Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 4
Alþýðuflokkurinn í sórum Bitur uppskera af auðvalds bjónustu foringjanna Alþýðublaðið er reitt í fyrradag út af því að atvinnu- rekeiulavaldið hefur nú tekið völdin í Hafnarfirði, fé- sýsluflokkarnir skriðið þar saman. Blaðið vill kcnna vond- um kommúnistum um það að Framsóknarflokkurinn skuli hafa unnið eitt bæjarstjórnarsæti af Alþýðuflokknum! Það er að vísu mannlegt að reiðast ósigrinum og skiljan- legt, að reyna að kenna öðrum en sjálfum sér, — en það er karlmannlegast að horfast nú í augu við staðreynd- irnar og skynsamlegast að kryfja orsakir ófaranna ró- lega ti! mergjar. Það er eins og að skamma sam- vizku siálfs sín, er menn finna til samvizku-bits yfir illum ve-rkum, er menn hafa framíð, — í stað þess að læra og drý-gja ekki illverk oftar. ★ Þá er einnig rétt fyrir Al- þýðuflokksmenn að hafa í huga hvort það hafi vterið heilla- vænlegt og sigurstranglegt í Hafnarfirði að bola út af lista Af hverju fór fylgi frá hon- um til Framsóknar í Hafnar- firði, — til „atvinnurekenda- valds“ eins og Alþýðublaðið orðar það? Svarið liggur í augum uppi: Framsóknarflokkurinn er í stjórnarandstöðu. Hann er þá mjög róttækur og hefur staðið með kröfum verkamanna um kauphækkun, — með öðrum orðurn: tekið svipaða afstöðu í Það er mjög mikilvægt að verkalýðurinn á íslandi og ekki sizt í Hafnarfirði leggi nú fyrir sig spurninguna um or- sakir tapsins og svari henni rétt. Ef það tekst að skilgreina orsökina rétt, þá er líka hæg- ar'a að finria úrbótiria. Höfuðspurningin er: Af hverju tapar Alþýðuflokkurinn NÚNA í Hafnarfirði? Ritstjóri Alþýðublaðsins svaraði þessu af hreinskilni fyrstu dagana eftir bæjar- stjórnarkosningarnar: Óvin- sældir stjórnarstefnunnar hafa bitnað á Alþýðuflokknum. (Bendikt Gröndal sagði í ,,Eft- irþönkum í 3, júní: „Að mínu áliti er höfuðorsökina fyrir tapi Alþýðuflokksins að finna í launamálunum“ .... „Stjórnin hfefur algerlega klúðrað mál- inu, misst forustuna og gat að- eins sagt eftir á að þetta væri það, sem hún hefði viljað.“) — Það virðist hinsvegar vera tilgangur forsíðuleiðarans í fyrradag að hefja á ný hinn hatursfulla andkommúnistaá- róður, sem gsngur af Alþýðu- ilokknum dauðum. Athugum kringumstæðurnar: Það situr að völdum harðvít- ugasta auðmannastjórn, sem með völd hefur farið í tvo ára- tugi. Þessi stjórn hefur beitt ríkisvaldinu til vægðarlausari árása á lífskjör alþýðu, en gert hefur verið í tuttugu ár. Einn ráðherra Alþýðuflokksins hef- ur Iýst yfir því að það sé eng- inn ágreiningur við íhaldið um þessar aðgerðir gegn alþýðu manna. Hingað til hefur Al- þýðuflokkurinn hinsvegar látið það varða stjórnarslitum eða höfnun á stjórnarþátttöku að vinna þau verk, sem núverandi stjórn vinnur: 1938 og 1942 fer Alþýðuflokk- urinn út úr ríkisstjóm vegna þess að sett eru gerðardóms- lög til þess að leysa vinnudeilu. — Nú setur hann gerðardóms- Iög sjálfur. 