Þjóðviljinn - 17.05.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.05.1962, Blaðsíða 3
Aiþýðubandalags- konur, afhugið Síuðningskonur Alþýðu- bandalagsins athugi, að fundur verður haldinn í Kvenfélagi • 'sósíal'sta annað kvöld, fimmtu- öag, kl. 8.30 í MÍIt-salnum. Öagskrá fundarins verður aug- lýst í blaðinu á morgun. við Meísfaraveili faina nýju Á . síðast fundi borgarráðs Reykjavíkur var samþykkt að útþluta nokkrum byggingalóðum við Meistaravelli, þ.e. á svæðinu norð-austan við íþróttasvæði KR, vestan Kaplaskjólsvegar og sunn- an Hringbrautar. Byggingariðj- unni h f. og íslenzkum aðalverk- tökum var gefinn kostur á lóð- um undir fjölbýlishús með bygg- ingarfresti til 1. október n.k., en auk þess var erfðafestuhöfum á ’þessu svæði gefinn kostur á lóð- um þama. Eins og skýrt var frá hér í Þjóðviljanum fyrir löngu, munu Islenzkir aðalverktakar, sem til þessa hafa eingöngu verið orð- aðir við hermang og störf fyrir hernámsliðið, ætla að reyna nýja byggingaraðferð við smíði fjöl- býlishúsanna á Meistaravöllum. U Thant kemur til íslands U Thant Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna U Thant hefur þegið boð íslenzku ríkisstjórnarinnar um að koma í heimsókn til ís- lands. Síðar verður ákveðið á hvaða tíma hann komi í þessa heimsókn. Stórhýsi II. Benediktssonar h.f. við Suðurlandsbraut 4. At husi þessu hefði átt að greiða 2 millj- ónir króna í gatnagerðargjald — en Geir Hallgrímsson iosaði sig við þá greiðslu með því að láta úthluta sér lóðinni skömmu áður en gatnagcrðargjaldið var lagt á! Ákveðið var 15. júlí 1958 að leggja gatnagerðargjald á allar lóðir sem úthlutað væri eftir þann tíma. Var gjaldið síðan á- kveðið 40 kr. af rúmmetra í einþýlishúsum, 26 kr. af rúm- metra í raðhúsum, 21 kr. af rúm- metra i fjölbýlishúsum, 16 krónur af rúmmetra í fjögurrá hæða fjölbýlishúsum og 12 kr af rúmmetra í hærri fjölbýlis- húsum. Af i iðnaðar og verzlun- arhúsnæði var gjaldið ákveðið 21—40 kr. af rúmmetra, eftir þvf hversu dýrmætar lóðlmar voru taldar. ★ Bæjarstjórnarmeirihlutinn hafði lengi unnið að því í kyrrþey að undirbúa gatnagerðargjaldið. Þeim mun athyglisverðara var það að 'hálfu ári áður en gatna- gerðargjaldið kom til fram- kvæmda — eða 17. des. 1957 — var allt í einu úthlutað lóðum á iðnaðarsvæði við Suðurlands- braut. Þetta voru einhverjar dýr- mætustu lóðir sem úthlutað hef- ur verið í Reykjavík, og ekkert rak á eftir því að þeim væri út- hlutað þá — nema þeir hags- munir hinna lánsömu að losna við væntanlegt gatnagerðargjald (sem Geir Hallgrímsson vissi fullvel um). Þeir sem hlutu lóð- ir hálfu ári áður en gatnagerðar- gjaldið kom til framkvæmda voru þessir: Kr. KHstjánsson h.f. fékk 14.000 fermetra lóð við Suður- landsbraut 2. Gert er ráð fyrir 70.000 rúmmetra húsi á lóðinni. Kr. Kristjánsson li.f. losnaði við að greiða 2,8 milljónir króna gjald. S.I.S. fékk 12.000 fernietra lóð við Ármúla 3 Gert er ráð fyr- ir 