Þjóðviljinn - 06.05.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 06.05.1962, Blaðsíða 5
PARIS — OAS, samtök frönsku fasistanna, fara enn sínu fram í Alsír þrátt fyrir handtöku Salans og annarra foringja þeirra, en hins vegar þykir nú orðið ljóst að baráttan þar sé þeim ekkert aðalat- riði, heldur sé hún aðeins undirbúningur undir valdatöku í Frakklandi sjálfu. Háttsettur foringi í frönsku- lögreglunni hefur skýrt einum blaðamanna L’Express frá fyrir- ætlunum OAS, eins og þær hafa komið fram í yfirheyrslum yfir handteknum foringjum samtak- anna og lesa má um í skjölum þeirra sem lögreglan hefur lagt hald á. Markmiðið í Alsír Markmið samtakanna í Alsír er að koma í veg fyrir fram- kvæmd vopnahléssamninganna, hvað sem það kostar. „Ef nauð- syn krefur, munu 5.000 eða 10.000 liggja eftir í valnum í Algeirsborg“, er haft eftir for- ingjunum. Víst má telja að OAS mun ekki hika við að koma af stað blóðbaði, ef leyniherinn tel- ur það nauðsynlegt. Hins vegar munu ýmsir yfirmenn samtak- anna andvígir slíku óyndisúr- ræði sem gæti leitt til þess að þeir misstu fótfestu í Alsír. Þeim er fyrir mestu að geta búið um sig í næði í Alsír þar til sam- tökin hafa komið vel undir sig fótunum í Frakklandi: sjálfu þar sem síðari þáttur fyrirætlana þeirra á að framkvæmast, og sá mikilvægasti. Höfuðmarkmiðið Foringjar OAS sem handtekn- ir hafa verið hafa nær allir lát- ið í Ijós að starfsemi samtakanna í Alsír sé að vísu mikilvæg, en ekki aðalatriðið. Höfuðmarkmið sem samtökin hafi sett sér sé að koma á „heilbrigðri og sterkri stjórn“ í Frakklandi sjálfu. Sú stjórn yrði að sjálfsögðu ekki lýðræðistjórn, þar eð lýðveldið hefði svikið Frakkland og gaull- isminn grafið u.ndan lýðræðinu“. OAS-foringjarnir fara ekki dult með hvers konar stjórnarfar þeir hafa í huga: ósvikinn fasisma. „25 milljónir fáráðlinga" Hvernig hugsa þeir sér að ná völdum í Frakklandi? Þetta er eina markmiðið sem OAS stefnir nú að; samtökin hafa alveg lagt á hilluna allar fyrirætlanir um að efna t;l stjórnarbyltingar sem bundin væri við Alsír eitt. Úr- siit þjóðaratkvæðagreiðslunnai' bar sem níu af hverjum tíu kjós- endum samþykktu frið í Alsír og þar með andstöðu við OAS hafa á engan hátt dregið kjark úr samtökunum, né heldur hand- tökur margra foringja þeirra upp Verkfræðingagreinagerð Framhald af 4. .síðu neina hækkun að ræða, faeldur lækkun. Einn liður í formbreytingu þeirri á gjaldskránni sem áður, er á minnzt er sá, að í stað eins tímagjaldstaxta áður voru settir misháir taxtar, er skyldu gera mun á þóknun eftir rgynslu og sérþekkingu viðkomandi verkfræðings á viðfangsefni sínu. Breyting þessi kemur ekki hvað sízt viðskiptavinunum til góða. Tímagjaldstax.tinn samkvæmt gömlu gjaldskránni var kr. 116,72 árið 1960, en hafði hækkað í kr. 153 þegar gjaldskrárbreyt- ingin skyldi taka gildi. Ríkis- stofanir hafa raunar mótmælt hækuninni frá 1960, en véfengt er, að þau mótmæli eigi stoð í lögum. Samkvæmt nýju gjaldskránni yrði tímagjaldstaxtinn breytileg- ur frá 120 kr. á klst. í 350 kr. á klst eftir sérþekkingu og hæfni. Hæsti taxtinn myndi aðeins gilda fyrir fáa,fc.menn_ með Jgjjga reynslu og sérþekkingu og ein- ungis við einstaka verkefni. Til samanburðar má geta þess, að hæsti tímagjaldstaxti ssériskra verkfræðjnga er 860 ísl. kr. á klsr., og áð hér hafa starfað amerískir verkfræðingar að rannsóknarstörfum, sem íslenzkir eru fullfærir um, fyrir þóknun er nemur allt að $25 eða