Þjóðviljinn - 15.08.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.08.1962, Blaðsíða 6
RENDEZVOUS IN SPACE Project Gemini plans Earth orbital flights in 1964 as practice for Moon landing. Antennas 11 TARGET Agena B Ís iaunched by Atlas into circular orbit. transponding transmitting CVtcuW J.MATING Capsule is nósed into Agena and locked by manual control. IM ORBITING Gernini can orbit for a week while practicing rendezvous. ÍI DOCKING Kicked in the apogée, capsule is oriented and maneuvered until within 20 feet of Agena. Jí LANDING Gemini plans ground ' landing by parachute and controllable Rogallo wing. Gemini s two-man capsule is launched by Titan II into lower orbit, then boosted up to Agenas orbit plÚÐVILIINN Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). ^.skriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Fram á hengiflugið Jjað er alkunna, að málgögn ríkisstjórnarinnar hafa jafnan talað digurbarkalega um „árangur viðreisn- arinnar , þegar þurft hefur að gera nýjar ráðstaf- anir til þess að forða því að gjaldiþrot hennar yrði opinbert. Eitt slíkt kast fengu stjórnarblöðin skömmu fyrir síðustu helgi og var hvergi dregið af til þess að reyna að sannfæra þjóðina um ágæti „viðreisnar- innar“. Jóhannes Nordal, bankastjóri, var fyrst send- ur fram á sviðið til þess að setja upp eitt af hinum frægu talnadæmum „viðreisnarinnar1. Það átti að sýna, að „gjaldeyriseign“ bankanna næmi nú 963 milljónum króna. Og stjórnarblöðin upphófu raust sína sam- stundis: Sönnunin var fengin fyrir árangri „viðreisn- arinnar“. jy^Jorgunblaðið varð fyrst ókvæða við, þegar Þjóðvilj- inn benti á, að þessi „gjaldeyriseign“ væri feng- in með stórauknum vörukaupalánum til stutts tíma og ölmusugjöfum frá Bandaríkjastjórn. En eftir að Þjóðviljinn birti tölur úr síðasta hefti Fjármálatíð- inda um hina raunverulegu gjaldeyriseign bankanna, hafa stjórnarblöðin þagað þunnu hljóði. Þessar stað- reyndir standa eins og bein í hálsi þeirra og sérfræð- ingum „viðreisnarinnar“ virðist ætla að ganga eitthvað illa að lækn'a máltregðu þeirra. Sennilegast verður að ibúa til nýjar tölur til þess að kippa þessu í lag. Bönk- unum hefur nú verið fyrirskipað algert lánabann og er ekki ótrúlegt, að næstu tölur Jóhannesar Nordals fjalli um trausta stöðu bankanna inn á við. Án efa verð- ur þeim eklki skotaskuld úr því að auka sjóði sína verulega með því að taka fyrir öll útlán. Þá er feng- in enn ein sönnun fyrir ágæti „viðreisnarinnar“! Jjn það fylgir oft böggull skammrifi og skýringar stjórnarblaðanna á því hvers vegna þurfi að taka fyrir útlán bankanna og gera aðrar ráðstafanir með „fjármálalegum aðgerðum ríkissjóðs“, eins eg Jóhannes Nordal orðar það, eru athyglisverðar. Bankastjórinn fer ekkert dult með það, að nú steðji hætta að „við- reisninni“ vegna þess að orðið hafi „almenrar og veru- legar kauphækkanir“ undanfarið. Þetta sé líklegt til að auka eftirspurn og örva framkvæmdir, en þetta er hættuleg „þensla“ að d@mi rikisstjórnarinnar og sér- fræðinga hennar. ' Oætt kjör vinnandi stétta og alhliða framfarir í þjóð- félaginu eru bannig eins og fleinn 'í holdi „við- reisnarsérfræðinganna1*. Kerfið þeirra þclir það ekki. Benedikt Gröndal segir helgarpistli sínum 12. ágúst s.l., að nú sé „einmitt verið að gera ráðstafanir i tíma, svo að þjóðin villist ekki fram á hengiflug, eins og svo oft áður“. Þessi orð ritstjóra Alþýð’dblaðsins tala sínu máli. Þegar vinnandi stéttir fá bætt kjör sín og kaup- máttur eyikst vegna góðæris til lands og sjávar, heitir það á máli Alþýðublaðsins að „vilíast : fram á hengi- flug“, bví að „viðr-3isnarkerfið“ þóíír það ekki. En ekki er ósennilegt að almenningur sjái hag sínum bezt borg- ið með því að sýna stjórngndúm ■•þeséa kerfis fram á „hengiflug“ almenningsálitsins og veita þeim lausn frá störfum við fyrsta tækifæri; — b. 