Þjóðviljinn - 31.05.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 31.05.1962, Blaðsíða 9
m Bjötn Einarsson á Neistastöðum shreppi er mikill ^föld hátíð: Björn tr sextugsafmælis, úðkaupsafmæli og dóttir hans fermd T miklu framkvæmdir á Korp- úifsstöðum, og ég hafði mikinn hug á að kynnast þeim og réði mig þangað 1925. Ráðsmaður var þá Magnús Kristjánsson. Um haustið gerðist ég þar fjós- ráðsmaður. Á Korpúlfsstöðum kynntist ég konu minni, Soffíu Einars- dóttur, Sturlaugssonar frá Ak- ureyjum á Breiðafirði. Við giftum okkur 1926. Ég fór því að hyggja á bú- skap og bað um að losna, en Thor tók því fálega í fyrstu, en þarna var maður sem ég setti alltaf í minn stað ef ég var fjarverandi — en þá daga brá alltaf svo við að mjólkin var miklu meiri — og verri! Þessi maður tók svo við af mér — og var staðinn að því haustið eftir að blanda mjólkina með vatni. Þetta blöndunarmál var frægt á sínum tíma. Thor Jensen taldi þetta pólitíska árás á s:g, því hann átti engan hlut að þessari blöndun, því hann vildi vanda vöru sína. Voi'ið eftir að ég gifti mig fór ég að búa á Langholti í Fióa — en þar hafði langafi minn eitt sinn búið. Það var sannast að segja baslbúskapur, heilsuleysi og fátækt. Þegar ég hafði keypt til búsins var fjár- magn mitt þrotið. En ég naut þar vina og frænda. Þótt þarna væri erfitt sá ég eftir að fara þaðan. En grundvöllinn að vélgengni minni í búskapnum síðar lagði ég þó þarna þegar ég keypti kú á 400 kr. frá Súlu- holti. Ég hafði þegar ég var strákur í Túni kynnzt kynbóta- starfinu þarna, en miklu réðu líka ábendingar Boga Thorar- ensen í Hróarsholti. Þetta var ekki í eina sinnið að vera mín í Túni kom mér að notum því að í búnaðar- sögu á skólanum hafði ég eiginlega ekkert lesið en próf- ritgerðin fjallaði um búnaðar- sögu. f Túni hafði ég verið hjá búnaðarfélagsformanni og fylgdist því með störfum þess, og þetta var lifandi félag; fé- lagshyggju Hraungerðinga hef- ur alltaf verið við brugðið. Nú er allur minn kúastofn kominn frá þessari kú. Kristófer Gríms- son ráðunautur keypti hana og seldi mér seinna kvígu und- an henni. Annan góðan gi-ip átti ég þarna, það var skjóttur hestur er ég keypti í Borgafirði, en svo varð ég að selja hann, því ég gat ekki lifað á yndisarðin- um einum saman! Ég seldi hann samstarfsmanni hjá Har- aldi Árnasyni — en fékk hann svo aftur því nýi eigandinn felldi sig ekki við hann — og lánaði mér andvirðið. Það var mér mikil huggun í basli mínu að eiga Skjóna, hest sem að mörgu leyti bar af öðr- um hestum þá. Hann varð síð- an í eigu minni æ síðan. Ég baslaði svo í Partinum 2 ár, en ílutti þá að Jórvík í SandvíkuPhreppi. Átti heima þar ettt ár, en flutti um haust- ið með kýr og hey suður til Reykjavíkur. Ástæðan var sú að kona mín varð að dvelja þar undir læknishendi og ósk- aði að ég kæmi suður líka. Þá varð það mér til bjargar að ég fékk lánað Laufásfjósið hjá Ás- geiri núverandi fcrseta. Þá sem oftar var örðugt að fá húsnæði í Reykjavík og bjó ég suður í Skerjafirði suður hjá Shell, en þar var þá að byrja að byggjast. Ég varð að fara af stað kl. 5 á morgnana í fjósið og þegar ég hafði lokið fjósverkunum og selt mjólkina fór ég í innrukkun o.fl. hjá Haraldi Ámasyni. í þessum ferðum kom sér vel að í miðri mýrinni var bær, Breiðaból, og tvenn hjón