölur: í febrúar 1960 var vísitala vöru og þjónustu sögð 100 stig, í dag 2 árum seinna er sama vísitala 132 stig eða 32% hærri. Hvað hefur kaup' hækkað á sama í verkfallinu í f.vrra kaup Dagsbrúnar- manna um 10%/— Þarna eru hlutföllin 32% á móti 10%. Svona mætt: telja endalaust. Tökum aðra staðreynd: í janúar 1959 var tímakaup verkamanna 23,86 á klst. Nú, þrem árum seinna eftir tvær gengislækkanir er timakaup verkamanna 22,74, eða 1,12 minna á klukkustund. — Hús- mæður alþýðuheimilanna hafa veríð að velta því fvrir sér hvort þær séu orðnar eyðslu- samari — sannieikurinn er sá að á þessum þrem árum hefur kaupið lækkað en allar lífs- nauðsynjar stórhækkað. Ég þarf ekki að minna á árin 1959 og 1960, það vo.ru << ár stórhækkaðs verðlags og minnkandi kaupmáttar. Öll- um var ljóst í fvrrávor, að ekki varð staðið á móti kröfum verkalýðsfélaganna um bætt kjör, rikiSstjórnín tók að sér að vera á móti lækkun verð- lags en atvinnurekendur með aðstoð ríkisstjórnar á móti hækkun kaupgjalds. — Margra mánaða sairmingat.'lraunum var neitað oÉ verkfall hófst -— eftir að samvinnufélögin sömdu var séð hvernig samið yrði. en . atvinnurekendur og ríkisstjórn- in héldu verk.fallinu. áfram í 3 vikur, fj-rst undlr bví yfir- skini að þeir gætu ekki greitt 10% kauphækkun og síðan undir því yfirskini að láglauna- félög mættu ekki fá sjúkra- sjóði og því gíður stjórna þeim sjálf. En t.'lgangurinn með lengingu verkfallanna var raunverulega sá, að brjóta verkalýðsfélögin á bak aftur, skapa vantrú hjá verkamönnum á verkföll og vantrú á samtök sín. Af sama toga var gengis- lækkunin. Fyrst ekki tókst að -oeygja verkalýðgfél.ögin, þá varð að sýna með ríkisvaldi að slík barátta væri árangurslaus, það varð að skapa vantrú hjá verkamönnum á samtök sín og baráttu þeirra. — Gengislækk- unin var lögleidd, og allar kauphækkanir voru teknar aft- ur og me'ra til. Gleymd var yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar, að hún þyldi 6% kauphækkun. Gleymd var yfirlýsingin um að atvinnurekendur yrðu að bera kauphækkanir sjálfir. ■ tíma? ár. vegna sáendurtekinna árása hækkaði á lífskjörin? g) — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.