Þjóðviljinn - 11.05.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 11.05.1962, Blaðsíða 12
Við hliðina á og í skugga einka- bréfa „6. klíku“, birtir Morgun- blaðið dag hvern pistilinn „Borg- in okkar“. Hann er lofsöngur íhaldsins um borgina sína. Tín- ir það til þá hluti, sem vel eru úr garði gerðir hér og þar um borgina, en hreinleiki þess lok- ar augunum fyrir því sem við vondir menn og kommúnistar köllum ljótt, og viljum að sé lag- fært. Við fórum því á stúfana og vildum fullvissa okkur um að allt væri nú eins gott og fagurt og indælt og Morgunblaðið vill vera láta. Og sjá, við komum í Höfða- borgina. þlÓÐVIUINN Föstudagur 11. maí 1962 — 27. árgangur — 104. tölublað Nýtt sovét-geim - far á þessu ári • Má mála? Við höfum t>að fyrir satt hér á Þjóðviljanum, að fyrir alllöngu hafi íbúar þessa hverfis beðið um málningu á húsin. íhaldíð lokar ævinlega augunum. þegar það á le.'ð um Höfðaborgina og þess vegna gat það ekki komið auga á skellótta og flagnaða gamla málningu, sigin og ryðbrunnin þök. Höfðaborgin er ekki borgin þess og hana þarf ekki að mála. fbúana þraut langlundargeð og buð- ust til að mála sjálfir ef íhaldið iéti efni af hendi. Ekki aldeilis. íhaldið á nefni- lega einhvers staðar málara í fórum sínum, sem hafa einkarétt á því að mála í Höfðaborginni og vitanlega væri það að kássast uppá þeirra jússur, ef ibúarnir færu sjálfir að dytta að hús- unum, Húsin hafa semsagt ekki verið máluð enn og sagði okkur einn íbúinn. að þá væri borgarstjórnarmeir'- hlutinn feigur eí hann léti sér detta í hug að mála Höfðaborgina. Við skulum vona að hann máli fyrir kosningarnar! i • Leikvellir og bílastöðvar í Höfðaborginni er mikið af börnum. í borginni sinni hef- ur ihaldið látið gera leik- velli fyrir börn borgaranna. Vjð Höfðaborgina er enginn leikvöllur, hinsvegar hefur honum verið lofað íyrir tvennar kosningar. Þarna hafa íbúarnir fengið að reyna hald íhaldsloforða. Efndirnar urðu nefnilega tvær bíla- stöðvar með stuttu millibili og var umferðin þó ærin fyr- ir. Þegar íhaldið ekur um Höfðaborgina lokar það aug- unum. Ljót hús eru ekki að þess skapi. Einstaka auð- valdskelling gæti þó staldr- að vjð og glaðst í hjarta sínu yfir rómantík fátæktarinnar, sveipað Höfðaborgina blæju „Dalakofans‘‘. Það er okkur vondum mönnum um megn. Við sjáum ekki fegurð í ljótleikanum né heldur get- um v:ð lokað augunum fyrir honum. Látum ihaldið birta myndir úr borginni sinni. Við getum haldið áfram í þessum dúr, af nógu er að taka. Vínarborg 10/5 — Sovétmenn munu scnda á Ioft enn citt mannað geimfar á þessu ári, sagði geimfarinn JiVrí Gagarín á blaðamannafundi í Vín í dag. Ilann kvaðst ekki gcta sagt hvort einn maður eða fleiri yrðu í geimfarinu. Gagarín kom með flugvél til Vínar í dag í sex daga opinbera heimsókn, sem hann er boðinn í af austurrísk-sovézka-félaginu. Hann mun m.a. eiga fundi með Adolf Schaerf forseta og Alfons Gorbac forsætisráðherra. Gagarín sagði á blaðamanna- fundinum, að það væri enn of snemmt að reyna að komast til tunglsins. Við skulum fyrst kanna rækilega okkar eigin plá- netu og rannsaka þau áhrif sem geimferðir í kringum jörðina hafa á mannslíkamann, sagði geimfarinn. Gagarín sagði að enn um sinn yrði því haldið leyndu hverjir hefðu lagt drögin að og smíðað ALGEIRSBORG 10/5. — OAS- morðingjar myrtu 44 menn í Al- geirsborg og Oran í