Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.07.1962, Blaðsíða 9
4) — ÓSKASTUNDIN ÚLFABRÓÐIR Eftir Rudyard Kipling Loksins kom að þvi. og þá risu hárin á úlfa- mömmu, að úlfapabbi ýtti Mowgli — en svo nefndu þau hann öll, af íþví að hann var hárlaus eins og froskur —■ inn í miðjan úlfahringinn. Og þarna sat hann skríkjandi af kæti og lék sér að smá- steinum, sem glitruðu í tunglskininu. Akela leit aldrei upp, en hann hélt áfram að kalla aftur og aftur: — Takið eftir, tak- ið vel eftir, úlfar. Þá heyrðist allt einu dimmt öskur bak við klettana . Það var rödd Shere Khans, svo mæl- andi; — Ég á hvolpinn og ég vil fá hann. Hvað kemur hirium frjálsu úlfum mannshvolpur við? En Akela lá kyrr eins og áð- ur. Meira að segja eyrun á honum voru kyrr. Hann sagði aðelns: — Takið eftir, takið vel eftir, úlfar. Hvað ikoma hinum frjálsu úlf- um við skipanir frá öðr- um en hlnum frjálsu úlf- um sjálfum. Takið vel eftir, úlfar. En sem hann hafði þetta mælt, laust upp margrödduðu væli á úlfaþinginu, og úlfur á fjórða ári endurtók við höfðingjann spurningu Shere Khan. — Hvað kemur hinum frjálsu úlf- um mannshvoipur við? En svo segir í Lögmál- inu, að leiki vafi á um það, hvort rétt sé að veita ylfingi viðtöku í úlfastóðið, þá verði ylf- ingur að eiga að minnsta kosti tvo málsvara á úlfaþinginu, fyrir utan föður sinn og móður. -— Hverjir eru málsvar- ar þessa ylfings? spurði Akela. — Hver af hin- um frjálsu úlfum vill mæla með honum? Þessu svaraði enginn, og úlfamamma bjó sig undir það, sem hún vissi að verða mundi hennar síðasti bardagi ef þil kæmi. En þá kom sá til sögunnar, sem einn allra annarra skógardýra fær að vera á úlfaþing- inu, Baloo, syfjulegi mó- rauði skógarbjörninn, sem kennir ylfingunum lögmálið, gamli Baloo, sem getur komið hvar sem honum sýnist, af þvi að hann lifir ekki á öðru en gróðri jarðar og hun- angi. Hann reis upp á afturfæturna, og það rumdi í honum um leið. — Mæla með manns- hvplpnum? endurtók hann. — Ég mæli með mannshvolpnum. Manns. hvolpur gerir engum mein. Ég er enginn ræðu- snillingur, en það er satt sem ég segi. Veitið honum viðtöku og hleyp- ið honum í úlfastóðið. Ég skal sjálfur kenna honum Lögmálið. — Það þarf annan meðmælanda i viðbót, sagði Akela, Baloo er búinn að segja sitt álit, og hann er lærifaðir ylf- inganna. Snögglega brá fyrir í úlfahringnum skugga af óvæntum gesti. Það var Bagheera, hlébarðinn, tinnusvartur á skrokk- inn. og þó með hin ótví- ræðu ættareinkenni sín, ljósleitu dílana á silki- mjúkum skrokknum. All- ir þekktu Bagheera, og enginn kærði sig um að þurfa að hafa á móti því, sem hann vildi vera láta, því hann var eins slægvit- ur og Tabaqui, hugaður sem vísundur og ófyrir- leitinn eins Qg særður fíll, En rödd hans var sæt eins og hunang og feldur hans mýkri en æðardúnn. — Akela og þið frjálsu úlfar, mælti hann blíðum rómi. Ég hef ekki rétt til að vera á úlfaþinginu, en Lögmálið segír, að leiki vafi á um ungviðið, hversu með skuli fara, og þó ekki svo ástatt, að nauðsynlegt sé að taka ungviðið af lífi, þá sé hægt að kaupa því líf, enda komf veð fyrir. Og Lögmálið tekur ekkert fram um það, hverjir hafi rétt og hverjir hafi ekki rétt til að inna af hendi lausnargjaldið. ('Framhald). - RITSTJÓRI UNNUR EIRÍKSDÓTTIR — ÚTG.: ÞJÓÐVILJINN - STÍNA OG KLOSSI KUBBUR járnbrautarlestir, bangsa og tindáta, meðan mamma lagfærði brúðurnar, stóru brúðurnar, litiu brúðurnar og prinsessu- brúðurnar með gullhárið. Stína var miög ánægð þennan rigningamorgun. Fyrst hjálpaði hún pabba sínum að stoppa upp gamlan bangsa, síð- an aðstoðaðj hún mömmu sína við að mála nýtt andlit á brúðu. Að þessu loknu hljóp hún upp í litla þakherbergið, þar sem ungfrú Sigríður átti • Eftir Roberta Leigh. • Teikningar eftir • Marion Wilson, Það var alveg renn- andi blautur morgunn. Regnið streymdi niður, það rann eftir glugga- rúðunum og buldi á þak- inu. Þetta var veður sem Stínu líkaði vel. Húrra! hrópaði hún og hentist fram úr rúminu. — Það er innidagur í dag. Þeg- ar veðrið var gott var Stína látin leika sér úti í garðinum, en þó hún aetti bæði þrihjól og sippiband var það ekki nærri eins gaman eins og að leika sér inni. Ég skal segja ykkur af hverju Stína vildi heldur leika sér inni. Pabfoi hennar átti brúðuspítala, og gerði bar við alls- konar leikföng, sem höfðu bilað, og Stínu ,þótti svo gaman að horfa