Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 03.05.1962, Blaðsíða 12
IÓÐVILIINH Fimmludagur 3. maí 1962 — 27. árgangur — 97. tölublað. B’aðið spurðist fyrir uni Kariscl'nismálið hjá Emil Jóns- syni ráðlierra í gær, cn sem kurmugt er hafði hann um það stór orð á sínum tíma að mál- ið væri alvarlegt og lægi jafn- framt ljóst fyrir. Skildist mönn- U:n þá, að mál ð yrði tafarlaust kært og yrði látið ganga sinn gang fyrir dómstólum, útgerð in dæmd í þyngstu sektir. E'ns og kunnuet er, sótti út gerðin um útflutningsleyfi fyrir afla Karlsefnis, þeim sem fékkst í verkfallsbroti skipsins, en ráðuneyt ð synjaði um það leyfi. Karlseíni landaði engu að síður í Cuxhaven og þverbraut með því íslenzk lög. Viðurlögin við broti þessu eru 500.000 kr. sekt og allt að 4ra ára fangelsi. Síðan brotið var framið er nú liðinn hátt í mánuður og samkvæmt þeim upplýs’ngum sem blaðið fékk hjá ráðherran Um hefur ekkert verið gert í málinu og ekkert hægt að segja nm hvenær eitthvað verður gert. Það er ekki einu sinni víst að nokkuð verði gert. Ekki er blaðinu kunnugt um. að Sjómannafé'.ag.ð hafi gert neitt í máium beirra félaga, sem brugðust má’.stað siómanna og létu fleka sig til hins svívirði- iega verkfailsbrots. Fyrir all- löngu sagði Jóh Sigúrðssön áð brátt yrði háldinn fundur í fé- lag'nu og þá ákveðið hvað gert yrði í málurn mannanna. Eng- inn fundur hefur verið haldinn, Finnst mönnum ekki krata- handbragðið njóta sjn? FjöSmenn 1. maí hátíðahöid í Neskaupstað NesUaupstað, 2/5. — Verklýðs- félag Norðfirðinga gekkst fyrir hátíðahöldum í Neskaupstað 1. maí. Hátíðahöldin hófust með úti- fundi kl. 2. Þar fluttu ræður Ölfifur Jónsson og Hólmfríður Jónsdóttir frú. Lúðrasveit Nes- kaupstaðar lék undir stjórn Har- alds Guðmundssonar. Veður var hið bezta og fjölmenni á fund- jnum. Klukkan 9 hófst samkoma í bíóhúsinu. Þar flutti ávarp Jóhannes Stefánsson. lúðrasveitin lék og síðan voru skemmtiatriði. Sækja sjúkling til Grænlands 1 gær var hernámsliðið á Keflavíkurflugvelli beðið um að aðstoða við að flytja botnlanga- sjúkling frá lóranstöð á Græn- landi nálægt Angmasalik og koma honum til læknis. Her- námsliðið bað Landhelg.isgæzl- ■una að flytja þyrlu til Græn- lands og var Óðinn fenginn til þess. Átti hann að leggja af stað í nótt. Mun hann. sigla að jsröndinni og þaðan sækir þyrl- an manninn og kemur honum aijn borð í Óðinn. Nei, — þetta hefst ekki með sama áframhaldi. Nú er súlan aðeins komin 36",, að mark- inu, en 1. maí settum við okkur það mark að vera nú í 45" i). Þetta hafðist alls ekki, það er staðreynd. Þessvegna verður hver ein- asti velunnari Þjóðviljans að skilja, að hér er fullkomin alvara á ferðum, aðeins 3 dagar eftir og liðlega þriðj- ungur upphæðarinnar feng- inn. Oki „viðreisnarinnar‘‘ verð- um við að hrinda af okkur. Til þess þarf stærra og öfl- ugra blað, en Þjóðviljinn cr í dag. Þess vegna ér verið að kaupa nýjar prentvélar og bæta húsakost blaðsins. Launin eru lág og þó vinnutíminn sé langur verður margur’ að neita sér um f'.est utan brýnustu þarfa og sér margan draum sinn um bæg- indi og betra líf fjarlægast en ekki. rætast. F.n baráttunni gegn rangs- leit.n'nni og kjaraskerðing- unni megum við aldrei linna. Og kröfugangan 1. maí s.'l. og útifundurinn staðfesta kröft- uglega. að nú hefur mikill meirihluti launastéttanna á- kveðið að sækja rétt sinn í hendnr valdhafanna. Og fyrir alla muni, ef það á að takast, þá verður Þjóðviljínn — mál- gagnið okkar að vera beitt- ara og áhrifameira en áður. Þess vegna grípum við tæki- færið og kaupum miða og seljum miða í happdrætt'nu. Dregið 6. maí um 2 fólks- vagna, 250 þús króna að verð- mæti. Auk þess nærri 300 aukavinningar, útdregnir fyr- ir fram. Og umfram alit: Dragið ekki til síðustu síund- ar að gera skil. Gerið skil strax. Ski.rfstbfa'n opin frá kl. 10 til- 7. Afmælishappdrætti ÞjóðviTjans, Þórsgötu 1, sími 22396. ALGEIRSBORG 2/5. — Morð- árásir OAS-manna blossuðu upp í Alsír í dag af mcira krafti en nokkru sinni áður. 67 manns létu lífið í morðárásunum og 139 særðust. Þetta er mesta manntjón á einum degi síðan vopnahléið gekk í gildi. Heiftarlegustu árásina • gerðu OAS-menn í Algeirsborg. Þeir sprengdu tímasprengju í hafn- arhverfinu þar sem fjöldi verka- manna beið eftir v.'nnu og höfðu margir þeirra börn sin með sér. 30 manns fórust í sprengingunni og 110 særðust. Serkir fylltust ofsareiði vegna þessa ódæðis- verks og var einn Evrópumaður veginn, en serkneskum öryggis- vörðum tókst að st:lla til friðar. OAS-menn héldu einnig .