Þjóðviljinn - 31.05.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.05.1962, Blaðsíða 6
Flugvélaiðnaðurinn er orðin sú iðngrein Bandaríkjanna sem flest- «m veitir atvinnu, 800.000 mönnum. Yfirgnæfandi meirihluti t>eirra starfar beint og óbeint við framleiðslu í hernaðarþágu. Gróði þeirra flugvélaframleiðenda sem bezt gengur að selja flug- hernum framleiðslu sína er gífurlegur. Þessir Pratt-Whitney þotu- hreyflar kosta hver um sig á fimmtu milljón króna. Fjórðungur af sölu General Electric, mesta raftæknifyrirtækis í heimi, fer til Bandarílsjahers, en stór hluti að auki til annarra hergagnaframleiöenda. Þarna er verið að skjóta til reynslu úr sjálfvirkri vélfallbyssu í orustuflugvélar frá GE. t)r byssunni má skjóta 8000 skotum á mínútu. skuli stríð. með svo stuttum fyrirvara, að hvorki forseta né þingi gefst tækifæri til að fjalla um málið og það verða því í rauninni hinir æðstu foringjar hersins sem ráða úrslitum. Atómsprengjan upphafið Fred J Cook heitir bandarískur blaðamaður sem oft hefur vakið athygli með greinum sínum í hinu frjálslynda borgarablaði Tlie Nation, en þar hefur hann m.a. ritað um bandarísku ríkislögregluna, leyni- þjónustuna, fjárhættuspilið og glæpaflokkana. Nú hefur hann birt langa grein þar sem hann lýsir því hvílíkt afl herinn og hergagnaiðnaðurinn eru orðnir á öllurn sviðum bandarísks þjóðlífs. Greinina nefnir hann „Juggernaut: striðsríkið“, en ,,juggernaut“ er nafn á indverskri óvætt sem ekur stríðsvagni sínum yfir engi og akra og. byggð ból og engu eirir sem fyrir vérður. Hér er drepið á örfá atriði úr grein hans. Cook byrjar gi'ein sína með tilvitnun i ræðu sem Eis- enhower hélt í janúar 1960: ,,Þessi samsteypa gífurlegs herveldis og vcldugs hergagna- iðnaðar er nýung í sögu Bandaríkjanna. Fjárhagslegra, pólitískra, já einnig andlegra á- hrifa þessa fyrirbæris verður vart í hverjum einasta bæ, hverju ráðhúsi, hverri einustu stofnun sem heyrir undir sam- bandsstjórnina . . . Við verðum að koma í veg fyrir að þessi samsteypa herveldis og iðnaðar fái meiri völd en henni ber, hvort sem hún sækist sjálf eft- ir þeim eða ekki“. Hann nefnir síðan nokkur dæmi sem sýna Ijóslega hvílkt ógnarvald er nú í höndum þeirra manna sem stjórna land- vörnum Bandaríkjanna og einnig náin tengsl hersins og stóriðnaðarins: Eignir landvarnaráðuneytisins voru fyrir nokkrum árum í þingskýrslu taldar nema 160 milljörðum dollara . j. . Eáðu- neytið á 13 milljónir hektara lands í Bandaríkjunum og á eða hefur til umráða í öðrum lönd.um eina milljón hektara lands. 1400 fyrrverandi foringjar í hernum, majórar eða hærra settir, gegna störfum í 100 stærstu iðnfyrirtækjum Banda- ríkjanna, sem fengið hafa 15 milljarða a.f þeim 21 sem varið hefur verið til hergagnakaupa á einu ári. Af þessum 1100 for- ing.jtím eru hershöfðingjar og flotaforingjar 261 taisins. Auð- hringarn.ir vita hvernig þeir eiga að koma ár sinni fyrir borð. Landvarnai'áðuneytið hefur í þjónustu sinni 3.5 milljónir man.n.a cg samanlagðar launa- greiðslur þess nema 11 millj- örðum dollara, eða helmingi hærri u.pphæð en hin voldugi bílaiönaður Bandaríkjanna greiðir. Undir oki lier- mennskunnar Cook ræðir um hvernig hern- aðarsinnar vaði uppi í Banda- ríkjunum, „hverjum bæ. hverju ráðhúsi, hverri stjórnarstofnun“, án þéss að almenningur veiti þeim minnsta viðnám. Hann vitnar í ummæli öldungadeild- armannsins Ralph E. Flanders, en hann sagði nýlega í þing- ræðu:, „Við leggjum ekki einúngis lífsskilyrði' okkar og stjómar- farskerfi í sölurnar fyrir land- varnirnar. Við fórnum þeim líka frelsi okkar. Hinir ame- rísku lífshættir eru beygðir undir ok hermennskunnar11. En hér er ekki aðeins um að ræða lýðræði og frelsi banda- rískra borgara, segir Cook, heldur um stríð eða frið og um sjálfa tilveru mannkynsins, og hann spyr: Er hægt að byggja upp slíka ógurlega stríðsvéi og vinna jafnframt að friði í heiminum? Er þá hægt að 'sækjast í ein- lægni eftir afvopnun? Menn efast um að , Bándaríkjastjórn sem ver 50 milljörðum dollara og vel það árlega til hernaðar vilji afvopnun. I marz 1960 sagði einn af fulltrúunum í fjárveitinganefnd landvarna í fulltrúadeild Bandaríkjáþings: ,.