Þjóðviljinn - 17.05.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.05.1962, Blaðsíða 6
Rœða Sigurjóns Péturssonar iðnnema é kosningofundi G-listans Þess mú sjá glögg merki á viðbrögöum flokka og blaða, að kosningar eru íramundan. Alþýðublaðið er farið að kalla samstarfsflokk sinn og húsbónda íhald, og Alþýðu- ílokkurinn er farinn að kinka kolli til vinstri, þegar hann þorir fyrir húsbóndanum. ! Nú þykjast allir flokk- ar vera verkalýðs- flokkar Sjálfstæðisflokkurinn hefur )ýst þvi yfir að hann sé stærsti verkalýðsflokkurinn, og sé í rauninni ákaflega róttækur. Og Framsóknarflokkurinn fer hamförum í baráttunni fyrir hagsmunum alþýðunnar og for- dæmir hverskyns stöðnun og kyrrstöðu. Það segir okkur mikið, að um kosningar skuli allir flokk- ar vera verkalýðsflokkar. Það segir okkur — að jafnvel íhald og kratar vita að hinar vinn- andi stéttir eru ráðandi í þjóð- félaginu ef þær beita sér og standa saman. En ef það era einhverjir sem trúa verkalýðsglamri iþessara ílokka, ættu heir hinir sömu að kynna sér lítillega fortíð þeirra. Ihaldið þekkja allir, það get- ur aldrei til lengdar íalið sína réttu mynd. Sjálfstæðri tilveru Alþýðu- flokksins er nú loks endanlega lokið. Hann er kominn á kaf í vasa íhaldsins og hefur eng- ar sjálfstæðar skoðanir lengur. Það hefði einhverntíma þótt tíðindum sæta, að flckkur kenndur við alþýðuna skuli vera aðaltalsmaður kauplækk- unar og gengisfellingar. En það er verðið sem Alþýðuflokkur- inn greiðir íhaldinu fyrir ráð- herrastólana. Hvort Framsóknarflokkurinn er vinstri eða hægri flokkur veit enginn og ekki einu sinni hann sjálfur. Hann snýst, eins og snælda og snýr þeirri hlið að fólki, sem hentar bezt í hvert sinn. Sá flokkur/ sem einn er allt- af, án nokku.rrar undantekn- ingar, málsvari alþýðunnar, er Alþýðubandalagið. Stjórnað í þágu íhaldsgæðinganna .Þctta er rétt að hafa í huga þégár flókkarhir fara að láta giamra í kosningaloforðum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú um áratugi ráðið málefnum Reykvíkinga. Hannhefur jafnan Játið tillögur andstæðinganna sem vind um eyru þjóta og r^ynt að komast af með að gera sem allra minnst milli kcsninga. En þegar tekur að nálgast þær, fer hann að sam- þykkja allskyns tillögur og á- ætlanir um framkvæmdir á næstu kjörtímabilum. En þegar lólk að loknu kjörtímabili vill sjá eitthvað sem gert hefur verið, þá vandast málið. Þá fer fJokkurinn að þakka sér þetta og hitt, sem honum dettur í hug. Þannig var um tíma elcki annað hægt að skilja á Mogg- anum en að það væri Sjálf- stæðisflokknum að þakka hvað Esjan er falleg. Sá meirihluti sem ráðið hef- ur Reykjavík hefur ekki stjórn- að með hagsmuni fólksins fyrir augum. En hafi eitthvað verið hægt að gera fyrir útvalda gæðinga hefur sjaldan staðið á. Það hef- ur aldrei verið neitt vandamál fyrir flokksgæðinga íhaldsins að fá góðar lóðir. Minna hefur aftur á móti verið hugsað fyrir að byggja íbúðir fyrir almenning. Öngþveiti í Iiúsnæðismálum Það er leið flestra að kvæn- ast og stofna heimili. Aldrei síðan fyrir stríð hefur það ver- ið meiri erfiðleikum bundið að stofna heimili en einmitt nú. Kaupið er lágt og kaupmáttur- inn er lítill. Húsaleiga er há og það er erfitt að fá leigt. Um nýbyggingu þýðir ekkert að hugsa, fyrir því sér láns- fjárskorturinn. Að kaupa gamla íbúð er einnig útilokað af sömu ástæðu þ.e.a.s. lánsfé fæst ekki. En jafnvel þó það fengist væri það lítil lausn, þar sem vextir