Þjóðviljinn - 11.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 11.05.1962, Blaðsíða 3
Verkalýðsfélögin dsvald Knudsen 1 sýnir í Tjarnarbæ samið um Verðlaunamaður við hljóðfærið Eins og skýrt hefur verið frá í fréttum unnu Rússinn Vladimír Ashkenasi og iiretinn John Ogdon fyrstu verðlaun í píanóleik á 2. alþjóðlega Tsjækovskí-samkeppninni sem fram fór í Moskvu fyrir skömmu. Ashkenasi er sem kunnugt er eiginmaður Þór- unnar Jóliannsdóttur og sést hann hér við hljóðfærið. Myndin var tckin meðan samkeupnin stóð yfir. I baksýn cr stór mynd af tónskáldinu sem lceppnin er kennd við, Tsjækovskí. oánægja með á> i launamálunum Skjalfesí svar stjórnar ASÍ til ríkisstjóm- arinnar afsannar álygar Mcrgunblaðsins á Hannibal Valdimarsson Varla líður sá ciagur að Morgunblaðið endurtaki ekki þau helberu ósannindi að Hannibal Valdimai'sson íorseti Alþýðusambandsins hafi lýst því yfiir a,ð kiara- bætur til hinna lægst launuðu ikomi ekki ASÍ við, Þessi fáránlegi tilbúningur á auðsjáanlega að dylja fyrir les- endum blaðsins það sem 1 raun og veru gerðist í við- ræöurn ríkisstjórnarinnar og miðstjórnar ASÍ. í þess stað boðið fram athugun á kjarabótum læ*gst launaðra verkamanna. Svo sem kunnugt er, eiga hin einstöku verkalýðsfélög, en Al- þýðusamband ð ekki, löglega samningsaðild hvert á sínu fé- lagssvæði, um kjör og kaup fé- lagsmanna sinna. Um breytingar á kaupgjaldi getur miðstjórn Alþýðu-sambands- ins iþví ekki samið, en telur sjálfsagt að þau verkalýðsfélög sem framangreind hugmynd rík- isstjórnarinnar varðar, taki upp viðræður við hana“. Af þessu má sjá að Alþýðu- sambandsstjórn tók fegin-s hendi boðinu um kauphækkun hinna lægst launuðu, eftir að ríkis- stjórnin hafði neitað að gera nokkuð til að bæta kjörin með opinberum ráðstöfunum. Hins- vegar hvorki vill ASl né getur hrifsað samningsréttinn af verka- lýðsfélögunum. Það vita allir sem nokkra nasasjón hafa af kaupgjaldsmálum. Tilgangslaust er fyrir Morgunblaðið að reyna að rugla og rangfæra svo aug- ljóst mál á sinn moðhausslegá hátt. Eins og kunnugt er, voru; fimm litkv.'kmvndir Ósvalda Knudsens sýndar við mikla að- sókn í Gamla bíói í fyrra. Voru myndirnar bó ekki sýndar á bezta sýningartíma, heldur að- eins kl. 3 og 7. Nú hefur tekizt samkomu’ag við forráðamenn Tjarnarbæjar um að sýna myndir Ósvalds á aðalsýn.'ngartíma, kl. 9, næst- komandi föstudags- og laugar- dagskvöld. Ættu þeir, sem ó- hægt áttu um vik að sjá mynd- irnar í fvrra, að nota þetta tæki- færi. Kv.'kmyndirnar eru þessar: Vorið er komið, Séra Friðrik: Friðriksson, Þórbergur Þórðar- son, Refurinn gerir gren í urð og Frá Eystribygeð á Grænlandi. Ingálfur Krist- jánsson formsður Fél. ísL rithöf- Frá kosninga- sjéði G-listans Munið kosningasjóð 6-listans! Skrifstoían Tjarnargötu 20 er opin daglega kl. 10—10. Félag íslenzkra rithöfundai hélt aðalfund fyrir nokkru. Formaður var kjörinn Ingólfur Kristjánsson og með honum í stjórnina Armann Kr, Einars- son gjaldkeri og Gunnar Dal annar meðstjórnandi; fyrir í stjórninni voru Þóreddur Guð- mundsson ritari og Stefán Júl- íusson fyrsti meðstjórnandi. f varastjórn voru kjörnir Indriði G. Þorsteinsson og Hannes Pét- ursson. Fulltrúar félagsins í stjórn Rithöfundasambands ís- lands voru kjörnir Stefán Júl- íusson, Guðmundur G. Haga- lín og Indriði Indriðason og til vara Ingólfur Kristjánsson. f stjórn rithöfundasjóðs Ríkisút- varpsins var kjörinn Guðniund- ur G. Hagalín. Á fundinum var samþykkt skipulagsskrá fyrir bókmennta- sjóð félagsins, sem stofnaður var á síðasta ári. Á aðalfundi Félags íslenzkra símamamna, sem nýlega var haldinn, kom greinilega í Ijós, að nieðal fundarmanna ríkti al- mennj óánægja með núverandi ástand í launamálum, launin væru alls ekki lífvænleg nema unnin væri mikil eftirvinna, Var l>að talið mjög alvarlegt mál, ef starfsmennirnir yrðu að sfíta sér út fyrir aldur fram með seig. drepandi eftirvinnu. Störf Félags íslenzkra síma- manna eru margþætt. Má benda á öflugan lánasjóð, sem veitir stuðning* við húsbyggingar o.g aðrar framkvæmdir, menningar- og kynningarsjóð félagsins sem veitir styrki t;l áukinnar fræðslu í starfi og styrktarsjóði sém veita aðstoð ef um veikindi fé- lagsmanna e.b.h. er að ræða. Félagið gefur út Símablaðið, og hefur Andrés G. Þormar verið ritstjóri þess um 40 ára ske.'