27.000 rúmmetra húsi á lóð- inni. S.I.S. losnaði þannig við að greiða 1,08 milljónir króna i gatnagerðargjald. H. Benediktsson h.f fékk 8.000 fermetra lóð við Suðurlandsbraut 4. Gert er ráð fyrir 50.000 rúm- metra húsi á lóðinni. H. Bene- diktsson h.f. losnaði þannig við ?.ja m’llj. kr. gatnagerðargjald, en aðaleigandi fyrirtækisins er Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Emil. Hjartarson og Karl Karlsson fengu 4.500 fermetra lóð við Ármúla 5. Gert er ráð fyrir 21.500 rúmmetra húsi á lóðinni. Þeir félagar losna þann- ig við 860.000 kr. gatnagerðar- gjald. Bílaskálinn h f. fékk 3.500 fer- metra lóð við Suðurlandsbraut 6. Gert er ráð fyrir 15.000 rúm- metra húsi á lóðinni. Þetta fyr- irtæki losnaði þannig við 600.000 kr. gatnagerðargjald. Barðinn h.f. og íslenzk-ítalska verzlunarfélagið fengu 4 300 fer- metra lóð við Ármúla 7. Gert er ráð fyrir 15.000 rúmmetra húsi á lóðinni. Þessi fyrirtæki losnuðu þannig við 600.000 kr. gatnagcrðargjald. Egill Hjálmarsson fékk 3.300 fermetra lóð við Suðurlandsbraut 10. Á lóðinni er gert ráð fyrir 15 000 rúmmetra húsi. Egill losn- aði þannig við 600.000 kr. gatna- gcrðargjald. Bifreiðar og landbúnaðarvélar h.f. fengu 3.000 fermetra lóð við Buðörlandsbraut 14. Gert er ráð fyrir 30.000 rúmmetra húsi á lóð- inni Þetta fyrirtæki losnaði þannig við 1,2 millj. kr. gatna- gerðargjald. Sveinn Björnsson og Ásgeirs- son h.f. fengu 3.000 fermetra lóð við Suðurlandsbraut 16. Gert er ráð fyrir 30.000 rúmmetra húsi á lóðinni Þctta fyrirtæki losn- Kosningaskrif- stofa G-listans í Hafnsrfirði 1 Kosningaskrifstofa Alþýðu- bandalagsins í Hafnarfirði verð- ur framvegis opin daglega kl. 2—-7 og 8—10. Kosningaskrjf- stofan er í Góðtemplarahúsinu, sími 50273. ■: * HJ • 1BÖY.9V! f Kortsnoj efsturá ásksrendamétinu Hér í blaðinu var i fyrrad. skýrt frá úrslitum í 8. umferð á á- skorendamótinu í Curacao. Fregnir hafa nú borizt af úr- slitum b.'ðskáka úr 6.—7. um- ferð, en þær voru tefldar eftir að áttundu umferð lauk. -f 6. umferð vann Kortsnoj Filip en Fischer vann Keres í 7. um- ferð. Filip og Benkö gerðu' jafntefli. Eftir 8 umferðir er Kortsnoj efstur með 5V2 vinning, Keres og Petrosjan hafa 5 vinninga hvor og Geller er fjórði með 4V2 vinnipg. Blaðinu er ekki kunnugt um vinningafjölda þeirra Benkös, Fischers og Fil- ips, en Tal er neðstur með 2 vinninga. aði þannig við 1,2 millj. kr- gatnagerðarskatt. ★ ' Alls losnuðu þessi fyrirtæki við 11 millj. kr. gjald samtals, með því að fá úthlutað hinum dýrmætustu lóðum hálfu ári áð- ur en gjaldið kom til fram- kvæmda. Athyglisvert er hvern- ig Geir felur fyrirtæki sitt inn- an um önnur fyrirtæki, þar á meðal S.