áfram vélbyssuárásum sinum i Algeirs- borg og viðar. Óku þeir í bíl- um og létu skothríðína dynja á vegfarendum. Allmargt fólk af evrópskum ættum hefur horfið í Alsír und- anfarið, og er talið að þeim hafi verið rænt. 5000 manna herlið kom í dag i Oran til að herða á baráttunn; gegn OAS. Milljón lesta atómsprengja Washíngton 2/5 — Banda- rikjametin sprengdu í dag þriðju kjarorkusprengjuna í andrúmsloftinu yfir Jóla- ey á Kyrrahafi. Sprengjan var að styrkleika meir.a l en ein megalest, eða semi svarar á aðra milljón lesta af TNT-sprengiefni. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá viðskiptamélaráðuneytinu í gær, að búið sé að leyfa sölu á 5000 tonnum af bræðslusíld til Noregs, en sem kunnugt er hef- ur algert löndunaröngþveiti hér við flóann vegna landburðar af síld undanfarna daga. Síldin verður flutt út meö norskum skipum og mun það fvrsta þeirra þegar vera lagt af stað til landsins. Allt er þetta mál býsna kind- ugt, er tekið er tillit til þess, að á Norðurlandi eru verksmiðj- ur sem vel gætu annað að bræða þennan afla og þó meira væri og hér i höfninni liggja tugir skipa, sem gætu farið í flutninga með síldina. Nægir að benda á viðreisnar-Sigurð og fileiri togara, sem eru í eign ríkisins að mesru eða öllu leyti. En meðal annarra orða, Hvað viljum við stóriðjumenn og von- biðlar Efnahagsbandalags, vera að veiða síld einsog vitlausir menn? Eggert á Víði II. gerist út- gerðarmaðnr Frétt frá Gautaborg hermir að Eggert Gíslason skipstjóri á Vfði II. hafi gert samning við skipa- smíðastöð í Marstrand um smíði á rúml. 30 metra löngum fiski- bát. Það fylgir með í fréttinni að Eggert sé mikill aflakóngur, hafi fiskað 60.000 ttnnur af síld og 375 tonn af þorski á einu ári. Flóinn er nú í'ullur af síld. Bát- arnir þurfa ekki annað en að fara út, dýfa nótinni í og Bingó, í'ullir. Hingað til Reykjavíkur hafa komið þessir bátar: Bjarnar- sólarhringa með mikinn afla. Sæfari frá Tálknafirði er með fullfermi og tveir Ólafsvíkur- bátar, Halldór Jónsson og Steinunn, eru hér með full- fermi. ey með fullfermi, Jón Trausti Sem kunnugt er af frétt hér í með fullfermi, en til samans balðinu í fyrradag mun verk- taka þessir bátar nærri 5000 smiðjan á Kletti hafa tekið tunnur. Þá kom Súlan með við einhverri síld í gær, að eitthvað og Guðmundur Þórð- minnsta kosti af þeim bátum arson hefur beðið hér í 4—5 sem Icngst hafa beðið. Ann- ars háfa aðkomubátar orðið íyrir atlskonar meinbægni hér í höfninni, löndun jafnvel háð þvi skilyrði að þeir komi aldrei liingað aftur með síld (Sæfari), Þá hefur Einar Thoroddsen yfirhafnsögumað- ur gengið hart fram í því að bægja þeim frá bryggjuplássi, jafnvel hrakið þá burt til að rýma fyrir brezkum herskip- um. Fjölmenn 1. maí hátífehöld á Akureyri Akureyri — 1. maí hátíðahöld- in fóru hér fram í ákaflega góðu veðri og við rnikið fjölmenni. Útifundur var haldinn við Verka- mannahúsið og þar flutti ávarp Jón Ingimarsson formaðuí full- trúaráðs verkalýðsfólaganna, en ræður þeir Sigúrður Jóhannesson skrifstofumaður, Tryggvi Helga- son forseti Alþýðusambands Norðurlands, Eiður . Guðmunds- so'n bóndi að Þúfnavöllum og Björn Jónsson formaður verka- mannafélags Akureyrarkaupstað- ar. Fjölmenn kröfuganga var far- in að útifundinum loknum og bamaskemmtun í Alþýðuhúsinu um miðjan daginn, en dansleik- ur um kvöjdið. Ræða Eiðs Guðmundssonar vakti sérstaklega athygli og þessi dagur var óvenjufagur og eftir- minnilegur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.