eru það háir að efna- litlu fólki er nær ókieift að standa undir þeim. Þeir sem hyggjast stofna heimili verða því að bíða þar til einhver, sem þeir þekkja, flytur úr leiguhúsnæði og get- ur útvegað þeim það um leið. Alltaf er að verða algengara cg algengara að sjá þar sem aug- lýstar eru íbúðir til ‘leigu, að krafizt er fyrirframgreiðslu og fólk er látið gera tilboð í í- búðii’nar. Ég held að engum dyljist hvert þetta stefnir, þegar það er haft í huga að ekki er byggt nærri því nóg fyrir árlega fólksfjölgun í bænum og ekkert til endurnýjunar gömlum hús- um. Við skulum hafa þétta í huga á kjördag, því þannig er áslandið eftir áratuga stjórn íhaldsins á Rcykjavík. Sátt er að vísu að' Bláa bók- in leysir þessi vandamál fyrir allar kosningar og eflaust gerir hún það fyrir þessar kosning- ar Mka. 'Sennilega fýlgjá lausn- inni teikningar af húsunum og ýtarlegar iýsingar á að þetta og hitt verði byggt á næstu kjörtímabilum. En það býr enginn í loftköstulum og skýja- borgurrr þó þær séu vel teikn- aðar. Úrræði Alþýðubanda- lagsins Húsnæðisvandamálið er ekki fremur en annað óleysanlegt. Oft og mörgum sinnum hafa bæjarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins lagt fram tillögur er miða að útrýmingu húsnæðis- leysis. En jafn oft heíur íhald- ið fellt þær. Tillögur Alþýðubandalagsins miða að því að byggja góðar cg ódýrar íbúðir, og selja þær með þeim kjörum að láglauna- mönnum verði gert kleift að eignast þær. Og leigja þær á vægu verði því fólki, sem ekki getur keypt. Þær miða að útrýmingu húsa- brasksins og húsaleiguokursins. Þær m.'ða að því, að nver fjöl- skylda eignist sitt eigið heimili en þurfi ekki að hrekjast úr einu leiguhúsnæðinu í annað. Fólkið sem býr í leiguhús- næði getur ekki kosið íhaldið án þess að skaða sjúlft sig um leið. Ihaldið á marga minnisvarða um stórhug sinn í húsnæðis- málum. Pólarnir. Bjarnaborg og Höfðaborg eru ólygin vitni um reisnina og eru þó ótaldir brrggarnir, sem ættu það skilið að verða teknir upp í skjaldar- merki íhaldsins, svo mjög eru þeir því til skammar. En vanrækslan er ekki. á einu sviði, heldur öllum. Þeir ungu Reykvíkingar, sem nú ganga í. fyrsta sinn upp að kjörborðinu ættu ekki að vera í vafa um hvað þeir kjósa. Sennilega hefur hvergi í heiminum setið jafn lengi að völdu.m jafn duglaus meirihluti og sá sem yfir Reykjavík hef- ur drottnað. Þörfum æskunnar ekki sinnt I þessum kosningum verður kosið um það meðal annars hvernig verði búið að uppvax- Sigurjón Pétursson andi kynslóð á komandi árum. Unglingum er athafna- og fé- lagsþörf í blóð borin. Það er því skylda fcrráðamanna bæj- arfélagsins að sjá um að ung- lingar geti fullnægt þeim þörf- um á heilbrígðan hátt. Þeim, og þeim einum, er það því að kenna hve rótlausir unglingar eru. Að þeir hópast saman á sjoppum, stunda ó- knytti og leiðast út í allskyns óreglu. Það er enginn ung- lingur slæmur í eðli sínu, en umhverfið getur gert alla menn að skepnum. Lengi er bæjarstjórnarmeiri- hlutinn búinn að þrjózkast við að sinna félags- og tómstunda- þörf æskunnar. Og loks þegar eitthvað er gert er hann kjörorði sínu trúr: Of lítið, of seint. Þegar ekki var hægt lengur að standa gegn kröfum um að- stöðu fyrir æskufólk til tóm- stundaiðkana, var gripið til þess ráðs að búa til nýja stofn- unj Æskulýðsráð. Það er óþarfi að gera lítið úr starfsemi ráðsins, því allur sá fjöldi unglinga, sem leitar á náðir þess ber þörfinni ljós- an