þar reyndust kunn- ingjar mínir, þar var því án- ingarstaður minn á leið úr bænum. Svo gerðist ég verzlunarstjóri við útibú Haraldar Árnasonar í Hafnarfirði 1928 og var þar í 2 ár, en þegar íslandsbanki var gerður upp drógst saman hjá Haraldi og var mér þá boðin verzlunin — en hugur minn stóð allur til sveitarinn- ar. Um þetta leyti hitti ég Gísla oddvita á Reykjum er sagði mér að það mundi losna jörð í sveitinni og gctt væri fyrir mig að vera nálægt. ég gæti bú- ið í samkomuhúsinu á Þingborg. Þangað fór ég; var í áveituvinnu, vegavinnu og heyjaði um sumarið og seldi og hafði veitingar í Þingborg. Um haustið réðist ég kennari þarna og var það í 3 vetur. Hafði þar afþiljað herbergi í Þingborg undir súðinni, það var rétt vel hægt að ganga uppréttur undír mæninum. Þarna var þrennt fullorðið og 2—3 unglingar. Fyrir framan voru fatáhengi fyrir samkomu- gesti. Á vetrum voru krakkarn- ir í heimavist og urðu að sofa á leiksviðinu og ég oftast hjá þeim. Þetta þætti lélegur húsa- kostur ti'l kennslu nú á dögum. En þarna Ieið mér reglulega vel. Það, hvernig manni líður er meira komið undir því hverja maður umprengst en hinu hvort maður býr í höll eða hreysi. Nú fór ég aftur að hugsa um að koma mér upp bústofni, heyjaði og var seinna árið með 4 nautgrÍDÍ, og 13 kindur hafði égífóðrihjá kunningja mínurn. Jónas frá Hriflu vildi leigja Ölafsvellina og það var ákveð- ið að ég tæki þá að hálfn næsta vor. Svo varð stjórnin að hröki- ast frá völdum og Jónas gerði ckkur orð að sækja býgaingar- bréfið. Á leiðinni suður hitti ég Hilmar Stefánsson bankastjórá og kvað hann mig geta fengið Neistastaði með vorinu. Hinn sótti byggingarbréfið — en fór aldrei að Ölafsvöllum! Þetta setti þó spor eftir sig. því bað var gerð teikning af nýbýhs- húsi á Ólafsvöllum — og hún var birt í „Verkin ta'a“ —■ og eftir henni byggði ég unp á Neistastöðum eftir brunann 1933. Að Neistastöðum fór ég fyrir 30 árum — 1932. Bankinn leigði jörðina með 1 kú og 6 ám fyr- ir 250 kr. Svo keypti ég aðrar 6 og byrjaði með 24 ær, 1 hrút 3 kýr, kvígu, kálf og nokkur hross. Þá mun ég hafa fengið um 90 töðuhesta af túninu. Bærinn brann árið eftir að ég byrjaði búskap. Þá höfðum við faðir minn eignazt jörðina. Tengdamóður mína, sem var frá Akureyjum á Breiðafirð'. dreymdi eitt sinn að 3 hrafnar flögruðu um bæjarhólinn. Þetta eru engir happahrafnar, sagði hún. Þrem dögum síðar sáum við 3 menn spóka sig á hóln- um, voru þeir komnir til að skoða jörðina og kaupa hana. En Hilmar bauð okkur að nota forkaupsréttinn, seldi jörðina á 5500 kr. Ég missti S:ffíu konu mína árið 1937. Árið 1939 giftist ég aftur, Signýju Jónsdótur, aust- an úr Breiðdal. Hún lézt sum- arið 1956. Vitanlega áttu báðar þessar konu.r ríkan þátt í u.pp- byggingunni og velgengni okk- ar hér á Neistastöðum. Með fyrri konunni eignaðist ég eina dóttur, Margréti, er býr hér með Sigurði Björgvinssyni manni sínum frá Garði. Seinni kona og ég tókum fósturdóttur, Lilju Ingvarsdóttur, þá l'/a árs, (Það er hún sem fermist í dag), — Enn höfum við lítið talað um búskapinn. Hvernig var byrjunin og hvernig er nú? — Ég byrjadi með 3 kýr, þær eru nú 30. Ræktað tún var þá ekki yfir 3 ha en er nú um 30 lia. Það hefur löngum verið tal- að um hve bændur fengju mikla styrki. Um 1932 gat mað- ur fengið fyrir