Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 12
artillðgu íhaldsins? Ræít við íormenn Frama, FÍB, Þróttar og LV Sem kunnugt er, hefur í- haldið á prjónunum fyrirætl- anir um að hækka verð á benzíni um 60 aura lítrann. Er látið svo heita að hækkun þessi verði til að standa straum af malbikun eða fullnaðarlagningu gatna í framtíðinni. 1 tilefni af þessu hafði Þjóðviljinn samband við þrjá af fyrirsvarsmönnum bifreiðaeigenda, en á þeim mun skatturinn ekki hvað sízt bitna, og spurði þá álits: Arinbjörn Kolbeinsson læknir, formaður Félags ís- Icnzkra bifreiðaeigenda, svar- aði þessu til: — Félagið hefur reynt að f'ylgjast með þessu máli eftir föngum og staðreynd er það, að það er brýn þjóðarnauð- syn að végakerfið verði lag- fært. Réttast væri þó að byrja á því að leiðrétta það ranglæti, sem nú ríkir. Bif- reiðaeigendur greiða háan skatt af tækjum sínum og toilar eru háir. Ekki mun nema þriðjungur þessarar skattlagningar renna til veg- anna. en veitir ekki af að það væru tveir þriðjungar eða allur skatturinn. Við teljum að þetta eigi að leiðrétta, en erum þó ekki á móti því að benzínverð hækki, ef tryggt væri að öll hækkunin rynni til veganna. t>á teljum við einnig eðlilegt að verð á bíl- um lækki ef benzínverð hækkar. Bergsteinn Guðjónsson, formaður Bifreiðastjórai'élags- Frama tók svo til orða: — Ég get ekkert um þetta sagt að óathuguðu máli og hef raunar ekki hugmynd um að neitt í þessa áttina sé i bígerð. Einar ögmundsson. formað- ur Vörubílstjórafél. Þróttar og Eandssambands vörubifreiða- stjóra, svarar: — Þið spyrjið um álit rnitt á hinum nýja fyrirhugaða benzínskatti og hækkun á þungaskatti. Ég er algjörlega andvígur auknum álögum á bifreiðaút- gerð landsmanna. Mælirinn ætti nú að teljast fullur, hvað viðvíkur skatta- og tollabyrði á bifreiðaútgerð. Fyrirhugaðar hækkanir koma að sjálfsögðu til með að verka á alla akst- urstaxta til hækkunar, en sem aftur hljóta óhjákvæmilega að hafa áhrif á verðlag nauð- synjq og þá til aukinnar dýr- tíðar. Hins vegar vil ég ekki loka augunum fyrir því að bæjar- og sveitarfélög þurfa aðstoðar við til að koma gatnagerðar-1 málum í viðunandi horf, og I varðandi þá hlið málsins rná ’ segja að það sé ekki hvað sízt ( til hags bifreiðaeigendum. Ég vil segja að slíkt risa- ’ átak sem hér um fæðir, hlýt- j ur að kalla á meira fjármágn < heldur en eðlilegt eða skyn- ( samlegt er, að taka af einni stétt umfram aðrar, eingöngu: með aukinni álagningu á ( rekstrarvörur til atvinnutækja l hennar. Ég tel að í sambandi við i þetta stórmál sé skynsamleg-i asta leiðin að ríkið og bæj- arfélögin taki nægjanlega ] stórt erlent lán til langs tíma með lágum vöxtum til fram- kvæmdanna. Afborgun af slíku láni yrði( síðar jafnað niður á gjaldend- ur bæjanna, annaöhvort með ( útsvörum eða sérstökum skatti i sem yrði miðaður við raun-( verulegt verðmæti fasteigna eða hvort tveggja. og ef slík ( leið yrði farin gæti ég hugsað i mér jafnan aukaskatt á bif-( reiðaeigendur sem aðalnotend-‘ ur gatnanna, en alls ekki benzín- eða þungaskattshækk-i un. Hitt dylst mér ekki að á( verkefninu verður að taka j ipeð stórhug og myndarskap, að hef jast handa þolir ekki i bið. Innrás Bandaríkjamanna í Laos er yfirvofandi lánnfEyinEi Þriðjudagur 15. maí 1902 — 27. árgangur — 107. tölublað. Um kl. 6 á sunnudagsmorg- uninn varð bifreiðaslys á Miklubraut og meiddust þrjár manneskjur talsvert. Leikur grunur á, að ökumaðurinn hafi verið ölvaður og einnig virðist bifreiðin liafa verið á mjög' mikilli ferð. í bifreið nni, sem er 6 manna Fordbifreið, voru tveir piltar og ein stúlka og voru þau að koma úr Kópavogi. Á móts við Kringlumýrarveg missti öku- maðurinn stjórn á bifreið.nni og lent hún utan í eyjunni milli akbrautanna og endaði með því að stlngast á endann á brún steyptu brautarinnar. Má heita, að bifreiðin hafi eyðilagzt við höggið og báðir p’ltarnir köst- uðust út úr henni. Hlaut eig'- andi bifreiðarinnar allmjkil meiðsli, fótbrotnaði og meiddist