vott. Gallinn við Æskulýðs- ráð er sá að það starfar á röngu.m vettvangi og á röng- um forsendum. Æskulýðsráð á að vera ráð- gefandi stofnun, sem styrkti þá félagsstarfsemi sem til er og brýtur upp á nýjungum innan þeirra ramma eða gengst fyrir stofnun nýrra æskulýðsfélaga. Ráðið á að starfa í náinni sam- vinnu við íþróttafélögin og skólana. Það á í samvinnu við nemendasambönd skólanna að koma á skemmti- cg tóm- stundakvöldum í skólunum. Við höfum ekkí efnf á því að láta skólahúsin standa auð megirihluta sólarhringsins á sama tíma og unglingarnir eru athvarfslausir á götunum,. Það er stundum látið liggja að því í ræðu og riti, að skort- ur á húsnæði hái mest æsku- lýðsstarfsemi á vegum hins op- inbera. En það er ekki rétt, það er til nóg húsnæði. — Skólam- ir — þá á að nota þangað til búið er að byggja þá Æsku-: lýðshöll sem verið hefur óska- draumur reykvískrar æsku umi árabil. Það er ekki húsnæðið, það effl viljann sem vantar. Eina íþróttahúsið hrip- lekur hermannabraggi Það er stundum verið að rembast við að heiðra og hylla íþróttafólk okkar þegar það hefur verið okkur til sérstaks sóma erlendis. En þess er þá' jafnan gætt að minnast sem minnst á aðstöðu þess héffl heima til æfinga og keppni. Eina íþróttahúsið í bænumi sem fþróttamót eru háð í effl hriplekur hermannabraggi síð-' an á stríðsárunum. íþrótta-i höllin er í Bláu bókinni. Það á ekki að hrekja æsktf bæjarins á götuna fyriffl skammsýni ráðamanna. Væri það vilji forráðamannal bæjarins', að í þessu landi og þessum bæ yxi upp kynslóð, sem væri fær um að haldá uppi sjálfstæðu og frjálsu ís- landi, þegar hún vex úr grasi, þá myndu þeir sýna henni þá alúð sem hún á skilið og veitá henni þá aðstöðu sem hún þarí til að ná þeim þroska og djörf- ung sem sjálfstæðu fólki effl nauðsynleg. En það bendir allt til þess að það sé ekki ætlun valdhafannæ Þó að nú sé fyrst og fremsfc kosið um bæjarmálin, þá effl rétt að gera sér grein fyrir því að ef íhaldið tapar ekki stór- lega fylgi nú við þessar kosn- ingar, þá mun það líta á úr- slitin sem stuðning við allaffl sínar fyrirætlanir. Það mun því líta á hvert atkvæði sem það fær sem fylgi við inngöngu í Efnahagsbandalag Evrópu. Það er því rétt að hafa í hugá á kjördag hvað það bandalag er. Það er bandalag fornra stór- velda — til að ná nýjum áhrif- um. Þar sameinast, loks í nýjtt stórveldi ítalski fasisminn, þýzki nazisminn og brezka í- haldið Studdir af Bandaríkjunum og NATO .neyða þeir hverja þjóð- ina af annarri til að afsala séffl S.jálfstæði og ganga, í þetta nýja stórveldi. Þeir hafa nú þegar sigað rökkum sínum héffl á landi og þá má alla þekkjá á geitinu. Það ætti ekki að vera erfiti) valið á kjördag. Annars vegar stendur vi.lja- laust íhaldið með húsnæðis- leysi og húsaleiguokur. Hinsvegar bandalag alþýð- unnar með framsýnar og stór- huga tillögu.r, sem myndu út- rýma húsnæðisleysi á fáum ár- um. Það er kosið um hvort æská bæjarins á að vera Umhirðu- laus á götunni eða hvort at- hafna- og félagsbörf hennaffl verður sinnt og ónotað húsnaeði' sem til en verði tekið til henn- ar þarfa, meðan fullnaðarlausn- in, bvgging ÆskUIýðöhallar, ér ókomin. Það er ykkar góðir funda,r- menn að síá um mcð atkvæðl ykkar á kiördag að það vfflrði æskan sem erfir þetta land en ekki a.uðhrinfrar Evróou. Signr Alhýðubandalagsins effl sigur æskunnar. g) — ÞJbÐVILJINN ‘— Fimrntudagunnh 17. iriáí f9«6'2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.