Þjóðviljinn - 27.05.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.05.1962, Blaðsíða 11
Chile og heims- meistarakeppnin -^- Á miðvikudaginn kemur hefst í Chile í Suður-Ameríku lokaþáttur heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu. Verða þá komin þangað hin 16 lið sem endanlega gera út um keppni þessa. Fjórtán þeirra hafa orð- ið að ganga í gegn um harða forkeppni, iþar sem keppni fór fram í hópum víðsvegar um heim. Hin tvö liðin sem ekki hafa þurft að fara í gegnum þessa forkeppni eru Brazilía sem vann keppnina síðast, en hún fór fram í Svíþjóð 1953, og svo landið sem sér um leik- ina sem er Chile. _____ 'tAt 1 jarðskjálftunum miklu í fyrra, sem gengu yfir Chile samfara eyðileggingum á mann- virkjum og manndauða, var um skeið um ,það rætt í al- vöru hvort Chile gseti annazt og leyst það stórvirki af hönd- um, að sjá um keppnina. Þeir sjálfir vildu þó ekki annað heyra en að halda áfram und- irbúningi undir mótið. Hafa þeir unnið af miklu kappi að undirbúningnum, og hafa not- ið til þess styrks frá opinber- um aðilum. Þeim var ljóst, að mótið, sem fram færi í svo af- skekktu landi, yrði mikil au.g- lýsing fyrir það á margan hátt. •k Það hefur aldrei farið fram mót í Chile sem veitt hefur verið önnur eins athygli. Fleiri ferðamenn munu koma þangað í sambandi við keonn- ina en í annan tíma, Ferða- gjaldeyrir mun streyma inn í landið, og iþað var ekki sízt sú hlið málsins er réði því að stjórn lands hljóp undir bagga. Leikið á liórum völl- um í fjórum borgrum Og nú hafa þeir undirbúið allt, og að þv£ er blaðamenn segja um undirbúninginn, er þar allt í bezta lagi. Chile- menn sendu nefnd manna til Svíþjóðar fyrir 4 árum til þess að sjá hvernig Svíar fram- kvæmdu keppnina iþar og mun að miklu leyti fylgt iþví sem þar var gert. Leikimir fara fram í aðeins fjórum borgum, og hafa vellir þar yfirleitt verið stækkaðlr. Stærsti völlurinn er í höfuð- borginni Santiago, og rúmar hann um 100 þúsund áhorfend- ur. Var völlur þessi byggður 1938 og tók þá um 70 þús. Þar fer fram úrslitaleikurinn sem á að leikast 17. júní. Aðr- ir staðir sem leikið verður & eru Vina del Mar, og er það vallarstæði talið eitt hið feg- ursta í heimi, Arica sem er í norðurhluta landsins, og er völl- urinn þar nýfoyggður og Rancagua sem er nokkuð fyr- ir sunnan Santiago. Hvert lið foýr á stað sem er rétt við knattspymuvöll, en knattspyrnuvellir eru þar marg- ir í útjöðrum borganna. Mynd tekjn á sunnu- dag komin til Evrópu á þriðjudag Sjónvarpið kemur ekki til með að valda neinum deilum þar syðra, því það er ekki til í landinu. Kvikmynda- og sjónvarpsréttindi hafa hinsveg- ar verið seld sérstöku félagi sem greiddi fyrir það 600,000$. Er ráðgert að senda filmurnar með hraði um heiminn. Gera þeir ráð fyrir að kvikmynd sem tekin er á sunnudag í Chile, 1533 fojuggu í landinu þjóðflokkar af indíána-stofni, vel vaxnir og á háu rnenning- arstigi þeirra tíma. Um miðbik landsins voru iðkaðar ýmsar íþróttir, eins og hlaup, lyftingar, fangabrögð, o.fl. 1 miklum metum hjá þeim voru einnig tveir knattleikir, sem leiknir eru þar enn í dag. Heitir annar léikurinn La Chueca og líkist nokkur hockey, þar' sem notaðar voru trékúlur. Hinn leikurinn heitir el linao og lfkist nokkuð rugby og er Knattspyrna vinsæl- asta iþró-ttin Knattspyma hefur síðan ver- ið ein vinsælasta íþróttin sem þar er iðkuð, og hefur knatt- spyrnan þar náð undra langt, ekki sízt ef miðað er við það hve landið er langt og fjölJ- ótt og því erfitt um allar sam- göngur. Þeir hafa því átt erf- itt með að standast hina sterku nágranna sína í Suður-Amer- íku, og aðeins sjaldan verið þar á toppnum. Samt virðist sem þetta sé alltaf heldur að jafn- ast. Knattspymusamband Chile hefur nú innan sinna vébanda Leikvangurir.n í Vina Del Mar liggur rétt við Kyrrahafsströnd og þykir mjög fagurt og skemmti- Iegt í umhverfi hans. Chile verði komin til Evrópu á þriðjudag. Um langan tíma hafa Chile- menn undirbúið sína menn undir keppnina með æfingum í sérstökum „Knattspymuhá- skóla", og með leikjum víða um lönd. Frá því segir þó í fréttum að um þessar mundir liggi 2 beztu manna þeirra á sjúkra- húsi vegna tootnlangaskurðar og 4 aðrir séu undir læknishendi á sjúkrahúsi vegna magaað- gerða. Ohile hefur verið þátttakandi í heimsmeistarakeppninni í knattspymu síðan sú