Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 11
— Þar sem fjármagns var helzt að vænta. Reyndar voru þarna líka fulltrúar listasafnanna, — bótt fjárveitingar þeirra væru ekki svo rausnarlegar að þau hefðu mikla möguleika. Fáein- ar Jeikkonur prýddu hópinn. Þetta var í sannleika sagt mis- lit hjörð. Ég hafði ekkert samvizkubit. Ég bæði vildi og varð að sjá hverjir voru þarna. Það sem erfiðleikunum olli var það að ég vissi ekki að hverjum ég átti að leita. En ég rölti til og frá um salarkynnin og meðan ég talaði við fáeina kunningja, renndi ég augunum til og frá. Ég veit ekki á hverjum ég átti von. Preben kannski; en hann var ekki þarna. Það var víst tii of mikils mælzt að Snák- urinn væri þarna, — P. M. Horge, Ráð og upplýsingar. Enda Var hann ekki þarna heldur. Og samt sem áður, — ég var alveg sannfærður um að þessi daufa slóð sem lá að uppboð- inu hjá Halvorsen konsúl, væri ekki aðeins ímyndun mín, Ég settist í sætið sem mér var vísað á. Ég lenti bak við minkapels og persíankápu. Þá kom ég auga á hann. Hann sat þrem sætaröðum fyrir framan mig, hinn bústni og rjóði vinur Snáksins frá í gær, — hann sem hringdi þrisv- ar og var svo vel þekktur að ekkj þurfti að skoða hann fyrst. Hann sat þarna í lýtalausum dökkum fötum, — og auðvitað þekkti hann mig ekkí aftur. Hann hafði gert þá skyssu í gær að líta ekki á mig. En ég hafði séð hann. Ég var á leið út úr þokunni. Það var ekki fyrr en uppboð- inu var lokið að ég mundi að ég hafð; gleymt að bjóða í litlu Bo.nnardmyndina sem móðir mín hafði beðið mig um. Ég hafði séð hana án þess að taka eftir henni; ég hafði ekki einu sinnj hugmynd um hver hafði keypt hanai Ég hafði haft um annað að hugsa. Málverkin voru sýnd eitt af öðru tzm Töluverð síldveiði lyjabáta Vestmannacy.jum 2/5 — Bátar hafa fengið töluverða síld hér við Eyjar að undanförnu. Hring- ver kom hingað í gær með 1400 tunnur og f dag aftur með 1500 tunnur. Nokkrir bátar aðrir hafa fengið eitthvað. Síldin sem veiðist er vel vinnfluhæf en hraðfrystihúsin geta ekki tekið við henni vegna manneklu og fer hún því öU í bræðslu. Menningar og friðarsamtök ís- Ienzkra kvenna fresta boðuðum fundi(, sem átti að vera í kvöld. Herðubreið er í Reykjavík. Þau voru vissu’.ega dýrgripir. Halvorsen gamli konsúil hafði v.ssulega haft auga, eins og stóð í greininni í Kvöldblaðinu. Fyr- ir fjölmörgum árum, þegar ves- lings málararnir voru enn hædd- ir og smáðir, hafði hann keypt myndirnar þeirra. Og nú feng- um við að siá þessar myndir á hráslagalegu, gráu nóvember- kvöldj í Osló, — og sól og birta Frakklands ljómaði fyrir augum okkar. Ég tók ekki eftir verðlaginu. Ég tók ýfirleitt ekki eftir nokkr- um sköpuðum hlut nema bak- inu á feitlögnum og vel búnum vini Snáksins. Það var víst bara betri maður minn sem hafði dá- litla rænu á að taka eftir þess- um fallegu málverkum. Vinur Snáksins hlaut að hafa ástæðu til að vera þarna. En hann sat kyrr og þegjandi. ,,Og hérna, — herrar mínir og frúr, — komum við að einu af hinum frægu málverkum Monets af kirkjunni í Rouen“, Málverkinu var lyft upp. „Hérna“, sagði uppboðshald- arinn, „í myndunum af kirkj- unni í Rouen kemur ást Monets á ljósinu einna