Á því er. ekki minnsti vafi að herinn og þau fyrirtæki sem hann skiptir við hafa hag af því að halda uppi viðsjám“. Annar nefndgrmanna komst •þannig að orði: ,,Það er veru- leg hætta á því að v“'ð" förum sömu leiðina og Japan og Þýzkaland fyrir stríð“. Ccok fjallar um það ástand sem nú ríkir eftir tilkomu hinna nýju vopna og vígvéla. Nú er svo komið, að taka verð- ur ákvörðun um, hvort hefja Hann ræðir stefnu Banda- ríkjanna í kjarnorkumálurr. og segir að það hafi í rauninni verið kjarnorkusprengjan sem varpað var á Hiroshima sem hafi lyft herfcringjunum í valdastólaná'. Eini bandaríski valdamaðurinn sem þá gcrði sér ljóst tversu mikið var í húfi var hermálaráðherrann Henry L. -Stimson. 11. septem- ber 1945, rúmri viku eftir upp- gjöf Japana og rúmum mánuði .eftir árásina á Hiroshima, Sendi hann Truman forseta erindi þar sem hann sagði fyrir um óihéillaþróun eftirstríðsáranna. Þá voru uppi tvær skoðanir í Bandaríkjunum, sumir vildu að Bandaríkjamenn varðveittu „Leyndardóm kjarnorkunnar“,- en aðrir að „öllum heiminum yrði veitt hlutdeild í honum“. Þeirrar skoðunar voru flestir vísindamenn sem mestan þátf áttu í smíði kjarnorkusprengj- unnar, eins og t.d. Danin Niels Bohr, sem þegar í júlí 1944, rúmu ári áður en fyrstu sprengjunni var varpað, 'varaði stjórnir Bandaríkjanna og Bretlands við því vígbúnaðar- æði sem leiða myndi af því að reynt yrði að ,,eincka“ kjarn- orkusprengj;una. . I erindi Stimsons til Trumans forseta var m.a. sagt:^ „Að margra áliti getur kjarnorku- sprengjan vegið á móti vax- andi áhrifum í Evrópu. Við getum rciít ckkur á að Sovét- ríkin hr.ia g. rt sér þetta ljóst og að herforingjar og pólitískir leiðtogar þeirra munu telja sig tilknúna að afla sér þessá vopns eins fljótt og auðið er . . Ég er þeirrar skoðunar að vandamál viðunandi sambúðar við Rússland sé komið undir því hvemig sé háttað yfirráð- um yfir sprengjunni. Þessi sambúð kann að spillast fyrir fullt cg allt ef við höldum ékki rétt á þessu máli“. Hann mælti með því að Bandaríkin tækju upp beina og vinsamlegá samn- inga við Sovétríkin um þettá mikilvæga atriði. , Það var ekki farið að haná ráðum og því fór sem fór. Kjarnorkuógnanir, kalt stríð, hernaðarbandalög og stöðugur stríðsótti hlóðu undir Herfor- ingjanna, sem nú eru qrðnir að heita má alls ráðandi og ekki þess líklegir að afsala sér völd- um sínum ótilneyddir. Cook er ekki b.iartsýnn á að hægt verði að snúa við blaðinu, en grein hans er þó vottur þess, að í Bandaríkjunum gera margir sér grein fyrir þeim hættum sem öllum þjóðum stafar af því ógnarvaldi sem nú er í höndum bandarískra herforingja cg vopnasmiða. Þar við bætist að um 4 millj- ónir Banclaríkjamanna vinna að framleiðslu hergagna eða á annan hátt í þágu hersins. Afkoma 7.5 milljón Banda- ríkjamanna er þannig beint háð vígbúnaðinum. í Los Ang- eles er t.d. talið að helmingur borgarbúa vinni á einhvern hátt í þágu vígbúnaðarins. Af- þessu leiðir að sjálfsögðu að allir aðrir eiga afkomu sína á á einhvern hátt undir vígbún- aðinum og því heyrast jafnan ramakvein þegar á það er minnzt að draga úr honum; verkamenn óttast um vinnu sína, kaupsýslumenn gróða sinn og stjórnmálamennirnir at- 'kvæðin. Bifröst Inntökupróf í Samvinnuskólann verður haldið að venju í Reykjavík síðari hluta september næstkomandi. Umsóknir um skólann berist Samvinnuskólanum, Bifröst, Borgarfirði, eða Bifröst fræðsludeild, Sambandshúsinu, Reykjavík fyrir 1. september. SKÓLASTJÓRI. g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagurinn 31. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.