Þjóðviljinn - 11.05.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.05.1962, Blaðsíða 7
ið tala cn honum á vinstri hönd „Hvar í Sovétríkjunum sem bók eftir Laxness kemur út og hversu stórt sem upplagið er, er það segin saga að bækur hahs seljast upp á nokkruin dögum. Laxness er meðal þeirra erlendrs höfunda sem mest eru lesnir, og í almenn- ingsbókasöfnum er algengt að bi'ðlistar séu’eftir bókum hans“. Að lokum lét Mórósóva í ljós þá von fyrir hönd sovézkra les- enda Laxness, að hann eigi enn eftir að skrifa margar snjallar bækur. í Literatúrnaja gazeta, helzta bókmenntablaði Sovétríkjanna, var ein síða helguð Halldóri 24. apfíl. Þar birtust heillaóskir á afmælisdaginn frá Konstantín Fedín Bérgmann skrifaði grein um rithöfundarferil Hall dórs. segja að hún sé lykillinn að allri æðri menntun". Á heimleiðinni spurði ég svo ‘Ihjónin hvað tekið væri til bragðq, ef einhverjir foreldrar væru, sem ekki létu sér segj- ast við svona fortölur. Þau tjáðu mér að það væri, því miður, mikið um slíka foreldra. Fyrst talaði kennarinn við þau Stórátak í skólamálum til aðútrýma margsetningu í skóla- stofur og óhœfu kennsluhúsnœði Alþýðubandalagið vill beita sér fyrir eftirfarandi ráðstöfun- unum í skólamálum Reykjavíkurborgar: 1 Gert verði stórátak í skólabyggingum á næstu árum, er -*-• miði að því, að útrýma margsetningu í skólastofum og öllu því óhæfa húsnæði, sem nú er í notkun. 2Fjölbýl borgarhverfi hafa risið hér upp á undanförnum • um leið og ný borgarhverfi byggjast og þannig fyrirbyggt að börn og. unglingar þurfi að sækja um langan veg og yfir hættulegar umferðagötur til skólanáms. Q Bætt verði aðstaða til verknáms í gagnfræðaskólum borg- arinnar og hraðað byggingu fullkomins verknámsskóla. Stefnt verði að því að verklegt iðnnám fari fram í verknáms- deHdunum, verknámsskóla og Iðnskólanum. 4 Leitazt verði við að auka fjölbreytni í kennalugreinum, og þær miðaðar i auknum mæli við þarfir nútúhaþjóðfélags. Skólunum verði sköpuð aðstaða til raunhæfrar starfsfræðslu, p Aukin verði sálíræðiþjónusta sú, er hafin er á vegum fræðsluskrifstofu Reykjavíkurborgar, og sköpuð fullkomin aðstaða til kennslu vangefinna barna og unglinga. / Borgarstjórnin vinni að því í samráði við ríkisvaldið, að launa- og starfskjör kennara vérði bætt, svo tryggt sé, að völ sé á nægurft ög vel menntuðum starfskröftum við skólana. ipr Greinargerð i 1 Sámkvsemt nyútkominni skýrslu frá Fræðsluskrifstofu "*"• Reykjavíkúr um skólahald í borginni var tvísett í flestar kennslustofur, og þrisett í fimmtu hverja stofu. Er því Ij-óst, að um 3000 nemendur verða að sæta þeim kostum að setjast inn í skólastofur, þar sem einn til tveir bekkir hafa hafzt við, án þess að nokkur ræsting hafi átt sér stað. Lofað hafði verið, að þrísetning hyrfi á þessu skólaári, en svo er ekki, þótt eitthvað muni hún hafa minnkað. Þá er þess að geta, að hálft þriðja þúsund nemenda sækja skóla í gömlum timburhúsum og lélegu og óhentugu leiguhús- næði, hvort tveggja oft staðsett við miklar umferðagötur. Veld- ur þetta ástand bæði nemendum og kennurum miklum óþæg- indum. i Samkvæmt framangreindri skýrslu voru skráðir 12.122 nem- endur í barna- og gagfræðaskólum borgarinnar og kennslu- stofur 211. Aðeins 2 stofur eru taldar sérstaldega ætlaðar til náms í náttúrufræði, landafræði og eðlisfræði, 5 stofur til teiknikennslu, 4 söngstofur og 3 kvikmyndasalir. 