'g) — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 15. ágúst 1962 Miðvikudagur 15. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — Stofnun félagsins jafngilti byltingu í verzlunarmdlum SÚN 30 ára - Jóhannes Stefánsson framkvœmda- stjóri SÚN segir frá starf i félagsins Fiskiðjuver SÚN í Neskaupstað. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). JÓN BJARNAS0N skrifar frá NESKAUPSTAÐ Það er ekki nauðsynlegt að hafa komið til Norðfjarðar til þess að vita að SÚN gegnir þar mikilvægu hlutverki. Nóg að hafa heyrt rætt um Neskaup- stað. En hvað er þetta SÚN, það er skammstöfun fyrir Sam- vinnufélag útgerðarmanna, Nes- kaupstað. Og nú skulum við biðja Jóhannes Stefánsson, fram- kvæmdastj'óra SÚN, að segja okku.r frá félaginu. — SÚN var stofnað 2. júlí 1932 og er því nýorðið 30 ára, svarar Jóhannes. Tilgangur félagsins er að annast sameiginlega sölu á fisk- framleiðslu félagsmanna; að annast sameiginleg kaup á salti, veiðarfærum og öðrum útgerð- arvörum, með sem hagkvæm- ustum kjörum; að sporna við skuldaverzlun og safna fé í tryggingar- og reksturssjóði; að vinna að umbótum á veiði- og söluaðferðum, aukinni vöru- vöndun og sem fullkomnastri hagnýtingu framleiðslunnar. — Voru stofnendur margir? — I félagið gengu þá flestir útgerðarmenn í bænum, en þá var hér að mestu útgerð smá- báta og fiskur saltaður eða fluttur út ísaður. — Fyrsta stjórn? — Fyrsta stjórn voru Ölver Guðmundsscn formaður, Sig- urður Hinriksson og Jón Kerúlf Guðmundsson og fyrsti fram- kvæmdastjóri var Kristján Sig- tryggsson. Fyrstu árið starfaði félagið aðallega að sölu á afurðum, sameiginlegri sölu á fiski fé- lagsmanna, og á stríðsárunum hafði það skip, bæði íslenzk og færeysk á leigu til flutninga á ísfiski til Bretlands, þau fær- eysku hétu m.a. Nordfaret, Marshall, Silver Spry, Royndin frida og Bodasteinur. — Á þess- um árum rak félagið mikla verzlun með veiðárfæri. — Og aðrar framkvæmdir? — Árið 1945 var samþykkt að hefja undirbúning fisk- vinnslustöðvar, ■ frystlhúss, á- samt beinamjöls- óg niðursuðu- verksmiðju. Og 1949 ,tók ’fisk- vinnslustöðin til starfá, ljrað- frystihús er getur afkastað 20 tonnum af flökúm á sólarh'ring. Ennfremur ísvinnsla, er var fyrsta framleiðsla á skelís hér á landi, hægt að framleiða 30 lestir af ís á sólarhring. Þetta var eina ísframleiðslan á Aust- urlandi á tímum nýsköpunar- stjórnarinnar. Fiskvinnslustöð SÚN hefur síðan verið ein stærsta fisk- vinnslustöðin á Austurlandi og fékk hráefni mestmegnis frá togurunum meðan þeir voru gerðir út, eða allt að því 86% frá togurunum. Nú er þetta ein- göngu fiskur frá bátum. Árið 1960 fengum við 3600 tonn frá bátum og árið 1962 3000 tonn, — fyrir utan síld. Frá togurun- um fengum við mest 2400 tonn. Fiskvinnslustöðin hefur komizt mest í 3000 tonna sölu af ís á árinu. — Hvað hefur framleiðslan komizt hæst? — Árið 1958 var mesta fram- -------i-------------------------<s> Bandarískt „stefnumót" í geimnum Geiimflug beirra Niko'.aéff's og PcpDvitsj hafa að sjiálifsögðu leitt huga manna að hinu milk’.a kapphlaupi sem nú á sér stað milii Sovétriiikjanna og Banda- rikjanna um hvor verði fyrri fii að senda mann til tungls- ins. Þett.a er stórfenglegasta — og kostnaðarsamasta — kapphiauþ .seim nak'kru sinni ihefur verið háð og má benda á að Bandarí'kjaimenn reikna oneð að þeir muni verða að iverja 20—40 milljörðum doll- ar.a (850.ooo.000.000 — 1.700. 