1949 neitar Alþýðuflokkurinn að (aka þátt í gengislækkun. — Nú lækkar hann gengið í tví- gang og í síðara skiptið með bráðabirgðalögum. Með öðrum orðum: Alþýðu- flokksforustan framfylgir nú stjórnarstefnu, sem hún áður undir forustu Haraldar Guð- mundssonar og Stefáns Jóh. Stefánssonar neitaði að fram- fylgja, af því þeim forustu- mönnum og flokknum í heild þótti slík stefna of afturhalds- söm. Þessl stjómarstefna er óvin- Lœrdómurinn sem draga ber af ósigrinum í Hafnarfirði er að verkalýðsflokkarnir verði að þjappa sér saman sæl, sem eðlilegt er. Við að( framfylgja henni bakar Al-j þýðuflokkurinn sér eðlilega . ó-,1 vinsældir og fylgismissi. Það hjálpar ekkert að reka1 upp vein út af slíku og hrópa ókvæðisorð um kommúnisma. Það á að læra af þessum ó- sigri og lærdómurinn getur að- reins verið einn: Alþýðuflokkurinn á ekki að taka þátt í að reka stjómar- stefnu, sem gengur svona í ber- högg við hagsmuni almennings, en þjónar peningavaldinu. Þá er og rétt að athuga séi staklega aðstöðu Bæjarútgerð- arinnar í Hafnarfirði í kosn- ingunum, — einmitt þessa bjargvættar alþýðunnar í Hafn arfirði. Togarar hennar lágu bundnir. Ekki var það verk- fall vondum kommúnistum að kenna, heldur því atvinnurek- endavaldi, sem forusta Alþýðu- flokksins er í ríkisstjórnar- bandalagi við. — Vandamál togaraútgferðarinnar var óleyst. Það var sjálfur formaður Al- þýðuflokksins, sem var sjávar- útvegsmálaráðherra. — Dettur Alþýðuflokknum ií hug að slíkt ástand hafi hiálpað til að skapa honum sigurmöguleika? Meðan hinsvegar Alþýðu- flokkurinn og Alþýðubandalag- ið sátu saman í vinstrí stjórn og Lúðvík Jósepsson var sjáv- arútvegsmálaráðherra, þá stöðvuðust togararnir ekki og afkoma hraðfrystihúss bæjarins var tryggð. ★ Út af ásökunum Alþýðublaðs- ins til Kommúnistaflokksins að kenna honum um ófarir sínar er rétt að minna á að valda- ferill Alþýðuflokksins í Hafnar- firði hefði aldrei staðið nema 12 ár i stað 26, ef fylgi komm- únista hefði ekki komið til. 1938 sigraði sameiginlegur listi Alþýðuflokksins 05 Kommún- ista í foæjarstjórnarkosningun- um í Hafnarfirði með aðeins 14 atkvæða mun yfir íhaldinu. Það er barnalegt -af Alþýðu- blaðinu að vera að reyna að kenna vinstra armi verkalýðs- hreyfingarinnar ófarir sínar. Alþýðuflokksins þeim Alþýðu- flokksmönnum, sem mest traust höfðu hjá almenningi til rót- tækrar baráttu, en knýja inn á listann í staðinn þá, er trygga mætti telja ríkisstjórnarsam- starfi við „atvinnurekenda- vald“ það sem Alþýðublaðið lýsir nú svo ófrýnilega. Það er alltaf sama orsö'kin til ógæfunnar: óttinn við rót- tækni og 'alþýðlegt samstarf, — tillitssemi og þjónusta við „at- vinnurekendavald" og aftur- hald. Það að loka augunum fyrir þessum orsökum er að ganga blindandi fram af hömr- um, — eða ef menn vilja held- ur vélaaldar Ekingu: að stííga benzínið í botn á bílnum, þeg- ar bílstjórinn sér að hann er kominn svo rieðarlega í hallann að hengifluginu að það sé nokk uð erfitt að „bakka“, en fljót- gert að fara fram af — undir enn háværara bölvi um vonda komma en nokkru sinni fyrr. Þá er rétt fyrir Alþýðuflokk- inn að spyrja sjálfan sig: vissum málum og Alþýðuflolck- urinn gerði cinu sinni! Það kemur þessu máli ekki við þótt Framsókn sé i eðli sínu að áliti Alþýðublaðsins fésýsluflokkur og atvinnuriek- endavald. Margt fólk dæmir hann eftir því hvað hann sýn- ist vera. Sjálfstæðisflokkurinn var líka „róttækur“ í kaup- gjaldsmálum 1958 og græddi á því atkvæði, — og Alþýðublað- ið virðist samt ekki í efa um eðli þess flo'kks eftir forsíðu- leiðaranum að dæma! Og það má einnig minna á að nazista- flokkurinn þóttist Vera mjög róttækur á móti auðvaldi á meðan hann var að komast til valda, — sósíalistískur verka- mannaflokkur“ o. s. frv. Með öðrum orðum: Vegna þess að Alþýðuflokksforustan í ríkisstjórn bregzt hagsmuna- málum þess alþýðufólks, sem fylgt hefur flokknum, verður það vonsvikið og fellur fyrir loforðum Frams. um vinstri