5 stofur eru ætlaðar fyrir tannlækna (en engar tannvirðgerðir fara nú fram í skólunum) og ein sundlaug er talin á vegum skólanna. í>á eru 8 leikfimisal’r taldir og 5 skólaeldhús . þess, er árlega sækir um skólavist í verknémsdeildum. Brýna nauðsyn ber til að bæta nú þegar úr húsnæðisþörf verknáms- skóla og gera um leið áætlánir um framkvæmd fræðslulag- anna varðandi víðtækt verklegt nám í öllum gagnfræðaskól- um borgarinnar. Aukin sérhæfing í iðnaði krefst aukinnar skipulagningar iðn- fræðslunnar og þá ekki sízt hinnar verklegu. Er eðlilegt, að gagnfræðingar frá varknámsskóla geti haldið áíram verklegu námi í þar til ætluðum skóla, er starfi að einhverju leyti í tengslum við Iðnskólann. J í þjóðfélagi, er stefnir að aukinni iðnvæðingu, er nauð- ■*• synlegt að gefa raunvísindum aukið rúm. Kennsla í eðlis- og efnafræði í efri bekkjum gagnfræðastigsins verður að auk- ast verulega. Hornrekur á stundaskrá nemenda í dag, t.d. myndlist og tónlist, ber að hefja til aukins vegs. Með aukinni sérhæfingu starfa í þjóðfélaginu verður æ erfið- ara fyrir ungmennin sérstaklega í fjölmenninu að gera sér grein fyrir atvinnulífinu. Val starfsgreina verður oft tilvilj- anakennt og þar með er það einnig tilviljun háð, hvers konar starfskraftar veljast í hinar ýmsu greinir. Úr þessu má bæta með því að koma á fót skipulegri fræðslu- starfsemi í samráði við ýmis atvinnufyrirtgeki t.d. í iðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði. Starfsfi’SeÖslu þessa mætti hugsa sér þannig; að á skiptust kynningarerindi fulltrúa hinna ýmsu starfsgreiha í skólunum og heimsóknir nemenda á vinnustað auk leiðsagnar skólanna. r* Því ber að fagna, að borgarstjórnin hefur nú komið a Tot stofnun, er annast skal sálfræðiþjónustu í barnaskólum höfuðstaðarins, Með því starfsliði, er stofnunin hefur nú á að skipa, mun unnt að taka fimm böm til rannsóknar á yiku. Auðsætt er, að mun meiri afkasta er iþörf. Ber því að hlúa að ofangreindri stoínun og sjá henni fyrir nægilegu fé og auknum starfskröftum. Gert er ráð fyrir því í námsskrá,. að vangefnum og tornæm- um börnum sé séð fyrir námsefni, er hæfi getu þeirra. Oft 'hefur þetta verið erfitt í framkvæmd, þar sem ibörn þessi þurfa að vera í bekk með nemendum á öðru þroskastigi. Virð- ist einsætt, að einungis með aðstoð sérfróðra manna verði nemendum þessum séð fyrir kennslu við sitt hæfi. S Fátt mun þjóðfélaginu nsuðsynlegra, en að til kennslu og ”• uppeldisstarfa veljist sem hæfastir starfskraftar. Hiutverk kennarans verður sícellt veigameira og vandasamaráj þar sem' skólamir verða að taka að sér ýmsa iþætti heimilanna sam- kvæmt eðli borgarlilsins hér sem annars staðar. Það er því ekki vanzalaust fyrir þjóðfélagið, þegar launakjör kennara eru slík, að til þess hæfir starfskraftar leiti annað. Það hlýt- ur því að vera í verkahring borgarstjómarinnar að hlutast til tim, að hér eigi sér ekki stað öfugbróun í þeim efnum. Þá eiga húsnæðisvandamál skólanna sinn þátt í því að tor- velda starf kennaranna. Þarf að miða að því að bæta vinnu- skilyrði í skólunum og vinnutíma kennara. og.,eL. bað .