kr. 1075 á klst. Áhrif /bráðabirgðalaganna Að lokum viljum við benda á, að það skilningsleysi valdhaf- anna. á gildi verkfræðiþjónustu, sem lengi hefur verið landlægt hér á landi og þessi bráðabirgða- lög bera órækt vitni um, kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina þegar til lengdar lætur. Hvai-vetna er mikil eftir- spurn eftir tæknimenntuðu vinnuafli og skortur á því. Lífs-. kjör þjóða eru sífellt að verða | meira og meira undir því komin, að þær fylgist með í tækniþró- uninni, og hafi nægum tækni- menntuðum mönnum á að skipa til þess að dragast ekki aftur úr á því sviði. Slík afstaða til verkfræðinga, er hér kemur fram, er ekki lílrleg leið til -að tryggja þann hraða í tækniþró- un þjóðai'innar, sem óhjákvæmi- legur er, ef lífskjör hennar eiga að batna á komandi árum. Aðalvinningur í DAS happdrætti utvn smri rnti t; rrntr í fyrradag var dregið í 1. fl. DAS um 100 vinninga. 4ja her- bergja íbúð að Ljósheimum 20, tilbúin undir' trévefk kom á miða 40564 (Umboð Véstmanna- eyjar) 2ja herbergja íbúð Ljós- heimum 2Q, tilbúin undir tré- verk, kom á miða nr. 24660 (Aðalumboð) og nr. 4271 (Borg- arnes). Fjórar bifreiðir komu' á miða nr. 10809 (Grindavík), 60774 (Aðalumboð), 39802 (Aðalum- bcð) og nr. 5034 (Neskaupstað- ur). Aðrir vinningar voru hús- búnaður fyrir 10 þús. og 5 þús. krónur. Þriggja ára barátta VEÍLUt EHCoRt? é' t Lðn GTEfri p £• Hótunarbréf frá OAS. Textinn þýðir: „OAS cr ekki einungis ósigrað, hclilur vakir það enn og mun svo verða Iengi.“ á síðkastið. Þ j óðaratk væða- greiðslan staðfestir aðeins það á- lit þeirra að franska þjóðin sé gerspillt og eigi sér ekki við- reisnar von, nema henni sé stjómað harðri hendi. „Þó að í Frakklandi séu 25 milljónir fá- ráðlinga þarf það ekki að sanna að þeir hafi á réttu að standa“, er haft eftir einum foringjanna. Handtökurnar hafa exki fengið meira á þá: „Handtökurnar, yf- irheyrslur lögreglunnar, fangels- in eru okku.r ómetanlegur skóli“, er haft eftir öðrum. Þjóðin kúguð mcð Iiryðju- verkum OAS-foringjarnir eru þeirrar skoðunar að 'með stöðugum hryðjuverkum muni þeir geta dregið svo kjark úr frönsku bjóðinni að hún muni ekkert viðnám veita þegar lagt verður til úrslitaorustu um völclin í Frakklandi. Stöðugum spreng- ingum og banatilræðum verður ekki einungis beitt gegn pólitísk- um andstæðingum OAS og lög- reglunni. heldur líka og jafnvel fyrst og freriVst'^Ögn'‘áDMenrifffgi, svo að enginn verður óhultur. 1 einu leyniskjalinu sem lögregl- an hefu.r fundið eru lögð á ráðin ufn þessi ógnarverk: sprengitil- ræði, íkveikjur í bílum á götum og stæðu.m, handsprengjum varp- að að veitingahúsum og kvik- myndahúsum, skotið á vegfar- endur sem eru einir á ' férli. spellvirki 'á' járnbrá'utum ög há- spennutaugum o..s.frv. i.,Liðsmenn OAS verða smám sarnan að venja sig á að líta í- þúa franskra borga sömu augum og íbúa serknesku hverfanna í Algeirsborg og Oran og beita sömu aðferðum gagnvart þeim. Það verður að horfast í augu við raunveruleikann: Við erum í stríði og við getum ekki grátið fórnarlömbin, heldur ekki þau sem saklaus eru. Hið úthellta blóð mun verka til endurnýjun- ar, hreinsunar!" segir í þessu leyniskjali OAS. Aðeins þrjú öfl Þessu „str£ði“ skal haldið á- fram þar til. tækifæri býðst til að hrifsá til sín völdin. Sú stund kemur þegar de Gaulle fellur frá, hvort sem hann hlýtur eðli- legan dauðdaga eða honum verð- ur styttur aldur. 