styrkinn allan útlagðan kostnað við ræktun- ina, nú hrekkur styrkurinn eliki fyrir fræinu. Þá fengum við 20 aura fyrir mjó'.kurlítr- ann en sl. ár hátt á fjórðu kr. Þrátt fyrir þetta hátt mjólkur- verð er verra að standa í fram- kvæmdum nú en árið 1930. Eiginlega er svart framund- an með þennan búskap, og t.cj. eru jarðir sín hvoru megin við mig komnar í eyði. Raunveru- lega eru það ekki nema fjár- málaglópar '— eins og ég! -f- sem eru að hanga við búskap. Enn er langt. til morguns, og við eigum mikið eftir að spjállk um búskap, stjórnmál cg stjórnmálamenn, — en við les- um það ekld fyrr en einhvern annan dag. J. B. , lítinn hluta þeirra aftur eftir tilskilinn tíma, um 2,5 sek- úndur. Eins og getið var í frásögn- inni af laser-ljósinu er það elnn meginkostur þess, að það hefur allt sömu ibylgjulengd. Annar er sá að hægt er að einbeina því svo að nær ekk- ert dreifist úr ljósvendinum. Þrettán rauðir laser-ljós- blossar voru sendir í átt til tunglsins genum 12 þumlunga kíki í Lincoln rannsóknar- stöðinni í Massachusetts. Ljós- vendirnir gildnuðu ekki nema um svo sem einn sentimetra fyrir hvern kílómetra sem þeir fóru og þegar þeir voru komnir alla leið til tungls- ins • brugðu þeir fölri birtu ó hringsvæði sem var aðeins rúmlega 3 km að þvermáii. Hver ljósblossi stóð aðeins í 1/2.000 úr sekúndu, en Smull- in og Fiocco áætla að 200.000 trilljónum (2 með 23 núllum) ljóseinda (fótona) hafi verið þeytt út í geiminn í hverjum blossa. Langflestar ljóseind- anna komust alla leið til tunglsins, en þaðan endur- vörpuðust þær í allar áttir •og aðein.s örlítill hluti þeirra kom-st aftur til Lincoln rann- sóknarstöðvarinnar, ein . tylft eða svo úr hverjum blossa. Þar var tekið á, móti þeirn í 48 þumlunga kílti. Ljósið sem í hann barst var síað svo að aðeins ljóseindum með sömu bylgjulengd og laserljósið var hleypt í gegn og þær síðan látnar verka á fotósellu. Bandaríska vikublaðið Time skýrir frá annarri tilraun sem ætlun er að gera með laser- Ijósið, en með henni á að fá nákvæmari vitneskju um hraða ljóssins, þann allsherj- ar stöðul nútíma eðlisvísinda. Langt er nú orðið síðan að hraði ljóssins var fýrst mæld- ur á 18. öld og tækninni hefur fleygt mikið fram síð- an. Engu að síður vita menn ekki nægilega nákvæmlega hver ihann er, Hann er venju- lega talinn um 300.000 km á sekúndu, en nákvæmari taia er 299.784 og getur nú mun- eð þremur af milljón til og frá. Slík skekkja skiptir litlu eða engu máli á jarðneskum mælikvarða, en öðru máli gegnir þegar um er að ræða fjarlægðir í geimrúminu. Sannleikurinn er sá, að nú í upphafi geimferða vita menn ekki með nærri því nógu mikilli nákvæmni um fjarlægðir til annarra himin- tungla. Meira að segja fjar- lægðin til tunglsins verður ekki mæld nákvæmra en svo að skakkar rúmum kílómetra Þegar um fjarlægari himin- tungl er að ræða getur slíkt frávik haft örlagaríkar afleið- ingar. Bezta leiðin til að mæla fjarlægðir í geimnum er að senda radíóbylgjur (sem fara með sama hraða og ljósið) til þess himintungls sem um ræðir og láta það endurvarpa þeim til jarðar, mæla síðan tímann sem ferðin tekur, deila með tveimur og marg- falda með ljóshraðanum. En Framhald á 14. síðu. Lowther eðlisfræðingur Fimmtudagurinn 31, mai 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.