á höfði. Var hann fluttur í Landakotsspítala. Ökumaðurinn WASHINGTON 14/5 — Bandaríkjamenn hafa í liyggju aö setja herlið á land í Thailandi og á aö beita því gegn Laosbúum, •ef herir Pathet Lao-hreyf- ingarinnar halda sókn .sinni áfram í Laos. Níu herskip úr sjöunda flota Bandaríkjanna létu í dag úr höfn í Hong Kong og héldu á- Heiðis til stranda Thailands. Kennedy Bandaríkjaforseti hefur •gefið fyrirskipun um að 1800 sjóliðar skuli ganga á land á Thailandi og vera við því bún- ir að grípa inn í átökin í Laos. Þá hefur ríkisstjórn Thailands sent mikið herlið til landamæra Laos. í noröurhluta Thailands er fyrir fjölmennt herlið Banda- ríkjamanna, sem verið hefur staðsett þar alllengi. Ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Thailands hafa gert með sér leynilegt samkomulag um að- gerðir vegna sóknar Pathet Lao. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Washington hefur staðfest þetta, en hann neitaði að segja hversu mikið herlið væri fyrir- hugað að setja á land. Phuma heldur heim. Suvanna Phuma, sem var for- sætisráðherra hlutleysisstjórnar- innar í Laos, hefur tilkynnt að hann muni fara til Laos frá París seinna í vikunni, og freista þess enn einu sinni að mynda þjóðstjórn í landinu. Fyrri til- raunir hans í þessa átt hafa mis- tekizt vegna andstöðu stjórnar hægrimanna í Viettiane. Leiðtog- ar hægrimanna, Boun Oum og Nosavan, eru nú komnir til Formósu tjl að biðja Sjang kai- sjek um stuðning í baráttunni gégn vinstri mönnum og hlut- leysissinnum í Laos. Ambassador Bretlands í Moskvu, Frank Roberts, ræddi í dag við Kosygin, aðstoðarutan- ríkisráðherra um Laosmálið.. . Súkarnó sýnt banatilrœði DJAKARTA 14/5 — Súkarnó Indónesíuforseta var sýnt bana- tilræði í morgun, er hann var á bænafundi í Frelsishöllinni. Forsetann sakaði ekki. Tilræðis- maðurinn var handtekinn. Hann er trúarofstækismaður, úr sér- trúarflokkj, sem vill stjórn landsins feiga. Hann notaði hol- lenzka skammbyssu og hleypti af mörgum skotum. Fimm menn, sem vo.ru nærstaddir, urðu sár- ir. og stúlkan hlutu einnig bæði nokkur meiðsli en þó ekki eiris alvarleg. Voru þau flutt á slysá- varðstofuna og síðan heim til sín. Fólk þetta hafðj verið á dansleik austur á Hvolsvelli og var að koma frá að skila tveim stúlkum inn í Kópavog, er slvs- ið varð. 11. ætómsprengja Bandaríkjamanna WASI-IINGTON 14/5 — í dag sprengdu Bandaríkjamenn enn eina kjarnorkusprengjuna við Jólaey á K.vrrahafi. Þetta var 11. atómsprengjan, sem Banda- ríkjamenn hafa sprengt á þess- um ■ stað siðan 25. apríl. Sprengjunni var varpað úr flugvél. Hún hafði meðalstyrk- leika. Óöld í ALGEIRSBORG 14/5 — Vopn- aðir Serkir gerðu í dag árás á hverfi Frakka í Algeirsborg. Beittu þeir vélbyssum og hand- sprengjum á svipaðan hátt og morðsve'tir OAS eru vanar að gera. 18 manns munu hafa látið lífið og 28 særzt. OAS-menn myrtu f.ióra Serki í morgun og tvö’ börn af evrópskum upp- runa voru myrt í Algeirsborg. AFMÆLIS- HAPPDRÆTTI ÞJÚÐVILJANS ••••••• ••••••• ••••••• < 4 i V VÍN Þá birtum við súluna hér. aftur. Og nú er hún komin í 115%. Ennþá eru bó ókqmnar greiðslur frá nokkrum stöð- um, sem hækka þetta meira. En nú fara í hönd kosning- ar með miklu annríki og eru ' þetta því lokin hjá okkur. Þess vegna viljum við, sem þetta happdrættj höfum ann- azt, þakka ykkur öllum af heilum hug, dugnað ykkar og skilning, rausnarskap ykkar og starf f.yrir þetta málefni. Svo sannarlega hafið þið sýnt með elju ykkar og fjór- framlögum, að þið hafjð ekki brugðizt Þjóðviljanum. Þó mikið sé eftir að því marki. að koma hinum nýju vélum í gagnið. þá skulum við öll berjast af vaxandi krafti fyr- ir málstað okkar. Hvaðanæva utan af landi berst fréttir, um góðar horfur í kosningunum. Gerum þær björtu vonir að veruleika. Látum ekkert tækjfæri ónot- að. Vinnum öll einhuga að settu marki fyrir G-listann. Með hugheilum þökkum og óskum um kosningasigra. Afmælishappdrætti Þjóðviljans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.