skýrast fram. Hann málaði hana i drunga- veðri, í rigningu, í sól og í þoku, — á kvöldin og um sólar- lag. Eins og þið sjálfsagt vitið, herar mínir og frúr, skipti Clemenceau kirkjumyndum hans í fjóra flokka, — hinar gráu, hínar hvítu, hinar bláu og hin- ar regnbogalitu. Eins og þið sjá- ið er þetta ein hinna gráu“. Persónulega er ég ekki svo heillaður af þessum málverkum af gömlu kirkjunni. í mínum augum verður þetta mestmegn- is stór kirkjuveggur, fullflatur fyrir minn smekk. En ég er eng- inn listfræðingur. — En þá tók ég eftir hálsinum á hinum feit- lagna vini Snáksins. Hann hafði skipt um lit. Áður hafði hann verið ljósbleikur, en nú var hann rauðbleikari og með rauð um dílum. Byrjað var að bjóða 100.000, — og boðin hækkuðu jafnt og þétt upp í 200.000, — þá hættu þau. „Býður nokkur betur?“ sagði uppboðshaldarinn. Það varð þögn andartak. ,,205.000,“ sagði v.'nur Snáks- ins allt í einu. Rödd hans var þægileg, skýr og sterk. Boðin þokuðust enn upp á við. Listasafn ríkisins var dottið aft- urúr fyrir löngu, baráttan stóð milli útgerðarmanns úr Sand- firði og hins bústna vinar Snáks- ins. /Vinur Snáksins hreppti mynd- ina. Fyrir 240.000 kr.. Ég var að springa. Ég sat í miðri gesta- þrautinni og bútarnir dönsuðu kringum mig. En þeir voru þarna. . . . Vinur Snáksins gaf einum af uppboðsstarfsmönnunum merki Svo dró hann upp ávísanahefti og borgaði myndina. Hann ætl aði sjálfur að taka hana með sér. Uppboðshaldarinn hélt áfram. Andrúmsloftið var þrungið eft- jrvæntingu, eða kannski var það bara ímyndun min, því að ég var með hjartslátt. Vinur Snáks- ins sat grafkyrr. Hann virtist hvorki hafa áhuga á Sisley né Morisot. „Og nú, herrar mínir og frúr, komum við að einu stórkostleg- asta málverki safnsins. — Degas, — og eins og þ.'ð sjáið er þetta ein af hinum frægu dansmeyja- samstillingum hans“. Málverkinu var lvft uPP. Ég gleymdi vini Snáksins rétt sem snöggvast. Séðar frá hlið stóðu fjórar dansmeyjar á sviðinu. Sviðsljós- ið féll á 'þær og grisjupilsin fjögur voru gesnsæ og þó mött. — eins og rykið á sviðinu hefði þyrlazt upp eftir síðustu dans- sporin. Dansmeyiarnar fjórar stóðu þreytulega í iljarnar, þær höfðu misst léttleikann sem þær báru í dansinum. Ég var heillaður. Það hafði ég líka verið í fyrsta sinn sem ég sá þessa mvnd, — og heiliað- ur af Degas ævinlega síðan. í fyrsta sinn sem ég sá hana? Þetta var eina mvndin sem ég mundi greinilega eftir frá því að ég var fjórtán ára og fékk að sjá málverkasafn Halvorsen gamla konsúls. Hvers vegna mundi ég svona vel eftir þessari mynd? Fyrst og fremst vegna þess að hún féll einstaklega vel í minn smekk á málverkum. En einnig vegna þess, að Halvorsen gamli konsúll hafðj sagt dálítið um þessa mynd. Og allt í einu, tuttugu árum seinna, — mundi ég hvað hann hafði sagt. En Snákuriann mundi það líka. Að vísu var það óhugsandi, því að Snákurinn hafði siður en svo verið nærstaddur þegar fo.reldrar mínir 02 Halvorsen konsúll sátu og drukku sherry, meðan við Kristján röltum um og horfðum á málverk. En engu að síður, — þótt Snákurinn myndi það ekki beinlinis, þá vissi hann hvað Halvorsen kon- úll hafði sagt. Ég hafði ekki tíma til að hugsa. Ég hafði