Í.S Hann hefur auðsjá- anlega hugsað sér að láta sam- ábyrgðina skýla sér. Fyrirtæki sem síðar hafa fengið lóðir á þessu sama svæði, kringum H. Benediktsson h.f. hafa auðvitað orðið að greiða gatnagerðargjald; þannig greiddi Stál h.f. 440 000 kr. af húsi sínu og Helgi Gísla- son 400.000 kr áf húsi sínu. Og á sama tíma og borgar- stjóra og öðrum auðmönnum er hlíft við gatnagerðargjaldinu,. er það innlieimt harkalega af fólki sem cr að koma sér upp íbúð yfir höfuðið. Nemur gjaldið 15 til 20.000 kr. á íbúð í tvíbýlis- húsum og raðhúsum og yfir 30,000 kr. í einbýlishúsum. Þeir sem greiða þetta gjald þurfa að minnast þcss að þeir eru cinnig að borga fyrir Geir Hallgríms- son borgarstjóra. Vara skeifurnar Síðasta kjörtímabil hafði Sjálfstæðisflokkurjnn 11 full- trúa í borgarstjórn Reykja- víkur. Einn þeirra var að vísu kjörinn í nafni Al- þýðuflokksins, en hann greiddi ævinlega atkvæði með Sjálfstæðisflokknum kjör- tímabilið á enda, enda nefnd- ur Magnús' ellefti. Allir vita að arftaki hans, Óskar Hall- grímsson, er sama sinnis; spurningin er sú ein hvaða númer hann muni hljóta í röð íhaldsfulltrúanna. En íhaldið hefur fleiri varaskeifur borgarstjórn Reykjavíkur. í RéykjavíkUr- bréfi Morgunblaðsins á ?unnudaginn var er hælzt um yfir því hvernig agentar stjórnarflokkanna vaði nú uppi innan Framsóknarflokks- ins. Blaðið minnir á að stjórnarflokkarnir hafi kom- ið sér upp ,,skipulögðu liði“ innan Framsóknar o.g segir um þau átök; ,,Það var fyrst þegar forustumönnunum voru settir úrslitakostir, og þeir heyrðu um almenna óánægju flokksmanna víðsvegar um landið, að þeir létu undan og leyfðu lýðræðissinnum nokkurn aðgang að höfuðmál- gagni flokksins. Hinir yng'ri menn vildu etód láta bjóða sér slíka meðferð aftur og tóku þess vegna þátt í stofn- un Varðbergs, ásamt ungum mönnum úr Sjálfstæðis- og Alþýðuflokknum. Enginn skyldi halda að þetta hafi tekizt átakalaust, eða að for- ustumennirnir, %»m þá létu svínbcygja sig, hafi gleymt þvi sem gerðist.“ Sjálfstæðisflokkurinn kveðst þannig' hafa haft aðstöðu til að setja forustumönnum Framsóknar úrslitakqsti og svínbeygja þá. Þeirri að- stöðu mun auðvitað einnig verða heitt innan þorgar- stjócnar.. .Reykjavikur ef á þarf að halda. Einar Ágústs- son getur komizt inn í núm- eraröð íhaldsins engu síður en Óskar Hallgrímsson. ( Með lög- um skal land byggja Eyjólfur ' Konráð Jónsson, sá sem daglega birtir í blaði sínu glefsur úr stolnum bréf- um frá íslenzkum námsmönn- um erlendis, er lögfræðingur að mennt. Hann hlýtur að minnast þess að í 228. grein refsilaga segir svo: „Ef mað- ur hnýsist í bré.f, skjöl, dag- bækur eða önnur slík gögn, sem hafa að geyma einkamál annars manns, og hann hefur komizt yfir gögnin með brögðum, opnað bréf, farið í læsta liirzlu eða beitt ann- arri áþekkri aðferð, þá varð- ar það sektum, varðhaldi eða fangelsi allt að einu ári.“ En ritstjórinn er auðsjáan- lega ekkert hræddur við það að dómsmálaráðherra beit' þeim fyrirmælum sem fc'.'.st í þessari lagagrein. Enda yer- ist það eflaust jafnsnemma og Vilhjálmur Þór veiður látinn víkja úr embæHi scð'.a- bankastjóra. — Austri. Fimmtudagurjnn 17. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.