1 einu leyni- skali OAS segir: „Stjórnmálalíf er elíkert lengur í Frakklandi. Þar eru aðeins þrjú öfl að verki: de Gaulle, herinn og kommúnist- ar. Um leið og de Gaulle íellur frá skapast byltingarástand í landinu og völdin eru þá í okkar höndum ef við bregðumst aðeins við þegar í stað. Fjölmennasti stjórnmálaflokkurinn að full- trúatölu er UNR (flokkur gaull- ista). En UNR hefur. í rauninni engan stuðning almennings og stefnuskrá hans felst í þremur orðum „lifi de Gaulle“, en af því leiðir að UNR hverfur af sjón- arsviðinu með de Gaulle. Her- inn mun ganga í lið með okkur af ótta við korarháriismann, en almenningur ■ mun hvergi koma nærri neinu, yfirgnæfandi meiri- hluti hans mun loka sig inni meðan.á átökunum stendur. öll andspyrna verður bæld niður af miskunnarlausri harðýðgi á þremur til fjórum dögum. Von- andi verður eitthvert viðnám ^veitt því að með því móti gefst tækifæri til að koma andstæð- ingunum fyrir kattarnef og veita öðrum gagnlega lexíu“. Foringjar OAS hafa þannig skipulagt baráttu sína í einstök- um atriðum, aðeins eitt er óvíst, hvenær til úrslita muni draga. Þeir gera ráð fyrir að baráttah kunni að taka langan tíma, a.m. k. þrjú ár. Sumar æfðustu morðsveitirnar hafa þegar verið sendar frá Al~ sír til Frakklands. Aðrar munú koma á eftir. Verið er að byggja upp stjóm og skipulag samtak- anna. Nú þegar er svo komið að- tveir menn hafa verið skipaði'r í hverja trúnaðarstöðu samtak- anna í Frakklandi svo að ekki komi að sök, þótt annarséhand- tekinn. í æðstu stöðurnar hafa vei'ið skipaðir þrír menn. OAS virðist ekki í neinum vandræð- um að fá menn til að gegna hin- um æðri trúnaðarstöðum^ en gengur verr að fá menn í hinar lægri. Langflestir foringjar OAS eru reyndir hermenn og samtökin setja. traust sitt á að þeir muni fá mikinn liðsauka úr hernum þegar fram í sækir. Hin lélega. frammistaða frönsku lögreglunn- ar í baráttunni gegn OAS hefur sannfært þá um, að þeir eigi einnig vísan stuðning hennar þegar á reynir. Þeir eru sigur- vissir: „Reynslan sýnir, að við höfum á réttu að standa. Okkur hefur vaxið fiskur- um 'hrygg,. þrátt fyrir áróður gaullista.. Hreyfing okkar var varla kom- in af stað í janúar 1960, gekki fyrstu skrefin í apríl 1961. Við* vorum örfáir talsins, einangraðir„ ósamtaka, máttlitlir. Lítið á okk- ur í dag“. Samtök atvinnufyrirtækja ff fimm borgum á norðurströml Bretlands hafa byrjað að> berjast fyrir því að lögleidil verði 12 sjómílna fiskveiði- landhelgi við Bretland, til að liindra „sjóræningjaveiðar"' útlcndinga við Bretlands- strendur. A.m.k. 35 ríki munu takai. þátt í efnahagsráðstefnu hhit- Iausra ríkja, sem haldin verð- ur í Kaíró á næstunni. Verðai, þar rædd efnahagsleg áhrií' Efnaliagsbandalags Evrópu.. Meðal þeirra ríkja, sem þegar hafa tilkynnt þátttöku, eru:- Japan, Malaja, Singapore og" nýju ríkin í Afríku, sem áð- ur lutu franskri nýlendu- stjórn. Nýlega er hafin keppni í A~ deild meistaramóts ' Sovöt- ríkjanna í knattsp^i'nú. Hófst'. hún með keppni milli liðs); Rauða hersins og Zjalgiris frái. Vilnius. Samtals taka 22 lið* þátt í keppninni í þessum f Níu þeirra eru frá Rússheskai. sambandslýðveldinu, 3 . frál. tíkraínu, .2 frá Grúsíu og eitfc frá eftírtöldum lýðvelflum'. Hvítarússlandi, Uzbekistana. Armeníu, Kazakstan, Azer-*- ba jszan, Moidavíu, Lithaucat og Lettlandi. UVf; . h '7j‘v %■/: v 'i 1 " 't: ■ í'4 •"\f ... £ #»• Sunnudagur 6, maí 1962 — ÞJÖÐVILJINN — ($

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.