pólitík og kýs hana í trausti þess. — Auðvitað notar Fram- sókn slíkt fylgi til þess að mynda stjórn með íhaldinu i Hafnarfirði og mun eins að ári mynda nýja helmingaskipta- rikisstjórn með því, ef fólk lætur glepjast til að kjósa hana. Hvað ber þá Alþýðuflokkn- um að gera, þegar síðasta og traustasta vígi hans er fallið, — vegna auðvaldsþjónustu flokksforingjanna við annan fésýsluflokkinn í ríkisstjórn og vegna lýðskrums hins fésýslu- flokksins, sem er sem stendur í stjórnarandstöðu? Alþýðuflokkurinn á aðeins eina skynsamlega stefnu til: Samstarf við Sósíalistaflokkinn og Alþýðubantlalagið, — sam- starf um að efla verkalýðssam- tökin og gera þeim fært að hrinda af sér öllum þeim árás- um, sem atvinnurekendavaldið nú fremur, — og auðvitað leið- ir það af sjálfu sér að Alþýðu- flokkurinn hætti að vera sjálf- ur aðíli að slíkum árásum. Þetta er það, sem verkamenn Alþýðuflokksins og allir þeir, sem enn unna þeim hugsjónum, sem liann einu sinni átti að þjóna, ættu fyrst og fremst að íhuga. Ef Alþýðuflokksmenn varast að láta andkommúnistaáróður auðvaldsins og sendla þes9 brjála sig og leiða flokk sinn til pólitísks sjálfsmorðs, þá er þetta sú leið ein, sem getur bjargað þeim flokki og skapað um leið forsendur fyrir vold- ugri og sterkri einingu verka- lýðssamtakanna og vinnandi stétta á íslandi. Einar Olgeirsson Lífil síSJvsföi fyr- ir Norðurlandi Þrjú eða fjöguri skip hofðu boðað komu sína til Siglufjarð- ar í gær, er blaðið átti tal við fréttaritara sinn þar síðdegis í gær. Skipin höfðu fengið síld- ina við Kolbeinsey og fer hún til söltunar, en eina söltunar- hæfa síldin, sem nú veiðist, et’ við Kolbeinsey. Anna frá Siglu- firði var með mestan afla, 600 tunnur. Síldar hefur orðið vart á vestur svæðinu og við Grímsey en hún stendur djúpt og erfitt að veiða hana og er flotinn kom- inn mestallur austur fyrir land. Veður hefur verið hálfleiðinlegl fyrir norðan undanfarið og í gær var rigning á Siglufirði. ORLOFSFERÐ Alþýðusambandsins til Norfoirlsnda. Vikudvöl á Borgundarhólmi — sólskinseyjunni í Eystrasalti. Alþýðusamband fslands cfnir til orlofsferðar til Norðurlanda hinn 2. ágúst n.k. Flogið verð- ur til Malmii í Svíþjóð, ferðast um Suður-Sví- þjóð, flogið til Borgundarhólms og dvalizt þar á góðu hóteli í vikutíma. Gefst gott tækifæri til hvíldar og hressingar á þessari frægu eyju, sem hefur vcrið nefnd sólskinseyjan í Eystra salti. Að lokinni dvöl á Borgundarhólmi verður haldið lil Kaupmannahafnar, borgin skoðuð og dvalist þar nokkra daga. fslcnzkur leiðsögu- maður verður með í förinni, sem er slcipulögð í samvinnu við ferðaskrifstofu sænsku alþýðu- samtakanna, RESO. Konstnaði er mjög stillt í hóf. Þátttaka í ferðinni kostar 8800 krónur, sem vcrður að teljast Iágt þegar miðað er við aðr- ar ferðir. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku til skrifstofu Alþýðusambandsins í síma 19348 fyrir hinn 12. þ.m. BORGUNDARHÓLMUR — Sólskinseyjan í Eystrasalti, „er einhver fegursti staður sem hægt er að hugsa sér. Kjörinn orlofsstaður. Klettabclti — hrífandi sjávarströnd, sáðsléttur, skuggsælir skógar. Hér eru lítil hugþekk fiskiþorp, seiðandi skemmtanalíf á kvöldin og hljóðir gangstígar, baðaðir í tungl- skini“. Borgundarhólmur — sólskinscyjan í Eystrasalti. ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS. 4) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 7. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.