Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 3
A. verðlaunapallinum. talið frá vinstri: Anna Geirsdóttir, Ungfrú Reykjavík. Guðrún Bjarnadótt ir, Fegurðardrottning Islands 1963, og Líney Friðfinnsdóttir er hlaut þriðja sæti. Réttldt úrslit að m dhorfendanna Þegar fegurðardi'ottning is- lands 1962 var krýnd' á miðnætti sl. laugardagskyöld voru flestir viðstaddir ánægðir með úrslitin, og einliver sagði: Þetta eru rétt- látustu úrslitin í fegurðarsam- keppni hingað til. Og að tjalda- baki var tekið á móti Guðrúnu Bjamadóttur af stoltum foreldr- um og enn stoltari unnusta og keppinautar hennar sögðu: við erum ánægðar með þessi úrslit, hún getur komið hvar sem er fram sem fulltrúi Islands. Á með- an var móðir hinnar nýkrýndu fegurðardrottningar, Sigriðar Stef ánsdóttir, í símanum, Hún var KR — Þróttur 2j0 KR og Þróttur kepptu í Reykjavíkurmótinu í g'ærkvöld. Leikur.'nn var frekar jafn. að tala við 14 ára dóttur sína og sagði: Já, hún var númer eitt. Ertu svo hissa? Fréttamaðurinn snéri sér að föðurnum, Bjama Einarssyni skipasmið og lagði fyrir hann sígilda spurningu: hvað sögðuð þið þegar dóttirin fór í keppnina? Bjami brosti góðlátlega og sagði: við skiptum okkur ekkert af því. Rétt í þessu kom sjálfur höfuðpaurinn, Einar Jónsson og hann var drjúgur þegar hann var spurður um hve- nær hann hefði haft upp á Guð- rúnu. Það var á miðjum vetri í fyrraj sagði hann, en vildi síðan ekki gefa frekari upplýsingar. Guðrún sem er 19 ára á tvö systkini, eldri bróður og yngri systur. Unnusti hennar heitir Guðbrandur Geii-sson. Guðrún hefur dvalizt í Pickmann College í Hull og tízkuskóla í Newcastle. Hún sagðist snemma hafa fengið áhuga fyrir tízkusýningum og þessa stundina hefur hún mikinn áhuga á leiklist sem tómstunda- starfi og leikur í Bör Börsson hjá ungmennaféláginu í Kefla- vík. Guðrún fer til Beirut að hálfum mánuði liðnum til að taka þátt í keppni um titilinn ungfrú Evrópa. Anna Geirsdóttir, sem var númer tvö, hlaut titilinn Ungfrú Reykjavík. Hún er 19 ára gömul og er nýkomin heim frá Banda- ríkjunum eftir 15 mánaða dvöl erlendis. Hún fór þá m.a. til Filippseyja og Jap>ans með syst- ur sinni Sigríði Geirsdóttur. Hún tekur þátt í keppni um titilinn Ungfrú alheimur í Florida í sum- ar. Líney Friðfinnsdóttir Hafnar- firði hlaut þriðja sæti, Rannveig Ólafsdóttir Reykjavík fjórða sæti, Auður Aradóttir, Reykjavík fimmta sæti og Guðný Bjöms- dóttir Keflavík sjötta sæti. Glat- aði sonurinn Tryggvi Pétursson banka- maður vitnar á forsíðu AI- þýðublaðsins í fyrradag um stjórnmálaferil sinn. Hann kvaðst hafa sagt skTið við Alþýðuflokkinn 1930: ,,Tók ég mér stöðu með þeim sem ég áleit að væru róttækari en minn gamii flokkur". Eftir þrjátíu ára þrengingar sé hann h'ns vegar kominn til föðurhúsanna aftur „vegna þess að ég vil vera trúr æskuhugsjónum mínum.“ Öll minnir frásögn Tryggva á söguna af glataða syninum í Lúkasarguðspjalli, beim sem sóaði fé sínu í óhófsömum l'ínaði, var siðan settur til að gæta svína og var að lo.k- um svo aðframkominn að hann þráði jafnvel að seðja sig á baunahýðinu sem svín- in átu, en enginn gaf honum neitt, Þegar glatað; sonurinn sneri úr örbirgð sinni mælti faðir hans: „Komið fljótt með h'na beztu skikkju og færið hann í, dragið hring á hönd hans og skó á fætur honum; og komið með alikálfinn og slátrið, og vér skulum eta og gera oss glaðan dag“. Vonandi hreppir Tryggvi Pétursso.n bæði skikkju og hring og skó og þann eina sanna alikálf sem framgjarna bankamenn dreymir um. Emil sjómaður Jón Sigurðsson formaður Sjómannafélags Reykjavikur varð sextugur á iaugardag- inn var, og var þess merkis- dags að sjálfsögðu minnzt í Alþýðublaðinu. M.a. sendi Emil Jónsson Jóni kveðju sína, minntist á hin fjölþættu störf hans í þágu Alþýðu- flokksins og bætti við: „Fyrir aht þetta vil ég í nafni flokks- ins, íslenzkrar alþýðu og al- veg sérstaklega i nafn; ís- lenzkrar sjómannastéttar flytja honum hugheilar þakk- ir.