000.0100.000 íisi ikróna) áður en 'fyristi Bandariikjaimaðurinn ist’gur fæti sínum á tunglið. Löngu áður en að því kemur, verða menn þó að ihafa lært að tengja isaman tvö geimlör á braut uimlh'verfiis jörðina. Síð- ustu tilraunir Scivétrlkjanna miða vaf alaust að því að toanna imötguleika á slíkri tengingu. Bandaríikjamenn nefna það fyrirbæri „steifnumót (rendez- vous) og á teiikningunni hér að ofan 'sem tekin er úr síð- aista hefti bandaríska vikurits- ins TIME er sýnt hvernig;þeir ihugsa sér að tengja saman tvö • gervitungl úti 1 geiimnum og -lpsa síðan annað aftur frá og ikioma' því heiiiu og höldnu . rneð geiimförunum innaníborðs til •jarðar. 1). sýnir gervitunglið (Agena . ;B) 'isem tengjia á við. Þvá er iSkciið á hringlaga braut með At’.EijEikeyti. 2) sýnir gervi- tungiið (Gemini) imeð tveim imönnum innantoorðis sem leita á hitt uppi. Því verður skotið á lcift með Titanskeyti á lægri braut, en síðan aukið við hrað- ann sivo að það telkkar sig. 4) sýnir hvernig tunglin tengj- aist og 5) haida áfram ferðinni á toraut um'hverfis jörðu, en 6) ihivernig Gemini lendir með Framlhald á 10. síðu. leiðsluárið. Þá varð framleiðsl- an 38 þús. kassar af hraðfryst- um fiski, 513 lestir af fullstöðn- um saltfiski, 61 lest af full- þurrkaðri skreið, 622 lestir af mjöli, 165 lestir af lýsi og 1500 tunnur af frystri síld. — SÚN hlýtur að greiða mik- ið í vinnulaun? — Já, félagig ihefur verið eitt aðalatvinnufyrirtækið í bænum síðan það tók til starfa og jafn- an unnið hjá félaginu 50—80 manns. Árið 1961 greiddi SÚN í vinnulaun 7 millj. 740 þús. kr. Félagið hefur undanfarið haft eigin útgerð og leigt stóra báta til að afla hráefnis yfir veturinn. Eitt mesta vandamál í atvinnulífi austfirzku þorp- anna er að hafa næga atvinnu yfir veturinn. Sl. ár átti félagið, ásamt bæj- arstjórn, frumkvæðið að því að stofna útgerðarfélag, Nesútgerð- ina h.f., sem keypti Stefán Ben norskbyggðan bát 150 tonn cg Hafþór, austurþýzkan, 250 tonna. Þeir voru gerðir út til fiskveiða við suðausturland sl. vetur og lögðu upp um 1000 lestir af' fiski í fiskvinnslustöð félagoins. — En síldarverksmiðjan? — Árið 1958 hafði félagið for- ustu um að reisa síldarverk- smiðju í Neskaupstað, er upp- haflega átti að bræða 2500 mál á sólarhring, en hefur nú verið stækkuð svo að hún á að geta afkastað um 40C0 málum. Sam- vinnufélagið á 3 5 i síldar- bræð’slu.nni, bæiarféiagið og Dráttarbrautin 1 5 og útgerðar- menn og aðrir einstakUngar 1.5. Bræðslán tók móti 140 þúsunö máium s’Id.ar sl. ár og "eldi síldarafurðir fyrir 30 milljónir króna. Á sl. ári átti félagið þátt í því að koma upp síldarsöltun- arstöð sem er við hafnarbryggj- una, og núna í sumar kom fé- lagið sér upp söltunarstöð sem rekin er í félagi við söltunar- stöð á Siglu.firði. — Það er margt af bátum héi í Neskaupstað? — Já, starfræksia fiskvinnslu- stöðvarinnar byggist á veturna á stórum úti.legubátum, en á sumrin á útgerð smábáta, bæði opinna trilla sem veiða mest ■með ihandfæri :o,g 5—10 tonna þilfarsbáta sem veiða bæði með linu cg handfæri. Einnig er þá síldarfrysting. Á haustin er ÚL gerð