ekki tíma til að raða bútunum í gestaþraut- ina. Ég varð bara að fylgjast með, — ég gat hugsað á eftir. En Snákurinn vissi hvað Halvor- sen konsúll hafði sagt um þessa mynd, — því að hann hafði sent þennan holduga vin sinn til að bjóða í hana. Boðin byrjuðu á 250.000 krón- um. Þau komu frá Sandfjarðar- útgerðarmanninum, listaverka- sala, óþekktum kvenmanni og vini Snáksins. En vinur Snáksins hreppti myndina. Hann fékk hana fyrir 750.000 krónur. „Að hugsa sér í hvað fólkið eyðib peningunuih", hvíslaði minkapelsinn fyrir framan mig að persíankápunni. Og aftur var ég staddur í 5. enskudejld. Ég sat við skólaborð- ið og hlustaði á Ásu, — hana litlu ungfrú Marple mina. ,,Mér þætti gaman að vita til hvers á að nota peningana", sagði hún. Ása litla, nú veit ég til hvers átti að nota peningana. Það átti að nota þá til að kaupa tvær myndir úr málverkasafni Hal- vorsens konsúls af frönskum impressíonistum. Snákurinn var miklu hættu- legri en ég hafði haldið. Því að hann hafði' furðulegt minni En verst af öllu var, að hann hlaut að vera næstum djöfullega þefvís. Og þegar þefvísin og minnið sameinaðist, varð hann lífshættulegur. Innileg þökk fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömpiu ■ , u > ÞORBJARGAR KRISTJÁNSDÓTTÚR frá Reykjum Börn, tengdabörn og barnabörn Ellefta landsþing Slysavanarfélags íslands hefst með guðsþjónustu föstu- daginn 4. maí kl. 14 í Neskirkju. Biskup íslands, Sigur- björn Eínarsson, prédikar. Að lokinni guðsþjónustu fer íram þingsetning í Slysa- varnarhúsinu kl. 15,30. STJÓRNIN Bláa handið Skrifstofa o.g ráðleggingastöð A. A - samtakanna verða hér eftir opnar alla virka daga frá kl. 13—15 og 20'—21 nema laugardaga, en þá írá kl. 16—18. A. A.-samtökin. Tilkynning fír. 3/1962. Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverS a brauðum í smásölu með söluskatti; Franskbrauð, 500 gr................... kr. 5,41 Heilhveitibrauð, 500 gr................. — 5,4C Kringlur, pr. kg........................ — 16,01 Vínarbrauð, pr. stk ..................... — 1,45 Tvíbökur pr. kg.......................... — 24.00 Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr. ...................... —■ 8,31 Normalbrauð, 1250 gr...................... — 8,31 Séu nefnd brauð sundurskorin eða bökuð með annarrt þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlut~ falli við ofangreint verð. Heimilt er þó að selja sérbökuð 250 gr. franskbrauð á kr. 2,75, ef 500 gr. brauð eru einnig á boðstólum. Á þeim stöðum sem brauðgerðir eru ekki starfandi mú bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarksverðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúg- brauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Reykjavík,2. maí 1962. VERÐLAGSSTJÓRINN. F ramhaldsaðalfundur félags kjólameistara verður haldinn fimmtudaginn 3. maí að Laufásvegi 8 og hefst kl. 8.30. Áríðandi að félagsmenn mæti. Öfélagsbundnir kjólameistarar hvattir til þess að gerast meðlimir. S T J Ó R N IN. Starfsstúlkur óskast strax * í eldhús nýrrar veitingastofu f miðbænum. Upplýsingar í sima 30490. ” W IP Fimmtudagur 3. tnai 1962 — ÞJÓÐVILJINN —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.