“ Mörgum mun leika for- SÍF dregið sér allt að 20% Framhaid af 1. síðu. um okkar. Kcm í Ijós að Hálf- dán skipti ofsagróöa sínum af: saltlisksvindlinu með Thors-ætt- inni. Hólfdán Bjarnason og SÍF brcddárnir hafa þyí allt frá stríðslokum og f mcrg ár fyrir stríð, velt sér upp ■ úr annárra fé. • Þ>eir smáu af- skiptir Það e'r vitað að þeim fram- leiðendum, sem ekki hafa þótt nógu stórir í stykkinu, hefur ver- ið haldið utan við SÍF, en það aftur tekið af þeim eitthvað magn árlega, svona til að sýna miskunn og hafa þá góða. Það er fyrir þessa framleiðendur, sem I Tveir brunar í Kópavogi I gær kl. 14.50 var slökkvilið- ið kvatt að Digranesvegi 89, sem er lítið timburhús, ein hæð og ris. Var það alelda, er að var komið og gereyðilagðist. Húsið var mannlaust og mun hafa staðið autt um lengri tíma. Á laugardaginn síðdegis var slökkviliðið einnig kvatt inn í Kópavog að Álfhólsvegi 71. Höfðu krakkar kveikt þar í rusli inni ,í bílskúr og varð af tals- verður eldur og allmiklar skemmdir á skúrnum. Skaut ör i augaÓ á fimm ára dreng Sl. laugardag varð það slys, að 9 ára drengur skaut ör í augað á 5 ára dreng hér í bænum. Varð að skera uPP aug- að og er óvíst hvort tekst að biarga sjóninni. Eru foreldrar alvarlega áminntir um að láta ekkj börn sín vera með jafn hættuleg leikföng og boga og örvar, enda hafa oft hlotizt slys af völdum þeirra. heildverzlun Friðriks Jörgenseit hefur gert sína sámninga. Verðið , sem hann fær ec allt að 21"/» hærra, en það verð sem Hálfdán > Bjarnason og SÍF klíkan hafa ■ skemmtað fr'amleiðendum. Fyrsti farmurinn, um 700. tonn|. sem seldur 'ér á vegum Friðriks Jörgensens fór fyrir nokkrum dögum frá Vestmannaeyjum.. og .var, borgaður útí hönd. Sá farm-, ur fór til ítalíu, en einnig munu vera á döfinni sölur til Englánds og Danmerkur. i ’ • Mikið hag/smuna- mál Takist á þennan hátt að hnekkja einveldi SlF og Bjarna- sonar — Marabottis, er miklu góðu til leiðar komið. í fyrsta lagi sannast að allt sem sagt hef- ur verið um svikamylluna á Ital- íu er satt, í öðru lagi mætti ætla að stjórn SÍF verði að gera hreint fyrir sínum dyrum, í þriðja lagi verður tryggt rétt verð í réttar hendur því ótrúlegt er að aðrir framleiðendur uni því til lengdar héðan af að láta SlF skammta sér úr hnefa, í fjórða lagi ættu þessir samning- ar að ýta verulega undir salt- fiskframleiðslu. Friðrik Jörgensen h.f. hefur nú sótt um áframhaldandi leyfi til saltfiskútflutnings og liggur sú umsókn nú fyrir ríkisstjórninni og eru úrslit væntanleg innan tíðar. Blaðið átti tal við Friðrik Jörg- ensen útaf þessu máli, en hnnn vildi ekkert segja um málið að svo stöddu, staðfesti aðeins að þessi sala hefði farið fram. Ann- ars hefur blaðið fréttina eftiú öðrum heimildum. Petrosjan og f Keres efstir 1 ! t í 8. umferð á áskorendamóU inu fóru leikar svo, að Petrosj- an vann Tal, Fischer vann Benkö og Keres vann Filip, en Geller o.g Kortsnoj gerðu jafn- tefli. Tal lék af sér manni og er þetta 5. skákin, sem hann tapar. Benkö átti færi á jafn- tefli en sást yfir það. Engar fréttir hafa borizt aC úrslitum í 6. og 7. umferð og ekki heldur af biðskákum úr 4. og 5. umferð. Eftir áttundu umferð eru þeir efstir Petrosjan og Keres með 5 vinninga. vitni á því að vita hvaða heimild Emil Jónsson hefur til þess að tala í nafni ís- lenzkrar alþýðu og „alveg sérstaklega í nafni íslenzkrar sjómannastéttar“. Emil Jóns- son hefur aldrei unnið neitt innan verklýðsfélaganna; þvert á móti hefur hann sem ráðherra flokkað kjarabar- áttu alþýðusamtakanna til glæpa, og sjóménn hafa alveg sérstaka reynslu af ráðs- mennsku hans. Auk smekkleysisins var það alger óþarfi af Em:l Jóns- syni að mæla fyrir munn sjó- mannastéttarinnar. Hann hef- ur séð svo um að allir ís- lenzkir togarasjómenn eiga þess kost að óska Jóni Sig- urðssyni persónulega til ham- ingju. Nýmæli í læknavísindum Ragnar j “'Smará skrtfá'r mjög skemmtilega og tor- skilda grein í . Morgunblaðið í fyrradag. Munu niðurlags- orðin eiga að vera stuðningur við Geir Hallgrímsson borg- arstjóra og hljóða þau svo: ,.En h/tt er í svipinn mest um vert, að við þekkjum hann og þurfum ekki að hika við að fullyrða, að hann muni, ef hann nær kosningu, halda áfram að gera á bæjar- félaginu þá uppskurði. sem nýr tímj krefst, að fá endur- * nýjað, líf þess í samræmi.við nýja þekkingu og öruggari trú á framtiðina.“ Ragnar í Smára virðist þannig telja að Reykjavíkur- borg sé heltek.'nn sj-.'.klingur. sem þurfi að skera up;>. ekki einu sinni heldur æ c-fati' í æ. Hitt mun nýjung í íækn- ingasögunni að lagt sé t.; að sjúkdómsvaldurinn st.iórni einnig uppskurðinum. — Áustri. Þriðjudagur 15. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN (3. v

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.