stærri þilfarsbáta sem róa með • línu. 1 sumar hafa lagt upp í stöðina 20—25 bátar. Fyrir utan ismábáta og áður talda báta eru 8—9 bátar frá 60—100 lestum að stærð, serr) gerðir eru út á vetrarvertíð frá verstöðvum á Suðurlandi, og 5—6 bátar 15—40 lestir gerð- ir út á handfæri á vetrum við Suðausturland, og dragnót, humarveiðar og handfæraveiðar á sumrin. Útgerð minni þilfarsbáta hef- Jóhannes Stefánsson ur aukizt mjög síðustu 2—3 ár- in og leggur annað eins af bátum afla sinn í frystihús kaupfélagsins Fram, svo það eru nálægt 40 bátar sem leggja hér upp afla á sumrin. Það sem veldur frystihúsun- u.m mestum örðugleikum yfir sumartímann við að vinna úr afia þessa bátaflota er skort- ur á vinnuafli, sérstaklega ber á því síðan síldin lagðist hér að Austu.rlandinu síðu.stu ár og atvi.nnan varð svo mikil að erfitt hefur verið að fá verka- menn í frystihús yfir sumar- tímann, vegna þess að menn vilja heldur vinna úti við en inni í húsum á sumrin. Af þessu hefur skapazt yfir- vinna, sem a’J.s ekki er hægt ad ætlast til að menn gcti lagt á sig, enda er margt tf íuil- orðnu fólki, jafnvel 60—80 ára í vinnu, og það er vitanlega alltof mikið að ætla því fólki slíka yfirvinnu. En dýritíð er hinsvegar það mikil, að fólk leggur slíkt á sig. Vinna við söltunarstöðvarnar hefur skapað spennu og er því erfitt að fá vinnuafl í bænum yfir sumarið — og þar er þorsk- urinn ekki samkeppnisfær við síldina! — Framtíðarverkefni? — Verkefnin framundan, — bæjarstjórn hefur m.a. kcsið nefnd til að athuga um að koma upp verksmiðju til niður- lagningar á síld og takist það er nokkurt bil brúað í atvinnu yfir veturinn. — Er ekki SÚN líka með ol- íusamlag? — Fyrir réttum 15 árum gekkst SÚN fyrir stofnun ólíu- samlags útvegsmanna, sem ’ er samvinnufélag og hefur það annazt sölu á meir en helmingi allrar olíu, bæði til húsa og skipa í Neskaupstað, svo og benzíni. Stjórn Olíusamlagsins ski.pa nú: Öskar Lárusson, er verið hefur formaður frá upp- hafi, Öskar Jónsson og Sveinn Magnússon. — En stjórn SÚN? — Lúðvík Jó:efsson formaður, hefur verið það í 16 ár, Stefán Höskuldsson og Ármann Magn- ússon, Jóhannes Stefánsson hef- ur verið framkvæmdastjóri sl. tíu ár. Talið berst að fleiri'., cg Jó-1 hann.es fræðir ml.g á að þar sern^ fiskvinnslustöð SÚM stendur nq| var árið 1925 byggð fyrsta: beinamjölsverkjmiðja á Aust-; fjörðum og gerði það Þjóðverji 1 að nafni dr. Paul, en fyrir bygg- ingunni og rekstrinum stóð Norðmaður, Indbjörn, — síðustu ár sín reisti hann síldarverk-i smiðju í Noregi og rak hana.ií Beina- og fiskimjölsverksmiðja; þessi átti 30 lesta bát sem hét;; Drífa er hún hafði í beinaflutn-i ingum — sem aðallega vorujj hertir þorskhausar. Upp úr þessari beinamjölsverksmiðju: var svo byggð 800 mála síldar- I verksmiðja, sem Jónas Guð-, mundsson veitti forstöðu, en bærinn átti á sínum tíma. M.a: landaði t,'garinn Brimir þar eitt árið, en hann var aflahæstur ; í flotanu.m, og var þá sk.vpstjóri ! á honum Ingvar Pá.lmason. Bær- j inn hætti svo þessum rekstri i og keyptu ríkiiverksmiðjurnar verksmiðjuna. Voru vélarnar seldar. Árið 1944 keypti SÚN svo þessa fl.skimjölsverksmiðju, en hJ.uti af gömlu húsunum stendur enn, þar sem núver- andi fiskimjölsverksmiðja SÚN er. En það gæti orðið nokkuð langt ef rifja ætti upp gamla sogu Austfjarða svo vi.ð þökk- um Jchannesi og látum staðar numið.. — J. B. Síldarverksmiðjan í Neskaupstað. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.