ð. Þá starfar byggingarfélag síma- manna og hefur það reist 170 íbúðir. Formaður byggingafélags. ins er Hafsteinn Þorsteinsson. í Félagi íslenzkra símamanna eru um 600 manns og er hagur þess góður. Stjórn skipa: Sæ- mundur Símonarson formaður, Guðlaugur Guðjónsson varafor- maður, Vilhjálmur Vilhjálms- *son gjaldkeri qg Ágúst Geirsson ritari. Misheppnað geimskot Kanaveralhöfða 10/5 —■_ I dag reýndu Bandaríkjamenn áð skjóta á loft gervlhnettinum „Anna“, en tilraunin mistókst, og komst hann ekki á braut um- hverfis jörðu. Landher og floti Bandaníkjanna, svo og geim- uannsóknastofnun Bandaríkj- anna, áttu sameiginlega aðild að þessari tilraun. Hvíldi lengi vel mikil leynd yfir henni, og Bandaríkjamenn ætluðu sér að ná mikilsverðum árangri með þessum gervihnétti. Með honum átti að gera nákvæmar uppmæl- ingar á jörðinni, en gerðar hafa verið áður. Fulltrúar miðstjórnarinnar sneru sér til ríkisstjórnarinnar og bentu á að á hennar valdi væri að gera margháttaðar ráð- stafanir sem auka myndu kaup- mátt launa án þess að til beinna kauphækkana kæmi. Þessi úr- ræði eru: © Lækkun vaxta, sem létta myndi undir með atvinnu- vegunum og húsbyggjend- um. © Lækkun söluskatts á nauðsynjum. © Lækkun vátryggingar- og aðflutningsgjalda, sem lækka myndi vöruverð. © Komið sé á 8 stunda vinnudegi án lækkunar heildartekna. © Ríkisstjórnin tryggi að niðurgreiðslur á vöru- verði séu ekki rýrðar. © Bann við greiðslu verð- lagsuppbóta á laun sé afnumið og tryggt að samningfrelsi verkalýðsfé- Iaga sé ekki. skert. © Loks var þess krafizt að ríkisstjórnin tryggi varanleik kjarabóta sem samkomulag yrði um á þennan hátt. Svar ríkisstjórnarinnar við þessum tillögum Alþýðu- sambandsstjórnar um kjara- bætur án kauphækkana var, loks þegar það fékkst, að slík- ar kjarabætur væru óraun- hæfar. í þess stað benti ríkis- stjórnin á leið beinna kaup- hækkana og kvaðst skyldi beita áhrifum sínum til að koma því til leiðar að kaup hinna lægst launuðu hækki. Tillögurnar sem Alþýðu- sambandsstjórn lagði fram voru allar um ráðstafanir sem er á valdi ríkisstjórnarinnai einnar að framkvæma. Með tillögu ríkisstjórnarinnar un* beinar kauphækkanir vai komið inn á löghelgað starfs- svið hinna einstöku verka- lýðsfélaga, sem semja um kaup og ikjör hvert á sínu fé- Iagssvæði. Það eru ósvífin ósannindi hjá Morgunblaðinu að Al- þýðusambandsstjórn haf: hafnað kauhækkun til hinns lægst launuðu. Fulltrúar mið- stjórnar ASÍ sem við ríkis- stjórnina ræddu lögðu fram svar sitt skriflegt og það hljóðar svo: „Miðstjórn Alþýðusambands Islands bar fram við ríkisstjórn Islands þær tillögur til kjara- bóta, er hún taldi vera á valdi ríkisstjólrnarinnar einnar að full- nægja, og verða mættu til auk- ins kaupmáttar, án beinnar hækkunar, og falla þannig ekki undir samningsaðild hinna ein- stöku verklýðsfélaga. Nú hefur ríkisstjómin hafnað þessum tillögum miðstjórnai* en Ábur'öairverksmiðian fram- leiddi á sl. ári 23Ó64 lestir af Kjarna og hefur verk- smiðjan bá framleitt frá uphafi samtals 153400 iest- ir af áburði þessum, auk 1000 lesta af ammoníaki til frystihúsareksturs. Frá þessu var skýrt á aðal- fundi verksmiðjunnar í fyrradag og því jafnframt að heildarsalan hafi numið 62.5 millj. króna á árinu. Verksmiðjan greiddi 2 millj króna til Áburðarsölu rík- isins til verðlækkunar á innflutt- \ um áburði 1961 og launagreiðslur námu 10.8 millj. kr. á árinu. Nettóhagnaður nam 2.8 millj. kr. en af þeirri upphæð var 1.7 millj. kr. lögð í varasjóð. Skýrt var frá því að vegna skorts á geymsluhúsnæði hefði þurft að flytja út á sl. ári 4873 smálestir af Kjarna. Til að bæta úr geymsluskortinum var reist vöruskemma, 15 m hátt hús, 2800 fermetrar að flatarmáli. Tæki til k-crnunar Kjama hafa verið sett upp á þessu ári og virðist korn- unin komin í lag, en vænzt er að blöndun áburðar geti liafizt á þessu sumri, Formaður félagsstjórnar, Vil- hjálmur Þón. ræddi nokkuð um framtíðarviðhorf og benti m.a. áj, að verksmiðjan væri nú þegar orðin of lítil til að fullnægja köfnunarefnisþörf landsins. Þyrfti því að hefjast handa um stækkun verksmiðjunnar. Stjóm Áburðarverksmiíjunnar h.f. skipa: Vilhjálmur Þór for- maður, Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra, Jón Ivarsson. forstjóri, Kjartan Ólafsson ’frá Hafnarfirði og Pétur Gunnarsson tilraunastjóri. > Föstudagur 11. mai 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (Ji

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.