keppni hófst, og komizt stundum langt í þeirri keppni. Árið 1930 voru þeir í úrslit- una, en töpuðu, og aftur voru þeir í úrslitum árið 1950., en töpuðu þá einnig. Atvinnuknattspyrna hefur verið leikin í Ohile síðari 1933, og leika 14 'lið í fyrstu deild og tólf í annarri. Fyrsta knattspyrnu- félagið stofnað 1890 Þegar Spánverjar komu t:l þar notaður stærri knöttur. Af nútíma íþróttum voru það • fimleikar sem fyrst ruddu sér þar til rúms og var það þýzk leikfimi sem þýzkir - innflytj- endur komu með sér og kom- ust inn í skólana. Síðar korn Ling-kerfið og varð vinsæila þó hitt lifi meðal þýzkættaðra manna. Það var þó ekki fyr en um 1890 að fyrstu íþróttafélögin voru stofnuð þar og voru það félög sem innflytjendur höfðu stofnað, og svo að segja hvert einasta hafði knattspyrnu á stefnuskrá sinni. Fyrsta félagið, þar sem inn- fæddir Ohilebúar léku með, var stofnað 1896 og var það lýðskóli í Santiago sem fyrir því stóð. Eftir það og þaðan breiddist leikurinn út um allt landið með ofsahraða. Til landsins hafði knattspyrn- an borizt með brezkum kaup- mönnum um miðja átjándu öld, en þeir settust þá að i Valparaiso. 1022 knattspymufélög og í þeim ; eru ura 69,300 starfandi félags- menn. Almennar íþróttir Frjálsar íþróttir urðu fljótt vinsælar í Ohile, og fyrsta al- menna mótið var haldið í Santiago 1908 og tveim áram síðar tóku Ohilebúar þátt í svo- kölluðum Suður-Ameríkuleikj- um sem efnt var til í sam- bandi við heimssýninguna í Buenos Aires, og segja má að síðán hafi Ohile tekið þátt i alþjóðlegum íþróttum og fyrsta þátttaka þeirra í Ólymþiuleik- um var 1912 í Stokkhólmi. Á næstu Suður-Ameríkuleikj- um 1918, sem fóru fram á sama stað, sigruðu Chilemenn í 100 m. 200 m. 800 m, enskri mílu og • maraþonhlaupi sem var ^ mesti sigur' Iþeirra. Ennfremur unnu þeir grindahlaupið, stang- arstökkið, langstökkið og kringlukastið. Chile varð efst og sigraði með 48,5 stigum, en Argentína fékk 32 stig. Elzta íþróttafélagið sem stofnað var í Chile var hjól- reiðafélag, en það var stofnað 1894, en hjólreiðar voru fljótít vinsælar þar. Skylmingar era mikið iðkaðar í Chile. Tennií hefur líka náð þar útbreiðslS og þaðan hafa komið menn sem hafa náð langt á alþjóðamóbí um. Körfuknattleikur hefu* einnig breiðst þar mjög ört út og orðið vinsæll. Skilningur stjórnarvalda Það er athyglisvert hvé snemma stjómarvöld Chila fengu áhuga fyrir íþróttum og hve snemma þau fóru alí styrkja íþróttafélögin sem rek-i in voru af áhugamönnum, sem fengu styrki til að rels»' íþróttamanhvirki. Ríkisstjómi* landsins hafa allt frá árina 1885 lagt áherzlu á það að < skólunum væri unnið að lífc-í amsrækt. Arið 1885 boðaði ríkisstjóra' Ohile til ráðstefnu um þessí mál, og til að skipuleggja nám' fyrir íþrótakennara. Nokkra síðar var maður að nafni J,- Cabezas sendur til Svíbjóðar tíí þess að nema Ling-leikfiminjý og árið 1902 var send sænstí kona til þess að kenna leikfiíní í kennaraskólum í Santiago. Aðeins 4 árum síðar eða 1908,- vár stofnaður íbróttaskóll. Stofnun bessi er nokkurskona* deild úr háskólanum í Santiaga. Er hann búinn fullkomnustu tækjum og mannvirkjum. Nem- endur verða að hafa stúdents-; próf. Námstíminn er 4 ár. Ling'S-leikfirni er kennd í öllr um iðnskólum, lvðskólunv merintaskólum og háskólum. Það segir nokkuð tU úwn áhu.g- ann fyrir íþróttum í Chile, aS áður en skipulögð keDpni bekkt^ ist bar var farið að skrifa um íbróttir í blöðum þar. Dagblað- ið El Mercurio byriaði þegatí árið 1900 að hafa heila sífiu urnl íhróttir. oe síðar hafa önnuí daablöð fvlgt dæmi bess og errf ætíð miklar umræður um I-J þróttamál í dagblöðum Chile. Hér hefur verið í stórum' drátum vikið að íbróttasögu Qhíle, landsins sem næsttt briár vikumar kemur mikið' við sögu knattsnyrnunnar( landsins sem allir hinir mörgU unnendur knattspvrnunnar I heiminum toeina athygli sinnt að. Ohile-búar fagna hinum langí að komnu gestum, og þeiií munu gleðjast af að horfa á leik þeirra, sigra þeirra og töp# og þó sextán séu kailaðir verð- ur þó ekki nema einn útval- inn en hver það verðnr er ekki auðvelt að segia; úr bví verður ekki skorið fyrr en 17. júní. Frímann. B U ð | M Klappatstig 26 ÖLL ALÞÝÐAN ÍIN FYLKINC - xC ¦ 1 Sunnudagur 27. maí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (J Jj

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.