dag. 23 að auki voru særðir skotsárum. í gær voru 37 drepnir og 38 særð- ir. OAS-menn halda uppi sama hætti og undanfarna daga. Þeir beina morðvopnum sínum eink- um gegn serkneskum konum. Hafa morðingjarnir ráðist að konunum þar sem þær voru við vinnu sína eða á götum úti. Eftir að OAS-menn höfðu myrt 16 Serki í Oran, brast þol- inmæði Serkja. Reyndi hópur þe:rra að rvðjast inn í íbúða- hveríi Evrópumanna, en her- mönnum tókst að varna því án þess að tjón yrði á mönnum. Yfirvöldin í Alsír hafa gripið til nýrra ráðstafana til að herða baráttuna gegn OAS. Hefur 2000 ÆFR Æskulýðsfylkingin í Reykja- vík cfnir til ferðar í Rauf- arhóislielli n.k. sunnudag. Lagt verður af stað kl. 10 f.h. frá Tjarnargötu 20. Nánari upplýsingar gefnar i skrifstofu ÆFR kl. 5—7 síð- degis næstu daga. Ferðanefnd. geimfarið Vostok I., sem Gaga- rín ferðaöist í fyrstur mann um- hverfis jörðu úti í geimnum. Það yrði kunngert þegar sambúð ríkja milli hefði batnað og ó- friðarhættan minnkað. Adenauer tal- ar enn af sér BONN 10/5. Enn einu sinni haía stjórnarvöld í Vestur-Þýzkalandi orðið að afsaka og bera til baka ummæli hins aldna kanzlara, Adenauers. Adenauer er sagður hafa viðhaft þau ummæli í ræðu í borgarráði Vestur-Berlínar, að Bretland ætti alls ekki að vera nema aukameðlimur í Efnahags- bandalagi Evrópu. Talsmaður Bonn- stjórnarinnar segir að Vestur-Þýzkaland fái fulla aðild að EBE, og ekki megi túlka ummæli kanzlarans á ann- an veg. Serkjum verið bætt í lögreglu- liðið. f dag var ástandið ógnarleg- ast í Oran. Oíbeldisárásir OAS byrjuðu þegar í dögun. Réðust OAS-morð;ngjarnir að hópum serkneskra verkamanna, sem héldu til vinnu sinnar og létu: vélbyssuskothrið dynja á þeim. Síðan þustu ungir Frakkar úr OAS um göturnar á mótorhjól- um og reyndu að myrða Serki. Hvorki her né lögregla reyndu að hindra þessi hryðjuverk. Slökkviliðið við giugga- þvott Maöur, sem vinnur í nágrenni við Skúlatún 2, hringdi til blaðs- ins í gærkvöld seint og sagði frá því, að tveir slökkviliðsbíl- ar væru við húsið og dældu i ákafa á glugga borgarstjórnar- innar. Maðurinn hélt í fyrstu að umræður væru svo heitar inn- an dyra, að þessi varúðarráð- stöfun væri nauðsynleg, en íi 1 jósr kom við nánari eftirgrennslan, að Slökkvilið Reykjavíkurborgar var þarna við gluggaþvott! * ★ * k ■k k k k 44 myrtir í Alsír MEÐALHLUTUR HASETA I ÞORLAKSHOFN UM 55 ÞUSUND KR. ÞORLAKSHÖFN 10/5 — Aflinn AFLI EINSTAKRA BATA er sem borizt hefur hér á land á vertíðinni ncmur 5806 lestum 1 65 kg. Mun mcðalhásetahlutur { á bátunum héðan nema um 55 I þús. kr. á þessum 3 'f2 mánuði. sem hcr segir: Friðrik Sigurðs- son 851.090 kg í 82 róðrum, Þorlákur II 773.350 kg í 80 róðrum, Kristján Hálfdáns 697.965 kg. i 71 róðri, Klængur 687.810 kg. í 84 róðrum, Páll Jónsson 652.620 kg- í 71 róðri, Dúx 535.260 kg. í 66 róðrum, ísleifur 407.380 í 62 róðrum Þorlákur I 99.820 kg. í 23 róðr- um. SAMANLAGÐUR AFLI aðkomu- báta nemur 1102 lestum 770 kg., þar af hcfur Leó frá Vest- mannaeyjum Iandað um 500 tonnum. SKIPSTJÓRI á bv. Friðriki Sig- urðssyni er Guðmundur Frið- riksson; hásetahlutur áætlaður um 69 þús. kr. SKIPSTJÓRI á Þorláki II er Karl Karlsson; áætlaður há- sctahlutur 64 þús. krónur. SKIPSTJÓRI á Kristjáni Hálf- dáns er Sigurður Guðmunds- son; hásetahlutur áætlaður 56 þús. kr.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.