þæri, e£ki árangur væru aðrir foreldrar sendir hei.m til þeirra og oft baf.’i e>in- mitt betri árangur fortölur.b annarra foreldra, sem börn •.'{>. :- ættu í bekknum, en fortölur kennarans. Þá væri einnig nokkuð um það að foreldrar væru þess af einhverjum á- stæðum ekki umkcmin að segja börnum sinurh til við heima- nám, en þá Væri sá háttur á 'hafður að þau börn færu heim til annarra foreldra, sem börn ættu í bekknum og fengju hjálp hjá þeim. Markmiðið væri að enginn drægist aftur úr. Námsgáfur væm að vísu nokk- Sé það.nýyhaft í huga, að.• banja-%.og. .gagnfræðaskólar borg- .. r/. .......• ' ’ ' ' * ' ■ '-• arfnnar eru um 20' talsiris • og nemendur yfir tólf þúsund, er augljóst, að reykvfsk1-æská ny-tur- ek’ki' skólavístar með þeim .hætti,:er nútíminn 'g'erír kröfú til í) Fjölbýl borgariiverfi hafa risið hér upp á undanförnum arum og þeim ekki árum saman séð fyrir neinu skóla- húsnæði. Hafa börn og unglingar úr þessum hverfum mátt sækja skóla um langan veg og þá oftast skóla, sem hafa ver- ið yfirsetnir fyrir. Það er nauðsynlegt að böm þurfi ekki að sækja skóla yfir fjölíarnar umferðaæðar, þar sem slysahætt- an er á hverju leiti. Skólarnar eiga þvií að rísa innan marka hvers íbúðarhverfis og framkvæmdir við þá að fylgja upp- •byggingu hverfanna. ' uð einstaklingsbundnar, en á- reiðanlega miklu minna en áð- ur hefði verið talið. Töldu þau fengna reynslu fyrir því, að með þessari tiihögun á námi gætu flest böm, sem á annað borð væru andlega heilbrigð skilað sæmilegum námsérangri. María Þorsteinsdóttir. 9 Framkvæmd fræðslulaganna um verklega kennslu á gagn- fræðastiginu miðar mjög seint. Skipting sú, sem þar er gert ráð fyrir í bóknáms og verknámsdeildir er ekki fram- kvæmd, énda þótt nokkur tilsögn í handavinnu sé látin í té. Sérstakur skóli, Gagnfræðaskóli verknáms, hefur starfað í áratug, ávallt í lélegu og ófullnægjandi leiguhúsnæði. 1 þeim skóla eru nú hátt á fjórða hundrað nemendur, eða helmingur Jón Helgason ber fram upp- ástungu um bréfahiiÖstÖð fsland þarf að eignast bréfa- miðstöð, þar sem geymdar eru ljósmyndir af íslenzkum sendi- bréfum frá liðnum tímum á- samt vélrituðum afritum og helzt efnisskrá um hvert bréfa- safn. Þessa tillögu bar Jón Helga- son' prófessor fram í lok erind- is síns í Gamla bíói í gærkvöld. Erindið nefndist „Flett bréfum til Finns Magnússonar11 og flutti Jón það á vegum Máls og menningar. Fjölmenni hlýddi á Jón bregða upp hverri myndinni annarri eftirminnilegri af mönnum og þjóðháttum á- ís- landi á öðrum fjórðungi síðustu aldar, sem hann hefur dregið fram úr miklu og áður lítt körinuðu safni bréfa Islendinga til Finns Ieyndarskjalavarðai:. Finnur skrifaðist á við helztu menn landsins um sína daga og auk þess skrifuðu honum em- bættismenn og alþýðufólk úr öllum landshlutum með marg- vísleg erindi. Hér er ekki rúm til að rekja neitt af öllum þeim fróðleik og skemmtun sem Jón hefur fund- ið í bréfasafni Finns og áheyr- endur hans „fengu að njóta. A.llt var erindið staðfes'ting á þeim orðum sem fyrirlesarinn árétt- aði með uppástungu sína um íslenzka bréfamiðstöð: — Það er nú einu sinni svo, og við því verður ekki gert og það leggur Isiendingum skyld- ur á herðar, að þeir hafa átt fcrfeður sem voru skrifandi. Föstudagur 11. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.