þegar hann var að vinna. Pabbi gerði við heima. Ungfrú Sigríður hafði þykkt, snjóhvítt hár, og hún sat og snerj sauma- vé’inni ailan daginn. Hún saumaði röndóttar 'buxur á sprel’.ikarlana, og kjóla handa brúðunum Þegar Stína kom inn var hún að tína litlar silfur- stjörnur upp úr öskju og festa þær á brúðukjóL Stína tók við og rétti henni stjörnurnar, eina og eina í senn. Framhald á 2. síðu. FIMLEIKA- OG ÞJÖÐDANSA- SÝNINGAR í HÁSKOLABÍOI Það er ekki á hverjum degi sem við fáum í heimsókn snjaila fimleikaflokka, og má vera að ástæðan sé sú, að hér ihefur ekki tekizt ennþá að fá fram verul. áhuga fyrir á- haldaleikfimi, sem þó er mjög skemmtileg á að horfa og ætti að vera hvatning fyrir iðkun leikfimi yfirleitt. Það voru því kærkomnir gestir, sem efndu til miðnæt- ursýningar í Háskólabíói á fimmtudagskvöld fyrir fullu húsi áhorfenda. Flokkar þessir voru komnir alla leið frá Stokkhólmi, og skiptust i þrjá hópa: þjóð- dansaflokk með 18 pörum, fimleikaflokk kvenna frá „Vik- inig“, 12 stúlkur talsins, og 1|3 manna karlaflokk frá KFUM í Stokkhólmi. í upphafi sýningarinnar á- varpaði iBenedikt Jakobsson á- horfendur og gesti, og kvaðst vona að þessi góða heimsókn markaðj spor í fimleikaimál okkar hér. Hann gat þess einn- ig, að þessi hópur væri sá fjölmennasti þessarar tegund- ar sem heimsótt hefði ísland, og væri tilgangur hans aðeins sá að sýna íþrótt sína. Þeir kæmu hingað á eigin spýtur, greiddu ferðir og uppihald og væri það einsdæmi. Sýningarnar tókust mjög vel, sérstaklega vöktu áhaldaæfing. ar karlanna mikla hrifningu á- horfenda. Leyndi það sér ekki að þar voru á ferð þrautþjálf- aðir fimleikamenn, listamenn mætti eins segja. Sýning stúlknanna var mjög skemmtileg, æfingarnar voru undir pianóleik, léttar og leik- andi með mikilli hreyfingu og oft hraða. Allt voru þetta „þlastiskar“ æfirigar, 'mjúkar, kvenlegar og heillandi. Þjóðdansaflokkurinn vakti og mikla athygli, en Svíar gera mikið af því að halda í heiðri og varðveita gamia dansa. í heild var þetta hin bekta skemmtun og engin furða þótt flokkar þessir hafi sýnt víðs- vegar um Norðurlönd óg víðar við miklar vinsældir. Gerið skil strax Þeir, sem enn hafa ekki gert skil fyrir selda miða í skyndi- happdrætti Æskulýðsfylkingar- innar, eru beðnir að gera það sem allra fyrst svo að hægt sé að birta vinningsnúmerin. Hafið samband við skrifstcfuna í Tjarnargötu 20, sem er opin kl. 2—6 síðdegis, sími 17513. * i « ; ‘» 'íi 1 J l • * . " . Háskólabíó var þéttskipað, og eftir sýninguna ætlaði lófa- taki áhorfenda aldrei að linna. Þess má geta að fimleika- flokkur KFUM hefur tvisvar áður komið hingað jil sýninga og ævinlega verið fagnað mjög fyrir snilli sína og kunnáttu, enda hafa fimleikaflokkar frá KFUM haft á að skipa mörg- um beztu fimleikamönnum Svía. Frímann. ÍR kemur Frjálsiþróttadeild IR hefur ákveðið að efna fi1 nýjungar til að auka áhuga unglinga fyrir frjálsíþróttum. Þjálfari félags- ins, Ungverjinn Gabor (hann talar íslenzku) verður staddur á iMelavellinum ásamt dómur- um á morgun (sunnudag) kl. 10.30 til 11.30. með nýjung Þeir drengir og stúlkur sem hafa áhuga geta komið á bess- um tima og reynt sig. Á morg- un verður það 80 m hláup og og langstökk, fyrir þau, sem fædd eru 1944 eða síðar. Næstu. sunnudaga verður þessu haldið áfram, aðrir aldursflokkar fá að reyna sig og aðrar greinar á boðstólum. Allir þeir ung- lingar, sem tóku þátt í nám- skeiði ÍR í vor geta að sjálf- sögðu komið og reynt si<g og allir sem áhuga hafa eins og fyrr segir: Bezt er að hafa æfingagalla (overaHs) og bol og stuttbux- ur, einnig er betra að hafa gaddskó, en þeir sem ekki ei'ga „galla', ða gaddskó geta notað gallabuxur, peysu og strigaskó. Munið á morgun kl. 10.30 til 12.00 á Melvellinum. (Frá Frjálsíþróttadeild ÍR) BARNARCM HN0TAN , Át húsgagnaverzlun Þórsgötu 1 Orðsending frá Sjómannafélagi Reykjavíkur Atkvæðagreiðsla oum togarasamningana fer fram í skrif- stofu félagsins sem hér segir: Laugardaginn 7. júlí frá kl. 10—12 f.h. Mánudaginn 9. júlí frá kl. 3—6 éh. Þriðjudaginn 11. júlí frá kl. 3—6 e.h. Miðvikudaginn 11. júlí frá kl. 3—6 e.h. og iýkur þá. Atkvæði greiða aðeins tcgarasjómenn skv. kjörskrá þeirri er notuð var, við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sáttasemjara. , STJÓRNIN. Laugardagur 7. júlí 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.